Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um Morgunblašiš C - Sunnudagur 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						»30  C
MORGUNBLAÐIÐ
SAMSAFIMIÐ
SUNNUDAGUR 5. NÓVEMBER 1989
+
ÆSKUMYNDIN...
. ERAFFLOSA ÓLAFSSYNI, LEIKARA OG RITHÖFUNDI
Með
ólíkindum
þægur
krakki
FLOSIOLAFSSON fæddist hinn
27. október 1929 og varð hann
því sextugur á dögunum. Flosi
er landsmönnum löngu kunnur
fyrir frammistöðu sína á tveimur
vígstöðvum: leiksviðinu og rit-
vellinum.
Flosi er sonur hjónananna Ólafs
Jónssonar (Flosa) og Önnu
Oddsdóttur og er Reykvíkingur í
húð og hár. Reyndar er ástæða til
þess að vera nákvæmari í orðum,
því Flosi ítrekar að hann sé Vest-
urbæingur. „Ég er fæddur við
Tjörnina og hér er ég enn." Hann
bætir þó við að hann hafi ætíð haft
sterkar taugar til Borgarfjarðar,
enda hafi hann hvert'sumar verið
í sveit á Oddsstöðum í Lundar-
reykjadal sem barri.
Flosi segist hafa verið með ólík-
indum þægur krakki......en ég
fór vitaskuld í gegn um afskaplega
erfitt tímabil — þ.e.a.s. erfitt fyrir
fjölskyldu mína." Kveðst Flosi hafa
fengið þá kvilla, sem þá voru al-
gengir í uppvexti barna: rauða
hunda, kíghósta, mislinga, ungl-
ingaveikina og síðast en ekki síst
náttúruna. Sagði FIosi það hafa
tekið sig lengstan tíma að komast
yfir náttúruna og hefði hún valdið
sér miklum og langvinnum heila-
brotum.
Flosi sagði marga atburði koma
í hugann þegar hann rifjaði upp
bernsku sína. „Ég man glöggt eftir
Flosi Ólafsson varð friðarsinni eftir stórorr-
ustu Vestur- og Austurbæinga í Hljómskála-
garðinum.
Ljósmynd:
Einar Ólason.
stórorrustu, sem háð var í Hljóm-
skálagarðinum milli Vesturbæinga
og Austurbæinga. Eg var tekinn
herskildi og hafður í haldi í kola-
kjallara á Lindargötunni og er það
til marks um hversu ótrúlega lengi
ég mátti dúsa þar, að áðstandendur
voru farnir að sakna mín. Eftir
þessa áhrifamiklu lífsreynslu varð
ég friðarsinni til lífstíðar og hef
verið ákafur stuðningsmaður Am-
nesty Intemational æ síðan."
Flosi sagði enga bernskuvini eiga
til þess að staðfesta að hann hafi
verið þægur krakki, enda væri hann
orðinn svo aldurhniginn að öll sl!k
vitni væru dauð. Hann var spurður
hvort hann hygði á einhverjar
breytingar á þessum tímamótum
ævi sinnar.
„Ég nældi mér nýverið í býlið
Berg í Reykholtsdal og það kæmi
mér ekki á óvart þó ég yrði a.m.k.
með annan fótinn þar á næstunni,
ef ekki meira. Þar mun ég setjast
í heita laug í rassfar Snorra og
færi reyndar vel á því að ég settist
þar að og skrifaði nokkur ódauðleg
snilldarverk á húðir Svignaskarðs
og yrði fyrir vikið höggvinn líkt og
kollega Snorri." ¦
ÚR MYND AS AFNINU
RAGNAR AXELSSON
Björgun
Sigurbáru VE
Iársbyrjun 1981 strandaði fiski-
skipið Sigurbára VE 249 á Skóg-
arsandi, við sýslumörk Rangárvalla-
og Vestur-Skaftafells-
sýslu. Mannbjörg varð
en skipið skemmdist
mikið og töldu flestir
útilokað að ná því aftur
á flot. Kristinn Guð-
brandsson í Björgun hf.
var þó á öðru máli og
keypti skipið þar sem
það lá yfirgefið í flæðarmálinu. Hófst
hann síðan handa við björgunarað
gerðir. Skipið var dregið upp í fjör-   Skógarsandi.
una og reyndist kjölurinn mjög illa
farinn. Með útsjónarsemi tókst björg-
unarmönnum þó að sjóða í götin og
var skipið síðan dregið
aftur á flot og því siglt
til Akureyrar þar sem
það hlaut fullnaðarvið-
gerð. Það var síðan selt
til Þorlákshafnar og
heitir nú Guðfinna
Steinsdóttir ÁR 10. Er
ekki að sjá á Guðfinnu
í dag að hún hafi eitt sinn verið tal-
in  af  í  „skipakirkjugarðinum"  á
Brimið
gengur yfir
Sigurbáru
þar sem hún
liggur um-
komulaus í
sandinum.
STARFIÐ
EINAR SÆVARSSON, NETAGERÐARMAÐUR
Morgunblaðið/lwkill
Einar Sævarsson
Setur upp
trollog
splæsir víra
„STARFIÐ felst í því að selja upp
troll og allt sem viðkemur netum.
Ég er að læra netagerðariðn og
til þess þarf maður að vera þrjú
ár á samning hjá fyrirtæki og sér
Fjölbrautaskóli Suðurnesja um
bóklegu hliðina," sagði Einar
Sævarsson, netagerðarmaður
hjá Asiaco hf.
Einar, sem er 26 ára gamall
Sauðkrækingur, ætlaði sér allt-
af að gerast sjómaður, settist því á
skólabekk í Sjómarjnaskólanum,
lauk þaðan prófi og hafði stundað
sjóinn á Skapta, togara Utgerðarfé-
lags Skagfirðinga, í ein fjögur ár.
Margt fer þó öðruvísi en ætlað er.
Skyndilega gerði slæm bakveiki
vart við sig þannig að nú þurfti að
fara að huga að öðru lífsstarfi.
„Það er næg atvinna fyrir netagerð-
armenn hér á landi, en mikið er um
ófaglærða menn í þessu fagi. Þegar
sjómenn fara að eldast vilja þeir
gjarnan finna sér vinnu í landi og
virðast margir leita í netaviðgerðir.
Vinna við net er í auknum mæli
að færast í land, en hér áður fyrr
unnu sjómenn þessi verk um borð.
Aftur á mótí ber þess að gæta að
togararnir rífa minna nú en áður.
Þökk sé tækninni."
Einar sagði það misjafnt hvað
upp úr starfinu væri að hafa. Hins-
vegar vildi hann tvímælalaust mæla
með vinnunni, hún væri mjög
skemmtileg.
KTTfl SÖGDU ÞAU PÁ . . .	
Magnús Kjart-. ansson í Þjáð-vlljanum 20. júní 1953. Um uppreisnina í Austur-Berlín 17. r.amamán-uoar. Tp»að er au xr síðustu d þýzka  lýðvek skyssur og la þau höfðu ekl	?ljóst af fréttum ag að stjórnvöld lisins  hafa  gert *t í verkefni sem ;i tök á að leysa.
BÓKIN
ÁNÁTTBORDINU
Sigurður
Már
Sveinsson
Nú er ég að lesa AA-bókina og
fyrir mig er hún mjög góð. Það
ættu fleiri að glugga í hana. Reyfar-
ar eru _ upphalds bókmenntirnar
mínar. Eg er ekkert í þessum há-
menningarlegu bókmenntum, eins
og aðrir. Það eru sennilega til marg-
ar skemmtilegar bækur.
Viktoría
Jensdóttir
Eg er að lesa bók Auðar Haralds
„Ung, há, feig ög ljóshærð".
Við í skólanum áttum að velja okk-
ur kjörbók og valdi ég þessa, ekki
síst af því að ég átti hana sjálf auk
þess sem hún var skást á listanum
sem við fengum frá kennaranum.
Við eigum svo að skrifa ritgerð að
lestrinum loknum.
PLATAN
Á FÓNINUM
Sigtryggur
R. Ingvars-
son nemi
Hits-platan með Supertramp var
síðast á fóninum hjá mér. Hún
er mjög góð. Einnig hlusta ég mik-
ið á Van Halen, The The og ekki
má gleyma Cat Stevens. Ég er frek-
ar fyrir rólegu tónlistina. Eg kaupi
mikið af hljómplötum, bæði íslensk-
ar og erlendar, aðallega safnplötur.
Baldvin
Ágústsson
fyrrum mat-
sveinn
Eg kaupi aldrei plötur. Hér í
gamla daga hlustaði maður
bara á gömlu gufuna. Núna hlusta
ég á Bylgjuna og Rás 2 til skiptis
og skipti svo yfir á gömlu gufuna
þegar ég er orðinn þreyttur á síbylj-
unni. Annars er Bylgjan ágæt á
morgnana og Rás 2 fín seinnipart
dags.
MYNDIN
í TÆKINU
Þórdís
Sigmars-
dóttir nemi
Síðast horfði ég á einhverja gam-
anmynd í myndbandinu sem ég
man ekki lengur hvað hét. Ég tek
sjaldan myndbönd á leigu. Aftur á
móti geri ég svoh'tið af því að taka
upp bíómyndir af Stöð 2 þegar ég
hef ekki tíma til að horfa á þær.
Einnig kemur það fyrir að ég taki
á leigu góð myndbönd, sem ég hef
misst af í kvikmyndahúsunum.
Bjarki Jóns-
son nemi'
Eg var síðast að horfa á ein-
hvern vestra, sem ég tók upp
á myndband af Stöð 2. Hann var
ágætur. Annars nota ég mynd-
bandstækið heldur lítið og leigi mér
sjaldan spólu. Skemmtilegastar
finnst mér góðar spennumyndir,
lögreglumyndir og vestrar. Hroll-
vekjur vil ég ekki sjá.
J  1
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32