Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 14.11.1989, Blaðsíða 47
esei aaaMavövi m huoaœjmeiíh siaAjaMuoHOM MÖRGUNBLAÐIÐ' ÞRIÐJUDAGUR '14. NOVEMBER 1989“ Dr. Paul H. T. Thor- lakson - Minning Fæddur 5. október 1895 Dáinn 19. október 1989 Þann 19. þessa mánaðar lést dr. Paul Hernrik Thorbjorn Thorlak- son, en þannig leit nafn hans út á ensku, vestur í Winnipeg tæplega hálftíræður. Eiginkona hans, Glad- ys Maree, lést fyrir rúmum tveimur árum rúmlega níræð. Komust þau hjón því bæði á tíunda tuginn. A æskuheimili sínu var hann nefndur Þorbjörn, og síðar kölluðu íslend- ingar vestra hann Þorbjöm lækni. Hann fæddist í Park River, Norð- ur-Dakota, sonur þeirra hjóna, séra Níelsar Steingríms Þorlákssonar frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatns- skarði og Eriku Rynning, sem fædd var og uppalin í Noregi. Þau hjón fluttust síðan til Selkirk í Manitóba, og þar ólst Þorbjörn upp í hópi systkina sem öll urðu þrítyngd, töluðu íslensku, norsku og ensku. Ungur að árum lauk Þorbjörn prófi í læknisfræði, nam síðan al- mennar skurðlækningar í Englandi og á meginlandi Evrópu. Varð hann afburðamaður og prófessor í þeirri grein. Þekktastur varð hann þó fyr- ir margháttuð skipulagsstörf, bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi, á sviði læknavísinda. Sjálfur stofn- aði hann eina stærstu heilsugæslu- stöð í Kanada, The Winnipeg Clinic. Var hann yfirmaður þeirrar stofn- unar í nærri hálfa öld og jafnframt yfirlæknir við stærsta spítalann í Winnipeg — stofnun sem hann sjálf- ur endurskipulagði frá grunni. Er ekki að ófyrirsynju að nýjasta stór- hýsi spítalans er við hann kennt. Þess ber að geta að endur fyrir löngu stunduðu læknar héðan að heiman framhaldsnám við lækna- miðstöð Þorbjarnar. Þar starfa nú um 80 sérfræðingar. Þorbjörn rækti íslenskan menn- ingararf af kostgæfni, og á þeim vettvangi lét hann ekki sitja við orðin tóm. Má nefna sem dæmi hlut- deild hans að útgáfu vestur-íslensku blaðanna, en þeim var hann stoð og stytta í marga áratugi. Hann var og aðalhvatamaður að stofnun íslenskudeildar við Manitóba- háskóla um miðbik þessarar aldar og annar af tveim stofnendum ís- lensk-kanadíska sjóðsins (The Canada Iceland Foundation), en sú stofnun hefur síðastliðin 30 ár styrkt ýmsa menningarstarfsemi með Ijárframlögum og stutt ungt fólk af íslenskri ætt þar vestra til Hjónaminning: Hinn 21. september síðastliðinn, andaðist á Landspítalanum Stein- björn Jónsson, til heimilis í Lækjar- seli 7 í Seljahverfi. Steinbjörn fæddist 19. september 1896, en Elínborg kona hans fædd- ist 10. maí 1902, en hún andaðist 9. desember síðastliðinn á öldrunar- deild Borgarspítalans eftir um rúm- lega tveggja ára sjúkralegu þar svo það var nú ekki nema tæpt ár á milli þeirra. Eg get nú ekki annað en skrifað nokkrar línur um þessi heiðurshjón, þau voru alltaf svo góð við mig frá því ég kom til þeirra fyrir um sex árum sem heimilishjálp og var þar til síðasta dags og reyndi ég að láta þeim líða sem best. Eftir að Steinbjörn var orðinn einn, þá var ég daglega hjá honum og kunni hann vel að meta það, ekki síst vegna þess hvað sjónin var farin að gefa sig og síðasta árið var sjónin alveg búin og þá reyndi ég að stytta honum stundirnar með því að lesa blöðin fyrir hann, því alltaf fylgdist hann með öllu því sem var að gerast. Síðan fékk hann líka snældur hjá Blindrafélaginu með sögum og öðru efni sem honum fannst gaman að hlusta á part úr deginum. Það er sárt að sjá á eftir svona góðum manneskjum en allir hverfa nú víst einhvern tímann og ekki síst þegar aldur færist yfir og sjón- in er farin að gefa sig, þá er það farið að þrá hvíldina. Ég vil að lokum þakka þeim fyr- ir samveruna í Lækjarseli 7 og sendi ég börnum þeirra, tengdabörnum, barnabörnum og öllum ástvinum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur öll. Guðrún Jóhannsdóttir Steinbjöm Jónsson Elínborg Jónsdóttir háskólanáms. Segja má að Þorbjörn léti sér ekkert mannlegt óviðkom- andi, enda var hann einstaklega fjölhæfur menntamaður. Um árabil var hann kanslari Winnipeg-háskól- ans og formaður stjórnskipaðrar nefndar sem gerði drög að endur- skipulagi skólakerfisins í Manitóba. Fjölmargar menntastofnanir urðu til þess að heiðra Þorbjörn á langri starfsævi hans. Þess skal aðeins getið hér að læknadeild Há- skóla Islands kjöri hann heiðurs- doktor árið 1961. Einnig sótti hann ellefu alda afmæli íslandsbyggðar sumarið 1974 sem sérstakur fulltrúi Kanadamanna. Þorbjörn var stakur hirðumaður um alla hluti og kom sér meðal annars upp gríðarmiklu skjalasafni sem hann gaf Manitobaháskóla fyr- ir tveimur árum. Efndi háskólinn þá til stórhátíðar honum til heiðurs. I veislu sem ættingjar og vinir héldu Þorbirni níræðum mælti syst- ir hans, frú Margrét (Margrethe) Sigmar, fyrir minni afmælisbarns- ins. Við lok ræðu sinnar söng frú Margrét fáein lög við enska, norska og íslenska texta. Sagðist hún hafa áður sungið þessi lög fyrir Þor- björn, en þá hefði hann verið korna- barn í vöggu. Fannst viðstöddum mikið til um níræðan söngferil frú Margrétar. Hún lifir nú ein barna séra Steingríms og frú Eriku. Með Þorbirni lækni er horfínn af sjónarsviðinu gagnmerkur maður sem var þrekmikill í starfi og jafn- framt frumkvöðull því nær óteljandi verka sem öll horfðu til nokkurrar gagnsemdar. Hann bar íslenska arfleifð mjög fyrir bijósti, heimsótti Island einum fímm sinnum og lét þá aldrei undir höfuð .leggjast að fara norður að Stóru-Tjörnum, þar sem faðir hans var borinn og barn- fæddur. Fyrir nokkrum árum hengdi hanri upp málverk af þeim bæ í stofunni heima hjá sér. í hárri elli varð hann einhvern veginn ná- komnari Ljósavatnsskarði heldur en öðrum stöðum. Þar lágu rætur þessa stórbrotna manns líklega hvað dýpst. Þorbjarnar læknis á Winnipeg Clinic verður lengi minnst víða um lönd. Við hér heima sem kynntumst honum geymum það helst í minni að ávallt var litið á hann sem íslend- ing, enda fullvíst að með lífi sínu og starfi treysti hann mjög þá merk- ingaþætti sem við helst viljum að sú nafngift varðveiti. Haraldur Bessason + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐNI SÆVALDUR JÓNSSON, Fögrukinn 26, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, 15. nóvember kl. 13.30. miðvikudaginn Þóra Eyjólfsdóttir, Eyjólfur Þ. Kristjánsson, Regína Hansdóttir, Sigríður Á. Sævaldsdóttir, Kjartan Hreinsson, Sigurborg H. Sævaldsdóttir, Gunnar Þ. Geirsson, Eiríkur V. Sævaldsson, Hafdís Baldursdóttir, Kristinn J. Sævaldsson og barnabörn. Ástkær faðir okkar, GUÐBJARTUR HÓLM GUÐBJARTSSON, Króki, Kjalarnesi, verður jarðsunginn frá Brautarholtskirkju á Kjalarnesi miðvikudag- inn 15. nóvember kl. 14.00. Guðjón Hólm Guðbjartsson, Ólafur Hólm Guðbjartsson, Anna Margrét Hólm Guðbjartsdóttir, Hólmfríður Hólm Guðbjartsdóttir, Guðbjartur Hólm Guðbjartsson, Steinunn Hólm Guðbjartsdóttir. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ARNÓR JÓHANNES HALLDÓRSSON, Hvassaleiti 1, Reykjavík, sem lést þann 4. nóvember sl. verður jarðsunginn í Hallgríms- kirkju miðvikudaginn 15. nóvember nk. kl. 15.00. Selma Ásmundsdóttir, Halldór Arnórsson, Marion Arnórsson, Þórarinn Arnórsson, Rannveig Þorvarðardóttir, Sjöfn Arnórsdóttir, Kristinn Bergsson og barnabörn. + Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR, Suðurgötu 83, Hafnarfirði, fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 14. nóvem- ber, kl. 13.30. Skarphéðinn Heigason, Árni Rosenkjær, Guðríður Karlsdóttir, Karl Rosenkjær, Selma Guðnadóttir, Guðrún Hildur Rosenkjær, Ágústa Ýr Rosenkjær, Jóhann Viðarsson, Guðný Birna Rosenkjær, Sigurjón Einarsson og barnabarnabörn. + Við þökkum hjartanlega öllum þeim sem heiðruðu minningu SIGRÚNAR SVEINSDÓTTUR, Skúlaskeiði 20, Hafnarfirði, Sveinn Frímannsson, Elisabet Kristjánsdóttir, Sigrún Sveinsdóttir, Böðvar Sveinsson, Frímann Sveinsson, Kjartan Sveinsson. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför bróður okkar og frænda, KARLS HALLDÓRSSONAR, Lokastig 8. Guðríður Halldórsdóttir, Jósep Halldórsson, og frændsystkini. + Hjartans þakkir fyrir alla þá samúð og vináttu er okkur var sýnd við fráfall móður minnar, SVANÞRÚÐAR VILHJÁLMSDÓTTUR. Svanbjörg og fjölskylda, Hánefsstöðum. + Þökkum af alhug öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, sonar, föður, tengdaföður og stjúpföður, STEFÁNS G. SIGURMUNDSSONAR. Halla Steingrímsdóttir, Sæunn Friðjónsdóttir, Gunnar Freyr Stefánsson, Kristín Vogfjörð, Stefán G. Stefánsson, Guðmunda Egilsdóttir, Gisli Stefánsson, Hafdís Dóra Sigurðardóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Steingrímur Gautur Pétursson,Guðríður Birgisdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir, Brynhildur Pétursdóttir, Gylfi Gautur Pétursson, Sólveig Einarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.