Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 10.01.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990 33 Þ. ÞORGRÍMSSON & CO Ármúla 29 Utan á hús Lára Magnús- dóttír — Minning Leiðrétting í minningargrein sem birtist 5. janúar sl. um Eygerði Pétursdóttur eftir Helgu og Jónu Sigurjónsdætur urðu meinlegar villur. Talað er um afaforeldra Sigrúnar og Davíðs en átti að vera: Afaforeldrarnir Sigrún og Davíð ...; síðan misritaðist nafn systur greinarhöfunda, Guðrún varð Guðjón. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Fædd 4. október 1903 Dáin 25. desember 1989 Hún amma Lára er dáin. Stuttu fyrir jól var hún flutt á Borgarspít- alann eftir að hafa fengið hjartaá- fall og þaðan átti hún ekki aftur- kvæmt. Hun lést á jóladag 86 ára gömul. Amma Lára fékk fyrst hjarta- áfall fyrir fjórum árum síðan og það var einmitt seint á jóladags- kvöld. Hún hafði haft það fyrir sið að bjóða börnum sínum, barnabörn- um og barnabarnabörnum á þessum degi til jólaveislu. Þá 82 ára gömul lét hún ekki allan þennan fjölda aftra sér frá því að fjölskyldan ætti gleðileg jól saman. Það má segja að þama fyrir fjórum árum hafi henni orðið fyrst misdægurt. Þetta voru síðustu jólin hennar á heimili sínu í Meðalholti 5. Stuttu síðar fluttist hún að Hrafnistu og dvaldi þar síðan. Öllu starfsfólki á Hrafnistu eru færðar bestu þakkir fyrir þá umönnun og hlýju sem það veitti henni þann tíma sem hún dvaldi þar. Amma Lára hét fullu nafni Lára Ingibjörg Magnúsdóttir. Hún fædd- ist 4. október 1903 í Hafnarhólma, Seltjörn, Kaldrananeshreppi í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Guðrún Mikaelsdóttir og Magnús Kristjánsson. Árið 1931 giftist hún Bjarna Böðvarssyni hljómlistarmanni en hann lést á afmælisdegi sínum 21. nóvember 1955. Amma og afi áttu þijú börn. Ómar Örn, fæddur 1932, en hann lést árið 1946 aðeins 14 ára gam- all. Ragnar, hljómlistarmaður, fæddur 1934 og móður mína, Dúnu, fædd 1936. Það var ömmu Láru mikið áfall er frumburður hennar lést og ekki síður er Bjarni afi dó 9 árum síðar. Amma og afi fluttu í Meðalholt 5 árið 1944 en bjuggu áður í Lækjar- götu 12. Það var oft mikið um að vera í íbúðinni þeirra í Meðalholt- inu. Frá 1944 og í þau 11 ár sem afi lifði þar í lítilli en fallegri þriggja herbergja íbúð var oft gauragangur mikill. Á þeim tíma Var verið að stofna Sinfóníuhljómsveit Islands og má eiginlega segja að hún hafi verið stofnuð í stofunni hjá ömmu og afa. Undirbúningurinn að stofn- un Félags íslenskra hljóðfæraleik- ara fór þar einnig fram en afi var einn af stofnfélögum þess. Á þessu sést að mikið hefur verið á ömmu Láru lagt. Samt tók hún þessu með jafnaðargeði og samfara því að ala upp börnin sín var hún stoð og stytta afa á þessum tíma. Amma Lára var söngelsk kona og ákaflega trúuð. í mörg ár söng hún með Dómkórnum og síðar kór Laugarneskirkju. Hún trúði á líf eftir dauðann og hafði oft á orði að þegar hún færi yfir móðuna miklu þá myndi; hún örugglega fara í kór og syngja þar. Það hefur nú eflaust verið til að segja punktinn yfir i-ið varðandi gauraganginn í Meðalholtinu þegar ég fæddist þar í svefnherberginu 1954. Það hafa nú sennilega ekki passað vel saman öskrin í snáðanum í svefnherberginu og fallegir tónar sem bárust frá píanóinu í stofunni. Einna minnisstæðust eru mér kvöldin þegar ég fór að sofa. Á hveiju kvöldi sat amma Lára á rúm- stokknum og söng fyrir mann. Þeg- ar maður varð eldri og öskrin breyttust í töluð orð, þá sagði hún: Nú syngur þú með og lærir textann. Amma Lára hafði mikið dálæti á laginu Stóð ég út í tunglsljósi og það lag var eflaust sungið mörg hundruð sinnum. Einnig man ég eftir því er hún vildi að ég færi í píanótíma. Eg tólf ára gamall hafði nú engan sér- stakan áhuga á því en vegna þrá- látrar beiðni hennar lét ég tilleið- ast. Eftir 4-5 tíma gafst ég upp og sagði við hana að ég væri hættur. Ég væri búinn með þessa tíma og væri ekki farinn að spila eitt ein- asta lag. Eftir þetta reyndi hún með sinni hógværð og rólegheitum að ýta manni að píanóinu í Meðal- holtinu til þess að vekja upp áhug- ann. Amma Lára bjó í Meðalholtinu í rúm 40 ár og var mjög heilsu- hraust kona alla tíð. Hún hafði ákveðnar skoðanir á því hvaða fæði væri best til að halda góðri heilsu og ræddi það mikið. Ekki kom maður í Meðalholtið öðruvísi en að fá smálexíu varðandi þessi mál. Hún fór mikið út að ganga, notaði strætisvagna og hún tók aldrei bílpróf. Amma Lára var heppin með sambýlisfólk í Meðalholtinu. 'Hún bjó á efri hæðinni, en á neðri hæð- inni bjuggu fyrst Pétur Pétursson þulur og frú Birna og síðar Jón heitinn Arason og frú Jórunn. Þetta fólk reyndist henni mjög vel. Elsku mamma og Raggi. Ömmu Láru er nú sárt saknað. Það er þó mikil huggun að hún átti gott líf og leið vel í þessi 86 ár sem hún lifði. Blessuð sé minning Láru Magn- úsdóttur. Útförin fer fram frá Dómkirkj- unni í dag kl. 13.30. Ragnar Örn Pétursson Allir þeir, sem greitthafa laun á árinu 1989, skulu skila launamiðum vegna greiddra launa á þar tilgerðum eyðu- biöðum til skattstjóra. Frestur tii að skila launamiðum rennurút22.janúar. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.