Morgunblaðið - 29.12.1989, Page 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUUAGUR 23. DESEMBER 1989
ÍÞRfanR
FOLK
■ HISHAM Abdel-Rasoul verður
ekki með Egyptum í HM á Italíu.
Miðvallarleikmaðurinn, sem gerði
þrjú af sjö mörkum Egypta í und-
ankeppninni og átti stóran þátt í
að tryggja þjóð sinni sæti í úrslita-
keppninni í fyrsta sinn síðan 1934,
lenti í bílslysi og mjaðmagrindar-
brotnaði og er sagt að hann verði
frá í a.m.k. 10 mánuði.
■ MIODHAG Belodedici, fyrrum
leikmaður Steaua Búkarest, sem
flúði til Júgóslavíu fyrir ári og
hefur í hyggju að leika með Rauðu
stjörnunni í Belgrað, leikur senni-
lega með landsliði Rúmeníu á ný.
„Eg hélt að ég gæti aldrei snúið
aftur, en nú er allt breytt," sagði
leikmaðurinn eftir að Nicolae Ce-
ausescu, fyrrum forseti landsins,
og eiginkona hans voru tekin af lífi.
Rúmenska knattspymusambandið
óskaði eftir því í gær að leikmaður-
inn yrði með í HM.
■ HÓTEL rétt utan við Napólí
hefur boðið rúmenska landsliðinu
í knattspyrnu frítt uppihald meðan
á HM stendur. Knattspymusam-
bandið hefur tekið vel í boðið.
■ SVISSNESKA knattspyrnu-
sambandið er tilbúið að bjóða rúm-
enska landsliðinu í allt að þriggja
vikna æfingabúðir fyrir HM. Eins
hefur verið rætt um að koma á
þriggja þjóða keppni á milli Sviss,
Rúmeníu og Bandaríkjanna og
rynni hagnaðurinn alfarið til rúm-
enska knattspymusambandsins.
■ MIRCEA Petescu, fyrrum leik-
maður Steaua Búkarest, en nú
þjálfari í Hollandi, sagði í viðtali
við hollenskt blað að framtíð Dyn-
amo Búkarest væri mjög ótrygg
eftir atburðina í Rúmeníu, en félag-
ið var undir sérstökum vemdar-
væng Ceausescus.
■ JÚGÓSLA VAR hafa boðið
fijálsíþróttalandsliði Rúmeníu að
æfa með landsliði Júgóslavíu í vet-
ur.
KNATTSPYRNA
Torfi tekur við af Pálmari
ÁsgeirSigurvinsson:
Hef ekki fengið tilboð
„EG VEIT ekkert um þessi lið
og hef ekki fengið nein tilboð
frá þeim. Ég hef hugsað mér
að klára samning minn við
Stuttgart og sjá svo til hvað
ég geri,“ sagði Ásgeir Sigur-
vinsson um fréttir þess efnis
að hann færi hugsanlega til
Sviss.
Svissneska blaðið Blilck sagði
frá þvi á miðvikudag að tvö
lið í 2. deild í Sviss, Zug og Glar-
us, hefðu gert Ásgeiri tilboð og
líkur væm á að hann myndi leika
með öðruhvoru liðinu. Svipuð frétt
var í vestur-þýska blaðinu Bild í
gær.
„Eg á eftir þijá mánuði af
samningi mínum við Stuttgart og
ætla að klára þá. Ég hef ekki
hugsað mér að framlengja samn-
inginn við Stuttgart og hef ekki
tekið ákvörðum um hvað ég tek
mér fyrir hendur í vor,“ sagði
Ásgeir Sigurvinsson.
Ásgelr Sigurvinsson
ins hefur verið mun verra en búist
var við og skömmu fyrir jól hætti
aðstoðarþjálfari liðsins, Ingvar
Jónsson.
Ég var búinn að ákveða að endur-
skoða þessi mál um áramótin og
hef ákveðið að hætta sem þjálfari.
Við Ingvar byijuðum í haust en
samstarfið gekk ekki og ég held
að það sé rétt að gefa öðrum tæki-
færi,“ sagði Pálmar Sigurðsson.
„Það voru bundnar miklar vonir
við Haukaliðið í haust en liðið hefur
ekki náð að standa undir þeim. Nú
verðum við bara að reyna að laga
stöðuna og byija upp á nýtt á nýju
ári,“- sagði Pálmar.
Haukar éru nú í þriðja sæti í
B-riðli, tíu stigum á eftir KR og
Njarðvík, en tvö lið úr hvorum riðli
komast í úrslitakeppnina.
„Það er líklega orðið of seint að
reyna að ná í úrslitakeppnina og
takmarkið er að ná góðum árangri
í bikarkeppninni," sagði Torfi
Magnússon, nýráðinn þjálfari
Hauka. „Haukar eru góða leikmenn
en liðið hefur ekki leikið eftir getu.
Ég get ekki gert nein kraftaverk
en mér líst vel á starfið," sagði
Torfi.
Torfi Magnússon tekur við sem
þjálfari Hauka.
PÁLMAR Sigurðsson hefur
ákveðið að hætta sem þjálfari
úrvalsdeildarliðs Hauka í
körfuknattleik og Torfi Magn-
ússon, sem þjálfaði lið Vals
síðasta vetur, mun taka við
stjórn liðsins. Pálmar heldur
þó áfram að leika með liðinu
en Haukar eiga litla sem enga
möguleika á að komast í úr-
slitakeppnina.
Pálmar gerði Hauka að íslands-
meisturum fyrir tveimur árum
og tók við að nýju í vor. Gengi liðs-
Pálmar Sigurðsson leikur áfram með Haukum.
KORFUKNATTLEIKUR / URVALSDEILDIN
KNATTSPYRNA
Félög gera samn-
ing við leikmenn
Fylkir reið á vaðið og önnuríylgja í kjölfarið
FYLKIR hefur gert samning við
knattspyrnumenn félagsins, er
leika í 2. deild næsta keppn-
istímabil, þess efnis að leik-
mennirnir eru bundnir félaginu
fram yfir keppnistímabilið og á
móti fá þeir styrki miðað við
árangur liðsins.
Fylkismenn eru þar með fyrstir
til að nýta sér þá breytingu,
sem gerð var á áhugamannareglum
KSÍ á ársþinginu í byijun mánaðar-
ins, en þá var samþykkt að knatt-
spyrnumönnum sé heimilt að veita
viðtöku afreksmannastyrkjum.
Ámóta samningur er í burðar-
liðnum hjá IR og málið er á dag-
skrá hjá fleiri félögum. Eins og
Morgunblaðið hefur greint frá var
kosin fimm manna milliþinganefnd
á ársþinginu, sem á að fjalla um
félagaskipti leikmanna, samning
milli leikmanna og féiaga og afnám
áhugamannareglna KSI.
KORFUKNATTLEIKUR / NBA-DEILDIN
Larry Bird hefur leikið mjög vel í
síðustu leikjum Boston.
Meistararnir fa
harða keppni
Chicago og New York á mikilli siglingu
MEISTARNIR í NBA-deildinni,
Detroit Pistons, eru langt frá
því að teljast öruggir um sigur
í austurdeildinni. Síðustu vikur
hefur liðum Chicago (17-9) og
New York (18-7) gengið mjög
vel og eru í efstu sætum deild-
arinnar. í Vesturdeildinni eru
það hinsvegar Los Angeles
GETRAUNIR /1X2
Fimm með
12rétta
Fimm tipparar duttu I lukkupott-
inn og fengu ,jólabónusinn“
hjá Getraununum, en potturinn var
þrefaldur. Hver tólfa gaf 602.244
krónur í vinning, en 75 raðir komu
fram með 11 réttum og komu 7.434
krónur í hlut hverrar.
Hópurinn SOS vann haustleik
Getrauna og fengu þeir helgarferð
fyrir fjóra til London eða Frank-
furt. TVB16 hafnaði í öðru sæti og
fékk kvöldverð fyrir sex, en Hulda,
sem varð í þriðja sæti, fékk kvöld-
verð fyrir íjóra.
Fyrsti leikurinn á seðlinum, As-
ton Villa - Arsenal, verður í beinni
útsendingu Sjónvarps á morgun, en
sölukerfinu lokar kl. 14:55.
Ólafur Þórðarson
Spámaðurvikunnar:
Ólafur Þórðarson
ó
lafur Þórðarson, leikmaður
Brann í Noregi, tekur þátt I
norsku getraununum af og til en
hefur ekki enn fengið vinning.
Landsliðsmaðurinn fylgist vel með
ensku knattspymunni og é. sitt
uppáhaldslið eins og fleiri. „Ég hef
alltaf haldið með Manchester Un-
ited, en það er stundum erfítt.
Hugurinn er einnig með félögunum
í Englandi og vonandi fá Guðni og
Þorvaldur að spila um helgina, því
það verður gaman að sjá þá kljást.
Annars er enska deildin mjög
erfíð og ómögulegt að spá um úr-
slit. Þó held ég að Liverpool eða
Arsenal endi á toppnum," sagði
Ólafur, spámaður vikunnar hjá
Morgunblaðinu.
Leikir 30. des.
2 Aston Villa — Arsenal
1X C. Palace — Norwich
1 Derby — Coventry
X2 Luton — Chelsea
1 Man. City — Millwall
2 QPR — Everton
X South’ton — Sheff. Wed.
1X Tottenham — Nott. For.
X2 Wimbledon — Man. Utd.
1 Leicester — West Ham
X2 Swindon — Newcastle
1 2 Wolves — Bournemouth
Lakers (20-6) og San Antonio
Spurs (19-6) sem berjast um
sigurinn.
IM
York Knicks, með Pat
Ewing í broddi fylkingar, hef-
ur unnið sjö leiki í röð og er talið
mjög líklegt að liðið sigri í deild-
■■H inni. Chicago hefur
Gunnar einnig gengið mjög
Valgeirsson vel. Michael Jordan
skrifarfrá hefur átt hvern stór-
Bandaríkjunum . fetur öðr_
um og Scott Pippen hefur leikið
mjög vel að undanförnu.
Larry Bird hefur leikið vel með
Boston í vetur og tryggði liðinu sig-
ur á Los Angeles Clippers, 112:111,
í vikunni. Hann gerði síðustu stigin
þegar 0,2 sekúndur voru eftir en í
NBA-deildinni er tímatakan mjög
nákvæm eins og sjá má! Bird gerði
27 stig og Reggie Lewis 28 en
Lewis hefur staðið sig vel í síðustu
leikjum Boston.
David Robinson átti frábæran
leik er San Antonio Spurs sigraði
Utah. Robinson varði þrívegis er
næst stærsti maður deildarinnar,
Mark Eaton, ætlaði að troða. Eaton
er 2,26 metrar á hæð en Robinson
„aðeins“ 2,10 metrar og Eaton ekki
vanur að láta slíka stubba trufla
sig er hann treður.