Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurnóvember 1989næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 03.11.1989, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 3. NÓVEMBER 1989 Þjálfaranámskeid A- og B-stig A stig verður haldið dagana 10. - 12. nóvember. Þátttökutilkynningar óskast sendar skrifstofu KSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal, fyrir 9. nóv- ember nk. sími 84444. B stig verður haldið dagana 24. - 26. nóvember. Þátttökutilkynningar óskast sendar skrifstofu KSÍ, íþróttamiðstöðinni Laugardal, fyrir 22. nóv- ember nk. sími 84444. Tækninefnd KSÍ. KORFUKNATTLEIKUR Pétur Guðmundsson Pétur úr leik Pétur Guðmundsson, sem æfði um tíma með Minnesota Tim- berwolves í NBA-d_eildinni, er á ný úti í kuldanum. „Ég passaði ekki inn í dæmið hjá þeim og er því hvergi samningsbundinn," sagði Pétur við Morgunblaðið í gær. Pétur hefur átt við þrálát meiðsli í hné að stpíða og var skorinn upp á þriðjudag. „Ég verð frá í rúman mánuð, en síðan verð ég fyrst að koma mér í æfingu aftur áður en ég get farið að spá í framhaldið. Umboðsmaður minn var á Italíu OPIÐHUS AÐ BÆIARHRAUNI2 f tilefni þess að við höfum fiutt skrifstofuna að Bæjar- hrauni 2 bjóðum við ykkur sérstaklega í heimsókn í nýju húsakynnin í dag. Verið velkomin VATRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF VIÐ STÖNDUM ÞÉR NÆRRI om fiiíJ/rfom J-!J L. fyrir skömmu og kannaði aðstæður, en vegna meiðslanna get ég ekki fylgt því eftir að svo stöddu. Ég verð bara að bíða og sjá hvað set- ur, en ég vona að ég fái einhvers staðar reynslusamning, þegar ég verð orðinn heill,“ sagði Pétur. Hann gerir tæplega ráð fyrir að komast að hjá liði í NBA-deildinni, en er spenntastur fyrir liðum í Evr- ópu. „Það eru ýmsir möguleikar á Ítalíu, Spáni og í Frakklandi, en Grikkland og Israel koma einnig til greina.“ KNATTSPYRNA Heimir þjálfar Selfyssinga Selfyssingar hafa ráðið Heimi Karlsson til að þjálfa 2. deildar lið sitt í knattspyrnu næsta keppn- istímabil. Heimir lék með 1. deildar liði Vals á síðasta tímabili, en að sögn Sigmunds Stefánssonar, for- manns knattspyrnudeildarinnar, er ekki gert ráð fyrir að Heimir leiki jafnframt með Selfyssingum. „Páll Guðmundsson er kominn til okkar aftur eftir að hafa leikið með Skagamönnum síðast liðið sumar og eins eigum við von á að Jón Birgir Stefánsson taki fram skóna á ný. Þá erum við að reyna að fá tvo júgóslavneska framlínu- menn, en stefnan er að vinna okkur sæti í 1. deild,“ sagði Sigmundur. Leikið samtím- is í Simferopol og Vínarborg Síðustu leikirnir í þriðja undan- riðli fyrir HM-keppnina í knattspyrnu næsta ár verða á sama tíma. Leik Sovétmanna og Tyrkja hefur verið seinkað um viku þannig að hann fari fram á sama tíma og viðureign Austur-Þýskalands og Austurríkis, en öll þessi lið eiga möguleika á að komast til Ítalíu. Leikið verður 15. nóvember kl 17.00; fyrrnefnda viðureignin verð- ur í Simferopol — þar sem íslend- ingar mættu Sovétmönnum í Evr- ópukeppninni 1987 [0:2] — og sú síðarnefnda í Vínarborg. URSLIT Holland Feyenoord - Den Haag..........0:2 HLcikurinn fór fram án þess að áhorfend- ur væru til staðar. England 2. DEILD: Bournemouth - West Ham........1:1 Brighton - Swindon............1:2 Leeds - Plymouth..............2:1 Leicester - Wolves............0:0 Oxford - Stoke................3:0 WBA - Newcastle...............1:5 3. DEILD: Bristol Rovers - Huddersfield.2:2 4. DEILD: Exeter - Colchester...........2:1 Lincoln - Stockport...........0:0 Peterborough - Grimsby........1:1 Scarborough - Chesterfield....2:3 GOLF Punktamót Punktamót GR í golfi, sem var frestað um síðustu helgi, verð- ur haldið í Grafarholti á morgun, laugardag, og verður ræst út frá kl. 9:30. ii i iiiiiiiiiiiiiiiiiintitiiiiiiir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 251. tölublað (03.11.1989)
https://timarit.is/issue/122855

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

251. tölublað (03.11.1989)

Aðgerðir: