Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.02.1990, Blaðsíða 10
MðRGUNBUÐIÍ) i:AUGARDAGUR' 24. FEBRÚAR 1990 *10 Umsjónarmaður Gísli Jónsson 527. þáttur „En það væri hin mesta skömm ef vér nú týndum móðurmálinu, þessum gim- steini, sem forfeðurnir hafa nú varðveitt í landinu lengur en um 900 ár, og eftirlátið eftirkomurunum til ævinlegr- ar minningar um uppruna þjóðarinnar, og hennar forna heiður; er afturför í tungu- málunum jafnan samfara aft- urför í hugarfari og velgengni sjálfra þjóðanna, þeirra er á þau mæla. Vildu menn at- huga þetta, mundi almenn- ingur leggja meiri alúð á að viðhalda móðurmálinu, og hvör þykjast öðrum fremri, er það kynni betur, mundu þá og færri bögumæli heyrast í landi voru, og málið bráðum. ná sér aftur.“ (Baldvin Einarsson: Ár- mann á Alþingi 1829.) þar þeir sátu í. Og á þeim sáust sundurgreinilegar tungur svo sem að væri þær glóandi. Hann setti sig og yfír sérhvern þeirra. Og þeir urðu allir fullir af heilögum anda og tóku að mæla ýmis- legar tungur eftir því sem heilagur andi gaf þeim til út að tala.“ (Oddur Gottskálksson, d. 1556; úr 2. kap. Post- ulasögunnar.) Mjó, þykk menja brekka, margt, fátt kann að skarta, hvít, svðrt á brún bjarta, blíð, hrygg, eg segi dyggva, ijóð, fól, reynd að sæmdum, rík, snauð, eg sá ei slíka, kát, ijóð, svinnust sæta, sínk, mild, eg kjósa vildag. (Loftur Guttormsson ríki, d. 1432; refhvörf in minni.) Við meyjamar leika margir glatt, mest í orðum hæla; ætla þær að alit muni satt það ýtar kunna að mæla. Nýta fá þeir nistils grund og njóta mælsku sinnar; eg hef goldið alla stund óeinarðar minnar. Auka gera þeir angur og mein ungum silkispönpm; þá fengið hafa þeir falda rein, fúlsa þeir við þeim löngum. (Ormur Loftsson, 15. öld.) Vinur, ef þú böl ber biturlegt á stundum, besta lækning öl er og unna fríðum sprundum, - faðmlög sumra föl þér, - fjörið meðan til vinnst, svo mæðir sorg minnst. (Séra Jón Þorláksson, 1744-1819.) „Og þá er fullkomnuðust hvítasunnudagar, voru þeir allir með einum huga í þeim sama stað. Og þar varð skyndilega þytur af himni, lika sem mikils tilkomandi vindar, og fyllti upp allt húsið Reyðiblóm það er rósa heitir, rétt upp sprungin millum klungra leiðist fram, af litlu sáði listugt þing kann upp að springa. Máríu dýrð er æðri orðin, ítarligri en liljan hvíta, glæsiligri en roðnust rósa. Rósa heitir kvæðið ljósa.. (Sigurður blindur í Fagradal, um 1470-um 1545.) „En það eg hefi að framan talað um, heyrnarskortinn, það sama vil eg um málhelt- ina tala. Að sönnu er hún stór vansi líkamans. Margur óhlutvandur forsmáir þann sem er svo máli farinn. Þeir hæða að hönum, herma eftir þeim og láta miklu verr oft- ast en hinir sem þeir eftir herma: þetta heitir að lasta skaparann, því hann hefir manninum málið gefið, og sá er fremur þvílíkt guðleysi, hann er næsta illa talandi í hans eyrum sem allt heyrir. Hann gjörir málsnilli sína þúsund sinnum argari en brest hins málhalta.“ (Jón Vídalín, 1666-1720, úr Hússpostillu.) Herra Ólaf, huggara má þig kalla, þú lést falla foma stalla og braust í sundur bölvuð hof. Refsa léstu rán og stuldi alla, réttum dómi vildir eigi halla; efldir þann veg Jesú lof, logi kom rauður, en upp gekk auður, jafnan dóm fékk ríkur og snauður. Þann lá dauður er þess var trauður, lýðum þótti loginn við of. (Gunni Hallsson Hólaskáld, 1455-1545.) „Þetta gamla tungumál er það eina sem íslands þjóð hefir eftir af sínum fyrri blóma. Hennar makt og eigin stjórn er farin, hennar skóg- arrækt og akuryrkja er engin. Hennar skipagangur og rík- dómur er ekki töluverður; ekkert er eftir henni til ágæt- is nema sú en forna tunga sem allar þjóðir á Norður- löndum þurfa að stunda til þess að útskýra vel sín eigin tungumál. Þykir því vel vert að bera sig að vanda hana af ýtrasta megni og láta hana ekki umbreytast í neinu né spillast eður tapast af hirðu- leysi, og að vaka yfir því er einmitt þessa félags [Bók- . menntafélagsins] tilgangur og áform.“ (Rasmus Kristján Rask í ræðu 1828.) Hundurinn Jökull, hann er svo vökull að hann heyrir í lús sem læðist á mús sem læðist hinumegin í dalnum. (Þorsteinn Valdimarsson 1918-1977.) Þistill kvað: Verði læða grenlæg á góu, gýtur hún yrðling með rófu, og skott verður til líkt og skrautblóm við yl, en tagl vex að hausti á tófu. Af seinheppn- um lukkuriddara _________Leiklist_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Leikfélag Hveragerðis frum- sýndi í Grunnskóla Hveragerðis „Lukkuriddarinn“ eftir J.M. Synge Leiksvið: Rúnar Sigurðsson Búningar: Sigrún Bjarnadóttir Undirleikur: Anna Jórunn Stef- ánsdóttir, Þórhallur Hróðmars- son og Sævar Helgason Þýðandi: Jónas Arnason Leikmynd og leikstjórn: Ragn- hildur Steingrímsdóttir Lukkuriddari Synge var frum- sýndur í Dublin fyrir áttatíu og tveimur árum og munu viðbrögð áhorfenda hafa verið í harkalegra lagi - þurfti að hætta sýningu í miðjum klíðum vegna háreysti og slagsmála. Tvö fyrri leikrit höf- undarins höfðu fengið ámóta kröftugar móttökur að mér skilst en reiðin mun þó hafa verið hvað heitust þegar Lukkuriddarinn var leiddur fram. Kannski ekki undar- legt þótt landar Synge ættu erfitt með að kyngja þeirri mynd sem hann dró upp af þeim. En fáeinir urðu til að lofa leik- ritið strax í upphafi, þar mun þekktastur George Moore, írski skáldsagnahöfundurinn, og kvað hann svo sterkt að orði að segja þetta merkilegasta verk sem fram hefði komið í þúsund ár. Leikurinn gerist á krá Michael James sem er að búast til að fara í erfidrykkju með tveimur vinum sínum og er tilhlökkunin mikil enda reynist þetta með herlegri jarðarförum. Dóttirin er heitbund- in hinum kauðska og sannkristna Shawn og það er ekki beinlínis hagstætt að skilja hana eftir á dimmu vetrarkvöldi enda hefur spurst til skuggalegs náunga í grenndinni. Það reynist vera Chri- stofer Mahon, hann er niðurbrot- inn og aumur í fyrstu því hann hafði nýlega kálað föður sínum. Það verður uppi fótur og fít á kránni; það er ekki á hveijum degi að þorpsbúum gefst kostur á að sjá mann sem hefur unnið slíkt afrek. Við þessa aðdáun færist Christofer í aukana og magnar upp frásögnina svo hann veit varla lengur hvað er satt og hvað logið. Þá er ekki verra að heimasætan heillast af honum, hún sér að hér er kominn lukkuriddari lífs henn- ar. En svo birtist hinn dauði pápi á svæðinu, óður af bræði að leita sonarins sem hafði lamið hann í hausinn. Eftir nokkrar flækjur sem tilheyra fer heldur betur að renna glansinn af lukkuriddaran- um. Hann ákveður að endurreisa sig í augum unnustunnar og þorpsbúa og drepur pabbann öðru sinni. En það vekur ekki fögnuð að verða vitni að glæp þó það sé kannski hægt að dást að honum úr fjarska. Bíður nú piltsins ekki annað en henging, því þorpsbúar eru æfir, sennilega fyrst og fremst fyrir að þeir hafa látið hafa sig að fíflum, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. En Christofer tekst ekki betur til í annarri tilraun og verður að snúa heim með föðurn- um og Peegen lítur ekki við honum framar. Frammistaða leikara var svona upp og ofan eins og gengur hjá áhugahópum. Leikstjóri leggur áherslu á ærsl og skop, framsögn var góð hjá ýmsum leikaranna og staðsetningar sömuleiðis. Margrét Ásgeirsdóttir var stúlkan Pegeen Mike og tókst ágætlega, var rétt manngerð og yfirdreif ekki í reiði eða gleði. Unnustinn er í höndum Steindórs Gestssonar og vakti oft hlátur, Magnús Stefánsson var faðirinn ódrepandi, skörulegur á velli og gervi hans gott. Björgvin Ásgeirsson hefði mátt láta meira að sér kveða í hlutverki lukkuridd- arans en átti ágæta spretti. Ýmsir fleiri komu við sögu og allir skemmtu sér vel. Hljóðfæraleikur var prýðilegur. Leikmynd Ragn- hildar var kannski full stílhrein en hafði líka þá kosti að sviðið varð ekki yfirhlaðið. Leikfélag Hveragerðis er eitt margra áhugaleikfélaga .sem er gaman að fylgjast með og sjá sýn- ingar þess. An efa mun Lukku- riddarinn'eiga góða daga á sviði þeirra Hvergerðinga á næstunni. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmdastjóri EINAR ÞÓRISSON LONG, Sölumaður KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. löggilturfasteignasali Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Góðar eignir - hagkvæm skipti Látraströnd. Glæsil. einbhús um'225 fm með sólskála og bílskúr. Birtingakvísl. Nýtt og glæsil. raðhús um 160 fm, næstum fullg. Fijótasel. Glæsil. endaraðhús með 6 herb. íb. á tveimur hæðum. Á jarðhæð má gera litla séríb. Góður bílskúr. Skipti mögul. fyrir eignir þessar. Vinsamlegast leitið nánari uppl. Hentar fyrir smið eða laghentan 5 herb. sérhæð í þribhúsi við Digranesveg, Kóp. Allt sér. Bílskréttur. Þarfnast endurbóta. Mikið útsýni. Laus 1. mars nk. Sanngjarnt verð. 3ja og 4ra herb. góðar íb. við: Dalsel, Snorrabraut, Sporhamra, Dunhaga, Rauðarárstíg, Hraunbæ. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Wýendurbyggð - allt sér 4ra herb. íb. 102 fm nettó á vinsælum stað í Gbæ. Bílskréttur. Hagkvæm skipti Til kaups óskast 4ra-5 herb. góð íb. helst í Fossvogi eða nágrenni. Til sölu 2ja herb. stór úrvalsíb. á 1. hæð í Fossvogi með útsýni. Útborgun við kaupsamning 5-8 millj. Sem næst miðborginni óskast einbýli eöa sérhæð 140-180 fm. Rétt eign verður borguð út. Afhending samkomulag. Opiðídag kl. 10-16. 4ra-5 herb. íb. óskast í Kóp. gegn staðgreiðslu. AIMENNA FASTEIBNA5ALAH LAUGAVEG118 SÍMAR 21150 - 21370 Sinfóníutónleikar ________Tónlist____________ RagnarBjörnsson Þrátt fyrir góða menntun og mikil áhrif á rússnesk tónskáld hafa ekki allar tónsmíðar Glinka orðið langlífar. Óperumar tvær „Lífið fyrir Zarinn“ og „Russlan og Ljudmila“ eru líklega þau verk Glinka sem best hafa haldið lífí enda þær uppsprettur sem t.d. hinir „fimm stóm“ sóttu í sinn þjóðlega stíl og þekkingu. En áhrif Glinka teygðu sig miklu lengra jafnvel til Tsjaikov- skij og Stravinskys. En tónleika- gestum í lok tuttugustu aldarinn- ar þykir Kamarinskaja Fantasían e.t.v. ekki þétt ofm tónsmíð, en hún býr þó yfir töfmm sem koma í ljós við snilldarleik einleiks- hljóðfæranna, og honum brá fyr- ir hjá blásurunum. Þegar Khatsaturian var ein- hveiju sinni spurður hveijir hefðu haft mesta þýðingu fyrir þroska hans svaraði hann fyrst Lenín og Stalín, síðan taldi hann upp nokkra evrópska rithöfunda og síðast nefndi hann nokkur lið- in tónskáld. Kannast nokkur við sambærileg svör? En hvað um það, frammistaða Selmu Guð- mundsdóttur í píanókonsert Khatsaturians var glæsileg og bar engin merki þess að um deb- ut-tónleika hafi verið að ræða, en þetta mun vera í fyrsta skipti sem Selma leikur einleik með hljómsveitinni í Háskólabíói. Vit- anlega naut hún þess að hafa leikið konsertinn áður, bæi hér heima og erlendis en það er nú einmitt það, sem einleikari þarf, að fá tækifæri til að flytja sama verkið aftur og aftur á opin- beram tónleikum, þannig og að- eins þannig kemur í ljós allt það sem flytjandinn hefur að segja og gefa. Tæknin var mjög góð og öryggið yfir flutningnum slíkt að aldrei bifaðist. Stutt sóló- strófa hjá fyrsta sellista verður einnig minnisstæð úr flutningn- um og leitt er ef hljómsveitin nýtur ekki áfram Kuziemsku- Slawek sem settist í sæti Péturs okkar Þorvaldssonar. „Hin stóra“ í c-dúr eftir Schu- bert er ekki auðveldari í flutn- ingi nú en þegar til stóð að flytja Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari. hana í fyrsta skipti og var vísað frá á þeim forsendum að hún væri of erfið í flutningi. Stjórn- andinn James Lockhart reyndi aldrei að þvinga fram spil eða túlkun hjá hljómsveitinni sem ekki var eðlilega og án allrar „forseringar“ og því varð leikur hljómsveitarinnar og samhljóm- ur oft mjög fallegur. En í Schu- bert er hver tónhending eins og andvarp úr ljóði og þar vantaði kannske eitthvað á til að næði innri eyrum áheyrenda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.