Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.11.1989, Blaðsíða 12
12 ■ ; , - MORGUNBtAÐlD' LAUGARDAGUR' 4. NOYBMBER -t989 - 4 Þér megið ekki gifitast, þér hafíð of þrönga grind Rætt við Steinunni Guðmundsdóttur fyrrum ljósmóður sem á hundrað ára afmæli í dag Veturinn fer senn að grípa helj- artökum bleika móana og túnin, sem enn halda dauðahaldi í síðasta gróður haustsins. Vegurinn til Hólmavíkur er holóttur og blautur en það er kominn snjór niður í miðjar hlíðar Vatnsnessins og Strandaljöliin eru nærri alhvít. Undir hlíðum þeirra íjalla fæddist fyrir réttum hundrað árum Stein- unn Guðmundsdóttir sem ég er nú á leið til að heimsækja. „Ég er fædd og uppalin á Dröng- um, næstnyrsta bæ í Strandasýslu. Frá Dröngum er nær tveggja tíma gangur til næsta bæjar,“ segir Stein- unn við mig þegar við tökum tal saman á sjúkrahúsinu á Hólmavík þar sem hún hefur dvalið hátt á fjórða ár. „ Foreldrar mínir voru Guðmundur Pétursson bóndi og kona hans, Anna Jakobína Eiríksdóttir. Ég var elst ijögurra barna þeirra. Móðurætt mín er úr Húnavatnssýslu en föðurættin m.a. úr Þingeyjar- sýslu. Ég ólst upp í torfbæ með timb- urstöfnum. Baðstofan var uppi á lofti og rúm í röðum meðfram veggjum. Það voru alltaf lesnir húslestrar heima á hveijum einasta degi og sungið til lesturs. Ég sat þá gjarnan í fangi föður míns og hann lét mig fylgjast með á bókinni, Ég lærði þannig mörg vers og hafði íjarska mikla biessun af því. Eitt sinn eftir lestur opnaði ég bænakver sem jafn- an var lesið úr og sá þar að Hallgrím- ur Pétursson hafði átt dóttur sem hét Steinunn eins og ég. Passíusálm- ana hafði ég svo að segja drukkið í mig með móðurmjólkinni en nú bætti ég við sálmunum sem Hallgrímur hafði ort í minningu þessaraf dóttur sinnar. í rökkrinu þegar fólkið lagði sig kallaði amma á okkur börnin og við komum alltaf strax þó við værum að fara í skollaleik eða þess háttar. „Komiði nú geyin mín,“ sagði hún og við settumst hvert í sitt sæti í kringum hana og svo lét hún okkur byija á að signa okkur og kenndi okkur svo bænir og vers. Hún bætti við einu og einu og hlýddi okkur yfir svo við týndum engu niður. Þetta voru líka blessunarríkar stundir. Ég man að ég sat á kistli bak við lofts- gatið við rúmið hennar ömmu og horfði út um gluggann og hugsaði um það sem hún hafði farið með fyrir okkur. Þó Drangar væru afskekktir þá var þar aldrei sultur í búi. Við lifðum á sjófangi, fuglum, eggjum og svo voru þijár kýr í fjósi og talsvert margt fé. Foreldrar mínir komust því vel af á þeirra tíma mælikvarða enda eru Drangar hlunninajörð, bæði dúntekja og fjarska mikill reki. Þau áttu þó ekki jörðina, hún var kirkju- jörð og lá undir Vatnsfjörð. Pabbi fór á hveiju einasta sumri með land- skuld vestur yfir jökul, 12 pund af hreinsuðum dúni, ég fékk að fara með honum í slíka ferð þegar ég var á sextánda ári. Sextán ára gömul fór ég á Kvennaskólann á Blönduósi. Ég var snemma látin fara að sauma enda voru til tvær saumavélar heima. Ég var náttúrlega ung og óþroskuð þegar ég fór í skólann, en ég hafði samt mikið gott af þeirri dvöl. Ég gleymi aldrei þeirri hrifningu þegar ég heyrði þar fyrst spilað á orgel. Seinna keypti pabbi orgel fyrir okkur systkinin og fékk konu til að kenna okkur. Þegar ég fór að heiman fylgdi orgelið mér og ég hafði mikið gaman af að spila á það og syngja með. Þegar ég var ung í Reykjavík tók ég nokkra söngtíma hjá Sigfúsi Ein- arssyni tónskáldi af því mig langaði alltaf til að syngja. Þegar ég var í kvennaskólanum sváfu námsmeyjar á stóru svefnlofti en kennarar voru á litla loftinu sem kallað var. Þegar ég var í skólanum voru námsmeyjar 40 talsins og vegna þrengsla var ég látin sofa á litla loft- inu ásamt frænku minni. Hún var svo fátæk að hún átti ekki neitt til að sofa við. Ég leyfði henni þvi að sofa hjá mér. A skólanum eignaðist ég margar vinstúlkur sem ég hélt tryggð við, en þær eru nú allar dán- ar. Löngu seinna brann gamli skólinn minn. Nóttina sem hann brann dreymdi mig að ég sæi skelfingu lostnar skólastúlkur vera að reyna að bera út úr skólanum koffortin sín í feiknarlega mikilli birtu. Ég vakn- aði og svaf ekki meira þá nótt. Um morguninn sagði ég fólkinu heima drauminn. Nokkru seinna barst okk- ur fregn af brunanum en það fylgdi ekki með hvort mannbjörg hefði orð- ið. Það frétti ég því miður ekki fyrr en talsvert seinna. Ég var aðeins einn vetur á kvenna- skólanum, hafði ekki ráð á lengra námi. Eftir það vann ég heima hjá foreldrum mínum þar til að ég var rúmlega tvítug. Þá barst mér eitt sinn bréf frá prestinum þar sem hann fór þess á leit við mig að ég færi suður til þess að læra ljósmóður- fræði svo éggæti tekið við ljósmóður- störfum í Árneshreppi. Mér fannst þetta koma einsog kall frá guði. Ég hafði alltaf haft í mér hneigð til þess að hjúkra. Ung heyrði ég lesið í blaði um Florence Nightingale og hjúkr- unarstörf hennar og þá man ég að ég sagði: „Ég vildi óska að ég gæti unnið seinna við hjúkrun.“ Ég gegndi þessu kalli og fór suður til þess að læra. En áður en ég byijaði var ég vetur í Reykjavík, ætlaði m.a. að læra að sauma jakka. Ég hafði þeg- ar lært að sauma buxur og vesti fyrir norðan og vildi ekki að eyða tíma í að læra það aftur. Vinstúlka mín vann þá á saumaverkstæði í Reykjavík og hún smúlaði mér inn í jakkafatasauminn. En einn góðan veðurdag kom yfirmaðurinn og sá að það var komin ný stúlka í jakka- fatasauminn. Ég mátti gera svo vel að hætta eða byija á byijuninni. Ég hætti við saumaskapinn. Þetta varð til þess að ég fór í vist til nafnkunnr- ar konu, Guðrúnar Björnsdóttur prestekkju, sem bjó í Þingholtsstræti 16. Hún átti þá sæti í bæjarstjórn og var fjarska mikið inni í stjórn- málum. Hún var eitthvað veik, aum- ingja konan, og hafði þá legið nokk- uð lengi í rúminu. Mér er minnis- Steinunn Guðinundsdóttir Steinunn Guðmundsdóttir á yngri árum. Steinunn Guðmundsdóttir og Jón Lýðsson. stætt að til hennar kom oft unglings- piltur, Þorsteinn Gíslason seinna rit- stjóri. Þau töluðu alltaf um stjórn- mál, það þótti mér merkilegt. Það var enginn leikur að vera í vist þá. Mér voru ætluð margvísleg störf m.a. að leggja í fjóra ofna á hveijum morgni. Ég var ekki vön kolaofnum og fannst þeir erfiðir við- fangs. Á heimilinu var líka fátæk stúlka sem hafði nýlega eignast bapn og Guðrún hafði lofað að vera. Ég þurfti að þvo af henni og barninu og strauja. Guðrún ætlaði mér nokk- uð mikið að gera en mér ofbauð þó þegar hún sagði mér að það væri oki af þvotti í kjallaranum sem lyrfti að þvo. „Ég geri ekki meira en koma í verk því sem ég þarf nauð- synlega að gera,“ svaraði ég. „Það hefur verið venjan hér að vinnukon- urnar fari á fætur um miðjar nætur þegar þarf að þvo þvott,“ sagði Guð- rún þá. Ég hafði vanist mikili vinnu heima en ekki slíkri vitleysu að ætla fólki að fara á fætur um miðjar nætur og vinna svo allan daginn að auki. Ég þvoði aldrei þennan þvott en ég fékk heldur ekki 5 krónurnar O/V ára afmæli. Nk. mánu- O U dag, 6. nóv., verður áttræð Halldóra Guðjónsdóttir, Suður- vangi 2, Hafnarf. Maður hennar var Jóhann Vilhjálmsson, vörubif- reiðastjóri, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Halldóra tekur á móti gestum í safnaðarheimili Víðistaðakirkju kl. 15-19 ásunnud. f7A ára afmæli. í dag, 4. I v/ nóvember, verður sjö- tugur Árni Ólafsson, skrif- stofustjóri, Birkiteig 4, Keflavík. Hann og kona hans, Ragnhiidur Ólafsdóttir frá Látrum í Aðalvík, eru stödd í Flórída. Hf \ ára afmæli. í dag, 4. • U nóvember, verður sjö- tug Þóra H. Jónsdóttir, Dragavegi 11, Reykjavík. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu í dag eftir kl. 16. PA ára afmæli. í dag, 4. DU nóvember,.er sextugur Agnar Hallvarðsson, Klausturhvammi 15, Hafn- arfirði. Hann og eiginkona hans, Magnúsína Ólafsdóttir, taka á móti gestum á heimili sínu milli kl. 17 og 19 í dag. landlæknir hafði tíma vissa daga fyrir okkur ljósmæðranemana þrett- án og svo gengum við nemarnir með Ijósmæðrunum í hús. Þá voru þijár starfandi ljósmæður í Reykjavík. Þórunn Björnsdóttir hét sú elsta og með henni gengu fimm nemar, ég var einn af þeim. Ég fékk að vera við þrettán fæðingar á námstímanum og gekk svo til sængurkvennanna á eftir. Það voru ekki of margar fæð- ingar sem hver nemi fékk. Eftir próf- ið þurfti ég að bíða svolítinn tíma eftir skipsferð norður. Ég bað þá Þórunni að lofa mér að vera með sér þangað til ég færi. Ég man eftir einni fæðingu frá þeim tíma, aðfaranótt skírdags árið 1913. Hjónum sem bjuggu á horni Aðalstrætis og Vest- urgötu var að fæðast þarna barn. Maðurinn var eini starfandi kafarinn hér á landi þá og hann var einnig næturvörður í Reykjavík. Það var alltaf til siðs þá að búa upp rúm og færa konuna svo á milli rúma. Mað- urinn var heima og Þórunn sagði við hann: „Fyrst þú ert heima núna þá held ég sé best að láta þig hafa það að bera konuna þína á milli rúm- anna.“ Þegar hún sá hann taka kon- una upp varð henni að orði: „Þér ferst líklega hönduglegar vinnan við næturvörsluna." Hún gat haft það til að vera gamansöm hún Þórunn. Löngu seinna þegar ég var komin í kristilegan félagsskap þá sat ég eitt sinn við borð með þremur konum í Vatnaskógi og þá barst talið að ljós- móðurstörfum mínum. Ég sagði þá þessa sögu en þá vildi svo einkenni^ lega til að ein kvennanna yár ein-i mitt barnið sem fæddist þessa skírdagsnótt. sem Guðrún hafði sagst ætla að borga mér. Dóttir hennar bauð mér hins vegar að læra hjá sér dönsku sem ég þáði. Seinna fór ég á matreiðslunám- skeið á Hótel Skjaldbreið. Eitt sinn var ég um morguntíma að koma þaðan og hafði kastað yfir mig sjali. Þá mæti ég allt í einu uppáhalds- skáldinu minu, honum Steingrími Thorsteinssyni. Hann bjó víst eiri- hvers staðar nærri Skjaldbreið. Ég get enn hlegið að sjálfri mér þegar ég mætti honum þarna. Ég stansaði og stóð eins og þvara og glápti á hann hugfangin. Svona var ég mikið flón þá. Ég sá líka Matthías Joch- umsson. Ég kom ljómandi í framan of seint í matinn þar sem ég dvaldi og sagði við tvo stúdenta sem voru þar kostgangarar: „Nú sá ég mann sem mér þótti varið í að sjá.“ Þeir sögðu: „Það, hefur verið Matthías." Þeir vissu að hann var staddur í bænum. „Var hann ekki raulandi," sögðu þeir. „Jú, það var hann ein- mitt,“ svaraði ég. Ljósmæðranáminu var þannig háttað að Guðmundur Björnsson Eftir að ég kom heim þurfti'ég að fara víða vegna minna starfa. Ég tók á móti fyrsta barninu í Stóru- Ávík. Þar vap þá þríþýít og bjó þar frændfólk rríitt. Allar húsfreyjuí-nar þar áttu von á barni um sama leyti. Fæðing fyrsta/ barnsins gekk illa. Ég sá fljótlega að sækja þyrfti lækni. Þegar ég fór að tala um það sagði maður konunnar: „Maður var nú að vonast til að þess þyrfti ekki þar sem komin er nýlærð ljósmóðir." „Það var nú ekki svo mikið sem við lærðum," sagði ég. Pabba hans, fullorðnum manni, fannst sjálfsagt að gerð yrði tilraun til þess að sækja lækninn. Veður var mjög slæmt, illfær sjór og vont að fara á landi líka. En guð heyrði bænir mínar og gaf að það lægði sjóinn svo hægt var að fara á mótorbát með Magnús Pétursson lækni frá Hólmavík að Gjögri. Hann tók svo barnið með töngum og allt gekk vel. En ég var búinn hlynna að minni fyrstu sængurkonu hér nyrðra áður en þetta var. Meðan ég var að bíða eftir fæðingunum í Stóru-Ávík var komið til mín og mér sagt að „Gunna aumingi" væri búin að eignast barn og ég beðin að koma. Hún var mátt- laus að neðan og fáviti en einhver karlmaður hafði notað sér hana samt. Þeir sem sýsluðu um hana sögðust ekki hafa vitað að hún ætti von á barni. Það var ömurlegt að koma að rúminu hennar fyrst. Það var svo drullugt og andstyggilegt rúmið sem þessi aumingi hafði að mér varð að orði: „Ég er viss um að almennilegt fólk hefði ekki einu sinni svona lélegt undir tíkunum sínum.“ Það komst aldrei upp hvaða maður átti þetta barn en það fékk gott fóstur og eignaðist seinna marga og mannvænlega afkomend- Ég tók á móti mörgum börnum í mínu ljósmóðurstarfi þó oft kæmi fyrir að ég næði ekki í tæka tíð áður en barnið fæddist. Konur í Árnes- hreppi voru frjósamar þá og áttu allt uppí 17 börn. Venjulega gekk allt vel en ég þurfti þó að lifa það að missa konu úr barnsfararkrampa. Barnið lifði, það var telpa sem hét Guðlaug Guðmundsdóttir og hún varð fósturdóttir mín. Vanalega dett- ur barnsfararkrampi niður þegar fæðingin er yfirstaðin en í þessu til- viki stóð krampinn í heilan sólarhring eftir að barnið fæddist. Þá dó konan og það hefði enginn mannlegur mátt- ur getað bjargað henni sagði læknir sem ég skrifaði til um alla þessa atburði. Þessi kona átti fimm börn fyrir og aldraða móður. Það voru átakanlegar nætur sem ég lifði þá, það grét allt, gamla konan ekki síst. Guðlaug litla var mikið hjá móður minni þar til ég eignaðist heimili þegar hún var sjö ára. Ég var komin nokkuð yfir þrítugt þegar ég gifti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.