Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						34
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1990
Minning:
Ólafur Ingi Jónsson
prentsmiðjustjórí
Með fáum orðum minnumst við
góðs vinar okkar, Ólafs Inga Jóns-
sonar prentsmiðjustjóra, sem lést á
Landspítalanum á jóladag langt
fyrir aldur fram, aðeins 44 ára
gamall. Ekki verður hér rakinn
uppruni né starfsferill, það gera
aðrir, sem betur þekkja til. Við
kynntumst þeim. hjónum, Óla og
Sirrý, fyrir rétt tæpum 20 árum,
þegar við bjuggum um tíma sem
leigjendur í Vesturbergi 46, en þau
höfðu þá fest kaup á íbúðinni á
móti í sama stigagangi. Það kom
af sjálfu sér að umgangur var tölu-
verður þar sem börnin voru á svip-
uðum aldri og tókst með okkur vin-
átta, sem enst hefur ætíð síðan.
Við minnumst ánægjulegrá sam-
verustunda með þeim hjónum og
börnum þeirra, góðvildar og gest-
risni húsbóndans svo og bjartsýni
hans og hjartahlýju. Sérstaklega
ánægjulegir voru endurfundir með-
an á dvöl okkar erlendis stóð, þegar
við komum heim í leyfi og var tek-
ið með kostum og kynjum. Við
fylgdumst í fjarlægð með hús-
byggingunni á Seltjarnarnesi, upp-
vexti mannvænlegra barna og
komu sólargeislans, yngsta sonar-
ins, Sigurjóns, sem nú er aðeins 6
ára og á um sárt að binda.
Það voru slæmar fréttir, þegar
ljóst var á sl. vori, að Óli var hald-
inn illkynja sjúkdómi og að horfur
voru miður góðar. Þessu tók hann
þó með aðdáunarverðri stillingu og
hófst þá hetjuleg níu mánaða bar-
átta við skæðan sjúkdóm, sem enn
reynist örðugt að sigrast á þrátt
fyrir miklar framfarir í krabba-
meinslækningum. Meðferðin bar til
að byrja með góðan árangur og
leit um tíma út fyrir að sjúkdómur-
inn léti undan en þegar líða tók á
haustið varð Ijóst að þær vonir voru
tálvonir einar. Þeir sem oft sátu við
sjúkrabeð Óla dáðust að kjarki hans
og æðruleysi, hann kvartaði ekki
og lét ekki bugast og einnig að
samstöðu þeirra hjóna og hvers
megnug Sirrý var þegar mest á
reyndi. Mikill er missir hans nán-
ustu og þá sérstaklega eiginkonu
og barna. Vandfundinn mun betri
eiginmaður og faðir.
Elsku Sirrý, Anna, Ingi Rafn og
Sigurjón, megi minningin um góðan
dreng létta sorg ykkar.
Gestur og Björg
Þegar helstríði Ólafs Inga Jóns-
sonar lauk aðfaranótt jóladags var
endi bundinn á hetjulega baráttu.
Lengi vonuðum við sem hann þekkt-
um og umgengumst að baráttunni
lyki með sigri hans; að bjartsýnin
og lífsgleðin fengju yfírbugað þann
grimmilega óvin sem við var að
eiga. Sú von dvínaði þó eftir því
sem lengra leið. Þó gátum við ekki
fengið okkur til að trúa því að Óli
Ingi yrði frá okkur tekinn í blóma
t
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
TORFI ÞORSTEINSSON,
Haga,
Hornafir&i,
lést á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði, Höfn, mánudaginn
8. janúar.
Born, tengdaborn og barnabörn.
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
FREYJA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Hvassaleiti 59,
lést í Borgarspítalanum 7. janúar.
Minningarathöfn fer fram í Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. jan-
úar kl. 16.30. Jarðsett verður á Dalvík.
Sigurður Hjartarson,
börn, tengdaböm og barnabörn.
t
Móðir okkar,
GUÐRÚN SNORRADÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavík,
sem lést 31. desember, verður jarðsungin frá Langholtskirkju
mánudaginn 15. janúar kl. 13.30.
Inga Bjarnadóttir,
Snorri Bjarnason,
Björgvin Bjamason,
Bessi Bjarnason.
t
Ástkær móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalang-
amma,
HERDfS QUÐMUNDSDÓTTIR
Ijósmyndari,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Hafnarfirði, mánudaginn
8. janúar verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn
16. janúar kl. 13.30.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Slysavarnadeildina
Hraunprýði, Hafnarfirði.
Guflmunda Guðbjartsdóttir,
Magnús Guðbjartsson,      Hallgerður Guðmundsdóttir,
Katrin Guðbjartsdóttir Richards,
Guðný Guðbjartsdóttir,
Ásgeir Guðbjartsson,
Sólveig Guðbjartsdóttir,    Guðmundur Guðmundsson,
Sveinn Guðbjartsson,       Svanhildur Ingvarsdóttir,
barnabörn, bamabamabörn
og barnabarnabarnabörn.
lífsins, hann sem hafði miðlað svo
miklu en átti þó svo margt ógert
og ósagt. Fyrir okkur sem kennum
í bókiðnadeild Iðnskólans í
Réykjavík er dauði hans mikið
áfall; þar fór ekki aðeins vinur og
samstarfsmaður heldu'r ekki síður
sá fagmaður sem einna gerst hafði
kynnt sér nýjungar og framfarir í
iðngrein sinni, fylgdist af lifandi
áhuga með öllum tæknibreytingum
og miðlaði þekkingu sinni til um-
hverfisins.
Kynni okkar Óla Inga hófust fyr-
ir rúmum aldarfjórðungi þegar við
vorum saman í námi undir handar-
jaðri Guðmundar Benediktssonar,
þáverandi prentsmiðjustjóra hjá
Reykjaprenti, prentsmiðju Vísis.
Hann hóf þar nám í maíbyrjun 1963
og lauk sveinsprófí í setníngu árið
1967. Þarna unnum við saman í
rúm fjögur ár.
Ýmislegt kemur upp í hugann
þegar þessara ára er minnst;
græskulaus glettni og gamansemi
nemanna sem kepptust um að
hleypa gárum á tiltölulega kyrrt
yfirborð vinnustaðarins; veiðiferðir,
skemmtiferðir og knattspyrnuæf-
ingar. Þarna var ýmislegt sér til
gamans gert og nemarnir galopnir
fyrir öllu sem gat orðið skemmti-
legt.
Leiðir okkar lágu alltaf saman
öðru hverju síðustu tuttugu árin,
þótt við störfuðum hvor á sínum
vettvangi hluta þess tíma. Meðan
ég fór úr faginu um nokkurra ára
skeið gerðist Óli einn fróðasti bóka-
gerðarmaður hérlendis um nýjung-
ar og framfarir í tækni. Það fór
enda svo að hann vaníi í fjölda ára
við kennsluí setningu og umbroti
við bókiðnadeild Iðnskólans í
Reykjavík. Á þeim árum urðu gífur-
legar framfarir í prentsmiðjum
landsins; tölvuvæðingin helltist yfir
og á skömmum tíma má segja að
iðngreinin hafí tekið hvert tækni-
lega heljarstökkið af öðru. Að svo
miklu leyti sem unnt var að tengja
skólann þessum framförum var Oli
Ingi í fararbroddi; þar naut sín vel
sú þekking sem hann hafði aflað
sér.
Þótt Óli hafi hætt kennslu fyrir
nokkrum árum og snúið sér að öðr-
um verkefnum sem einnig tengdust
prentlistinni, var afskiptum hans
af fræðslumálum iðngreinarinnar
ekki lokið. Síður en svo. Hann var
til dæmis einn frumkvöðla þeirra
breytinga sem nú hafa verið gerðar
á skipulagi, og þá ekki síður
kennslu, setningar, umbrots og
filmuvinnu sem ættu að hafa í för
með sér mun fjölhæfari fagmenn.
Raunar var hann fyrsti maðurinn
sem nefndi þennan möguleika í mín
eyru. Hann tók virkan þátt í því
t
Sonur okkar, bróðir og frændi,
FRIÐLEIFUR HEIÐAR HALLGRÍMSSON,
Bjarnarhóli,
Dalvfk,
lést á heimili sínu 31. desember. Útförin hefur farið fram frá
Dalvíkurkirkju.
Halla Arnadóttir,
Vignir Þór Hallgrímsson,
Hanna Hallgrímsdóttir,
Árni Hallgrfmsson,
Oddný J. Zophoníasdóttir
og frændsystkini
Zophonías Antonsson,
Snjólaug Rósmundsdóttir,
Þröstur Jensson,
Yvonne Hallgrímsson,
t
Hjartkær fósturbróðir minn,
ANDRÉS GUÐMUNDSSON
frá Syðri-Gróf,
til heimilis á Háaleitisbraut 93,
sem lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 30. desember sl.,
jarðsunginn frá  Fossvogskirkju föstudaginn  12. janúar
15.00.
Fyrir hönd vina og vandamanna,
verður
nk. kl.
Guðfinna Jónsdóttir.
t
Systir okkar,
GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR
hjúkrunarkona,
Sólheimum 23,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðvikudaginn 10. janúar
kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Baldína Árnadóttir,
Guðbjörg Arnadóttir,
Ásdi's Árnadóttir.
t
Útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR JÓHANNESDÓTTUR
frá Garði, Skagaströnd,
Hátúni 10b,
verður gerð frá Fossvogskapellu föstudaginn 12. janúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast, hennar er vinsamlegast bent á líknar-
stofnanir.
Ægir Einarsson,            Anna Benónísdóttir,
GuðlaugurÓskarsson,      Sigrún Ágústsdóttir,
bamabörn og barnabarnabórn.
starfi sem fylgdi þessum breyting-
um, bæði skipulagsvinnu og gerð
námsáætlana.
Ég hafði vænst þess að fá að
njóta þekkingar þessa gamla félaga
og vinar í mörg ár enn. Fregnin
um veikindi hans var því mikið áfall
á sínum tíma þótt um skeið væri
voninni gefið undir fótinn. Það
brást. Nú er góður vinur og ljúfur
drengur kvaddur hinstu kveðju á
besta aldri. Eiginkonu hans, Sigríði
Sigurjónsdóttur, börnum þeirra
þremur og ástvinum öðrum sendi
ég einlægar samúðarkveðjur og bið
þeim huggunar í harmi.
Haukur Már Haraldsson
Þann 4. janúar var kvaddur
frændi minn, Ólafur Ingi Jónsson,
er Iést á jóladag. Erfiðu sjúkdóms-
stríði er lokið.
Við fráfall frænda og vinar
spretta minningarnar fram í hug-
ann. Við ólumst að nokkru upp
saman, svo mikill og náinn var sam-
gangur milli heimilanna. Óli var
mér að mörgu leyti eins og stóri
bróðir, sem ég leit mjög upp til, og
bar mikla virðingu fyrir. Hann hasl-
aði sér snemma völl innan skáta-
hreyfingarinnar, og valdist þar
fljótlega til forystu, eins og víðar
þar sem hann lagði hönd að verki
á lífsleiðinni. Fannst mér ávallt að
lífsviðhorf hans og breytni bæru
vott þess anda bræðralags og rétt-
lætis sem einkennir skátahugsjón-
ina.
Minnisstæðar eru ótal ferðir til
Þingvalla og áhyggjulausir leikir
æskunnar uppi í heiðinni og við
vatnið. Eins þegar við rennum fyrir
fisk rétt eftir lágnætti, þegar öll
veröldin virðist sofa, og ekkert rýf-
ur kyrrð sumarnæturinnar nema
skvampið við kinnung bátsins, mar-
rið í þóftunum og einmanalegt
gargið í lóminum úti á djúpinu. Þá
átti Óli alltaf ráð að gefa litla
frænda, eins og hnút á öngul og
aðstoð við að halda áralaginu.
Hér eru hvorki raktar ættir né
starfsferill, þessi litla grein er að-
eins kveðja með hjartans þökk fyrir
allt.
Við fjölskyldan sendum Sirrý og
börnunum okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur, einnig móður Ólafs,
Helgu Guðjónsdóttur, og systur,
Málfríði, og biðjum þeim blessunar
guðs.
Lárus Sigurðsson
Kveðja IVá. Lionsklúbbi
Seltjarnarness
Þann 4. janúar kvöddum við
Lionsfélagar á Seltjarnarnesi mæt-
an félaga, Ólaf Inga Jónsson, sem
lést á jóladag eftir hetjulega bar-
áttu við erfiðan sjúkdóm.
Ólafur Ingi var einn stofnfélaga
klúbbsins þann 25. nóvember 1983.
Frá upphafi tók hann þátt í klúbb-
starfinu af fullum krafti og valdist
til hinna ýmsu trúnaðarstarfa.
Hann var trúr hugsjónum Lions-
hreyfingarinnar og vandaður fé-
lagi, sem hafði ávallt eitthvað gott
til málanna að leggja.
Það hefur verið höggvið stórt
skarð í raðir okkar félaganna í
Lionsklúbbi Seltjarnarness. Við
þökkum Ólafi Inga samfylgdina,
sem var alltof stutt.
Eiginkonu hans, Sigríði Sigur-
jónsdóttur, og börnunum þremur
vottum við einlæga samúð okkar.
Megi almáttugur Guð veita þeim
styrk í djúpri sorg.
Lionsklúbbur Seltjarnarness

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44