Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990
31
Jónfríður Gísla-
dóttir - Minning
Fædd 18. október 1901
Ðáin 27. desember 1989
Okkur systkinin langar í fáum
orðum að minnast hennar ömmu
okkar, Jónfríðar Gísladóttur, sem
lést á þriðja dag jóla í Hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi.
Amma fæddist í Austmannsdal í
Ketildalahreppi í Arnarfirði. Árs-
gömul fluttist hún að Króki í Selár-
dal, þar sem hún ólst upp, í stórum
systkinahópi hjá foreldrum sínum,
þeim Ragnhildi Jensdóttur og Gísla
Árnasyni. Sitt mesta gæfuspor
steig amma þann 15. október 1921
er hún gekk að eiga afa, Kristján
Ingvald Benediktsson, sem þá um
vorið hafði tekið við búsforráðum á
höfuðbólinu Selárdal. Afí var fædd-
ur 2. mars 1890 að Kirkjubóli í
Fífustaðadal í Arnarfirði, en for-
eldrar hans voru Ragnhildur Þórð-
ardóttir og Benedikt Kristjánsson
hreppstjóri. Tvíbýli var í Selárdal
og bjuggu þau með þeim hjónum,
Jens bróður ömmu og Ingveldi syst-
ur afa. Fullþröngt fannst afa um
sig í Selárdal, svo hugurinn stefndí
yfir fjörðinn. Þann 5. maí 1927
fluttu þau að Hrafnabjörgum í Lok-
inhamradal, sem þau höfðu fest
kaup á, og bjuggu þar sæmdarbúi
um 13 ára skeið. Árið 1940 fluttust
þau að Hrafnseyri. Oft mun hafa
verið gestkvæmt hjá þeim hjónum
á Hrafnseyri og voru þau rómuð
fyrir afburða gestrisni, en þar mun
ekki síður hafa reynt á húsmóður-
ina, sem var einkar sýnt um að
taka vel á móti fólki, með rausn
og myndarskap, jafnframt glaðlegri
og hispurslausri framkomu. Til
Bíldudals fluttust þau 1946 og ári
síðar til Reykjavíkur þar sem þau
bjuggu síðan. Afí lést í Reykjavík
10. júlí 1964 eftir stutta legu.
Amma og afi eignuðust þrjú
börn. Þau misstu fyrsta barn sitt
aðeins þriggja vikna gamalt.
Mamma okkar, Jóhanna Árný
Sigríður, fæddist 12. nóvember
1922, gift föður okkar, Leifi Hall-
dórssyni. 5. maí 1925 fæddist Bene-
ditct, en hann lést í ágúst mánuði
síðastliðnum. Benedikt var kvæntur
Ólöfu Ragnheiði Jónsdóttur. Nú er
tala afkomenda ömmu og afa kom-
in í 42.
011 eigum við yndislegar minn-
ingar frá samverustundum okkar
með ömmu og afá, öll saman eða
hvert I sínu lagi. Alltaf var jafn
gott og hlýtt að koma til þeirra á
Háaleiti og ekki síst ef við fengum
að gista. Á Háaleiti þar sem nú
stendur verslunarmiðstöðin Austur-
ver áttu þau stórt og mikið
hænsnabú. Þar unnu þau saman
við púturnar af mikilli alúð og sam-
heldni og aldrei skyggði neitt á vin-
áttu þeirra og ást. Eftir að afi dó
fluttist amma að Álftamýri 32 þar
sem hún hélt áfram sitt hlýja og
fagra heimili, og þaðan eigum við
yngri systkinin ekki síður góðar
minningar.
Fram yfir áttrætt átti amma því
láni að fagna að vera mjög heilsu-
hraust, en er heilsunni fór að hraka,
bjó hún um fjögurra ára skeið hjá
Olöfu og Benria í Vallargerði 16 í
Kópavogi. Ólöfu og hennar heimilis-
fólki viljum við sérstaklega þakka
þá umhyggju og alúð sem þau
sýndu ömmu alla tíð og einkum
þessi síðustu ár. Á Hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð dvaldi hún
síðustu 2-3 árin og færum við
starfsfólki þess heimilis okkar bestu
þakkir fyrir góða hjúkrun og um-
hyggju.
Elsku amma var okkur kær-
leiksrík og góð, og átti alltaf mikla
hlýju og ástúð til að miðla okkur.
Nú kveðjum við hana með söknuði,
en við vitum að hennar beið afi, sem
okkur var öllum svo kær.
Guð blessi minningu ömmu okk-
ar.
Nanna, Didda, Bóbi,
Haddi og Ásta.
Mig langar að minnast tengda-
móður minnar, Jónfríðar Gísladótt-
ur, sem lést 27. desember sl. á dval-
arheimili aldraðra í Sunnuhlíð I
Kópavogi, eftir nokkurra ára
sjúkralegu. Var hvfldin henni kær-
komin.
Eftir að hún fór að kenna veik-
inda sinna dvaldi hún hjá okkur
hjónum, þar til veikindi hennar
ágerðust. Flutti hún þá á dvalar-
heimilið við Sunnuhlíð. Þar var okk-
ur báðum einstök ánægja að geta
endurgoldið eitthvað af því sem
_______Brids_______
ArnórRagnarsson
Bridsfélag Suðurnesja
Nk. mánudagskvöld hefst meistara-
mót Suðurnesja í tvímenningi. Spilað
verður í 3-4 kvöld eftir þátttöku og
verður keppnisfyrirkomulagið baromet-
er.
Síðastliðinn mánudag var spilaður
eins kvölds tvímenningur og spiluðu
12 pör.
Efstu pörin:
Þórður Kristjánsson —
Arnór Ragnarsson           207
Gísli Torfason —
Þorgeir V. Halldórsson        203
Gunnar Sigurjónsson —
Haraldur Brynj6!fsson        180
Meðalskor 165.
Spilað er í Golfskálanum í Leiru kl.
20.
Reykj§,víkurmótið í
sveitakeppni
Þegar búið er að spila sex um-
ferðir af sautján í Reykjavíkurmót-
inu í sveitakeppni er staða efstu
sveita eftirfarandi:
Flugleiðir   ,                116
Verðbréfam. íslandsbanka       115
Ólafur Lárusson              105
Modern Iceland              102
Delta                     101
Samvinnuferðir/Landsýn        100
Sigmundur Stefánsson          98
ÁrmannJ. Lárusson            91
Tryggingamiðstöðin            90
Framhald mótsins verður sem hér
segir: 7.-9. umferð miðvikudaginn
10. janúarkl. 19.30; 10.-12. umferð"
laugardaginn 13. janúar kl. 13.00;
13.-15. umferð sunnudaginn 14.
janúar kl. 13.00; 16.-17. umferð
miðvikudaginn 17. janúarkl. 19.30.
tengdamóðir mín hafði gert fyrir
okkur hjónin og börnin okkar á
lífsleiðinni. Það var henni þungbært
er hún missti eiginmann sinn, Krist-
ján Ingvald Benediktsson, aðeins
63 ára gömul. Hjónaband þeirra var
einstaklega gott og einkenndist það
af mikilli virðingu, skilningi oghlýju
í garð hvors annars. Þau eignuðust
þrjú börn. Fyrsta barnið, sem var
stúlka, misstu þau aðeins 2-3 vikna
gamla. Síðar eignuðust þau Jó-
hönnu Árnýju, hennar maður er
Leifur Halldórsson og eiga þau
fimm börn. Leifur var mikill dugn-
aðarmaður, en hann dvelur nú á
Hrafnistu í. Hafnarfirði. Yngstur
var Benedikt, eiginmaður minn, en
hann lést 8. ágúst sl., 64 ára að
aldri. Okkar börn eru sex. Segja
má að það hafí verið mikil blessun
að tengdamóðir mín var löngu hætt
að fylgjast með og vissi ekki um
sjúkleika tengdasonar síns, né mik-
il veikindi og andlát ástkærs sonar
síns.
Það sem mér fínnst einkenna
tengdafólk mitt er sterkur persónu-
leiki. Það kvartar sjaldnast og tekur
því, er að höndum ber með æðru-
leysi. Benedikt minn sýndi einstakt
æðruleysi í sínum veikindum og hið
sama er að segja um systur hans
í veikindum hennar og eiginmanns
hennar.
Tengdamóðir mín var mjög falleg
kona og öll hennar verk einkennd-
ust af myndarskap og dugnaði. Er
móðir hennar varð ekkja, rúmlega
fímmtug og var með son sinn innan
við fermingu, tók hún þau bæði til
sín, stuttu eftir að þau hjónin hófu
búskap. Öllum sínum systkinum og
þeirra fólki sýndi hún alltaf sér-
stakan hlýhug og umhyggju. Mað-
urinn minn sagði að samband þeirra
mæðgna hefði verið einstaklega
gott og hafði hann oft gaman af
að hlýða á tal þeirra. Sem dæmi
um það nefndi hann hve gaman þær
höfðu af því að segja hvor annarri
frá draumum sínum á morgnana.
Móðir hennar bjó hjá henni þar til
hún andaðist í hárri elli.
Ég minnist þess með þakklæti
að fyrir hver jól, á meðan heilsa
hennar leyfði, bakaði hún með mér
smákökur og lagði hún mikið upp
úr því að hafa þær sem fallegastar.
Á haustin hjálpaði hún mér við slát-
urgerð. Svona get ég talið áfram,
því það var svo ótal margt sem hún
gerði fyrir mig og mitt heimili.
Tengdaforeldrar mínir borðuðu alla
tíð hjá okkur Benedikt mínum, á
aðfangadagskvöld, frá þvi við fór-
um að búa og jók það á jólagleð-
ina. Vakti það mikla hrifningu hjá
börnunum er tengdafaðir minn kom
með jólagjafirnar í poka á bakinu.
Nú veit ég að tengdamóðir mín
elskuleg er komin til þeirra, sem
hún elskaði svo heitt og ég bið henni
blessunar drottins, með þakklæti
fyrir allt. Blessuð sé minning henn-
ar.
Ólöf Ragnheiður Jónsdóttir
Með þakklæti í huga kveðjum við
elskulega ömmu okkar, Jónfríði
Gísladóttur, er fæddist 17. október
1901, en lést 27. desember sl.
Minningar okkar um ömmu eru
fagrar. Hún var blíð og umhyggju-
söm og bar hag okkar ætíð fyrir
brjósti. Við minnumst notalegra
samverustunda, en amma var mik-
ill höfðingi heim að sækja. Á slíkum
stundum minntist hún oft áranna
fyrir vestan, einhverra merkisat-
burða eða þá skondinna tilsvara
samferðamannanna, er hún hafði
haft gaman af.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
Síðustu árin átti amma við mikla
vanheilsu að stríða. Dvaldi hún á
heimili foreldra okkar um fjögurra
ára bil og naut umönnunar móður
okkar. Aldrei fannst ömmu hún
þakka nægilega fyrir þá umönnun,
en fram að þeirri stundu hafði
amma verið sú sem ætíð var boðin
og búin að rétta sínum nánustu
hjálparhönd af mikilli ástúð, en var
minna fyrir að þiggja aðstoð ann-
arra.
Síðustu tvö árin dvaldi amma á
Sunnuhlíð í Kópavogi og naut þar
góðrar umönnunar starfsfólks, sem
við erum þakklát fyrir.
Okkur finnst það notaleg til-
hugsun að eftir hina erfiðu sjúk-
dómslegu skuli amma nú vera kom-
in yfir móðuna miklu en þar munu
afí og pabbi taka á móti henni. En
við trúum því að slíkt ferðalag bíði
okkar allra fyrr eða síðar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð bér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú njóta skalt.
(V. Briem.)
Blessuð sé minning ömmu.
Benediktsbörn
t
TÓMAS GUÐMUNDSSON,
til heimílis i' Skipholti 21,
lést i Landspítalanum 8. janúar.
Ólafi'a Guðbjörnsdóttir,
börn, tengdabörn, barnabörn
og bamabarnabörn.
t
Móöir mín,
LAUFEY BENEDIKTSDÓTTIR
frá Akureyri,
lést í Sjúkrahúsi Akraness sunnudaginn 7. janúar.
Ragna Svavarsdóttir.
UTSALAN HOFST I MORGUN
llll(li.1ll>jUji?WUUIill<            lUlil
t t 11 lllllUiilllIIIUIllllllllMHaatMllESHII
'  •
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44