Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.02.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 1990 39 f I i I I I I I I I ! I I ÍÞRÚmR FOLK ■ BREIÐABLIK fer í æfingabúð- ir til Stuttgart í apríl. Blikarnir, sem leika í 2. deildarkeppninni í knattspyrnu, koma til með að leika þtjá æfingaleiki í ferðinni. ■ GUÐMUNDUR Baldursson, sem hefur leikið með Val undanfar- in tvö ár, hefur gengið til liðs við sitt gamla félag - Fylki. Guð- mundur hefur leikið með Hibern- ian á Möltu í vetur. ■ FYLKISMENN fara í æfinga- búðir til Hannover í V-Þýskalandi í apríl. I NOKKRIR kunnir frjálsíþrótta- menn ætla að skipta um félag fyrir sumarið. Gunnlaugur Grettisson, hástökkvari, ætlar úr ÍR í HSK, Kristján Gissurarson stangar- stökkvari fer úr KR í UMSE og Eggert Bogason, kringlukastari verður með Breiðabliki í sumar, en hann keppti fyrir ÍR í fyrra. Annar kappi sem yfirgefur ÍR er Þorsteinn Þórsson sem heldur á heimaslóðir og verður með UMSS. Allir ættu þeir því að verða meðal keppenda á Landsmóti UMFÍ Mos- feUsbæ. ■ STEFFI Graf, tennisdrottning- in fræga frá V-Þýskalandi, leikur ekki tennis næstu tvo mánuðina. Hún féll á síðum í St. Moritz í Sviss í gær. Hægri handleggur brotnaði. Graf er 20 ára. ■ MARCO van Basten skrifaði undir nýjan samning í gær hjá AC Mílanó. Leikmaðurinn, sem kjörinn var Knattspymumaður Evrópu í fyrra, leikur með liðinu til 1993 skv. samningnum. H WESTHam hefur keypt Ludek Miklosko, landsliðsmarkvörð Tékkóslóvakíu fyrir 300.000 pund frá Banik Ostrava. Hann á að ■HHHH baki 31 landsleik. FráBob Ekki var gengið Hennessy nógu snemma frá i Engiandi samningnum til að Miklosko geti verið með í 2. deildarleiknum gegn Brighton í dag, eins og Lou Mac- ari stjóri West Ham hafði vonast til. Hann leikur líklega gegn Old- ham í undanúrslitum deildarbikars- ins á miðvikudaginn. ■ DEREK Ferguson, miðvallar- leikmaður hjá Glasgow Rangers, er sennilega á leiðinni til Real Soci- edad á Spáni fyrir 700.000 pund. Fyrir hjá spánska liðinu er írski framheijinn John Aldridge. URSLIT Handknattleikur 1. DEILD KVENNA: PH-Haukar 23:14 FH: Kristin Pétursdóttir 6, Björg Gilsdóttir 4, Rut Baldursdóttir 4, Sólveig Birgisdóttir 3, Eva Baldursdóttir 3, Berglind Hreins- dóttir 2, María Sigurðardóttir 1. Haukar: Ragnheiður Júlíusdóttir 4/2, Björk Hauksdóttir 3/1, Halldóra Mathiesen 1, Ása Þórisdóttir 1, Ragnheiður Guðmundsdóttir Víkingur-Fram 14:20 Víkingur: Inga Lára Þórisdóttir 6/4, Halla Helgadóttir 4/1, Svava Baldvinsdóttir 3, Katrin Jónsdóttir 1. Fram: Guðríður Guðjónsíóttir 10/8, Ósk Víðisdóttir 4, Ingunn Bemótusdóttir 2, Björg Bergsteinsdóttir 2, Ama Steinsen 2. Körfuknattleikur STJÖRNULEIKUR KKÍ OG SÍ Suðumes - Landið 132:129 Iþróttahúsið í Keflavík, úrvalslið íþróttaf- réttamanna, Suðurnesjaúrval - Landið, föstudaginn 9. febrúar 1990. Gangur leiksins: 2:0, 4:4, 4:12, 13:21, 19:32, 21:38, 26:43, 30:47, 36:52, 40:58, 44:65, 50:70, 52:77, 57:85, 69:86, 72:98, 80:101, 86:105, 92:105, 94:112, 100:116, 107:121, 121:121, 126:127, 132:129. Stig Suðurnesjaúrvalsins: Teitur Örlygs- kon 33, Patrick Releford 26, Sandy Ander- son 20, Guðmundur Bragason 17, Friðrik Ragnarsson 9, Guðjón Skúlason 9, ísak Tómasson 7, David Grissom 7, Magnús Guðfinnsson 2, Jón Kr. Gíslason 2. Stig Landsins: Chris Behrends 39, Jonat- han Bow 27, Anatoifj Kovtoum 20, Dan Kennard 16, Páll Kolbeinsson 9, ívar Ás- grímsson 6, Valur Ingimundarson 5, Guðni Guðnason 5, Pálmar Sigurðsson 2. Áhorfendur: Um 400. Dómarar: Kristján Möller og Leifur S. Garðarsson sem dæmdu með miklum ágæt- um. KNATTSPYRNA Amar kominn heim frá Skotlandi Arnar Grétarsson, leikmaður Breiðabliks, sem hefur ver- ið hjá Glasgow Rangers í fimm mánuði, er kominn heim. „Ástæðan fyrir því að ég er kominn nú, er að ekki náðust samningar á milli KSÍ og Rangers um sölurétt á mér. Rangei's vijl fá yfirráð yfir mér án þess að greiða neina peninga fyrir. Ég skrifa ekki undir samning við félag án þess að fá neitt í minn hlut,“ sagði Arnar. „Ég verð hér heima þar til að þetta mál leysist og mun ég leika með Breiðablik í sumar ef ekki næst samkomulag. Mér liggur ekkert á að skrifa undir samning við erlent fé- lag. Get vel beðið í tvö til þijú ár,“ sagði Arnar. Amar sagði að nú væri góður mannskapur hjá Breiða- bliki. „Það er létt yfir og góður andi hjá strákunum - og það er kominn tími til að Breiðablik endurheimti sæti í 1. deild." HANDBOLTI / BIKARINN Stjarnan mætir ÍR Stjarnan, sem sigraði í bikarkeppni HSÍ í fyrra, fær IR í heimsókn í 32 liða úrslitunum í karlaflokki nú. Stjörnustúlkurnar, sem sigruðu í bikarkeppni kvenna í fyrra, mæta Val að Hlíðarenda í kvenna- keppninni. Það vekur athygli að b-lið Vals mætir a-liði félags- ins, eins og í fyrra. Sumir leikjanna fara fram í næstu viku, en félögin sem eiga landsliðsmenn í hópi Bogdans leika ekki í keppninni fyrr en eftir HM, síðari hluta marzmánaðar. Drátturinn var annars þannig i karlaflokki: ÍBV-KA, Stjaman-ÍR, Haukar b-Selfoss, Leiftri-UBK, UBK b-FH, Fram b-Þór Ak., KR b-ÍBK, ÍH-Grótta, FH b-Haukar, Grótta b-UMFN, Valur b-Valur, HK-KR, Víkingur b-UMFA, Ármann b-Ármann. Einum leik er þegar lokið, IBV b sigraði Fram í Ejum 3.1:28. Víkingur situr hjá í þessari umferð. í kvennaflokki mætir lið Hauka Þrótti, en Haukastúlkumar lögðu b-lið Vikings að velli, 17:16. Aðrir leikir em: Afturelding- ÍBV, ÍR-Víkingur, Selfoss-ÍBK, Fram-KR, FH-Grótta, Valur- Stjaman. Þór á Akureyri situr hjá í þessari umferð. KÖRFUKNATTLEIKUR / STJÖRNUKVÖLD SÍ OG KKÍ Suðumesjasigur á æsispennandi lokamínútum Teitur Örlygsson maður leiksins SUÐURNESJ AÚRVALINU tókst að tryggja sér sigur á síðustu stundu gegn úrvalsliði Landsins, 132:129 á stjörnukvöldi Samtaka íþróttafréttamanna og KKÍ í körfuknattleik í Keflavík ígærkvöldi. Leiknir voru 4 leik- hlutar, 10 mínútur hver og fljótlega stefndi í stórsigur úrvalsliðs Landsins sem hafði yf ir í hálfleik 77:52 og virtist ætla að rúlla Suðurnesjamönnunum upp, en þeim tókst að snú dæminu við í síðari hálf leiknum og skor- uðu þá 80 stig gegn 52 stigum Landsins og tókst með því að tryggja sér sigur í leiknum á lokamínútunum. Teitur Öriygsson og Patrick Releford voru bestu menn í Suðurnesjaúrvalinu og fóru á kostum, sérstaklega undir lok leiksins. Hjá Landinu bar mest á Jonathan Bow og Chris Be- hrends, Bow átti sjörnuleik í fyrsta leikhluta, skoraði þá 20 mBH stig og voru körfur hans sérlega giæsilegar. Bjöm Einnig fór fram troðslukeppni og þriggja stiga Blöndal keppni. Troðslukeppnin var hálf mislukkuð, en sknfar - þar gjgragi Bandaríkjamaðurinn Ron Davis í UMFG. Meistarinn frá því í fyrra, Teitur Örlygs- son féll út í undankeppninni auk Bandaríkjamannsins Sandy Andersson í ÍBK sem talinn var einna sigurstranglegastur fyrir keppnina. Valur Ingimundarson sigraði í þriggja stiga skot- keppninni, hitti í 7 skotum af 15 í úrsiitakeppninni, en í undanúr- slitum náði Guðjón Skúlason bestum árangri, hitti 8 sinnum. Hann varð í öðru sæti, hitti 6 sinnum í úrslitunum. Tveir úr hópi áhorfenda gafst kostur á að vinna sér inn bíl, Micra frá Ingvari Helgasyni ef þeim tækist að hitta í tvígang í körfuna frá miðju, en það tókst ekki að þessu sinni. Þá kepptu íþróttafréttamenn gegn stjóm KKÍ sem styrkti lið sitt með Laslo Nemeth landsliðsþjálfara og lauk þeirri rimmu með sigri þeirra KKÍ-manna sem skoruðu 18 stig gegn aðeins 8 stigum „pressunnar". MorgunblaðiS/Einar Falur Troðið með tilþrifum Patrick Releford, leikmaður frá Njarðvík treður með tilþrifum á lokamínútum leiksins í gærkvöldi. Releford fór á kostum bæði í sókn og vörn í síðasta leikfjórðungi. Til hægri er Keflvíkingurinn Sandy Anderson og hefur hann greinilega gaman af tilburðum landa síns. Hlær að minnsta kosti dátt að öllu saman... HANDBOLTI / 1. DEILD KVENNA Fram styrkir enn stöðu sína Vann auðveldan sigur á Víkingi, 20:14 FRAM styrkti enn stöðu sína á toppi 1. deildar með fremur auðveldum sigri á Víkingi í gærkvöldi, 20:14. Fram hefur því fjögurra stiga forskot á Stjörnuna sem mætir Val í Valsheimili ídag kl. 17.30. Þá sigraði FH nágranna sína úr Hafnarfirði 23:14. Leikur Víkings og Fram var jafn framan af, en um miðjan fyrri hálfleik sigu Framarar- fram úr og voru yfir í leikhléi 7:12. Síðari hálf- leikur var jafn, en Katrín sigur Fram þó ekki Friöriksen f hættu og Víkingar náðu aðeins að minnka muninn í 4 mörk um tíma. .Skyttum. beggja liða. yorufrekar mislagðar hendur og fá mörk komu frá þeim í leiknum. Þar var þó Guðríður Guðjónsdóttir, Fram, und- antekning því hún skoraði 10 mörk þrátt fyrir að hafa sig lítið í frammi. Guðríður er mjög örugg í vítaskot- unum og skoraði úr 8 slíkum að þessu sinni. Þá skoraði Ósk Víðis- dóttir falieg mörk fyrir Fram úr hægra horninu. Inga Lára Þóris- dóttir og Halla Helgadóttir voru atkvæðamestar Víkinga. Öruggt hjá FH Eftir jafnan fyrri hálfleik í viður- eign FH og Hauka skiptu FH-ingar um gír í þeim síðari og unnu stórsig- ur 23:14. Haukar verma því enn botnsæti deildarinnar og hafa ekk- ert stig hlotið í vetur, en FH á í baráttu um þriðja ssetið.......... Laugardagur kl.14: 55 6. LEIKVIKA- 10, fe ‘b. 1990 1 m m Leikur 1 Aston Villa - Sheff. Wed. Leikur 2 Chelsea - Tottenham Leikur 3 Everton - Charlton Leikur 4 Man. City - Wimbledon Leikur 5 Miliwall - Man. Utd. Leikur 6 Norwich - Liverpooi 1« mm mm Leikur 7 Barnslev - Svindon Leikur 8 Oxford - W.B.A. Leikur 9 Portsmouth - Newcastle Leikur 10 PortVale - Watford Leikur 11 Sunderland - Blackburn Leikur 12 Wolves - Ipswich Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002 * j* R ^ • •• mm A Di' ini uts. a Rl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.