Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.01.1990, Blaðsíða 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. JANÚAR 1990 -ti xk------------------------------------! rrT/".".' r;—aTST'T J • / i" r n< í a ’ <.t ' rn’ i” KUBISK LJOÐ Craig Raine lýsir æsku sinni á einstaklega hlýjan og hreinskipt- inn hátt, en með tungutaki ellefii ára stráks, í Iausamálskvæði, sem heitir „Silfurplatan" er birtist í síðustu ljóðabók hans, „Rich“. Hann segist hafa alist upp í „ljótum bæ í Norður- Englandi“, þar sem hann fæddist árið 1944. Raine fluttist ungur frá æskustöðvunum, enda segist hann enga vini eiga frá þeim árum í Co Durham. Samræðan við Raine fer fram á vinnustað hans í Faber & Faber bóka- útgáfunni í Bloomsbury, þar sem hann er útgáfu- stjóri ljóðabóka. Hann býr í Ox- ford, þar sem hann gekk einnig í háskóla. Hann hugðist leggja stund á sagnfræði, en, hóf hins vegar nám í heimspeki, stjórnmálasögu og hagfræði, áður en hann snéri sér að óskafaginu, enskum bókmennt- um. Hann tók BA-próf 1967, B. Phil.-próf í 19. og 20. aldar bók- menntum tveimur árum síðar og hóf þá að vinna doktorsritgerð. Ritgerðarefnið fjallaði um lífsskoð- un Coleridge en kennslustörf með- fram námi ollu því m.a. að hann lauk ekki verkinu. Hann hristir úfið höfuðið þegar ég spyr hvenær hann hafi byrjað að yrkja. „Eigum við ekki að segja að ég hafi byijað að kljást við skáld- skap, þegar ég var sextán ára. Það var ekkert skáld í skólanum, svo að ég valdi þessa leið í tómum hégómaskap til að gera sjálfan mig ólíkan jafnöldrum mínum. Ég háfði tuttugu ljóð í handraðanum þegar ég kom til Oxford. Þetta voru skrambi vond ljóð, enda vildi enginn birta þau, ekki einu sinni stúdenta- blöðin í Oxford. Ég lagði því ljóða- gerð á hilluna um tíma, og skrifaði þess í stað smásögur. Þær voru líka hræðilega lélegar, enda hafði eng- inn áhuga á þeim. Á þessum árum ól ég með mér tvo drauma: annað- hvort ætlaði ég að verða háskóla- kennari og fræðimaður í Oxford, eða rithöfundur og skáld. Þegar ég var í framhaldsnámi varð ég ást- fanginn af stúlku, sem er svo sem ekki í frásögur færandi. En í annað skiptið sem við hittumst spurði hún mig sakleysislega hvað ég ætlaði að gera þegar ég yrði stór. Ég vissi ekki hveiju ég ætti að svara, svo að ég sagðist ætla að verða ljóð- skáld. Hún vildi auðvitað lesa ljóð eftir mig, svo ég varð veskú að fara að yrkja. Svona náðu draumór- amir tökum á mér,“ segir hann og kímjr. Og heldur svo áfram. „Ég var 25 ára þegar ákvörðunin var tekin. Ég vissi að það sem ég var að gera í ljóðunum var öðruvísi en það sem önnur skáld voru að fást við. Enda leit enginn útgefandi við þeim. Ekkert tímarit vildi birta eitt einasta ljóð. Ég bjó mér þá til allsheijarplan. Ég ákvað að senda ljóð samtímis til fjögurra stærstu bókmenntatímaritanna og þegar þau yrðu birt, myndu allra augu opnast fyrir þessu nýja skáldi. Ég fékk hvert og eitt kvæði, sem birt- ust að lokum í fyrstu ljóðabókinni minni „Onion“, í hausinn og ekki bara einu sinni, heldur fjórum sinn- um hvert fyrir sig. En þá var að reyna aðrar leiðir. Einn nemenda minna frá Oxford, rithöfundurinn Martin Amis, vann hjá Times Literary Supplement og bað hann mig að skrifa gagnrýni fyrir tímaritið. Eftir tvo til þijá ritdóma læddi ég þeirri staðreynd að ritstjóranum, að ég skrifaði einnig ljóð. Það runnu á hann tvær grímur. Ég var náttúrlega ekki sá fyrsti sem hafði leikið svona leik. En ég sendi ljóð um hæl, sem var birt, og smám saman fór röddin að heyrast. Þegar Martin Amis varð síðan bókmenntaritstjóri fyrir New Statesman prentaði hann nán- ast eitt ljóð í hverri viku í eitt ár. Fólk hélt jafnvel að ég stjórnaði eða ætti tímaritið. En þessi leiftur- sókn varð til þess að ég varð þekkt- ur.“ í síðustu ljóðabókinni, „Rich“, er kaflinn um æsku þína í prósa. Hefurðu þá alveg sagt skilið við smásögur? „Það er bara einangrað tilfelli. Ég hef aldrei reynt að skrifa smá- sögur frá því að ég var í skóla. Þær voru í raun afkáralegar eft- irlíkingar á Hemingway. Það halda allir að skáld geti skrifað hvað sem er. Fólk þreytist ekki að benda mér á, að leikritaskáld og rithöfundar séu frægari — og ríkari — en Ijóð- skáld. En ég er búinn að vera tutt- ugu ár að læra það sem ég kann og það myndi taka mig önnur tutt- ugu ár að læra að skrifa sögu eða leikrit." En truflar það þig aldrei til hve fárra þú nærð með ljóðunum? „Það eru alltaf fáir sem skilja og í raun lesa það sem maður yrkir. Kannski aðeins um tuttugu manns. En þrátt fyrir það var „Rich‘t prent- uð í 20 þúsund eintökum og hinar ljóðabækurnar mínar hafa alltaf verið fáanlegar. En í sannleika sagt er ég ekki að skrifa fyrir neinn annan en sjálfan mig og konuna mína. Hún er kennari við Oxford- háskóla og skilur nákvæmlega hvað ég er að gera og ef einhver vill hlusta á þessar samræður okkar þá er þeim það velkomið. Það skipt- ir mig ekki öllu máli hve margir þeir eru.“ Árið 1986 var Craig Raine feng- inn til að skrifa óperutexta byggðan á smásögunni „The last summer“ eftir Pastemak og kvæði hans „Spectorsky“. Breska tónskáldið Nigel Osborne samdi tónlistina, en hann hefur samið lög við tíu ástar- ljóð eftir Raine, sem birtust í „Rich“. Operan var frumflutt í Glyndeboume-óperunni 1986. Ra- ine lýsir aðdraganda og vinnu að óperunni skilmerkilega í formála að útgáfu óperutextans, sem kallast „Rafmögnun Sovétríkjanna“. Ég spyr hann um þessa reynslu. „Þegar mér var boðið að skrifa fyrir óperuna gat ég með engu móti neitað. Ég hafði aldrei reynt þvílíkt áður, svo það var mikil áskorun. Ég var mjög heppinn með leikstjóra, Peter Sellars. Við unnum afar vel saman. Hann hafði ákveðn- ar hugmyndir og við rökræddum heiftarlega. Það er auðvitað ger- ólíkt að vinna í leikhúsi eða ljóða- gerð. Sem skáld stjórna ég áhorf- endum mínum. Þeir verða að sam- þykkja leikreglur mínar. En í leik- húsinu verður að samstilla margar mismunandi kröfur og óskir. Og það getur verið skelfilegt og frá- hrindandi, en um leið er það uppör- vandi og gefandi ef vel tekst til. Ég hafði geysimikla ánægju af því ári sem þessi vinna tók.“ Þú segir í innganginum að for- mála óperutextans að þú sért ósam- mála þeirri skoðun Audens sð „eng- inn söguþráður í 'operu geti lotið lögmálum skynseminnar því að fólk syngur ekki þegar það talar skyn- samlega“. Og ennfremur að þú teljir, að leikrit í bundnu máli eigi aðeins eðlilegan verustað innan óperuformsins. Skýrðu þetta aðeins nánar. „Mörg skáld hafa reynt að skrifa leikrit í bundnu máli, t.d. T.S. Eliot, en það er í raun útdautt form. Slík leikrit verða nefnilega að vera skáldskapur svo að þau gangi upp. Það er ómögulegt að byija atriði á tveimur hversdagsleg- um setningum, eins og „þú heldur á kúlupennanum og klórar þér á bak við eyrað“, og kúvenda svo yfir í mikinn skáldskap sem er í eðli sínu afskaplega hástemmdur. En í óperunni er frásagnarkaflinn klæddur í tónlistarbúning svo að umskiptin yfir í aríuna, sem er ljóð- ræð, verða eðlilegri. í framhaldi af þessu verki bað Jonathan Miller mig að þýða Andr- omaque eftir Racine fyrir Old Vic- leikhúsið. Ég gerði hreina og beina Önnur Ijóðræða: við Craig Raine eftir Guðrúnu Nordal Ljósmynd sýnir..., Imyndum Braga er lítið um glitrandi neonljós ogglæsilega veitinga- og skemmtistaði auglýsingabæklinganna — heldur er lýsir hann því sem fyrir augu ber. Það sem grípur auga íslendingsins í heimsborginni eru andstæðurnar í umhverfinu, fremur en í mannlífinu og greinilegt að New York hefur haft mikil áhrif á hann. „New York eryfirþyrmandi á allan hátt,“ segir Bragi, sem bjó þar frá árinu 1984 til 1989, meðan hann var við nám í Ijósmyndun við Rochester Institute of Technology.„Það komu þau tímabil," heldur hann áfram, „að mér fannst borgin vera — í bókstaf- legri merkingu — að kæfa mig. Mér fannst ég vera að missa vitið. En þetta leið hjá og oftast leið mér vel. Mannhafið er gríðarlegt og þama eru allra þjóða kvikindi. Mér fannst alltaf jafn gaman að fara milli hverfa, því á leiðinni gat maður heyrt fjögur tungumál. Og þegar maður fer í Kínahverfið, gæti maður allt eins vel verið kominn til Kína, vegna þess að allt letur; öll skilti og auglýs- ingar, eru á kínversku, fólkið talar eingöngu kínversku, lifnaðarhættir eru kínverskir og þegar maður fer inn á kínverskt veitingahús, er varla hægt að ná sambandi við þjóninn, vegna þess að hann kann bara kínversku. Þetta er reynsla sem mér fannst alltaf jafnskemmtileg. Það er líka dálítið annað að búa í New York á námslánum, en að ferðast þangað. 1 námi er maður allt- af staurblankur og verður lítið var við glæsilegar hliðar borgarinnar. Ég eyddi miklum tíma í að rölta um borgina með myndavélina, vegna þess að ég hafði ekki efni á að gera neitt annað. Þess á milli fór ég í bíó. Það er annað sem er skemmti- legt við New York. Þú getur séð alla- vega kvikmyndir þar — jafnvel gaml- ar svart-hvítar — þetta var hreinasti lúxus. Það sem einkennir New York, ei hversu stutt er milli flottheita og eymdar,“ segir Bragi, og þegar mað- ur virðir myndir hans fyrir sér, sést að þarna á milli er varla fingur- breidd; gömul kona íklædd svörtum ruslapokum, stendur við hlið glæsi- legrar límósínu. Þess eru engin merki að gamla konan sjái bifreiðina, augað nemur aðeins þekktar stærðir. Líklegt að farþegi límósínunnar sjái ekki gömlu konuna; tveir heimar á einu götuhomi — ósýnilegir hvor öðrum. „Fyrst eftir að ég kom til New York, hélt ég að öll þessi eymd mundi venjast,“ bætir Bragi við. „En ég gat aldrei vanist henni. Ég reyndi eftir megni að loka augunum fyrir henni, en eftir því sem ég var lengur þama, fannst mér mismunurinn hróplegri. Ég bjó i Brooklyn, í svörtu hverfi, sem var á mörkum tveggja heima, öðru megin við línuna var gott hverf i, hinum megin slæmt. Ég bjó rétt inni í því slæma. En í nokkur hundruð metra fjarlægð — í beinni línu frá húsinu sem ég bjó í — var góða hverf- ið og þar var brautarstöðin. Maður gekk alltaf beint þangað, þegar mað- ur fór út úr húsi; leit hvorki til hægri eða vinstri — og gekk hratt. Ég gerði aðeins tvisvar eða þrisvar tilraun til að ganga spölkorn í hina áttina — svona til að skoða nágrennið." Nú em margar myndanna úr ansi slæmum hverfum. Gastu gengið þar um og myndað að vild? „Nei, ég gekk um með vélina inni í úlpunni og þegar ég sá eitthvað sem mig langaði að mynda, kippti ég henni örsnöggt upp og smellti af — lét aldrei sjást að ég væri að taka myndir. Flestar myndanna em frá Manhattan, sem er nú einu sinni hjarta borgarinnar. í New York em fimm hverfi, en Manhattan endur- speglar þau öll. Þar er hreinlega allt til sem er í hinum hverfunum." Þú ert ekki að bregða upp neinni mannlífssýningu. „Nei, fólkið er aðeins með á sum- um myndunum, því það er fyrst og fremst umhverfið sem höfðar til mín. Ef eitthvert fólk er inni á myndun- um, er það fjarlægt og kalt — óper- sónulegt. Þannig er þetta allt þarna; maður yrðir helst ekki á nokkum mann. En fyrst og fremst lýsir þessi sýn- ing hvemig mér fannst borgin, við mínar aðstæður, á þessum tíma. ljós- myndir eru aldrei neinn sannleikur í sjálfu sér. Þessar ljósmyndir sýna New York sem ömurlega. Næsti ljós- myndari gætl komið og sýnt hana sem glæsilega.“ En hvaðan lá leið þín til New York í ljósmyndanám? „Ég er Reykvíkingur, gekk í Lang- holtsskóla, síðan í Samvinnuskólann á Bifröst og ég lauk stúdentsprófi frá framhaldsdeild þess skóla í Reykjavík. Á meðan ég var í Sam- vinnuskólanum fékk ég ljósmynda- dellu, en byijaði ekki að mynda af alvöru fyrr en veturinn 1981-1982. Þá var ég búinn að afgreiða ljós- myndavéladelluna og farinn að velta myndunum meira fyrir mér. Síðan var ég í eitt til tvö ár að bræða það með mér hvort ég ætti að fara út í nám og sló svo til haustið 1983. Ég hafði þá kannað ýmsa skóla í Bandaríkjunum og Bretlandi. Önnur lönd komu ekki til greina, vegna tungumálsins. Á endanum varð þessi skóli fyrir valinu, kannski vegna þess að Guðmundur i ímynd ráðlagði mér að fara í hann — þótt það hafi verið mjög dýrt. Hvernig var námið byggt upp? „Fy.rstu tvö ári fara í almenna ljós- myndun og maður getur valið um þijár leiðir; auglýsingaljósmyndun, blaðaljósmyndun eða listræna ljós- myndun, eða það sem kallað er „fine art.“ Ég lagði megináherslu á aug- lýsingaljósmyndun, en tók síðan ákveðin námskeið í báðum hinum greinunum. Seinni árin er maður mest í stúdíóljósmyndun, ásamt því að taka fleiri valkúrsa — ef maður vill, Ég er einhvern veginn þannig gerður að ég á erfitt með að binda mig við eitthvert eitt ákveðið efni mjög lengi. Þess vegna tók ég marga kúrsa sem ég þurfti ekki að taka. Það er svo nauðsynlegt að gera eitt- hvað sem gleður ekki endilega neinn nema mann sjálfan. Eftir námið vann ég svo í Banda- ríkjunum sem lausamaður í stúdíóum í eitt ár, sem var mjög góð reynsla.“ Hvað tók við þegar heim kom? „Það má segja að það hafi verið allt mögulegt. Fyrir utan að vinna í þessum myndum sem ég er með á sýningunni, hef ég unnið sem lausa- maður við auglýsingar, og í alhliða ljósmyndun, til dæmis barnaljós- myndun fyrir vini og kunningja, myndað kokteilpartí og unnið við gerð auglýsingabæklinga. Nú þarf ég að koma þessari sýningu frá mér og þá er aldrei að vita nema ég bytji á nýju verkefni. En við vorum að ræða þessa sýn á New York-borg. Þetta er ekki bara spurning um hvort borgin er glæsileg eða ömurleg. Það er nefnilega oft svo, að fólki finnst ljósmyndun sýna einhvern algildan sannleika, þótt það geti samþykkt að málverk sé eitthvað úr hugarfylgsnunum. Þetta er alls ekki sanngjamt, því ljósmyndin sýnir mjög vel hugarástand ljósmyndarans — hann ræður hvað er í rammanum; hann sýnir hvaða augum hann lítur hlutina og hvaða skoðanir hann hef- ur með vali sínu.“ Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.