Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.01.1990, Blaðsíða 1
48 SIÐUR B 19.tbl. 78. árg.___________________________________MIÐVIKUDAGUR 24. JANÚAR 1990_______________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins Rúmenía; Þjóðarráðið í framboði sem flokkur í kosmngunum Búkarest. Reuter. Þjóðarráðið I Rúmeníu til- kynnti í gær að ráðinu yrði breytt í flokk og að hann yrði í framboði i kosningunum, sem áformaðar eru 20. maí. Aðrar stjórnmála- hreyfingar í landinu gagnrýndu þessa ákvörðun harðlega. Silviu Brucan, talsmaður fram- kvæmdanefndar Þjóðarráðsins, sagði að ráðið væri reiðubúið að bjóða Sameinuðu þjóðunum að senda nefnd til að fylgjast með kosningun- um. Talsmenn Þjóðarráðsins, sem tók við völdunum í landinu eftir byltinguna um jólin, höfðu áður sagt að ráðið tæki ekki þátt í kosningun- um og yrði leyst upp að þeim lokn- um. PVjálslyndi flokkurinn sakaði Þjóðarráðið um að hafa misnotað aðstöðu sína og svikið rúmensku þjóðina. „Þetta vekur alvarlegar efa- semdir um hvort kosningamar verða í raun frjálsar," sagði í yfirlýsingu flokksins. Bændaflokkurinn tók í sama streng og sagði ákvörðunina ólöglega. Doina Cornea, einn af fáum andófsmönnum landsins á 24 ára valdatíma Niculae Ceausescus, fyrrum einræðisherra, sagði sig úr Þjóðarráðinu í gær til að mótmæla stefnubreytingunni. Sjá „Sakaðir um aðild . . .“ á bls. 20. Evrópuþingið; Sjómönnum verði bætt- ur aflanið- urskurður Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞING Evrópubandalagsins (EB) hefúr samþykkt ályktun þess efnis að greiða beri sjómönnum bætur vegna niðurskurðar á aflaheim- ild- um á þessu ári. í ályktuninni er framkvæmdastjórn bandalagsins átalin fyrir að bera meiri um- hyggju fyrir fiskistofnunum en sjómönnum. Ályktunin gerir ráð fyrir því að í vemdaraðgerðunum verði tekið auk- ið tillit til efnahags- og félagslegra aðstæðna sjómanna og byggðarlaga. Jafnframt er lögð áhersla á að sjáv- arútvegur innan EB njóti góðs af fyrirhugaðri tvöföldun byggðasjóða bandalagsins og framkvæmdastjóm- in hafi frekara samráð við þingið og hagsmunaaðila í sjávarútvegi þegar heildaraflamörk eru ákveðin. I ályktuninni er kveðið á um skyldu bandalagsins til að bæta sjó- mönnum það tjón sem þeir verða fyrir vegna verndaraðgerða, sérstak- lega á svæðum sem byggja að mestu afkomu sína á sjávarútvegi. Þá er lögð áhersla á að aukið tillit skuli tekið til gagnkvæmni í samningum við ríki sem flytja sjávarafurðir til bandalagsins, þ.e. að floti EB fái veiðiheimildir í lögsögum þeirra. Reuter Georgíumenn krefjast sjálfstæðis íbúar Tíflis, höfuðborgar Georgíu, safnast hér saman fyrir utan opinbera byggingu í borginni eftir að hafa hætt mótmælasvelti í gær. Þeir hófu sveltið á fimmtudag til að krefjast þess að Georgía hlyti sjálf- stæði frá Sovétríkjunum. Sovéski heraflinn í Ungveijaiandi; Sovétmenn sagðir fallast á brottflutning Búdapest. Reuter. MIKLOS Nemeth, forsætisráð- herra Ungverjalands, sagði í gær að sovésk stjórnvöld hefðu fallist á að kalla alla hermenn sína í Ungveijalandi heim og að unnt yrði að flytja þá á brott á „n\jög skömmum tíma“. Nemeth kvaðst hafa rætt málið tvisvar á sex vikum við Níkolaj Ryzhkov, forsætisráðherra Sov- étríkjanna. „Við vorum á sama máli um að vera sovéska heraflans í Ungveijalandi bygðist á úreltum stjómmála- og hernaðarhugmynd- um og forsendurnar væru algjörlega brostnar," sagði hann. Meira en 50.000 sovéskir hermenn hafa verið í Ungveijalandi frá því Ungveijar reyndu að segja sig úr Varsjárbanda- laginu í uppreisninni árið 1956. Sjá „Innanríkisráðherrann seg- ir af sér“ á bls. 20. Azerar krefjast brottflutnings sovéskra hermanna úr Azerbajdzhan; Hóta skæruhernaði og að sprengja olíuskip í loft upp Moskvu. Reuer. VOPNAÐIR menn sátu í gær um herflutningabíla, skipstjórar olíu- skipa sögðust ætla að sprengja skip sín í loft upp og herskáir Azer- ar hótuðu að hefja „alvöru skæruhernað" í dag ef sovéski heraflinn í Sovétlýðveldinu Azerbajdzhan yrði ekki sendur burt. Tálsmaður Þjóðfylkingarinnar í Azerbajdzhan, samtaka þjóðernissinna, kvað þó Azera reiðubúna að hefja viðræður við Kremlverja og sovéskur hershöfðingi, Jevgeny Netsjajev, sagði að sovésk sljórnvöld og þjóð- ernissinnar í Azerbajdzhan þyrftu að jafna ágreining sinn með gagn- kvæmum tilslökunum. í gær til að mótmæla íhlutun sov- éska hersins í lýðveldinu. Þá eru félagar í kommúnistaflokki lýðveld- isins sagðir hafa kveikt í flokks- skírteinum sínum í mótmælaskyni. Talsmaður Þjóðfylkingarinnar í Armeníu fordæmdi hernaðaríhlutun Sovétstjómarinnar í Azerbajdzhan og sagði hana brot gegn „sjálfs- ákvörðunarrétti lýðveldisins". Bandaríkjastjórn hvatti sovésk stjórnvöld til þess að hefja viðræður við Azera og taka tillit til krafna þeirra og stjórnmálaskoðana. Sjá fréttir á bls. 21. Netsjajev kvaðst telja að Þjóð- fylkingin í Azerbajdzhan væri ekki viðriðin „hryðjuverk" gegn sovésku hermönnunum er réðust inn í Bakú, höfuðborg Azerbajdzhans, á laug- ardagsmorgun. „Áð minni hyggju þurfum við að hefja samningavið- ræður við þessi samtök og sættast á málamiðlun,“ sagði hershöfðing- inn á blaðamannafundi á vegum sovéska innanríkisráðuneytisins. Þing Azerbajdzhans krafðist þess á mánudag að hermennirnir, sem sendir voru til Azerbajdzhans í fyrri viku, yrðu kallaðir heim og hótaði að segja lýðveldið úr lögum við Sovétríkin ef það yrði ekki gert. Gennadíj Gerasímov, talsmaður sovéska utanríkisráðuneytisins, sagði að Sovétstjórnin hefði ekki svarað þeirri kröfu. Þjóðfylkingin gaf stjómvöldum tveggja daga frest til að verða við kröfunni og rennur hann út í dag. „Við bíðum til morg- uns og síðan hefjum við alvöru skæruhernað, beijumst til síðasta manns,“ sagði félagi í Þjóðfylking- unni í gær. Sovéska innanríkisráðuneytið sagði að „öfgamenn" hefðu þrisvar hafið skothríð á hermenn í Bakú í fyrrinótt. Þrír hefðu fallið í árásun- um, þar af tveir hermenn. Útvarps- Varnarmálaráðherra V-Þýskalands; Varar við hugsan- legu falli Gorbatsjovs fréttamaður sagði að vopnaðir menn hefðu setið um bílalestir, sem fluttu konur og börn hermanna frá Bakú. Gerasímov sagði að fjölskyld- ur hermanna hefðu verið fluttar sjóleiðis frá höfuðborginni en Azer- ar hefðu stöðvað skipin á smábátum og krafist þess að fá að leita að líkum í þeim. Það hefðu þeir fengið en engin lík fundið. Þrálátur orð- rómur hefur verið á kreiki í Az- erbajdzhan um að hermenn kasti líkum Azera í Kaspíahaf til að halda tölu látinna í árásinni á Bakú niðri. Sovésk stjórnvöld segja að 83 hafi beðið bana í árásinni en Azerar segja að mun fleiri hafi týnt lífi. Sovéska dagblaðið Komso- molskaja Pravda skýrði frá því í gær að skipstjórar fimmtíu olíu- skipa hefðu sent yfirmanni sovéska heraflans í Azerbajdzhan skeyti, þar sem þeir hefðu hótað því að sprengja skip sín í loft upp yrði herinn ekki sendur á brott. Þeir munu þó ekki hafa gefið stjórn- völdum neinn ákveðinn frest til að verða við kröfunni. Herskáir Azerar, sem ofsóttu Armena í fyrri viku, eru nú sagðir ráðast á Rússa, sem búsettir eru í Bakú. Efnt var til funda og Verk- falla víðs vegar um Azerbajdzhan Bonn. Reuter. HAFT var eftir Gerhard Stolten- berg, varnarmálaráðherra Vest- ur-Þýskalands, í gær að Vestur- landabúar þyrftu að búa sig undir þann möguleika að Mikhaíl Gorbatsjov Sovétforseta yrði steypt af stóli. „Framtíðin er öldungis óráðin. Við verðum að búa okkur andlega undir það að þróunin verði til hins verra,“ sagði hann í viðtali við vestur-þýska dagblaðið Die Welt Hann sagði að Vesturlandabúum væri akkur í umbótastefnu Gorb- atsjovs en staða hans væri veik vegna ástandsins í Kákasuslönd- unum og aðskilnaðarkrafna Eystrasaltsþjóðanna. Búast mætti við langvarandi kreppu og þjóða- ólgu í landinu. Varnarmálaráðherrann sagði og að stefna Sovétstjórnarinnar í her- málum væri á margan hátt þver- Gerhard Stoltenberg sagnakennd. Augljóst væri að hún hefði hug á afvopnun en héldi þó áfram að útvega hersveitum sínuni - meðal annars i öðrum Varsjár- bandalagsrikjum - nýrri og öf lugri vopn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.