Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						6  C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. FEBRÚAR 1990
60 ÁR LIÐIN FRÁ UPPHAFI SAMFELLDRAR HRAÐFRYSTINGAR
Fryslflmsbálai
þeírra
Gaiitaborgarmaiina
Sænsk-íslenska
frystihúsið áður en
þaðvarrifiðl981.
Stærð þess má
marka af saman-
burðinum við hús
sjávarútvegsins.
eftir Elínu Pálmadóttur
SÆNSK-ÍSLENSKA frystihúsið, sem Ingólfur Esp-
hólín átti stóran þátt í undirbúningi að byggt var á
sínum tíma, var fyrsta frystihúsið sem sérstaklega
var byggt sem slíkt á íslandi. Það var á þeim tíma
stærsta hús sem þá hafði verið byggt hér á landi —
stóð áður í Gautaborg í Svíþjóð, en var rifið og efni-
viðir þess fluttir hingað. Húsið tók í fyrsta sinn á
móti fiski til frystingar þann 18. febrúar 1930. Frysti-
iðnaðurinn hér á landi, stóriðja nútímans og undan-
genginna áratuga, getur því einn allra fiskverkunar-
greina rakið uppruna sinn til ákveðinnar dagsetning-
ar, sem upphafs að þeirri reglulegu framleiðslu, sem
ekkert lát hefur á veríð síðan." Þessi ummæli mátti
Iesa á sl. hausti í grein í Ægi eftir Jón Þ. Ólafsson,
skrifstofustjóra hjá Ríkismati sjávarafurða. Greinina
nefndi hann„Frá æskudögum frystiiðnaðarins á ís-
landi". Og síðar bætir hann við að verðugt væri að
minnast látinna brautryðjenda 18. febrúar í ár, þeg-
ar liðin eru nákvæmlega 60 ár frá því að Sænsk-ís-
lenska frystihúsið tók í fyrsta sinn á móti fiski til
frystingar. Sænsk-íslenska frystihúsið stóð þar sem
Seðlabankahúsið er nú. Það hætti að taka á móti
fiski til uflutnings árið 1967-8, en húsið var notað
áfram. Þessi stóra bygging var svo rifin 1981 til að
víkja fyrir Seðlabankahúsinu.
S/IMKAFRYSTIIIUSID  T
___r . Bx. >innii ¦ .....      Ingolfur Esphohn. Myndmer
MARKAÐI UPPHAFID    tó"» á:!- áratugnum, þegar
hann var að berjast í að koma
OG ÞAÐ VAR FADIR      ! S^g frystihúsi í Reykjavík.
SÆNSKASEMHHERR-
ANS SIM OPNAÐIÞADIYRIR 60 ARIM
Morgunblaðið/Sverrir
Við Iestur þessara um-
mæla rifjaðist upp sam-
tal við sænska sendi-
herrann í Reykjavík,
Per Olofs Forshell, sem
sagði frá því að faðir
hans og móðir hefðu komið til ís-
lands í ársbyrjun 1930 þegar þetta
frystihús tók til starfa. Og faðir
hans, Rolf Forshell, var fram-
kvæmdastjóri Svensk-Islandska
Fryseri AB, sem byggði og stóð að
stofnun þessa fyrsta frystihúss á
íslandi, sem sérstaklega var byggt
hér til að hraðfrysta físk og kjöt
til útflutnings og var upphafið að
samfelldum útflutningi á frystum
fiski frá íslandi. Áður höfðu að vísu
verið gerðar tilraunir með útflutn-
ing á heilfrystri lúðu, fyrst þegar
1910 frá ísfélagi Vestmannaeyja.
Þegar Sænsk-íslenska frystihúsið
hóf starfsemi sína var Esphólín
hættur afskiptum af málinu, sem
hann hratt af stað.
Það bar því vel í veiði að leita
upplýsinga hjá Per Olof Forshell,
sendiherra, sem hann veitti fúslega.
Þegar við vorum sest í sænska
sendiherrabústaðnum við Fjólugötu
dró Per Olof Forshell fram fjöl-
skyldualbúm með skemmtilegum
gömlum ljósmyndum, þar á meðal
myndum sem foreldrar hans höfðu
tekið um borð í Brúarfossi á leið
til íslands í janúarmánuði 1930 og
frá heimsókninni í Reykjavík á
næstu vikum. Ennfremur dagbók-
ina, sem móðir hans skrifaði á leið-
inni. Sjálfur kvaðst hann vitanlega
ekkert muna frá þessum tíma, enda
er þarna í albúminu mynd af honum
tveggja ára gömlum. En á heimili
hans er fleira sem minnir á fyrri
tengsl fjölskyldunnar við ísland. Á
vegg hangir stór málmskjöldur með
útskornum orðunum Islands Matjes
og Siglufjörður, og á miðjum skildi
merki fyrirtækisins með stöfunum
F og R sitt hvoru megin við vitann,
sem var merki sænska fyrirtækis-
ins. En fyrirmyndin að vörumerkinu
„Fyrtornet" er vitinn Eddystone
utan við Plymouth í Ermarsundi,
51 m á hæð og reistur 1879-82.
Þarna var kominn skjöldur til að
merkja lokið á síldartunnum með
því að mála yfir hann. Hann er frá
Per Olof Forshell, sendiherra
Svía á íslandi, í sendiherrabú-
staðnum. Á veggnum má sjá
merkiskjöldinn, sem Viktor
Forshell afi hans notaði er
hann eftir 1898 keypti síld á
Siglufirði. Og á arinhillunni
er mynd af honum og föður
sendiherrans, Rolf Forshell,
þeim sem stofnaði Sænskí
slenska frystihúsið, ásamt
líkani af turninum, vörumerki
fyrirtækis þeirra.

					
Fela smįmyndir
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32