Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						2Í£-€^
MORGUNBLAÐIÐ -SUNNÚDAGUR-3. DESEMBER 1989'
++
VETRARSTRÍÐIÐ
Þegar Rússarrébust áFinnlandfynrhálfrt öld
HRE YSTIOG HUGPRYÐI Finna í vetrarstríðinu fyrir 50 árum vöktu
hrifhingu og aðdáun víða um heim. Fyrst eftir árás Rússa á Finn-
land 30. nóvember 1939 var risanum í austri spáð eins skjótum og
auðveldum sigri á smáþjóðinni á norðurhjara og Þjóðverjar höfðu
unnið á Pólverjum í september, en Finnar höfðu í flillu tré við sovézka
heimsveldið í fyrstu og komu á óvart með harðfýlgi sínu.'
Inokkrar vikur hrósuðu Finnar
sigri, en þeir höfðu fylgt hlut-
leysisstefnu og stóðu einir.
Þeir urðu því að lúta í lægra
haldi, en héldu sjálfstæði sínu.
Árás stórþjóðar 200 milljóna á
fjögurra milljóna manna smá-
þjóð vakti samúð og varð Rúss-
um álitshnekkir, en sú hjálp,
sem Finnum barst, var of lítil og kom
of seint.
Rússar höfðu fengið frjálsar hend-
ur við Eystrasalt með griðasáttmál-
anum við Hitler í ágúst. Þegar þeir
höfðu lagt undir sig austurhluta Pól-
lands í samræmi við sáttmálann
neyddu þeir ríkisstjórnir Eistlands,
Lettlands og Litháens til að semja
um „gagnkvæma aðstoð" og fengu
að senda her til landanna og koma
sér upp herstöðvum. Þar með
tryggðu þeir sér raunveruleg yfirráð
yfir EystrasaltslÖndunum og næst
kom röðin að Finn-
um, sem höfðu lýst
yfir hlutleysi í byrj-
un stríðsins og
fengið loforð frá
V.M. Molotov ut-
anríkisráðherra um
að Rússar mundu virða það.
Þrýstingnr
Rússar vildu treysta varnir
Leníngrads, sem var rúma 20 km frá
finnsku landamærunum, og vissu að
Þjóðverjar mundu ekkert aðhafast,
þótt þeir þrengdu að Finnum.
Snemma í oktðber fór finnsk nefnd
undir forsæti J.K. Paasikivi, sendi-
herra í Stokkhólmi og síðar forsetaj
til Moskvu að beiðni Molotovs. I
fyrstu lögðu Rússar aðeins.til að
gerður yrði samningur um gagn-
kvæma aðstoð.
Síðar í viðræðunum kröfðust Rúss-
ar þess að Finnar létu af hendi suður-
¦n ERLEND h
HRINCSIÁ
eftir Gubm. Halldórsson og
Pál Lúdvík Einarsson
hluta Kirjálaeiðis, nokkrar eyjar í
Kirjálabotni (Finnska flóanum) og
svæði skammt frá hafnarbænum
Petsamo nyrzt í Finnlandi - til að
tryggja siglingar til Murmansk.
Rússar kröfðust þess einnig að fá
flotastöð skammt frá Hangö (Hanko)
við innsiglinguna í Kirjálabotn til
þess að geta lokað flóanum og að
víggirðingar á landamærunum yrðu
eyðilagðar. í staðinn fyrir þau héruð,
sem Finnar mundu missa, hétu Rúss-
ar þeim tvöfalt stærra svæði í austri,
sem þeir töldu ekki eins mikilvægt.
Ef Finnar hefðu gengið að kröfum
Rússa hefðu þeir fórnað Manner-
heim-línunni, varnarvirkjum, sem
þeir höfðu komið sér upp á Kirjála-
eiði í fyrri heimsstyrjöldinni. Ef Rúss-
ar hefðu fengið herstöð í Hangö
hefðu Rússar haft öll ráð Finna í
hendi sér. Finnar lögðu fram gagntil-
boð, en Rússar höfnuðu þeim og
áróðursherferð
gegn     fmnsku
stjórninni hófst í
sovézkum blöðum.
Paasikivi sneri
aftur til Helsinki,
en samningaum-
leitunum var haldið áfram og allt var
með kyrrum kjörum um hríð. Enginn
bjóst við styrjöld, en 26. nóvember
afhenti Molotov finnska sendiherran-
um í Moskvu orðsendingu, þar sem
því var haldið fram að finnskir her-
menn hefðu skotið með fallbyssum
á rússneskar hersveitir í Mainila á
Kirjálaeiði og þess var krafizt að
þeir hörfuðu. Tveimur dögum síðar
rifti Staiín griðasamningi landanna
frá 1932. Þrítugasta nóvember var
gerð loftárás á Helsinki og Rauði
herinn sótti yfir landamærin. Vetr-
arstríðið var hafið.
Einangraðir
Risto Ryti varð forsætisráðherra
og Váinö Tanner utanríkisráðherra.
Sovétstjórnin myndaði leppstjórn
finnskra kommúnista í bænum
Terijoki undir forystu Ottos W.
Kuusinens. Rússar töldu að finnskir
verkamenn mundu gera uppreisn,
en enginn tók „alþýðustjórnina" í
Terijoki hátíðlega. „Fimmtu her-
deildar-starfsemi" kommúnista fór
út um þúfur og þjóðin þjappaði sér
saman.
Carl Gustaf Emil von Manner-
heim barón varð yfirmaður hersins.
Hann var snjall herforingi, 72 ára
gamall og hafði barizt með Rússum
gegn Japönum 1904-1905. Hann
skipulagði finnska herinn þegar
Finnar lýstu yfir sjálfstæði frá
Rússum 1917 og stjórnaði honum
síðan í finnska borgarastríðinu.
Árás Rússa 1939 afhjúpaði ein-
angrun Finna. Þjóðverjar voru
bundnir af griðasáttmálanum við
Rússa og hvöttu Finna til að semja.
Bretar og Frakkar áttu í vök að
verjast gegn Þjóðverjum og áttu
erfitt með að senda Finnum hjálp.
Svíar, sem Finnar höfðu fylgt í ut-
anríkismálum, lofuðu öllu fögru, en
forðuðust að veita þeim nokkurn
þann stuðning, sem gæti flokkazt
undir hernaðaraðstoð. Rússar voru
reknir úr Þjóðabandalaginu, en það
var dauðvona. Allir höfðu djúpa
samúð með Finnum, en töldu víst
að Rússar mundu bera þá ofurliði
á örfáum dögum.
Her Finna var fámennur og einn
sá veikasti í Evrópu. Þó var hann
skipaður 300.000 mönnum, þegar
varaherinn hafði verið kallaður út
(80% hermannanna voru úr hon-
um). Finnski herinn átti enga skrið-
dreka, lítið af stórskotavopnum,
innan við 100 flugvélar og tæplega
þriggja vikna birgðir af skotfærum.
I ljós kom að Rússar vanmátu
Finna og voru illa undir stríð búnir
eftir hreinsanir Stalíns. Flutninga-
kerfi þeirra var í molum og skot-
færi og búnaður bárust of seint til
vígstöðvanna. Hermennirnir höfðu
ekki fengið nógu góða þjálfun í
vetrarhernaði. Mikill skortur var á
Finnski sendiherrann
Ósigur réttlætisins
Hákan Branders er sendiherra
Finnlands á íslandi. Hann var
11 ára skólanemi í Helsinki
þegar striðið braust út.
Það var í stærðfræðitímanum
þegar rektorinn þaut inn í
stofuna og hrópaði að það
væri stríð. Við ættum að
rýma bygginguna og fara út í
skemmtigarð þar nálægt. Þetta var
fallegur sólskinsdagur. Þetta var
brjálæði; við vissum ekki hvað stríð
var; fórum ekki í byrgi heldur upp
á háa hæð og fylgdumst með flug-
vélunum sem komu og gerðu árás-
ir.
Jú, við höfðum fylgst með frétt-
unum. Við höfðum áður verið send
út á land en svo hafði verið slakað
á og skólarnir opnaðir aftur."
— En eftir að stríðið byrjaði?
„Á öðrum stríðsdegi voru börnin
flutt úr bænum. Ég fór til frænku
minnar vestan við Helsinki. Og
rétt fyrir jólin vorum við litla syst-
ir send með öðrum börnum til
Svíþjóðar. Þar voru þau hjá sænsk-
um fjölskyldum stríðsmánuðina.
Ég kom aftur heim í apríl.
Svíarnir? Ég man eftir samstöð-
unni: „Finnlands sak er vor". Það
var ekki til að tala um að finnsku
stríðsbörnin borguðu fyrir sælgæti
eða inn í bíó.
Það gladdi mig mjög að heyra
að þessi samúð og samstaða var
einnig hér á íslandi."
— Voru Finnar óviðbúnir?
„Stríðið kom á óvart. Fólk trúði
því ekki að það yrði stríð. En her-
inn var viðbúinn. Tæknibúnaðurinn
var næstum enginn en hermennirn-
ir voru þjálfaðir; kunnu að ganga
á skíðum og skjóta úr byssu.
Stríðið sameinaði þjóðina. Öllum
var Ijóst að við urðum að veita
mótspyrnu en fólk gerði sér líka
Hákan   Branders   sendi-
herra. „Við héldum sjálfstæði
okkar og virðingu."  "
grein fyrir að útlitið var ekki gott.
Það var samt ekki svartsýnt. Það
trúði því að réttlætið sigraði."
— Osigur réttlætisins?
„Við héldum sjálfstæði okkar og
virðingu, okkar eigin og annarra.
Og nú um þessar mundir eru þeir
í Sovétríkjunum farnir að líta í sín
skjalasöfn um Vetrarstríðið og
e.t.v. eru sjónarmiðin farin að nálg-
ast hvort annað. Milli Finnlands
og Sovétríkjanna ríkir nú gagn-
kvæm virðing og samvinna."
Eftir orrustuna við
Suomussalmi: Tvö rússnesk
herfylki þurrkuð út.
Mannerheim
Finna.
Eftir ósigurinn: Tíundi hver Finni flúði inn fyrir ný landamæri.
Strídið
hófst með
loftárás á
Helsinkí:
Fyrstu  fórn
arlömbin.
-¦
-f
					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32
C 33
C 33
C 34
C 34
C 35
C 35
C 36
C 36
C 37
C 37
C 38
C 38
C 39
C 39
C 40
C 40
C 41
C 41
C 42
C 42
C 43
C 43
C 44
C 44
C 45
C 45
C 46
C 46
C 47
C 47
C 48
C 48