Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.01.1990, Blaðsíða 10
eftir Svein Guðjónsson „BIS, BIS. — Endurtakið, endurtakið,“ hrópuðu hrifiiir áheyr- endur í óperuhúsinu í Palermo á Sikiley síðastliðið þriðjudags- kvöld þegar Kristján Jóhannsson óperusöngvari hafði sungið lokaaríuna í La Fanciulla Del West eftir Puccini. Þetta var frumsýningarkvöldið og fólkið lét í Ijós hrifiiingu sína með klappi og hrópum. Kristján fer með stærsta tenórhlutverkið, hlutverk Dick Johnson, og var að vonum sæll og glaður eftir sýninguna enda hefúr hann ærna ástæðu til. Mörg spennandi verkefiii eru framundan, sem gefa honum ástæðu til bjart- sýni. Eitt veldur honum þó hugarangri og það er hvernig íslenskir ráðamenn á sviði menningarmála klúðruðu fyrirætl- unum um að setja hér á svið óperuna Manon Lescaut eftir Puccini á Listahátíð, með heimsfrægum listamönnum, sem Kristján hafði Iagt mikla vinnu í að fá til samstarfs að beiðni íslenskra menningarfrömuða, en svo var hætt við allt saman. „Ég er bæði sár og reiður. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svona lagað gerist, en örugglega í það síðasta. Ég læt ekkí hafa mig út í svona vitleysu aftur,“ segir hann þegar þessi mál ber á góma. Eg náði tali af Kristjáni daginn eftir frumsýn- inguna í Palermo og við ræddum fyrst um dvölina á Sikiley og viðtökurnar þar. „Sýningunni í heild var mjög vel tekið og raunar með allra besta móti miðað við frumsýningar hér, mikið klappað og hrópað. Ég er líka mjög ánægður með þær viðtökur sem ég fékk persónulega þar sem hrópað var á endurtekningu eftir lokaaríuna, sem er fremur sjald- gæft hér. Það segir allavega að manni hefur tekist vel upp og áheyrendur voru ánægðir. Eg fann það líka á forráðamönnum óperu- hússins að þeir voru í sjöunda himni,“ sagði Kristján. — Blaðadómar voru mjög já- kvæðir í garð Kristjáns og í stærsta blaðinu á Sikiley segir að „röddin hafi verið frábær og Kristján hafi haft fullkomið vald á hlutverkinu án minnstu áreynslu“. Ég spyr hann hvort einhver munur sé á áheyrend- um suður á Sikiley og til dæmis norður í Milano, á Scala? „Nei, ég held að það sé ekki. Á þessari frumsýningu, eins og á frumsýningum alls staðar í heimin- um, var fólk sem er margt í góðum efnum eða telur sig í hópi mennta- manna og listunnenda. Þetta fólk telur sig hafa vit á hiutunum og margt af því hefur það eflaust. Sumir hafa stundað óperur og átt frumsýningarkort í tugi ára og hafa því góða og mikla viðmiðun. Frum- sýningarfólk, hvort sem það er hér, á Scala eða annars staðar, er yfir- leitt þyngra en fólkið sem kemur á þriðju eða fjórðu sýningu og eftir það þannig að þessar góðu viðtökur á frumsýningunni lofa góðu með framhaldið." — Varstu með sviðsskrekk fyrir sýninguna, eða ertu kannski alveg búinn að losa þig við þann kvilla? „Það er nú alltaf pínulítill pirring- ur í maganum fyrir frumsýningar, en ekkert sem orð er á gerandi. Ég æfði þessa óperu með maestro Gavazzeni og þegar maður hefur fengið slíkan undirbúning á ekkert að geta komið í veg fyrir að vel gangi. Ég söng þessa óperu líka í Nice í Frakklandi í hitteðfýrra. En listamenn breytast alltaf ár frá ári og ég syng öðruvísi nú en ég gerði þá og ég er þakklátur fyrir hveija mínútu sem ég fæ hjá mínum ma- estro til að undirbúa svona mikil hlutverk. Og þá gengur maður yf ir- Ieitt óhræddur til verks.“ — Kristjánerráðinntilaðsyngja 12 sýningar í þessari óperu í Pal- ermo og mun dvelja þar fram í lok febrúar. Hann er með fjölskylduna með sér og býr í þægilegri íbúð nálægt miðborginni. Hann var barnapía heima þegar við spjölluð- um saman, Siguijóna kona hans hafði brugðið sér í líkamsrækt. Ég spyr hann hvernig hann kunni við sig á Sikiley. „Það fer mjög vel um okkur og þetta fólk sem við umgöngumst er með því allra elskulegasta sem ég hef kynnst. Það er dálítið gamall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.