Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.1989, Blaðsíða 1
MENNIIMG LJSTIR BLAÐ -B PRENTSMIÐJA MORG UNBLAÐSINS MIÐVIKUDAGUR 22. NOVEMBER 1989 Draumurinn er þó að syngja hér heima Viðar Gunnarsson bassasöngv- ari hefiir tekið þátt í flestum upp- færslum íslensku óperunnar frá því hann kom heim frá námi í Svíþjóð fyrir Smm árum. Um þessar mundir syngur hann þar hlutverk Angel- otti í Toscu og á morgun verða hann og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari með tónleika í íslensku óperunni. Efti'r aðeins rúma viku heldur Viðar síðan af landi brott, til Vínar í Austurríki þar sem hann mun syngja hlutverk Sarastros í Töfraflautunni eftir Mozart í uppfærslu Kammeróperunnar. Undirrituð mælti sér mót við Viðar í íslensku óperunni til að ræða við hann um sönginn, hlutverkið í Vín og tónleikana á morgun. Eg söng fyrir umboðs- mann í Vínarborg í vor og hann sendi mig áfram til Kammeróperunnar. Til að prufusyngja," seg- ir Viðar þegar ég spyr hann um tildrög þess að hann fékk hlutverk við Kammeróperuna. „Nokkmm dögum seinna var mér tjáð að þeir vildu fá mig til að syngja hluterk Sarastros í Töfraflautunni. Þeir voru reyndar búnir að ráða annan söngvara, en vildu mig í staðinn." Er þetta stórt hlutverk? „Já, nokkuð. Ég hef ekki sungið það áður, en þetta er eitt af drauma- hlutverkum Ííassasöngvara." Hvað geturðu sagt mér um Kammeróperuna? „Ég verð að játa að ég veit ekk- ert um hana. En mér skilst að hún sé af svipaðri stærð og íslenska óperan." Var einhver sérstök ástæða fyrir því að þú fórst til Vínar í prufu- söng, en ekki eitthvað annað? „Eg vissi um þennan umboðs- mann þar. Annars fór ég líka til Múnchen. Þar var mér boðið að starfa og læra hjá óperunni í Lúbeck, en mér fannst það ekki eins sgennandi og hafnaði því þess vegna.“ Viðar Gunnarsson fæddist í Dan- mörku árið 1950, þar sem faðir hans var við nám á þeim tíma. Sex ára gamall fluttist hann til Ólafsvík- ur, þaðan sem hann er ættaður, og bjó þar þangað til hann fór til Reykjavíkur í framhaldsskóla. „Það var gott að alast upp í Ólafsvík," segir Viðar, en bætir því við að á þessum tíma hafi ekki gefist neinn kostur á tónlistarmenntun á staðn- um. „Ég var því ekkert í tónlist sem barn. Hinsvegar var mikið sungið í minni ijölskyldu. Faðir minn var góður söngvari og eins systkini hans, sem sungu öll í kirkjukórnum. Og afí minn spilaði á munnhörpu og fiðlu, sem hann smíðaði sjálfur. Ætli það hafi ekki verið þessi söngáhugi í uppeldinu, sem hjálpði mér út í tónlistina á sínum tíma. Þegar ég kom til Reykjavíkur í framhaldsnám bytjaði ég fljótlega að syngja með kór Langholtskirkju og þar fékk ég söngþjálfun. En ég var búinn að syngja í kórnum í fjölda ára áður en ég hóf eiginlegt söngnám. Ég byrjaði í Söngskólan- um Reykjavík árið 1978 með Garð- ar Cortes sem aðalkennara, en síðan Viðar Gunnarsson söngvari er á leið til Vínarborgar lá leiðin til Stokkhólms í einkanám og þar var ég í þijú ár.“ Þegar Viðar kom heim frá námi réðst hann til starfa hjá Vöku- Helgafelli.„Söngvarar hafa ekki neina ákveðna atvinnumöguleika hér og þess vegna hefur söngurinn verið nokkurskonar aukastarf á meðan ég hef verið í fullri vinnu við bókaútgáfuna,“ segir Viðar sem nú hefur sagt framkvæmdastjóra- starfinu lausu til fara til Vínar. „Það var erfið ákvörðun að segja upp vinnunni, en mig langar til að prófa hvört þetta geti gengið og vil grípa tækifærið núna þegar það gefst fremur en að naga mig í handabökin seinna yfír að hafa lát- ið þetta ógert.“ Eins og áður segir fer Viðar til Vínar i byrjun desember. Þá taka við æfingar, en Töfraflautan verður frumsýnd 20. janúar á næsta ári. Búist er við að sýningar standi fram í miðjan mars, en hvað þá tekur við hjá Viðari er óráðið. „Ef ég fæ annað hlutverk, kem ég kannski til með að íhuga það alvarlega, en draumurinn er að geta starfað sem söngvari hér heima;“ segir hann. Þú sækist ekki eftir að komast áfram úti í heimi? „Nei, það er ekki markmið hjá mér í sjálfu sér. Ég tel að söng- mennt hér heima sé á mjög háu plani og það þarf að skapa okkur söngvurum atvinnugrundvöll. Söngvarar fara að vísu utan í fram- haldsnám til að öðlast reynslu, en eina ástæðan fyrir að því að söngv- arar reyna að fá hlutverk erlendis er sú að hér er ekki nein örugg atvinna fyrir þá. Nema helst við kennslu." Væri hægt að skapa öruggan starfsgrundvöll fyrir söngvara á íslandi? „Já, alveg tvímælalaust. Ég lít svo á að það sé óeðlilegt að söng- listafólk skuli ekki hafa möguleika á að starfa að sinni list, rétt eins og leikarar og hljóðfæraleikarar. Þeir eiga möguleika á að fá fasta samninga hjá ríkinu, sem söngvarar hafa ekki. Og það er reyndar undar- legt að það skuli ekki vera neinir fastráðnir söngvarar hjá Þjóðleik- húsinu. Við bindum miklar vonir við að úr þessu verði bætt sem allra fyrst. Enda skýtur það skökku við að söngvarar skuli vera úti í kuldanum að þessu leyti, þar sem áhugi a óperusöng er mikill. Það sýnir að- sóknin á óperusýningar." Hvers vegna erum við svona dug- leg að sækja óperusýningar? „Ópera á miklum vinsældum að fagna alls staðar í heiminum. En vinsældir hennar hér á landi má alveg áreiðanlega þakka því að við höfum átt góða söngvara, sem stað- ið hafa upp úr undanfarin ár og gert góða hluti, meðal annars er- lendis." Sjálfur hefur Viðar tekið þátt í flestum uppfærslum íslensku óper- unnar frá 1985 og einnig í Þjóðleik- húsinu. Fyrst í óperukórnum, en síðan sem einsöngvari. Viðar hefur þó ekki aðeins sungið sungið með Islensku óperunni. Hann hefur Viðar Gunnarsson. Morgunblaðið/ Sverrir haldið einsöngstónleika og sungið með kórum og Sinfóníuhljómsveit íslands, ásamt því að gegna fullu starfi hjá Vöku-Helgafelli. En hvernig hefur gengið að sameina þetta tvennt? „Þetta hefur sjálfsagt komið nið- ur á báðum störfunum. Maður get- ur ekki gefið sig óskiptan, hvorki að útgáfunni né söngnum. Það seg- ir sig sjálft. Ég hef sinnt vinnunni hjá útgáfunni á daginn og söngnum á kvöldin. Ég naut mikillar velvildar hjá mínum vinnuveitanda því oft kom það fyrir að ég þurfti að fara á æfingar úr vinnunni. En þetta eru mjög ólík störf og það er kannski einmitt þess vegna sem þetta hefur gengið svona vel. Maður breytir gjörsamlega um umhverfi. En þetta hefur óneitanlega komið niður á fjölskyldunni." Lítur hún kannski sönginn horn- auga, þar sem þú sinnir honum á kvöldin í stað þess að sinna íjöl- skyldunni? „Nei, þetta er alls ekki illa séð af fjölskyldunni, því hún hefur feng- ið sína ánægju út úr þessu þó á óbeinan hátt sé.“ Nú varst þú með tónleika í Vest- mannaeyjum á sunnudaginn og syngur í íslensku óperunni á morg- un. „Já, ég byijaði reyndar á því að fara til Ólafsvíkur og í Stykkishólm, en þetta er í fyrsta skipti sem ég held tónleika úti á landi. Það var kominn tími til þess og eðlilegt að velja þessa staði, þar sem ég er ættaður þaðan.“ Hvernig viðtökur fékkstu? „Mér var tekið alveg ágætlega, held ég. Það kom fólk á tónleikana sem er búið að fylgjast með mér í gegnum fjölmiðla, en hefur kannski ekki heyrt mig syngja mikið áður.“ Hvað er á efnisskrá tónleikanna á morgun? „Fyrri hlutinn er íslensk ein- söngslög eftir Árna Thorsteinsson, Sigvalda Kaldalóns, Eyþór Stefáns- son og Karl 0. Runólfsson. Á síðari hluta tónleikanna flyt ég aríur eftir Mozart, Verdi og Rossini," Undirleikari Viðars á tónleikun- um er Selma Guðmundsdóttir píanóleikari. Viðtal: Margrét Elísabet Ólafsdóttir. Nýmæli í Skírni Spjallaó vió Ýilhjálm Arnason og Astráó Eysteinsson Síóa 2 Gagnrýni Síöa 2 3 og 4 Rætt vió Sigurð Hróarsson, leikhússtjóra á Akureyri SíÖa 4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.