Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |



Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						42
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1990
FOLK
¦   VESTMANNAEYINGAR
hafa mikinn áhuga á að halda
Norðurlandamót drengjalands-
Hða í knattspyrnu, sem fer fram á
íslandi 1991. Þá hafa Akureyring-
ar einnig sýnt áhuga á að halda
mótíð.
MHELGA Sigurðardóttir, sund-
konu frá ísafirði, hefur verið boðin
„__skólavist í háskólanum Alabama í
Bandarikjunum og æfa með skóla-
liðinu. Helga mun að öllum líkind-
um halda utan í febrúar og kynna
sér aðstæður. Þetta boð er komið
fyrir tilstuðlan Ragnheiðar Run-
ólfsdóttur sem stundar nám í skól-
anum._
¦  GÚSTAF Ómarsson, varnar-
maður Leifturs frá Ólafsfirði,
hefur gengið til liðs við UBK og
mun leika með liðinu í 2. deild
knattsgyrnunnar í sumar.
¦ HORÐUR Benonýsson hefur
verið ráðinn þjálfari HSÞ-b í 4.
deildinni í knattspyrnu. Hörður
mun einnig leika með liðinu en hann
lék með Völsungum í 2. deild í
• • fyrra. Eiginkona Harðar, Freydís
Arngrímsdóttir, mun sjá um þjálf-
un í sundi og frjálsum íþróttum.
¦ GUÐMUNDUR Hreiðarsson,
markvórður Víkings á síðasta
sumri, mun að öllum líkindum
ganga til liðs við Tiiru Diisseldorf
í vestur-þýsku 4. deildinni og leika
með því næstu tvö árin. Guðmund-
ur heldur til Vestur-Þýskalands í
dag og mun leika með Tiiru í innan-
hússmóti í Diisseldorf í næstu viku.
Hann mun síðan halda með liðinu
~^i í æfingabúðir til Kanaríeyja.
¦ KEFLVÍKINGAR hafa ráðið
Júgóslavann, Yelimir Sargic, til
að sjá um þjálfun yngri flokka íé'-
lagsins f knattspyrnunni. Keflvík-
ingar eru einnig að vinna í því að
fá júgóslavneskan leikmann til að
leika með meistaraflokki félagsins
í sumar.
¦ FÉLAGSGJÖLD hjá Golf-
klúbbi Reykjavíkur hækkuðu um
50% frá fyrra ári, úr 18.000 kr.í
27.000 kr., og ríkir nokkur óánægja
meðal klúbbfélaga. Björgúlfur
Lúðvíksson, framkvæmdastjóri
GR, sagði að með þessari hækkun
væri GR að nálgast hina klúbbana
en GR hefur verið með mun lægra
árgjald en aðrir stórir klúbbar, að
sögn Björgúlfs. Þess má geta að
árgjaldið hjá Golfklúbbnum Keili
er 25.000 kr. og svipað hjá Golf-
klúbbi Akureyrar. Árgjaldíð hjá
Golfklúbbi Suðurnesja verður
líklega um 30.000 kr. en ekki hefur
verið tekin endanleg ákvörðun.
SKIÐI / HEIMSBIKARINN
Reuter
Vreni Schneider (til hægri) brosir sínu breiðasta eftir að hafa unnið 30.
heimsbikarmót sitt í gær. Við hlið hennar stendur Anita Wachter frá Aust-
urríki sem varð önnur, en hún er nú efst í sigakeppni heimsbikarsins.
Schneider
á sigurbraut
- hefur nú unnið 30 heimsbikarmót
Vreni Schneider frá Sviss sigraði
í þriðja heimsbikarmótinu á
þessu keppnistímabili í gær. Hún
var tæplega sekúndu á undan Anitu
Wachter frá Austurríki í svigkeppni
sem fram fór í Hinterstoder í Aust-
urríki. Christine von Griiningen frá •
Sviss náði þriðja sæti, sem er henna
besti árangur í heimsbikarnum.
Schneider hefur nú unnið alls 30
heimsbikarmót frá því 1985, þar
af eru 13 þeirra í svigi. Hana vant-
ar nú aðeins einn sigur í viðbót til
að jafna met löndu sinnar, Eriku
Hess, sem er í fjórða sæti yfir þær
stúlkur sem unnið hafa flest heims-
bikarmót.
Anita Wachter hefur nú forystu
í heimsbikarnum samanlagt, með
155 stig. Michaela Gerg frá Vest-
ur-Þýskalandi er í öðru sæti með
135 stig og Petra Kronberger,
Austurríki, í þriðja rrieð 125 stig.
FuIItrúaráð sjálfstæðisf élaganna í Reykjavík
- aðalfundur
Aöalfundur fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík veröur haldinn í Súlnasal
Hótels Sögu í dag, miðvikudagfnn 10. jan-
úar, kl. 20.30.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ákvörðun um tilhögun á vali frambjóðenda
vegna borgarstjórnarkosninga.
3.  Ræða: Davíð Oddsson, borgarstjóri.
4.  Önnur mál.
Fundarstjóri: Geir H. Haarde, alþingismaður.
Fundarritari: Brynhildur Andersen, húsmóðir.
Fulltrúar eru beðnir að sýna skírteini sín við innganginn. Nýir fulltrú-
ar, sem ekki hafa fengiö fulltrúaráðsskírteini, eru beðnir að hafa nafn
skírteini meðferðis.                                           "
Stjórnln.
• i í' i.') i; /; I \ r 11: i i  i
(i
I i -. t f í 11;
srv.t]
¦ iiíuiöi:         I
AFSAKANIR
Fáránlegt að segja að æfingaleysi hái landsliðinu í handknattleik
Þvert á móti hafa atvinnumennirnir sennilega aldrei æft betur
Það er álltaf eitthvað að, því fullkomnun verður ekki náð
I knattleik hefur verið í sviðs-
ljósinu að undanfornu og áhuga-
menn um íþróttir bíða spenntir
eftir Heimsmeistarakeppninni,
sem verður í Tékkóslóvakíu og
hefst í lok næsta
mánaðar. Umrætt
iið hefur iljað mÖrg-
um um hjarta-
ræturnar undanfar-
in ár, en með hverj-
um sigrinum hafa
kröfurnar aukist tii
muna og því hafa
leikmennirnir fengið
orð í eyra, þegar
þeir hafa ekki staðið
undir — oft á tíðum
óraunhæfum —
væntingum.
Mikil breyting til
batnaðar varð á
(slenskum hand-
bolta með komu
Bogdans fyrir meira
en áratug, en þjálf-
arinn hefur ávallt
verið kröfuharður —
það besta hefur
aldrei verið nógu
gott. Hann hefur
sem landsliðsþjálfari
dregið í land fyrir
hvert stórmót, sagt
að undirbúningur
væri ónógur, dregið
úr vonum og vænt-
ingum. Hann kann
sitt fag, er metnað-
arfullur þjálfari, en
vill helst hafa lands-
liðshópinn alfarið út
af fyrir sig — 12
mánuði á ári. Eðli-
legt fyrir landsliðs-
þjálfara að mörgu
leyti, en af öllu má
nú ofgera.
Bogdan syngur
kunnan þjálfara-
söng í Morgunblað-
inu í gær, kvartar
undan of fáum leikjum og æf-
fngum fram að HM. Við erurn
langt að baki öðrum þjóðum
hvað þetta snertir, er haft effcir
þjálfaranum. Þorbergur Aðal-
steinsson, fyrrum iandsliðsmað-
ur, svarar þessu að hluta í sam-
tali við DV í gær. „Fá lið búa
sig betur undir keppnina, það
er helst að Sovétmenn komi
betur undirbúnir til leiks", segir
Þorbergur og bendir á að Svíar
koma saman í tvær vikur.
Bogdan segir réttilega í blað-
inu í gær að „ævintýrið" hafí
ekki byrjað fyrr en fyrir sjö
árum „og það var eingöngu
vegna æfmga". Mikið rétt —
markviss þjálfun hefur skilað
sér, en það er ekki þar með
sagt að landsliðsmennirnir séu
æfíngalausir nú, þó þeir séu
ekki saman öllum stundum.
Þvert á móti hafa atvinnumenn-
irnir sermilega aldrei verið í betri
æfíngu.
Auðvitað er eithvað að. Það
er alltaf eitthvað að, því alltaf
má gera betur — fullkomnun
verður ekki náð. En fyrr má nú
rota en 'dauðrota.
Tiifetlíð er að kjarni íslenska
landsliðsins er einn sá sterkasti
og besti, sem um getur, og hóp-
urinn aflur sæmir sér vel á með-
al þeirra, senv skara fram úr.
Þegar liðið leikur eins og það
getur best, þegar nær allt geng-
ur upp, snúast fá lið því snóning
eins og dæmin sanna. Ný leik-
kerfi hafa hins vegar verið æfð
að undanförnu með misjöfnum
árangri, en þessir strákar þurfa
æ mmni tíma til að fínpóssa
hlutina og ástæðulaust að vera
með afsakanir.á þessari stundu,
þó vara beri við bjartsýni.
Allt tal um æfingaleysi er út
í hött, þó samæfing hafi verið
af skornum skammti. Það er
Bogdan of svartsýnn
Bogdan landslíðsþjálfari kann sitt fag, en íal úm
æfíngaleysi landsliðsmanna á ekki við, þó samæf-
íng sé ef til vill af skornum skammti.
ekki fjöldi æfinga, sem skiptir
máli, heldur hvernig er æft og
með hvaða hugarfari og það
veit Bogdan manna best. Kjarn-
inn hefur lítið annað gert í mörg
undanfarin ár en að æfa og spila
handbolta. Ekki portabolta,
beldur æft og leikið í keppni
þeirra bestu; með landsliðinu,
með félagsliðum í Vestur-
Þýskalandi, á Spáni, í Frakk-
landi. Þetta eru allt atvinnu-
menn f hugsun og flestir í verki.
Þetta eru menn, sem leggja sig
fram og reyna ávallt að gera
sítt besta, einkum og sér í lagi,
þegar mikið liggur við.
Það er sjáifsagt að gera kröf-
ur til landsliðsins, en þær verða
að vera raunhæfar. Eins og oft
hefur verið bent á, er ekki svo
mikill munur á nokkrum bestu
landsliðum heims. Lítið má út
af bregða sbr. Sovétmenn í HM
í Sviss, íslendinga og Austur-
Þjóðverja á ólympíuleikunum í
Suður-Kóreu og Vestur-Þjóð-
verja í __ B-keppninni í Frakk-
landi. Áföll mega samt ekki
draga úr mónnum kjark; menn
mega ekki statt og stöðugt
mála skrattann á vegginn,
byggja upp með því að búast
við hinu versta. Þvert á- mótí er
alfarsællegast að halda haus,
læra af mistökum og tvíeflast
við mótlætið, mæta til leiks létt-
ir í lundu, lofa hvern dag að
kveldi og spyrja að leikslokum.
Aðalatriðið er að reyna að halda
sætinu í hópi hinna bestu.
Steinþór
Guðbjartsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44