Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 03.12.1989, Blaðsíða 34
34 C MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 3. DESEMBER 1989 Jólakaffi Hringsins verður á Hótel Islandi í dag, sunnudag 3. desember, hefst kl. 14.00. Hlaðborð og happdrætti. Glæsilegir vinningar, utanlandsferðir, matarkörfur og margt fleira. Komið og styrkið gott málefni. Kvenfélagið Hringurinn. Þórleif Sigurðar- dóttir - Minning UTFARARÞJONUSTA OG LÍKKISTUSMÍÐI Í 9(L LÍKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR * ARNASONAR r ^ LAUFASVEGI 52, RVK.*?Í£& SIMAR: 13485, 39723 (Á KVÖLÖIN) Þessar örfáu línur eru hinsta kveðja til látinnar heiðurskonu, föð- ursystur manns míns, Þórleifar Sig- urðardóttir, hennar Leifu frænku eins og fjölskyldan kallaði hana jafnan. Leifa hafði ung veikst af þeim váiega sjúkdómi berklum og gengist undir aðgerðir og mátt þola margra ára spítalavist af hans völd- um. Hún var svo lánsöm að eiga einstaklega ástríkan eiginmann, Agúst Arnason, sem þreyttist aldrei á að gera henni lífið léttara og sam- an hafa þau glaðst á þeim degi sem hún útskrifaðist af spítalanum og þau gátu byggt sér heimili. Þessi kafli lífs hennar er liðinn þegar ég tengist fjölskyldunni um 1960. Hugur minn þýtur á marg- földum hraða ljóssins aftur til þess- ara ára fyrstu kynna og ég kýs að framkalla mynd af henni eins og hún var hvað hressust. En sjúk- dómurinn hafði þó skilið eftir ör sem takmarkaði hennar vinnuþrek. Hún lét sér einkar annt um öll systkina- börn sín og þau hjón héldu miklu og góðu sambandi við allan frænd- Samlokubrauðrist Verð kr. 4.425,- Rafmagnshnífur Verð kr. 1.985.- Blandarar Verð frá kr. 3.630.- Djúpsteikingarpottur Verð kr. 6.678.- Safapressa Verð kr. 8.760.- Brauðristar Verð frá kr. 2.250.- Snúrulaus raftæki Verð kr. 16.680.- Straujám Verð frá kr. 3.640.- Hraðsuðukönnur og katlar Verð kr. 4.380.- ... það heppnast með Kenwood Viðgerða- og varahlutaþjónusta HEIMIUS- OG RAFTÆKJADEIID Rafmagnspanna Verð kr. 7.660.- fplHEKLAHF Laugavegi 170-174 Slmi 695500 garðinn og báru velferð þeirra mjög fyrir brjósti. Leifa var gersemi, þess vegna minnumst við ijölskyldan hennar með þakklæti. Ég hef nú á skömmum tíma séð á eftir nánum fjölskyldumeðlimum sem skilið hafa eftir fallegar minn- ingar eins og Leifa gerir. A rökkur- kvöldi eftir eina af þessum andláts- fregnum varð mér litið til himins í bæn og spurn og augu mín námu farþegaflugvél sem skildi eftir sig logagyllta rák, var þetta þá tákn þeirrar trúar sem ég hafði um dauð- ann, ferðalag og áfangi. Um borð voru einhveijir sem hlökkuðu til samfundar við ástvini, aðrir urðu ef til vill eftir heima sem kvöddu með söknuði, en ákveðin að koma semna. Við söknum Leifu, en sárast þó maðurinn hennar, Ágúst, en vð er- um ákveðin að koma seinna. Bless- uð sé minning hennar. Helga Kristjánsdóttir Kveðjuorð: Carl BiIIich tónlistarmaður Fæddur 23. júlí 1911 Dáinn 23. október 1989 Minn kæri vinur Carl Billich er látinn, 78 ára gamall. Ég kynntist honum fyrst þegar ég var í Þjóðleik- húskórnum, en þá var hann fastráð- inn sem kórstjóri. Þetta var árið 1964, og hafði enginn fastráðinn kórstjóri verið eftir fráfall Dr. Urb- ancic, og fagnaði kórinn honum innilega. Við fundum fljótt þvílíkan snilld- ar tónlistarmann við höfðum fengið, og okkur hlaut að þykja vænt um hann. Hann var ákveðinn, ef með þurfti, en þó var ljúfmennskan hans aðalsmerki. Sjentilmaður var hann fram í fingurgóma, sem fáum er gefið, og fylgdi það honum alla tíð, allt til síðustu stundar. Þegar ég gerðist einsöngvari og fékk óperuhlutverk í Þjóðleikhús- inu, var það hlutverk Carls að æfa hlutverkið með mér. Hann lét sér ekki nægja að spila undir hjá mér, heldur raulaði hann öll hin einsöngshlutverkin líka, eins og ekkert væri, og hjálpaði það mér mikið. Hann var undirleikari hjá mér á mörgum skemmtunum og stundum þegar mig vantaði nótur úr amerískum söngleikjum eða óper- ettulög, þá spilaði hann af fingrum fram, og þvílíkar útsetningar sem streymdu frá honum vildi ég eiga á blaði núna. Einnig stundaði ég píanónám hjá honum einn vetur. Ég mun ekki rekja æviferil Carls, það hafa aðrir gert því góð skil, heldur minnast þeirra stunda sem ég starfaði með honum. Seinasta árið sem hann lifði dvaldi hann á Grund og heimsótti ég hann stundum og raulaði lög með formerkinu pp, þá kom glampi í augu hans og tók hann þá Iagið með mér, hann hafði engu gleymt. Guð blessi minningu um góðan mann, og megi hið eilífa ljós lýsa honum og gefa honum frið. Þuríði og Sigurborgu votta ég mína innilegustu samúð. Svala Nielsen / D :: SOLARSAGA NÝ UNGLINGABÓK EFTIR ANDRÉS INDRIÐASON. Sólarsaga er sjálfstætt framhald bókarinnar ALVEG MILLJÓN sem kom út í fyrra og hlaut frábærar viðtökur. Steini á að passa litlu systkini sín á sólarströndinni, en það er margt annað sem togar í hann og ruglar hann í ríminu, ekki síst þessi Ijóshærða. Skemmtileg og spennandi saga frá upphafi til enda. og menning í ÞJÓÐBRAUT HEIMSBÓKMENNTA Síðumúla 7-9. Sími 688577. Laugavegi 18. Sími 15199-24240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.