Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990 Heimiluð smíði á nýjum Herjólfi Vestmannaeyjum. RÍKISSTJÓRNIN hefur samþykkt að heimila smíði á nýju skipi til farþega- og vöruflutninga milli lands og Eyja. Heimildin nær til smíði á 70 metra löngu skipi og skai kanna hvort unnt verður að byggjá skipið hér innanlands. í samtali við Morgunblaðið sagði Ragnar Óskarsson, formaður stjórn- ar Heijólfs, að hann byggist við að nefnd skipuð fulltrúum stjórnan Heijólfs og ríkisins færi strax að kanna þetta mál. Hann sagði að ríkisstjómin ætlaðist til að athugað yrði hvort einhver möguleiki væri á að smíða slíkt skip hér innanlands. Stjórn Heijólfs lét hanna 79 metra langt skip sem hún taldi uppfylla þær kröfur sem gera yrði til nýs Heijólfs. í vetur fór fram óformlegt útboð í smíði skips samkvæmt þeirri teikningu og var niðurstaða þess sú að kostnaður við smíði slíks skips væri um 1,2 milljarðar króna. Aðspurður sagði Ragnar að þó stjóm Heijólfs hefði samþykkt að ráðast bæri í smíði á 79 metra skipi þar sem hún teldi það henta best þá hefði ríkisstjómin komist að ann- arri niðurstöðu. „Þessi möguleiki á minna skipi hefur verið ræddur í stjórn Heijólfs en við höfum ekki gert neina samþykkt varðandi það eða breytt fyrri samþykktum stjóm- arinnar. Akvörðun um smíði nýs skips er í höndum ríkisstjómarinnar og við höfum engin önnur vopn í hendi en þau sem þeir rétta okkur, svo við getum lítið sagt við því þó ríkisstjómin telji minna skip henta okkur betur,“ sagði Ragnar. Grímur Einar Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða: Út í hött að jafina flug- rekstri við veiðikvóta EINAR Sigurðsson blaðafulltrúi Flugleiða hf. segir félagið vísa á bug þeirri gagnrýni, sem Kristinn Sigtryggsson forstjóri Arnarflugs setti fram í Morgunblaðinu í gær. Kristinn segir þar að Flugleiðir njóti óbeinna ríkisstyrkja í formi einokunar á millilandaflugi og með skatta- afslætti af eldsneyti. Einar segir ekki vera hægt að jafna flugrekstri í millilandaflugi við veiðikvóta í lokaðri landhelgi, einkum þegar haft er í huga að hingað geti flogið flugfélög frá um tiu ríkjum. Einar bendir á að þegar sé um talsverða samkeppni að ræða frá erlendum flugfélögum. SAS hafi til dæmis náð um 15% hlutdeild í Kaup- mannahafnarflugiriu, Lufthansa hafi náð um 10% hlutdeild í Þýska- landsfluginu og nú segir hann hilla undir meiri samkeppni frá Sviss og Bretlandi. „Megin veikleiki íslenskra f lugfélaga er hins vegar hve lítil þau eru,“ segir Einar og bendir á að enn muni samkeppnin harðna við opnun Evrópumarkaðarins upp úr 1992. Flugleiðir njóta heldur ekki skatt- afsláttar af eldsneyti, að sögn Ein- ars. Hann segir að samkvæmt regl- um skuli leggja eldsneytisskatt á seljendur eldsneytis, en þar sem Flugleiðir kjósa að kaupa beint frá útlöndum stóran hluta af því elds- neyti sem félagið notar í millilanda- flugi, sé ekki lagður skattur á það. Þessi möguleiki sé opinn öðrum flug- félögum á sama hátt. „Þetta hefur ekkert með Norður- Atlantshafsflug eða skattafslátt að gera,“ segir Ein- ar. Hann segir Flugleiðir kaupa yfir helming eldsneytisins án milligöngu olíufélaganna, enda hafi félagið leigt geyma undir það og eigi hlut í birgða- og afgreiðslustöð á Kef lavík- urflugvelli. Kristinn gagnrýndi einnig af- greiðslukostnað, sem Flugleiðir inn- heimta á Keflavíkurflugvelli. Einar segir að félaginu sé falið af hálfu stjórnvalda að afgreiða á Keflavík- urflugvelli. Þar sé vakt allan sólar- hringinn, en tiltölulega lítil nýting á tækjum og mannskap vegna lítillar umferðar um flugvöllinn. „Þó eru afgreiðslugjöld okkar lág, til dæmis í samanburði við Norðurlöndin. Við höfum aldrei grætt á Flugstöðinni í Kef lavík og Flugleiðavélar borga að jafnaði hærri afgreiðslugjöld, þannig kemur tapið fram.“ Húsfyllir var á hluthafafundinum í gær- kveldi. í ályktun hans er skorað á sam- gönguráðherra að beita sér þegar í stað fyrir mótun flugmálastefhu, þar sem jafh- rétti og fijálsræði verði ríkjandi sjónar- mið. „Arnarflug hefur borið skarðan hlut frá borði í mörg ár og við það verður ekki lengur unað,“ segir þar. Samkeppnin er sögð nauðsynleg, ekki einungis vegna Arnarflugs, heldur ekki síður í þágu íslenskra neytenda og í þágu ferðaþjón- ustunnar í landinu. Alyktunin var sam- þykkt einróma. Á innfelldu myndinni er Hörður Einarsson í ræðustól. Hluthafafundur Arnarflugs: Krafist jafiirædis í flugmálum ARNARFLUG þolir ekki það misrétti sem viðgengist hefur í milli- landaflugi og krefst nú fulls jafnræðis. Þetta er megininntak álykt- unar hluthafafundar félagsins, sem haldinn var í Súlnasal Hótels Sögu í gærkvöldi. Fundurinn skoraði á ríkisstjórnina að hún gang- ist fyrir jákvæðri niðurstöðu í skuldaskiptum milli ríkissjóðs og Arnarflugs samkvæmt samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 17. mars í fyrra. Hörður Einarsson stjómarfor- maður Arnarf lugs og Kristinn Sig- tryggsson framkvæmdastjóri höfðu framsögu. Hörður sagði frelsi ekki ríkja í flugmálum Is- lendinga, allt væri háð leyfum. Hann gagnrýndi einokunaraðstöðu Flugleiða hf. og sagði að ferða- mannastraumur til landsins hafi aukist mjög á síðustu árum, mest frá því svæði í Evrópu sem Arnar- flug flýgur til. „Auðvitað er rúm fyrir tvö flugfélög á íslandi," sagði hann. Kristinn gagnrýndi framgöngu fjármálaráðuneytisins við sölu þot- unnar, sem ríkissjóður hafði eign- ast. Hann gaf í skyn að farið hefði verið á bak við sig í samningavið- ræðum um áramótin og hann leyndur upplýsingum, enda hefði þotan selst fyrir lægra verð en samstarfsaðili Arnarflugs hafði boðið. Kristinn sagði samgöngu- ráðherra, Steingrím J. Sigfússon, hafa tjáð sér að hann mundi styðja af öllum mætti að staðið verði við samþykkt ríkisstjórnarinnar um niðurfellingu skuldar félagsins við ríkissjóð að upphæð 150 milljónir króna. Kaupir Búnaðarbankinn 48% í Samvinnubankanum? BANKAMÁLARÁÐHERRA, Jón Sigurðsson, hefur reifað þá hugmynd í ríkisstjórninni, að Búnaðarbankinn kaupi þau 48% Samvinnubank- ans, sem eru í eigu minnihlutaeigenda eftir að Landsbankinn festi kaup á 52% hlutabréfa bankans. Slík ákvörðun yrði fyrst og fremst í höndum bankaráðs Búnaðarbankans, en nýtt bankaráð Búnaðarbank- ans kom saman til síns fyrsta fundar í gær án þess að þetta mál bæri á góma. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að forráðamenn Búnaðar- bankans gætu með góðu móti hugsað sér að festa kaup á þessum hluta Samvinnubankans, enda sé Búnaðarbankinn það vel staddur nú, að slík kaup reyndust honum vel viðráðanleg. Morgunblaðið hefur upplýsingar um að forsvarsmenn Landsbankans líti þessa hugmynd hornauga og þeir telji að með slíku væri verið að koma í veg fyrir þá endurskipulagn- ingu innan bankans, sem fyrirhuguð var með kaupum á meirihluta Sam- vinnubankans. Á hinn bóginn er bent á það að fjárhagsstaða Lands- bankans sé ekki með þeim hætti nú, að bankinn eigi hægt með að kaupa allan Samvinnubankann, og því kunni sterk staða Búnaðarbankans að gera það að verkum að kaup hans á 48% sé ákjósanleg lausn. Jón Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið um þetta mál í gær: „Bankaráðin í Landsbanka og Bún- aðarbanka geta náttúrlega velt því fyrir sér hvað þau geta skynsamlegt gert til þess að endurskipuleggja sinn rekstur og þar með bæta bank- ana. Ég tel að það komi vissulega til greina á einhveiju stigi málsins, að Samvinnubankarekstrinum verði skipt milli þessara banka, en það er fyrir bankaráðin að komast að niður- stöðu.“ Innan Búnaðarbankans mun þess- ari hugmynd hafa verið hreyft fyrir allnokkru, og þau sjónarmið verið reifuð að skynsamleg hagræðing í bankakerfinu fælist í því að kaupa Samvinnubankann, eða hluta hans. Því er viðbúið að á næstunni verði þetta mál tekið upp á nýjan leik í hinu nýja bankaráði Búnaðarbank- Kaupmenn kaupa 37% hlut í Stöð 2 EIGNARHALDSFÉLAG Verslunarbankans seldi í gær fjórum aðilum 150 miiyónir af því 250 milljóna króna hlutafé sem félag- ið skráði sig fyrir í Islenska sjónvarpsfélaginu sem rekur Stöð 2. Eignarhaldsfélagið ætlar sjálft að kaupa 100 milljónir. Fyrri aðaleigendur Stöðvar 2 hafa fengið frest til 5. febrúar til að greiða það hlutafé sem þeir hafa skráð sig fyrir, 150 milljónir en nýju hluthafarnir eiga að greiða hlutafé sitt fyrir 15. janúar. Heildarhlutafé í Stöð 2 er 405,5 milljónir. Þeir fjórir aðilar sem hafa keypt hlutaféð í Stöð 2 eru Jón Ólafsson forstjóri Skífunnar sem kaupir 50 milljónir, Haraldur Har- aldsson formaður Félags íslenskra stórkaupmanna og Kort hf. kaupa 50 milljónir en Kort hf. seldi á föstudaginn ríkisbönkunum hlut sinn í Kreditkortum hf. Þá kaupa Guðjón Oddsson formaður Kaup- mannasamtaka íslands og Jóhann J. Ólafsson formaður Verslunar- ráðs 50 milljónir sameiginlega en á bak við þá er hópur kaup- og verslunarmanna. Þessir aðilar standa sameigin- lega að kaupunum á hlutafénu. Jón Ólafsson sagði við Morgun- blaðið, að ástæða kaupanna væri sú að þeir teldu þetta góðan fjár- festingarkost. Jón Ólafsson er stór hluthafi í íslenska útvarpsfélaginu sem rek- ur Bylgjuna og Stjörnuna. Hann sagði aðspurður að ekki væru neinar hugmyndir um að rekstur útvarpsfélagsins og íslenska sjón- varpsfélagsins yrði sameinaður að einhveiju leyti. Eignarhaldsfélag Verslunar- bankans hefur ákveðið að kaupa 100 milljóna króna hlutafé, og að sögn Þorvarðar Elíassonar vara- formanns félagsins var gengið frá greiðslu á þvi hlutafé í gær. í samþykktum stjórnar félagsins er heimild til að bæta lOO.milljónum við hlutaféð í Stöð 2. Þorvarður sagði ekki ákveðið hvort af þeirri hlutafjáraukningu yrði. Þeir Jón Óttar Ragnarsson, Hans Kristján Ámason og Ólafur H. Jónsson, sem skráð hafa sig fyrir 150 milljóna króna hlutafé í Stöð 2, hafa fengið frest til 5. febrúar til að greiða sitt hlutafé. Tveimur dögum áður rennur út sá frestur sem Kópavogskaup- staður hefur til að ákveða hvort hann gengur inn í kaup Reykjavíkurborgar á Vatnsenda- landi, en hlutafjárloforð þremenn- inganna er tryggt með þeim kaup- samningi. Heildarlausn tekur til allra - segir formaður VSÍ „Ég segi það alveg umbúða- laust að við eigum að leita að heildarlausn á kjaramálunum. Ef við eigum að ná heildarlausn þá verða allir undantekningarlaust að falla undir það,“ sagði Einar Oddur Kristjánsson, formaður Vinnuveitendasambands íslands, aðspurður um kröfur sjómanna fyrir austan um hærra fiskverð. „Við þekkjum óteljandi dæmi um að menn bendi, kannski réttilega ég ætla ekki að þræta fyrir það, á að eitthvað hafi þróast öðru vísi á þess- um stað og þessum og því þurfi leið- réttingu. Það er ekki hægt að horfa á málið þessum augum. Heildarlausn næst ekki nema hún nái til allra,“ sagði Einar Oddur. „Þetta er hlutur sem sjávarútveg- urinn verður að leysa sjálfur inn- byrðis, hvort sem hann gerir það með samningum eða breyttum út- gerðarháttum. í þeirri efnahags- pólitík sem við erum að reka gengur það ekki upp ef lágmarksverð á fiski á ekki að fylgja almennri kai\p- gjaldsþróun." Vtilií!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.