Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
Eldislax í laxveiðiám:
I versta felli gætu nátt-
úrulegir stofiiar hrunið
- segir Sigurður Guðjónsson hjá Veiðimálastomun
SIGURÐUR Guðjónsson deildarstjóri hjá Veiðimálastofhun segir að
menn séu mjög hræddir við afleiðingar þess að eldislax blandist
náttúrulegum laxastofnum. Hver stofn er erfðafræðilega aðlagaður
sinni á og ólíkur ððrum stofnum. Ef eldislax blandast náttúrulegum
stofhum hverfur þessi munur. Fiskurinn á þá erfiðara með að lifa af
í ánni og afleiðingarnar verða minni framleiðsla, laxagengd og veiði.
I verstu tilfellum getur náttúrulegi stofninn hrunið algerlega.
„Sem betur fer hefur þetta ekki
gerst hér, en dæmi um þetta eru
til hjá Kyrrahafslaxi þar sem stofn-
ar hafa þurrkast út og ekkert kom-
ið í staðinn," sagði Sigurður í sam-
tali við Morgunblaðið. „Þótt ekki
hafi verið sýnt fram á .að þetta
hafi gerst hjá Atlantshafslaxinum
eru menn mjög hræddir við af leið-
ingarnar."
Hann sagði að ýmislegt haf i ver-
ið gert til að draga ,úr þessari
hættu. Fyrir tveimur árum kom.út
reglugerð sem takmarkar f lutninga
á laxi og staðsetningu á eldiskvíum.
VEÐUR
Sú reglugerð var hins vegar ekki
afturvirk þannig að sú starfsemi
sem þegar var komin heldur áfram.
Nálægð eldiskvía við árnar virð-
ist hafa mikið að segja. Sem dæmi
má nefna að mikið hefur verið um
kvíaeldi í Hvalfirði á undanförnum
árum, þótt nú hafi dregið úr því.
Sigurður sagði að það gæti verið
ein af ástæðum þess að í Botnsá
er 47,5% laxa eldisfiskur, eins og
kom fram í frétt Morgunblaðsins á
sunnudaginn. Auk þess er náttúru-
legi stofninn í ánni lítill.
„í Botnsá eru til nokkrir árgang-
ar af seiðum af hreinum stofni sem
eru smám saman að fara út í sjó.
Þótt blöndun eigi sér stað nær
ómengaði stofninn aftur yfirhend-
inni. En ef svona mikil blöndun
ætti sér stað í meira en eitt kyn-
slóðatímabil færi að gæta áhrifa.
Nú hefur verið þróuð aðferð til
að gelda eldísfisk og ef til vill eru
ekki nema örfá ár í að hægt verði
að nota slíkan fisk í kviaeldi. Þá
verður þessi hætta á erfðablöndun
úr sögunni. Hér vinnur hópur sem
styrktur er af Rannsóknarráði ríkis-
ins við að rannsaka þessi mál."
Sigurður sagði að Veiðimála-
stofnun hygðist áfram fylgjast með
hlutfalli eldisfisks í laxveiðiám.
Hann sagði að fyrirhugað væri að
endurskoða reglugerð um varnir
gegn erfðablöndun og fisksjúk-
dómum fyrir sumarið og gæti verið
að þar yrðu sett strangari ákvæði.
/ DAG kl. 12.00:
Heimild: Veðurstofa Islands
áveðurspá kl. 16.15 igær)
VEÐURHORFUR I DAG, 10. JANUAR.
YFIRLIT í GÆR: Skammt norður af landinu er 955 mb víðáttumikíl
en heldur minnkandi lægð sem þokast austnorðaustur. Veður fer
hægt kólnandi.
SPÁ: Suðvestangola eða kaldi suðvestanlands, en norðvestangola
eða kaldi í öðrum landshlutum.' Él á víð og dreif um mest allt land.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Breytileg átt og vægt frost um land
alit. Él á víð óg dreif í öllum landshlutum.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Vestan- og norðvestanátt og áfram vægt
frost. Léttskýjað á Suðausturlandi, en víða él íöðrum landshlutum.
TÁKN:	y,  Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-	-jq  Hitastig: 10 gráður á Celsíus
X  y Heioskírt	stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.	• y  Skúrir * V El
\jsjk Léttskýjao	/  /  t /  / / / Rigning	=  Þoka
|l	/ /  /	=  Þokumóða
«rjg|t Hálfskýjað	* / *	', ' Súld
ijik Skýjað	/ * / # Slydda / * / # * *	CO  Mistur - |-  Skafrenningur
l   \ Alskýjað	* * * # Snjókoma * * *	[T  Þrumuveður
TP	T#ÉM
*£.	4Sw
%	^Tw
T	w' +•
VEÐUR VÍÐA UM HEIM	
kl. 12:00	ígærað ísl. tíma
	hiti   veður
Akureyri	3  skýjað
Reykjavfk	1  slydduél
Bergen	8  hálfskýjað
Helsinki	¦s-1  skýjað
Kaupmannah.	4  þokumóða
Narssarssuaq	*14  skýjað
Nuuk	-s-8  skýjað
Osló	S  léttskýjað
Stokkhólmur	3  skýjað
Þórshöfn	3  haglél
Algarve	14  léttskýjað
Amsterdam	8  þokumóða
Barcelona	10  þokumóða
Berlfn	3  þokumóða
Chlcago*"*	4  alskýjað
Feneyjar	4  þokumóða
Frankfurt	3  þokumóða
Glasgow	8  skýjað
Hamborg	6  þokumóða
Las Palmas	19  skýjað
London	10  skýjað
Los Angeles	10  þokumóða
Lúxemborg	3  þoka
Madrfd	8  léttskýjað
Malaga	16  léttskýjað
Mallorca	14  hálfskýjað
Montreal	+7  léttskýjað
New York	2  heiðskírt
Orlando	12  þokumóða
París	8  lóttskýjað
Róm	15  þokumóða
V/n	-f6  þokumóða
Washington	0  þoka
Winnipeg	+13  alskýjað
Morgunblaðið/Emilía
Vatnslitamyndin frá Vopnafirði, sem sýnir gömlu verslunarhúsin
Þjóðminjasafii Islands:
Gömul mynd af Voþna-
fírði keypt frá Hamborg
ÞJOÐMINJASAFN Islands hefur eigiiast gamla vatnslitamynd af
Vopnafjarðarkaupstað, sem var máluð um 1800. Myndin, sem sýnir
verslunarhúsin á Vopnafirði á þessum tíma, kom hingað frá V-
Þýskalandi. Hún kostaði átta þúsund vestur-þýsk mörk, eða 288
þús. ísl. kr.
Myndin er frá þeim tíma sem
Daninn Poul Löwenörn, sjólisfor-
ingi og strandmælingamaður, var
hér á landi við sjó- og strandmæl-
ingar. „Löwenörn stóð fyrir útgáfu
á bók um mælingar sínar við ís-
land og í bókinni má finna margar
skemmtilegar teikningar frá sjáv-
arþorpum á þessum tíma. Eins og
til dæmis frá Flatey á Breiðafirði,
ísafirði, Vopnafirði, Djúpavogi og
Keflavík," sagði Halldór Jpnsson,
safnvörður í Þjóðminjasani íslands.
„Það er ekki ósennilegt að þessi
vatnslitamynd sé frummynd teikn-
ingarinnar frá Vopnafirði, sem er
í bókinni. Myndin, sem hefur verið
mjög vel varðveitt, er mjög vegleg
og góður safngripur," sagði Hall-
dór.
Það var fornsali í Hamborg sem
hafði samband við Listasafn ríkis-
ins í árslok 1989 og bauð safninu
myndina til kaups. Listasafnið lét
Þjóðminjasafnið vita og það varð
úr að safnið keypti myndina. Ekki
er vitað hver málaði myndina.
Þess má geta að myndasafn
Þjóðminjasafns íslands er orðið
stórt. Með mannamyndum eru
skráðar um 400.000 myndir í safn-
Yiðræður iðnaðarráðherra við Alumax:
Hafa áhuga á
Atlantalhópnum
„ÞETTA voru mjög gagnlegir fundir," sagði Jón Sigurðsson, iðnaðar-
ráðherra í gær að afloknum fundum með forsvarsmönnum bandaríska
álfyrirtækisins, Alumax, þeim Drack, aðalforstjóra, Evans, nánasta
samstarfsmanni hans og Frost, aðstoðarforstjóra. Ráðherra sagði að
stefnt væri að öðrum fundi með þessum mönnum, trúlega hér á landi,
seinni hluta næstu viku, ásamt forsvarsmönnum Hoogovens og Grang-
es um hugsanlega samvinnu um byggingu nýs álvers á. íslandi.
Jón sagði að forsvarsmenn Alum-  sagði að Alumax framleiddi nálægt
ax hefðu lýst áhuga sínum á því að
halda áfram þessum samtölum, með
möguleikann á samstarfi í svonefnd-
um Atlantalhóp í huga. Hann kvaðst
ekki telja að niðurstaða fengist á
næsta fundi aðila, en hann teldi það
góðs viti að forsvarsmenn alumax
vildu nálgast málið með jafn ákveðn-
um hætti og raun bæri vitni.
„Alumax er ákjósanlegur sam-
starfsaðili. Fyrirtækið er öflugt og
hefur getið sér mjög gott orð fyrir
góða stjórnun, bæði í rekstri og
tækni," sagði iðnaðarráðherra. Hann
einni milljón tonna af áli á ári, um
750 þúsund tonn þarf af væri frum-
vinnsla áls, en 150 til 200 þúsund
tonn væri endurvinnsla áls.
„Þeir eru mjög framarlega í bygg-
ingarvörum úr áli og hafa úrvinnslu-
fyrirtæki víða, bæði í bandaríkjunum
og Evrópu.. Þeir hafa þörf fyrir
málm fyrir sín evrópsku fyrirtæki
m.a. og þar af leiðir að staðsetning
innan evrópska efnahagssvæðisins
væri mjög skynsamleg frá þeirra
bæjardyrum séð," sagði Jón.
Sjópróf vegna strands Hofsjökuls:
Nokkrir samverkandi
þættir ollu strandinu
SJÓPRÓFUM vegna strands
flutningaskipsins Hofsjökuls í inn-
siglingunni að Tálknafirði er lok-
ið í Reykjavík. Þar kom fram, að
tvær miklar og dimmar hviður
ráku skipið af leið í þrengslunum
milli Sveinseyrarodda og Hvamm-
eyrar og lenti það því í fjörunni
Hvammeyrar megin.
Birgir Ómar Haraldsson, útgerð-
arstjóri Hofsjökuls, sagði í samtali
við Morgunblaðið, að litlu væri við
fyrri fréttir af óhappinu að bæta.
Við sjóprófin hefði komið fram, að
þegar skipstjórinn hefði reynt að
sigla út frá höfninni, hefðu lent á
skipinu tveir miklir byljir, mjög
dimmir og þegar þann síðari hefði
birt upp, hefði skipið nánast verið
komið upp í fjöru. Vél skipsins væri
snarvend, sem þýddi að ekki væri
hægt að skipta úr ferð áfram í aftur
á bak, nema vélin væri stöðvuð
fyrst. Svigrúm til að gera svo til að
forða strandi hefði ekkert verið.
Þessu hefðu því valdið nokkrir sam-
verkandi þættir, eins og reyndar
væri í flestum óhöppum.
Hofsjökull, sem er frystiskip í eigu
Jökla hf, náðist nær óskemmdur á
flot, en síðar kom í ljós lítils háttar
rifa á stefni skipsins. Áætlun þess
raskaðist ekki teljandi af þessum
sökum.
Lést í bruna
Maðurinn, sem lést í eldsvoða
á heimili Sínu á Öldugötu 54 að
morgni síðastliðins föstudags,
hét Agnar Markússon.
Agnar Markússon var á 68. ald-
ursári, fæddur þann 2. ágúst árið
1922. Hann lætur eftir sig upp-
komna dóttur.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44