Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.01.1990, Blaðsíða 1
56 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 15. tbl. 78. árg. FOSTUDAGUR 19. JANUAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Neyðarástand í Norður-Noregi: Kvotinn virturað vettugi? Ósló. Frá Rune Timberlid, fréttaritara Morgunblaðsins. SVO alvarlegt er ástandið hjá sjómönnum í Norður-Noregi, að þeir hafa hótað að hefja ólögleg- ar þorskveiðar og láta sem kvót- inn sé ekki til. „Hér er bara um sjálfsvörn að ræða, við verðum að geta haldið áfram að veiða þótt kvótinn sé bú- inn,“ segir í samþykkt, sem íbúar Másöy-hrepps gerðu, og Arvid Mathisen oddviti segir, að ástandið sé svo skelfilegt, að það breytti engu þótt kvótinn yrði tvöfaldaður. Frá Másöy eru gerðir út 200 bátar, flestir smáir, en aðeins 60-70 þeirra hafa fengið einhvem þorskkvóta. Þar að auki er kvótinn hjá sumum, sem hann fengu þó, ekki nema 10-20% af því, sem hann var í fyrra. Mathisen kvaðst búast við, að sjómenn víðar á Finnmörku færu eins að til að bjarga sjálfum sér og sínum og byggðinni með ströndum Norður-Noregs. Sjómennirnir segj- ast vita það vel, að þeir ætli að brjóta lögin en leggja áherslu á, að þeir hafi rétt til að starfa og búa í því samfélagi, sem verið hefur við lýði í Norður-Noregi til þessa. í Norðlandi mótmæltu sjómenn litlum kvótum með því að sitja heima fyrstu tvo daga vertíðarinnar og í fyrradag efndu 3.000 manns frá Lófót og Vesturáli til mótmæla í Kabelvág. Reuter Rúmenía: Banni aflétt afkommún- istaflokknum Búkarest. Reuter. Þjóðarráðið í Rúmeníu, sem tók við völdunum eftir fall Nicolae Ceausescus fyrrum einræðisherra afnam i gær bann við starfsemi kommúnistaflokksins. Ráðið hafði sætt nokkurri gagn- rýni fyrir bannið þar sem það þótti ólýðræðislegt. Hætt var við þjóðarat- kvæðagreiðslu um bannið, svo og um hvort afnema bæri dauðarefs- ingu. Þjóðarráðið setti bann við starfsemi kommúnistaflokksins 12. janúar en ákvað síðar að bera málið undir þjóðaratkvæði 28. janúar. Silv- iu Brucan, talsmaður framkvæmda- nefndar ráðsins, sagði að Nicolae Ceausescu hefði í reynd gengið af kommúnismanum dauðum á 24 ára valdatíma sínum: „Ekkert lýðræðis- land ætti að banna með lögum starf- semi kommúnistaflokka.“ Vopnaðir liðsmenn hins nýstofiiaða „Frelsishers Armeníu" halda uppi gæslu í Jerevan, höfuðborg Iýð- veldisins, í gær. Þjóðernissinnar í Azerbajdzhan hindra liðsflutninga Rauða hersins: Leiðtogar Azera lýsa yfír stríði á hendur Armenum Moskvu. Reuter, dpa, The Daily Telegraph. FULLTRÚAR stjórnvalda í Sovét- I og að Sovétstjórnin bæri ábyrgð lýðveldinu Azerbajdzhan lýstu í á bardögunum í Kákasus-lýðveld- gær yfir stríði á hendur nágranna- unum því ráðamenn í Kreml hefðu lýðveldinu Armeníu. Sögðu þeir | ákveðið að færa héraðið umdeilda Garrí Kasparov í samtali við Morgunblaðið: Slapp naumlega með vin- um o g ættingjum frá Bakú GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, sagði í gær í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið í heimaborg sinni Bakú við Kaspíahaf þegar bardagar blossuðu þar upp fyrir síðustu helgi. í fyrrakvöld tókst honum að fá sérstaka flugvél til að fljúga með sig, ættingja sína og vini til Moskvu. Mátti ekki tæpara standa því þremur stundum síðar lokuðu herskáir Azerar flugvellinum. Garrí Kasparov, sem er 26 ára gamall, er fæddur og uppalinn í Bakú. Móðir hans er Armeni en faðir hans, sem lést þegar Kasp- arov var barn að aldri, var af gyðingaættum. í gærkvöldi þegar Morgunblaðið náði tali af Kasp- arov á heimili hans og eiginkonu hans í Moskvu var hann nýkominn inn úr dyrunum; deginum hafði hann eytt í að hjálpa fólkinu sem kom með honum til borgarinnar, alls sextíu manns, við að finna húsnæði. Kasparov vildi sem minnst segja um ástandið í Bakú, þaðan sem hann kom nú á miðvikudags- kvöld. „Það er mjög slæmt. Það er verra en fólk getur ímyndað sér,“ sagði hann og var auðheyrt að hann var áhyggjufullur. „Ég brá á það ráð að safna saman öllum sem ég gat náð í, ættingjum og vinum. Vinur minn gat útvegað okkur sérstaka flugvél sem við flugum með frá Bakú til Moskvu. Þremur stundum_ síðar var flug- vellinum lokað. Ég er feginn að við erum komin í örugga höfn.“ Þegar Kasparov var spurður hvert stefndi, svaraði hann: „Ég veit það ekki, en ég er svartsýnn." Að hans sögn eru enn um 25.000- 30.000 Armenar í Bakú en um 10.000 hafa verið fluttir á brott. „Það eru mannlegu vandamálin sem eiga hug minn allan núna,“ sagði heimsmeistarinn og bætti við að hann hefði um annað og Garrí Kasparov. mikilvægara að hugsa en skák. þessa dagana. Nagorno-Karabakh undan stjórn Azera. Þjóðernissinnar í Az- erbajdzhan hafa lokað öllum helstu flutningaleiðum í lýðveld- inu. Hermdu fréttir í gærkvöldi að liðsafiinn sem Sovétstjórnin hefur sent til lýðveldisins til að stilla til friðar hefði ekki náð að taka sér stöðu í bæjum og borgum sökum þessa og að þúsundir Arm- ena og Azera stæðu andspænis hvorir öðrum á landsvæði milli Nagorno-Karabakh og borgarinn- ar Gyandzha vopnaðir vélbyssum, loftvarnarflugskeytum og heima- smíðuðum morðtólum. Sendifulltrúi Azera í Moskvu sagði Armena hafa sent þyrlur til árása á þorp í Azerbajdzhan og slíkum hern- aðaraðgerðum yrði einungis lýst sem stríði. Armenar hefðu ákveðið að ná Nagorno-Karabakh á sitt vald en undanfarin tvö ár hafa tæplega 200 manns fallið í bardögum sem blossað hafa upp vegna deilu nágrannaþjóð- anna um yfirráð yfir héraðinu. Það er að mestu byggt Armenum en er innan landamæra Azerbajdzhan og laut stjórn Azera þar til á síðasta ári er það var fært undir stjórn ráða- manna í Moskvu. Azerar telja þessa ákvörðun stjórnarskrárbrot. Talsmaður innanríkisráðuneytis Sovétstjórnarinnar skýrði frá því að Azerar hefðu komið upp vegatálmum í lýðveldinu og hindrað flutninga á þeim 11.000 hermönnum sem sendir hafa verið þangað. Þjóðernissinnar hefðu og boðað til allsheijarverkfalls og vopnaðir menn náð ýmsum opin- berum byggingum í höfuðborginni, Bakú, á sitt vald. Sovéska fréttastof- an TASS sagði í gærkvöldi að 66 menn hefðu fallið í bardögum frá því átökin blossuðu upp þann 11. þessa mánaðar og kvað ástandið fara versnandi. Leiðtogar þjóðernissinna hefðu haft fyrirskipanir yfirvalda að engu og Armenar héldu áfram að vígbúast af kappi. Míkhaíl S. Gorbatsjov Sovétleið- togi sagði í ræðu er hann f lutti í gær að nauðsynlegt hefði reynst að beita hervaldi í Kákasus-lýðveldunum og kvað ástandið mjög alvarlegt. Varn- armálaráðherra Sovétríkjanna skýrði frá því að varaliðssveitir hersins hefðu verið kallaðar út og neyðar- ástandi lýst yfir í Nagorno-Kara- bakh. Vilja Rauða herinn á brott Vínarborg, Varsjá. Reuter. RÍKISSTJÓRN Ungverjalands skýrði frá því í gær að þess yrði krafist í viðræðum við Sovét- stjórnina að Rauði herinn yrði á brott úr landinu á þessu ári og eigi síðar en árið 1991. Talsmaður ungverska utanríkis- ráðuneytisins sagði á blaðamanna- fundi í Vínarborg í gær að engin rök, hvorki pólitísk né herfræðileg, nægðu til að réttlæta veru erlends herliðs á ungversku landsvæði. Talsmaður Lech Walesa sagði á fréttamannafundi í Varsjá í gær að Walesa hefði skýrt sendiherra Sov- étstjórnarinnar frá því að Pólveijar vildu að Rauði herinn yrði kvaddur heim frá Póllandi fyrir árslok. Tékkar hafa og látið í Ijós óskir um að herafli Sovétmanna verði kallaður heim frá Tékkóslóvakíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.