Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						81 v
18
¦
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
I
Eyrarbakki og Stokkseyri:
Mesta stormflóð-
ið á þessari öld
MIKJŒ) eignatjón varð á Eyrarbakka og Stokkseyri þegar sjórinn
flæddi inn í þorpin í stormflóði í fyrrinótt. Ekki urðu slys á fólki.
Tjónið hafði ekki verið metið í gær, en það skiptir tugum millj-
óna. Sveitarstjórnarmenn vonast til að Viðlagatrygging íslands
bæti einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélaginu tjónið, enda
segja þeir fólk almennt ekki tryggt gegn tjóni sem þessu. Menn
frá Viðlagatryggingu fara í dag á Eyrarbakka og Stokkseyri til
að kanna aðstæður.
í fyrrinótt gekk djúp lægð yfir
landið. Flóðhæð er mikil og í suð-
vestanáttinni sem fylgdi lægðinni
kom stormflóðið á land. Flóðið fór
yfir og braut sjóvamargarða á
Eyrarbakka og Stokkseyri og þá
voru húsin varnariaus gegn sjón-
um.
Talið er að þetta stormflóð sé
það mesta sem komið hefur á þess-
ari öld. Helst er því líkt við Bás-
endaflóðið sem varð fyrir ná-
kvæmlega 191 ári.
Blaðamaður og ljósmyndari
Morgunblaðsins ræddu við fólk á
Eyrarbakka og Stokkseyri í gær.
Texti: Helgi Bjarnason
Ljósmyndir: Bjarni Eiríksson
Skjólveggur fauk á bíl Önnu Maríu Lillendal.
Sjórinn gekk yfír Eyrarbakka:
Þykkt lag af vatni, grjóti, sandi og drullu var á stofugólfinu hjá Gústaf Liliendal á Eyrarbakka.
Byggja verður sjóvarnar-
garða ef byggð á að haldast
- segir Magnús Karel Einarsson oddviti
MESTA tjónið á Eyrarbakka varð á fiskverkunarhúsi Bakkafisks hf.
Flóðið braut niður 300 fermetra af 750 metra húsi og eyðilagði vélar
og áhöld. Áætlað er að tjónið nemi iugum miUjóna kr. Verulegt tjón
varð á einu íbúðarhúsi og innbúi þess þegar flóðið braut glugga og
sjórinn flæddi inn um allt. Sjór komst á nokkrum stöðum inn í kjall-
ara en Magnús Karel Einarsson oddviti segir að þar hafi orðið minni
skemmdir en á horfðist. Þá varð mikið tjón á sjóvarnargörðum, lóðum
og eitthvað á bílum og öðrum lausafjármunum. Flóðið hreyf nokkra
bíla með sér og aðrir urðu fyrir skemmdum vegna áfoks. Sjórinn
gekk yfir nánast allt þorpið og í gærmorgun þegar Morgunblaðsmenn
voru á ferð á Eyrarbakka var enn mikið vatn á götum og auðum svæð-
um, grjót og sandur, þari og annað þviumlíkt um allt þorpið. Þannig
var mikið af dauðum fiski á götum þorpsins, sérstaklega smákarfa
sem flóðið skildi eftir.
Timburskjólveggur við húsið rifn-
aði frá í heilu lagi og lenti á bíl
Önnu Maríu sem stóð fyrir utan
húsið og skemmdi hann.
nV'
„Eins og sprenging"
„Það var eins og sprenging þegar
aldan small á húsinu og braut sér
leið inn um gluggann," sagði Gústaf
Lillendal, forstððumaður fangelsis-
ins á Litla-Hrauni, en embættis-
bústaðurinn sem hann býr í á Eyrar-
bakka er það íbúðarhús á Eyrar-
bakka sem verst varð úti í storm-
flóðinu.
Gústaf og Anna María kona hans
voru ein í húsinu. Gústaf sagðist
hafa verið hálfsofandi í rúminu en
haft andvara á sér vegna vaxandi
veðurgnýs. „Um klukkan 3.30
fannst mér þetta ágerast og síðan
var eins og sprenging þegar glugg-
inn í holinu við stofuna lét undan.
Ég spratt fram úr rúminu og þá
skall aldan á fætur mína. Ég óð svo
í vatni, sandi, grjóti, þara og gler-
brotum í stofunni," sagðL Gústaf.
Sjórinn fór um allt húsið og stór-
skemmdi það og eyðilagði mest allt
innbú Gústafs og Önnu Maríu. Um
leið fór rafmagnið af.
Gústaf sagði að ekki hefði verið
viðlit að eiga við brotna gluggann,
sjórinn hefði gengið yfir. Gústaf og
Anna María fóru í næsta hús og
síðan komu björgunarsveitarmenn
og negldu fyrir gluggann þegar
fært þótti. í gær var Gústaf að koma
sér fyrir í öðru húsi á Eyrarbakka
sem honUm bauðst. Sagði hann að
embættisbústaðurinn yrði eins og
tilbúinn undir tréverk þegar búið
væri að hreinsa út og því ekki útlit
fyrir að búið yrði í húsinu næstu
mánuðina.
„Erum við komin á sjó
„Pabbi, erum við komnir út á sjó,"
sagði ungur sonur Lofts Kristinsson-
ar á Háeyrarvöllum 50 þegar hann
leit út um gluggann heima hjá sér
í fyrrinótt. Loftur sjálfur orðaði það
að þetta hefði verið eins og í fiska-
búri. Sjórinn hefði gengið yfir húsið
og með fylgt þari, sandur og fiskur.
Sjórinn komist inn í húsið með svala-
hurð þannig að nóttin fór í að þurrka
gólfin. Klæðning sjávarmegin á hús-
inu er ónýt vegna þess að flóðið
skall á henni og reif upp með sér
hraungrjót sem áður skreytti brekku
í Ióðinni. Garðurinn við Háeyrarvelli
50 var allur á öðrum endanum þeg-
ar fólkið fór að sjá út um morguninn.
Loftur Iauk við að skipta um
glugga á stofunni sjávarmegin á
húsinu um helgina, skipti gluggun-
um niður, og sagðist hann vera þess
fullviss að ef hann hefði ekki verið
búinn að því hefðu rúðurnar látið
undan sjóganginum.
TugmiUjóna ijón
hjá Bakkafiski
Hjörleifur Brynjólfsson fram-
kvæmdastjóri Bakkafisks hf. sagði
Unnið við bráðabirgðalagfæringu bílskúrsins við Hafstein en flóðið
sprengdi skúrinn.
að tjónið á húsum fyrirtækisins
næmi tugum milljóna kr., auk þess
taps sem yrði vegna truflunar á
rekstri. Á vegum fyrirtækisins var
unnið að innréttingu húss fyrir
vinnslu á flatfiski. Steinsteyptur
veggur sem sneri út að sjónum
brotnaði undan sjónum og þeytti
flóðaldan stálbitaþaki í heilu lagi
yfir annað hús og þar á hvolf í
porti. Hús þetta er alls 750 fermetr-
ar, þar af' tók flóðið 300 fermetra
ogtaldi Hjörleifur að hinn hluti húss-
ins væri stórskemmdur eða ónýtur.
Þá hefðu orðið skemmdir á vélum,
tækjum og byggingarefni sem í hús-
inu var.
„Við ætluðum okkur að byggja
reksturinn í ár mikið á flatfisk-
vinnslu og þessar hamfarir, sem
ekki eiga sér hliðstæðu, setja veru-
legt strik í reikninginn hjá okkur,"
sagði Hiörleifur.
Sjórinn yfir allt þorp
Magnús Karel Einarsson oddviti
á Eyrarbakka sagðist hafa vaknað
um klukkan 1.30 um nóttina vegna
þess að svo mikið hefði hrikt í hús-
inu sem þó stendur ekki á sjávar-
kambinum. „Ég fór af stað um
klukkan 3 og þá var mikill sjávar-
gangur um allt þorpið. Sjórinn
flæddi í stríðum straumum um allar
götur, ekki aðeins á sjávarkambin-
um, heldur um allt þorp. Það kom
mér mest á óvart," sagði Magnús
Karel. Hann sagði að vakt hefði
verið hjá björgunarsveitinni alla
nóttina og hefðu þeir hjálpað mörg-
um. Um morguninn hefði björgunar-
sveitin síðan verið fullskipuð og
ástandið þá kannað skipulega, neglt
fyrir glugga og dælt úr húsum.
Magnús Karel sagði að sá sjóvarn-
argarður sem lokið var við í haust
væri sá eini sem staðist hefði storm-
flóðið í fyrrinótt. „Það sem gildir í
þessu er að hefja mikla uppbyggingu
sjóvarnargarða ef byggð á að hald-
ast hér," sagði Magnús Karel. Hann
sagði að illa hefði gengið að fá fjár-
veitingar í þessa varnargarða, sem
þó væru nauðsynlegir ef fyrirbyggja
ætti frekara tjón vegna sjávarf lóða.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44