Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.01.1990, Blaðsíða 1
('((■ {íaOwvl ís suo/(rjt.Gir<; uí<jj. ji<lt;)3íh BLAÐ ALLRA LANDSMANNA <$• 1990 ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR BLAD SUND / BANDARIKIN Ragnheiður valin í skólalið Auburn Ragnheiður Runólfsdóttir sigraði í þremur greinum á móti í háskólanum í Auburn um helgina. Ragnheiður sigraði í 100 stiku [yard] bringusundi á 1:05,30 mín., 200 stiku bringusundi á 2:22,01 mín og í 200 stiku fjórsundi á 2:10,09 mín. Þess má geta að ein stika er 0,914 metrar. Guðmundur Árnason, hjá Sundsambandi ís- lands, sagði að þessir tímar væru nálægt íslands- metum en það væri alltaf erfitt að bera saman stikur og metra. Ragnheiður hefur nú verið valin í skólalið Au- burn, sem keppir á meistaramóti háskólanna í mars. Þar keppir eingöngu besta sundfólk banda- rísku háskólanna. KNATTSPYRNA Knattspymuforustan á skólabekk hjá Regis Tony Stephens og Cyrille Regis koma til Reykjavíkur til að kenna íslendingum hvernig hægt er að selja knattspyrnu TONY Stephens, fyrrum fram- kvæmdastjóri Wembley-leik- vangsins í London, og enski ieikmaðurinn Cyrille Regis hjá Coventry, koma hingað á veg- um KSÍ um næstu helgi og halda hér ráðstefnu um mark- aðsetningu knattspyrnunnar. Tony Stephens starfrækir nú ráðgjafafyrirtæki í London þar sem hann sérhæfir sig í markað- setningu knattspyrnunnar. Hann starfaði fyrir enska 1. deildarliðið, Aston Villa, áður en hann gerðist framkvæmdastjóri á Wembley-leik- vanginum. Þar starfaði hann í þijú ár, en hefur nú snúið sér að sjálf- stæðum atvinnurekstri. Enski landsliðsmaðurinn Cyrille Regis kemur hingað með Stephens og mun hann fjalla um þátt leik- manna í markaðsetningu og hvern- ig hægt er að nota þá. Jafnframt fjallar hann um reynslu sína í þessu sambandi. Regis leikur nú með Coventry, en var áður hjá WBA. Hann er mikill markaskorari, gerði 82 mörk í 237 leikjum fyrir WBA og 39 mörk í 170 leikjum fyrir Coventi-y. Regis hefur áður komið hingað. Hann lék landsleik ísland - England á Laugardalsvellinum 1982, 1:1. „Eg vona að þessi ráðstefna geti orðið okkur hjá KSÍ og aðildarfélög- unum að miklu gagni. Þetta er það sem hefur vantað hér hjá okkur,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ. Ráðstefnan verður í íþróttamið- stöðinni í Laugardal á sunnudag, stendur frá kl. 11:00 til 15:00 og er opin öllum aðildarfélögum KSI. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tony Stephens. Cyrille Regis á ferðinni í leik með Coventry KORFUKNATTLEIKUR Pétur Guðmundsson til Sioux Falls PÉTUR Guðmundsson hefur gert samning við bandaríska körfuknattleiksliðið Sioux Falls Skyforce í Suður-Dakota, sem leikur í CBA-deildinni. Liðinu hefur gengið illa að undanförnu og vantar hávaxinn miðherja og bauð Pétri samning. Eg reikna með að fara eftir nokkra daga og ætla að nota þetta tækifæri. Ég hef ekkert getað leikið og þarf að sýna mig ef ég ætla að komast á samning hjá stóru líðunum,“ sagði Pétur. CBA-deildin er nokkurskonar smækkuð útgáfa af NBA-deildinni og eins og gefur að skilja, heldur lakari. „Maður, er á hálfgerðum „sóknartaxta" samanborið við NBA-deildina. En tilgangurinn er fyrst og fremst að spila, enda hef ég ekki gert mikið af því uppá síðkastið," sagði Pétur. Fjórir riðlar eru í CBA-deildinni, fjögur lið í hveijum og er keppnis- fyrirkomuleg svipað og í NBA- deildinni. Sioux Falls hefur gengið illa það sem af er vetrar, aðeins sigrað í 8 af 30 leikjum sínum. Pétur hefur leikið með þremur liðum í NBA-deildinni. Fyrst með Poi-tland Trail Blazers 1981-82, Los Angeles Lakers 1985-86 og San Antonio Spurs 1987-89. Síðan Pét- ur hætti hjá San Antonio, í byijun síðasta árs, hefur hann ekkert leik- ið með félagsliði en hinsvegar leikið nokkra leiki með íslenska landslið- inu. Pétur gerði þó skammtíma samn- ing við Minnesota Timberwolves en var ekki valinn í leikmannahópinn fyrir veturinn. Sérstakar reglur gilda um samninga í NBA-deildinni og vegna þess að Sioux Falls er á sama svæði og Minnesota, hefur liðið forgangsrétt á að gera samn- ing við Pétur. \ / * Pétur Guð- mundsson hefur gert samning við bandaríska körfuknatt- ieiksliðið Sio- ux Falls Sky- force i Suður- Dakota, sem leikur í CBA- deildinni. KNATTSPYRNA: TVEIR JUGOSLAVAR A SELFOSS OG EINN TIL EYJA/B 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.