Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. NOVEMBER 1989
IX) .......
Tákn og vættir
Sveinn Björnsson við nokkur verka sinna. Morgunbiaðið/Emilía
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Málarinn Sveinn Björnsson
hef36— ur tekið vestari sal Kjar-
valsstaða undir viðamikla sýningu
á málverkum, vatnslitamyndum,
keramik, steinum og trémyndum.
Myndmál listamannsins ér sem
fyrr hijúf náttúra landsins, ásamt
huldufólki og öðrum duldum vætt-
um, bernsk ævintýri á líkinga-
máli, sem éndurtekur sig í sífellu
og tekur á sig nýjar kynjamyndir
í huga listamannsins.
Það er alveg víst, að Sveini ligg-
ur heilmikið á hjarta í listsköpun
sinni, svo mikið að á köflum ræð-
ur hann naumast við sköpunargáf-
una, sem eins og flæðir stjórn-
Iaust fram. Hér er líkast sem um
sé að ræða hliðstæðu duttungar-
fullrar og hömlulausrar veðráttu
landsins og margvíslega tákngerv-
inga sögunnar.
Og nú hefur Sveinn einnig leit-
að út fyrir ramma málverksins,
málar á ijörusteina og trédrumba,
auk þess sem hann reynir fyrir
sér í leirlistinni. Hér eru það eink-
um andlitin á hinum áferðarmjúku
og flötu steinum, sem athygli
vekja, vegna þess hve vel þau njóta
sín, líkt og þau hafi beðið eftir
því að komast þangað og beina
ásjónu sinni í kankvísinni ástleitni
að umheiminum. Og þó eru það
sömu andlitin og stundum virka
svo framandi á dúkum listamanns-
ins, kannski vegna þess að form
og lögun hvers steins setur lista-
manninum vissar og lærdómsríkar
skorður.
Trédrumbarnir, sem ekki eru
nema tveir, setja þó markverðan
svip á sýninguna og eru líkastir
tótemi heiðanna goða, tröllslegir
og hijúfir. Hin stóru myndskreyttu
leirföt hafa ekki sama kyngikraft-
inn, enda gerir sú listgrein allt
aðrar kröfur, og Sveini er frekar
ósýnt um að feta sig á sviði yfir-
vegunar og fágunar.
1 athyglisverðustu málverkum
sýningarinnar svo sem „Vinátta"
(3), „Jónsmessunótt" (18),
„Huldukona með slör“ (28) og
„Við erum vinir“ (37) virðist mér
sem Sveinn sé í sókn og einkum
er fyrsttalda myndin sterk og
safarík í lit í sinni einföldu og
hrifmiklu gerð.
Allar þessar myndir prýða bestu
kostir listamannsins og hér er sem
hin. stríða og sérlundaða sjálfsvit-
und hans finni samkennd sína í
kórréttum listrænum búningi.
Þversumman af sýningunni er,
að hér sé um að ræða listamann,
sem er einskis taglhnýtingur nema
eigin eðlis og sköpunarþarfar.
Basar Kvenfélag's Há-
teigssóknar í Tónabæ
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 511. þáttur
SUNNUDAGINN 5. nóvember kl.
1.30 heldur Kvenfélag Háteigs-
sóknar árlegan basar sinn í
Tónabæ.
Þar verða á boðstólum margir
ágætir munir, en einnig verða þar
hefjast bráðlega hjá
ÆTTFRÆÐIÞJÓNUSTUNIMI
(lýkur um miðjan desember).
Leiðbeinandi Jón Valur Jensson.
Innritun ísíma 27101 daglega.
Ættfræðiþjónustan
Opið í dag laugardag
kl. 10.00 tilkl. 16.00.
Starfandi lögmaður.
seldar kökur. Sömuleiðis verður
selt kaífi með heitum vöffium og
ijóma.
Kvenfélag Háteigssóknar hefir
lagt Háteigskirkju til margvíslega
fjárhagslega aðstoð og síðast kostaði
það kórmynd úr mósaik, er Benedikt
Gunnarsson listmálari hafði gjört.
Hún kostaði mikið fé. Agóða basars-
ins verður varið til greiðslu á eftir-
stöðvum kostnaðar við kórmyndina,
sem nú prýðir kirkjuna.
Það er von okkar, að velunnarar
Háteigskirkju styðji kvenfélagið í
þessu efni með því að sækja þennan
basar og gera um leið góð kaup.
Prestarnir
ALMENNA
FASTEIGNASAl AH
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Gth. í Reykjavík skrifar mér svo:
„Bestu þakkir fyrir fróðleiks-
þættina um íslenskt mál. Þeir
hafa svo sannarlega veitt mér
margvislega aukna þekkingu á
móðurmálinu.
Við lestur 507. þáttar þíns,
þeim hluta þar sem þú ijallar um
mannsnafnið Sturla/Sturli og
endingarnar -la og -li, komu upp
í hug mér nafngiftir sem kohan
mín ... notaði í stað langamma
og langafi. Hún bjó einfaldlega
til heitin amma-la og afi-li, sem
barnabarnabörnin voru fljót að
notfæra sér.
Ráð hennar við tilbúning heit-
anna var þetta: Hún notaði aðeins
fyrsta bókstafinn (1) í lang- og
sleppti hinum, en síðan bætti hún
við síðasta bókstafnum í
amma/afi og kemur þá út la/li.
Þessari gæluendingu er svo bætt
aftan við amma/afi og útkoman
verður ammala — afili í stað lang-
amma og langafi.
Nokkuð gott fannst okkur öll-
um og eitthvað hlýlegra. Hvað
finnst þér?
Kær kveðja.“
Jú, mér finnst þetta skemmtileg
og hugvitssamleg tilbreyting, og
einmitt hlýleg, eins og maðurinn
segir.
★
Ef þér gengur galíum,
grátandi og þvalíum,
ófeijandi og -alíum,
áttu að taka valíum.
(Þorgils Benediktsson)
★
í gömlu vikivakakvæði, heldur
kímilegu, er þetta erindi:
Hver þá hleypur yfir um aðra,
upp úr sumum sprettur blaðra,
ámátlega dingla og daðra
við dansinn larfatötramir,
en þó fara skórnir hálfu ver.
Heimskuiega þær flissa og flaðra
framan í suita; þræla.
Það þarf engan yngismanninn tæla.
Ekki veit ég hvað þessi kveð-
skapur er gamall, en kannski er
þetta fyrsta bókfesta dæmið um
sögnina að daðra. Hún kemur
ekki fyrir í fornum bókum. í OM
er hún talin merkja: 1) dilla daðra
með rófunni)j 2) dufla við, gefa
undir fótinn. í íslenskri samheita-
orðabók (IS) eru sömu meginlín-
ur, en miklu fleiri samheiti gefin.
Við nafnorðið daður stendur svo:
augnagælur, ástleitni, dekur, dufl,
fitl, flangs, glingur, gælur, kelerí,
tildur.
Blöndal segir: „daðra með
rófunni, logre med Halen; 2) kok-
ettere, daðra við stúlku, flirte
med en Pige.“
Á Hólum í Hjaltadal voru prent-
aðar 1756 (ég set titilinn stafrétt-
an að gamni): „Þess Svenska
Gustav Landkrons Og þess
Engelska Bertholds Faabreyti-
leger Robinsons, Eður Lijfs Og
Æfe Sögur.“ Þessar sögur hafði
þýtt úr dönsku sr. Þorsteinn Ket-
ilsson prófastur í Vaðalþingi, sat
á Hrafnagili. í þessari bók kemur
sögnin að daðra fyrir í talsvert
annarri merkingu en nú er tíðast,
en líklega næst uppruna. Hér hef
ég nútímastafsetningu: „Ég hafði
naumast hlaðið aftur byssuna,
áður en við sáum tvö leon [=ljón]
sem hristu makkann og döðruðu
halanum af grimmd, þaug voru
frá_ okkur svo sem 20 fátmál.“
í „Skemmtilegri vinagleði"
sem Magnús Stephensen háyfir-
dómari lét prenta í Leirárgörðum
1797 er merkingin óljósari:
Aldrei gleymi eg úr þessu
áfallinu á Þorláksmessu,
hann Björgólf sem henda réð.
Sú ógn bending er fyrir aðra
upp frá þessu við að daðra
og kjassa minna kvenfólkið.
Magnús stafsetti reyndar
„quennfólkeð“, og það er stíll yfir
fyrri hlutanum.
I Þjóðólfi 1850 (bls. 160) er
„Fíremark“ látið tala við Þjóðólf
(persónugerðan). Markið segir:
„Hvernig er því varið? Það
skilja fáir í látunum í þér. Þú ert
að þessu daðri á hveijum bæ, svo
að sumir hússbændur okkar eru
farnir að læsa okkur niður í kist-
ur, þegar þú kemur í hlaðið. Hvað
kemur til þess að þú leggur slíkan
hug á okkur, en ekki eins á syst-
ur okkar, hvorki Fimmörkin né
Treimörkin?“
Prófessor Alexander Jóhannes-
son greinir sömu merkingar og
OMogíS.Í norskum og sænskum
mállýskum er sögnin að dadra,
og í enskum og þýskum dadder,
dather, dadderen í merkingunni
að titra og þvíl. í færeysku
darra= hanga laus, titra, enn-
fremur skylt hjá okkur dyðrill eða
dyrðill=dyndill, svo og derra
(sig), derringur og darka.
★
„Donatus kennir í fyrri bók
sinni náttúru • parta þeirra allra,
er hafa þarf í réttu latínu máli,
og má engi maður fullkomlega
vel skilja og mæla þá tungu, nema
þessa bók kunni. Aðra bók gerði
hann um löstu málsins, þá er
verða kunnu í latínu máli og í
þeim skáldskap, og að lyktum um
það skrúð og fegrendi er verða
má í sögnum og í máls greinum.
Því ritaði hann um löstu þá er
verða mega í málinu, að sá einn
má mæla eða yrkja fagurlega, er
hann veit bæði lof og löst á mál-
inu, sem mælt er: Malum non vit-
atur nisi cognitum: Eigi má illan
löst varast nema hann sé fyrri
kenndur.“ (Ólafur Þórðarson
hvítaskáld.)
Áslákur austan kvað:
Um íslenska spéfugla og spotthafa
ég spái að þeir hafi aðeins gott af að
halda sig heima
eins og horvellukleima
og fara aldrei vestur til Ottawa.
911CA 9107H LÁRUS Þ’ VALDIMARSS0N framkvæmdastjóri
L\ I VV*k I 0 f V KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. LOGG. FASTEIGNAS:
Til sölu er að koma meðal annarra eigna:
Glæsileg efri hæð - tvíbýli
5-6 herb. 136 fm á útsýnisstað í Garðabæ. lnnr. að mestu nýjar.
Sólsvalir. Allt sér (inng., hiti, þvottah.). Stór og góður bílskúr 36 fm.
Ræktuð lóð. Skipti mögul. á einbýlish. að meðalstærð í Garðabæ.
Á vinsælum stað í Fossvogi
4ra herb. íb. á 2. hæð að meðalstærð. Svalir á allri suðurhlið. Góð
sameign. Ræktuð lóð. Sanngjarnt verð.
í þríbýlishúsi við Langholtsveg
mikið endurn. 4ra herb. aðaihæð. Rúmg. lóð. Skipti mögul. á litlu ein-
býlish. í Mosfellsbæ, Smáíbúðahverfj eða á Kjalarnesi.
Fyrir hina vandlátu
stórar og glæsilegar 3ja og 4ra herb. íbúðir í smíðum á vinsælum stað
í Grafarvogi. Nú fokheldar. Afh. í byrjun næsta árs fullbúnar undir
trév. með fullgerðri sameign. Sérþvottah. og bílsk. fylgir hverri íb.
Byggjandi Húni sf. Kynnið ykkurteikningar, frágangsskilmála og frábær
greiðslukjör.
Endurbyggðar íbúðir í gamla bænum
Úrvalsgóðar einstaklingsíb. 2ja herb. við Hringbraut og Laugaveg í
reisulegum steinhúsum á sanngjörnu verði.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
M.a. óskast góð 2ja herb. ib. í borginni, sérh. miðsvæðis í borginni
og einbýlis- og raðh. á einni hæð í borginni eða nágrenni.
Margir bjóða útborgun fyrir rétta eign.
KA UPTU NUNA - BORGAÐU A NÆSTA ARI
Verð
fró kr.
149.000.-
HUSHLUTIR HF.
HRINGBRAUT 119, SÍMI 625045
Opið frá kl. 9-18.
Laugardaga frá kl. 11-15.