Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 19.12.1989, Blaðsíða 12
 Orgeltónleikar Kammersveit Reykjavíkur á æfingu í Áskirkju. Morgunblaðið/Arni Sæberg Kammersveit Reykjavíkur Tónlist Jón Ásgeirsson Tónleikar Kammersveitar Reykjavíkur sl. sunnudag í Ás- kirkju voru trúlega skemmtile- gustu tónleikar haustsins, bæði hvað snertir vai tónverka og ekki síður að átta einleikarar léku listir sínar. Það er löngu vitað að góðir einleikarar „draga að“ enda eru þeir nú til dags eins konar „prímadonnur" tón- leikasalanna. Stjóm Kammer- sveitar Reykjavíkur hefur nokk- uð oft tekist að leggja upp með eins konar þemu við skipulag efnisskrár, auk þess sem flytj- endur hafa ávallt verið góðir, enda er aðsókn að tónleikum sveitarinnar sérlega góð. Að þessu sinni var þemað tví- leikskonsertar, þrír eftir barokk- menn og einn eftir klassíker. Fyrsta verkið var konsert fyrir tvö horn eftir Vivaldi og vora einleikarar Joseph Ognibene og Emil Friðfinnsson, sem nú stund- ar nám erlendis. Leikur þeirra var frábær og var sérlega skemmtilegt hversu samleikur þeirra félaga var fallega hljóm- andi og hve „litla hornið“, sem Ognibene lék á, hljómaði vel á háu tónunum. Annað viðfangsefni tónleik- anna var konsert fyrir tvö fag- ott, eftir Wanhal og vora það Hafsteinn Guðmundsson og Rúnar Vijbergsson sem iéku á fagottin. Leikur félaganna var góður og skemmtilegt hversu ólíkan tón þeir hafa en einnig hve samleikur þeirra var góður og vel samhljómandi. Þriðji tvíleikskonsertinn, fyrir tvær flautur, eftir Quantz er einkar falleg tónlist og sérstak- lega síðasti kaflinn. Einleikarar vora Guðrún Birgisdóttir og Martial Nardeau og var samleik- ur þeirra gæddur sérstökum þokka og glæsileik, þar sem ein- ig var leikið með ýmis viðkvæm tónblæbrigði flautunnar áf mik- illi list. Síðasta verkið var tvíleikskon- sert fyrir óbó, eftir Albinoni en einleikarar voru Daði Kolbeins- son og Kristján Þ. Stephensen. Leikur Daða og Kristjáns var frábær, enda era þeir miklir stríðsmenn í liði tónlistarmanna og hafa þar marga hildi háð. Leikur strengjasveitarinnar undir stjórn Rutar Ingólfsdóttur var mjög góður svo að í heild vora þetta einhveijir skemmtile- gustu tónleikar vetrarins. Laugarneskirkja var vígð fyrir fjörutíu árum og af því tilefni var efnt til tónlistarviku dagana 10. til 17. desember. Boðið var upp á tvenna kórtónleika, eina kammer- tónleika og sex með orgeleinleik Ann Toril Lindstad, organista kirkjunnar. Undirritaður hafði ekki tök á því að mæta á nema eina af þessum tónleikum, hádeg- istónleika, sem haldnir voru sl. föstudag. Á efnisskránni voru verk eftir Samuel Scheidt, Buxtehude og J.S. Bach. Fyrsta verkið var Berg- amaska, eftir Scheidt en hann var nemandi Sweelinck og gaf út merkilega bók, er hafði mikil áhrif á þróun í orgeltækni, nefnilega Tabulatura Nova (1624) og reynd- ar aðra tabulatur-bók árið 1650, eingöngu með hljómsetningum á sálmalögum. Annað verkið var Partíta yfir sálmalagið Sjá morgunstjarnan blikar blíð, eftir Buxtehude, skemmtilegt verk er býr yfir sterkri tilvísun til þess er heyra má hjá J.S. Bach. Tvö síðustu verkin eru eftir sjálfan meistarann J.S. Bach. Fyrst var Kommt du nun, Jesu, von Himmel herunter, sem mun vera úr kantötu nr. 137, umritun, sem með öðrum fimm umritunum úr kantötum var gef in út af Schúbler nokkrum (Schúbl- er-kóralarnir) og talm vera frá 1748. Síðasta verkið er nefnt í efnisskrá Piece d’orgue, sem út- gefendur hafa líklega haft svo, Ann Toril Lindstadt því þessi Fantasia (BWV 572) þykir vera frönsk í stíl og gerð. Ann Toril Lindstadt er góður orgelleikari og lék öll verkin á mjög sannfærandi máta, sérstak- lega þó fantasíuna. Þrátt fýrir að orgel kirkjunnar sé fallega hljóm- andi vantar nokkuð á að það gefi slíkum orgelleikara, sem Ánn Tor- il Lindstadt er, tækifæri til að sýna getu sína í glímu við stór og margslungin orgelverk. Von- andi verður fimmti áratugurinn notaður til að safna fyrir nýju orgeli og þá ef til vill íslenskri smíð. íslenska hljómsveitin Aðrir tónleikar íslensku hljóm- sveitarinnar á þessum starfsvetri voru haldnir í Langholtskirkju sl. laugardag. Á efnisskránni vora verk éftir Jyrki Linjama, Vaug- han-Williams og Hafliða Hallgr- ímsson. Einleikari var Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari en stjórnandi Guðmundur Emilsson. Fyrsta verkið, eftir Linjama, ber nafnið Elegie og er það mjög kyrrstætt að allri gerð, þó á köfi- um sé fengist við margvíslega útfærslu á styrk. Fyrir bragðið verður verkið í heild nokkuð lang- dregið þó það sé að öðru leyti vel unnið og á köflum fallegt. Fantasy eftir Vaughan-Will- iams er þá ekki síður hægferðugt verk en elegían eftir Linjama. Þar má heyra mörg falleg blæbrigði íslenska hljómsveitin. og snjalla útfærslu á raddskipan strengjasveitar, og var verkið í heild vel leikið sem og fyrsta verk- ið. Síðasta viðfangsefnið vat; Po- emi eftir Hafliða Hallgrímsson og lék Guðný Guðmundsdóttir ein- leikinn í verkinu. Bæði er að 'nú heyrist verkið í þriðja sinn flutt á tónleikum, af þriðja einleikaran- um og einnig, að líklega er hljóm- sveit og stjórnandi betur heima í verkinu nú, að flutningurinn, einkum í síðasta þættinum, var mjög góður og allar andstæður sérlega skarpar og átaksmeiri en áður. Guðný lék verkið mjög vel og var túlkun hennar sérlega yfir- veguð og gædd sterkri tilfinningu fyrir því leikræna í tónmáli verks- ins. Hljómsveitin, sem aðeins var skipuð strengjaleikurum, var góð enda flestir félagar einnig starfs- menn Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, með Sean Bradley sem konsertmeistara, enda voru þetta einhveijir bestu tónleikar íslensku hljómsveitarinnar, undir stjórn Guðmundar Emilssonar. Þá má geta þess að Ingvar Jónasson lágfiðluleikari er kominn heim úr langri útivist og átti meðal annars fallega einleiksstrófu í Poemi eftir Hafliða, svona eins og hann væri að kasta kveðju á áheyrendur, sem bjóða hann velkominn heim. Blóð, barsmíðar -og blikandi hnífar Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Jón Gnárr: Miðnætursólborgin (154 bls.). Smekkleysa 1989. Viðbjóður af flestu tagi kemur fyrir í þessari sögu. Kvalalosti og kyndugt kynlíf í fyrirrúmi. Lýsingar era gjarnan fáránlegar til að orka á einn eða annan hátt á lesandann, minna stundum allra helst á ofbeldi í teiknimyndasögum (vantar aðeins „púffl“, „doing!“ og „krass!“ til að gera skyldleikann augljósan). Yfir- keyrt ofbeldið, þar sem blóðið streymir fram á annarri hverri síðu, leiðir til þess að lesandanum finnast hendur sínar blóðflekkaðar eftir að hafa lagt frá sér bókina, klædda blóðrauðri kápu. Sagan hefst á Runólfi sem sleppt er úr „Letigarðinum“ eftir að hafa afplánað þar þriggja ára dóm. Sag- an fylgir honum svo um völundar- hús undirheimanna og segir frá blóði drifinni leit að fjandmönnum hans. Viðbjóðslegar lýsingar í bók- menntum (sem og í öðrum listgrein- um) eru hvorki eftirsóknarverðar né ámælisverðar í sjálfu sér. Sið- spillt verk getur verið mikið lista- Jón Gnarr verk eins og nóbelskáldið okkar sagði eitt sinn í allt öðru sam- hengi. (Sem vel að merkja þýðir ekki það sama og að siðspillt verk sé ófrávíkjanlega listaverk). Spurn- ingin hlýtur að vera sú hvort nötur- leikinn gangi samhliða öðrum þátt- um verksins, hvort hann varpi ljósi á meginviðfangsefnið. Fljótt sagt gengur slíkt ekki upp í þessari sögu. Ofbeldið sprettur fram út um allt í sögunni án veralegs aðdraganda, aðstæður illa undirbyggðar, ástæð- ur oftast óljósar, eftirvænting eng- in. Áður en bókin er hálfnuð veit lesandinn að á næstu síðu mun bera fyrir augu tilbrigði við lýsingu sem hefur komið fyrir a.m.k. tvisv- ar áður í sömu bók. Tilbreytingar- leysið verður þjakandi og hann geispar yfir því að hafa látið leiða sig inn í þetta sláturhús. Ekki verður undan því vikist að minnast á annars konar ofbeldi en það sem snýr að persónum bókar- innar. Fórnarlambið er í þessu til- viki jafnblásaklaust fyrirbrigði og tungumálið. Merkingarþungum orðum er beitt harkalega og skeyt- ingarlaust. Smjattað er á sömu hugtökum æ ofan í æ sem leiðir til þess að tilfinning lesandans fyrir þeim dofnar, gengislækkunin blasir við. (Þetta er í raun vandi sem all- mörg íslensk ungskáld eiga við að stríða, t.d. er löngu kominn tími til að hvíla orð eins og „blóð“ og ,,stál“.) Sömuleiðis er stíllinn brokk- gengur og klaufavillur of margar. Samt er þessi saga ekki alvond. Ekki er að efa að höfundi liggur töluvert á hjarta. Vettvangur bókar- innar — undirheimar mannfélagsins þar sem enginn er annars vin — þetta er verðugt viðfangsefni. Á hinn bóginn mætti umhyggja fyrir frásögninni, tungumálinu og les- endum endurspeglast betur í list- rænni fangbrögðum. Sem vonandi tekst næst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.