Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.04.1990, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/fiTVINNULÍF FIMMTUD’A'GUR &. APRÍL 1990 Kaupfélag Hagnaður afrekstri KASK 47,5 milljónir á síðasta ári Nauðsynlegt að íhuga alvarlega hvort félagið þjóni hagsmun- um eigendanna í því formi sem nú er, segir Hermann Hans- son, kaupfélagsstjóri HAGNAÐUR af rekstri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga (KASK) var 47,5 milljónir á síðastliðnu ári sem eru mikil umskipti frá árinu áður þegar félagið tapaði 111,8 milljónum. Veltúfé frá rekstri eða Qármagnsmyndun nam 111 milljónum króna en árið áður tók rekstur- inn til sín 44 milljónir að því er fram kemur í ársskýrslu KASK fyr- ir árið 1989. Hermann Hansson, kaupfélagssljóri, segir i inngangsorð- um sinum í ársskýrslu KASK að nauðsynlegt að íhuga alvarlega hvort félagið þjóni hagsmunum eigendanna með því formi sem nú er eða hvort vilji sé fyrir róttækum breytingum. Aðalfundur félags- ins verður haldinn næstkomandi laugardag, þann 7. april. KAUPFÉLAGIÐ — Afkoman hjá Kaupfélagi Austur-Skaft- fellinga á síðasta ári var betri í öllum greinum en árið á undan. Er það m.a. rakið til hagstæðari ytri skilyrða og sérstakra aðgerða til spamaðar og tekjuaukningar. Rekstrartekjur KASK námu alls 2.309 milljónum á síðasta ári og heildareignir voru 1.735 milljónir í árslok. Betri afkoma í rekstrinum í fyrra hafði þau áhrif að eigið fé jókst um rösklega 96 milljónir og var eiginfjárhlutfall í árslok 22,2% samanborið við 18,9% árið áður. Veltuíjárhlutfall hækkaði úr 0,84 í 0,96. I inngangsorðum Hermanns Hanssonar í ársskýrslu félagsins kemur fram að afkoman í öllum greinum rekstrar KASK var betri en árið á undan. Hann bendir á að þótt ytri skilyrði hafi ótvírætt haft áhrif til bættrar afkomu sé ekki vafi á að markvissar aðgerðir til spamaðar og tekjuaukningar hvar- vetna í rekstrinum hafi einnig haft vemleg áhrif. Það hafi raunar verið ljóst strax á miðju ári 1988 þegar illa horfði um reksturinn, að að- gerða var þörf og reynt hafi þá verið markvisst reynt að draga úr kostnaði og auka tekjur. Þær að- gerðir hafi hins vegar ekki skilað teljandi árangri fym en kom fram á árið 1989. Fiskvinnslan skilaði hagnaði að fjárhæð 71 milljón í stað 44 millj- óna halla árið 1988. Batnandi markaðsaðstæður, aukin gæði og verðmæti framleiðslunnar og aukin afköst starfsfólksins era að mati Hermanns Hanssonar þeir þrír meginþættir sem gerðu þessa af- komu mögulega. Móttekið hráefni til vinnslu minnkaði hins vegar umtalsvert. milli ára. Þannig minnk- aði botnfiskaflinn úr 12.500 tonn- um í 10.900 tonn og humaraflinn úr 149 tonnum af humarhölum í 105 tonn. Ástæður þessa vora bæði minni aflakvóti og færri skip í við- skiptum. Verulega dró úr rekstrartapi í verslun í verslunarrekstri KASK varð ennfremur breyting á afkomunni til batnaðar. Þannig varð hagnaður fyrir hlutdeild í sameiginlegum kostnaði 6,8 milljónir miðað við 13.4 milljóna tap árið 1988. Á sama tíma jukust almenn rekstrargjöld einungis um 1%. Eftir þátttöku í sameiginlegum kostnaði nam rekstrartap verslunar á síðasta ári 11.4 milljónum samanborið við 39 milljóna tap árið áður. Hermann bendir á í ávarpsorðum VEGNA samdráttar í innflutn- ingi á vörum sem geymdar eru í Tollvörugeymslunni varð fækk- un í innlögnum og úttektum hjá Tollvörugeymslunni annað árið í röð. Fjöldi úttekta á síðasta ári var 67.650 á móti 82.505 á árinu áður. Tekjusamdráttur varð verulegur og þurfti að grípa til mikilla sparnaðaraðgerða m.a. með fækkun starfsfólks. Tókst að draga úr kostnað þannig að rúmlega 7 milljóna króna hagn- aður varð af rekstrinum. Þetta kemur m.a. fram í ársskýrslu sínum í ársskýrslunni að oft sé rætt um þjónustuþáttinn í rekstri kaupfélagsins, ekki síst í verslunar- greinum, og talin skylda að veita þjónustu sem afar ólíklegt sé að muni standa undir sér. Þá segir orðrétt: „Við hljótum hins vegar að spyija. Ber okkur ekki meiri skylda til þess að skila hagnaði, heldur en að veita þjónustu sem vitað er að er með tapi. Ef áfram verður hald- ið á svipaðri braut í verslunar- rekstri kaupfélagsins á þessu ári eins og var á síðásta ári er þess að vænta að við getum skilað betri rekstrarniðurstöðu. En vera kann að einhvers staðar sé nauðsynlegt að draga úr þjónustu." Afkoma í landbúnaðarrekstri fé- lagsins var eins og í öðram greinum mun betri árið 1989 en árið áður. Með því að leggja niður rekstur mjólkursamlagsins á Djúpavogi náðist fram verulegur sparnaður. Árið 1988 var halli á því samlagi 6,9 milljónir en nú féll sá halli nið- ur. Samlagið á Höfn var rekið með Tollvörugeymslunnar en aðal- fundur fyrirtækisins var haidinn síðastliðinn fimmtudag. Rekstrartekjur Tollvörageymsl- unnar námu 90,5 milljónum á síðastliðnu ári og vora heldur minni en á árinu áður þegar þær vora 93.5 milljónir. Rekstrargjöld námu 90.2 milljónum og jukust úr 84,7 milljónum frá árinu áður. Hreinar fjármagnstekjur námu 3,6 milljón- um og einnig var tekjufærð lækkun á tekjuskattsskuldbindingu að fjár- hæð tæplega 4 milljónir vegna upp- lausnar á ráðstöfunum fyrri ára. Eigið fé Tollvörugeymslunnar var 152,8 milljónir í árslok eða 58,8% af heildareignum félagsins. Af um 260 milljón króna heildar- eignum vora fastafjármunir 247,8 milljónir en veltufjármunir 12,2 milljónir. Skammtímaskuldir voru samtals 28,7 milljónir og langtíma- skuldir 62,2 milljónir en alls jukust skuldir úr tæpum 8 milijónum í 62.2 milljónir. Stafar það af lang- tímaláni sem tekið var hjá Reykjavíkurhöfn á síðasta ári að fjárhæð 63,2 milljónir. Við athugun á fjármagnsstreymi í ársreikningi Tollvörugeymslunnar kemur í ljós að reksturinn skilaði 20.6 milljónum í veltufé samanborið við 26,1 milljón árið áður. Með nýju langtímaláni og innborguðu hlutafé var uppruni fjármagns samtals tæp- lega 84 milljónir. Ráðstöfun fjár- magns var samtals 96,7 milljónir og munar þar mest um gatnagerð- argjöld lóðarinnar við Kleppsvík að fjárhæð 70,2 milljónir. Hreint veltufé dróst því saman um 12,8 milljónir og versnaði greiðslustað- an. Veltufjárhlutfall var 0,83 í upp- hafi ársins en 0,43 í lok ársins. Framkvæmdir á Kleppsvíkursvæðinu Eins og komið hefur fram hér í blaðinu hefur Tollvörageymslunni verið úthlutað 4,6 hektara svæði í tæplega 14 milljóna halla samanbo- rið við 13,3 milljóna halla árið áð- ur. Þessi halli hafði þó ekki bein áhrif á rekstur KASK þar sem Verðmiðlunarsjóður mjólkur hefur greitt rekstrarhalla samlaganna. Rekstrarafkoma sláturhússins var ennfremur mun betri á síðasta ári en árið á undan. Reksturinn skilaði 3,8 milljónum upp í sameig- inlegan kostnað en árið áður var 3,9 milljóna rekstrarhalli. Kleppsvík (sunnan við Miklagarð) á athafnasvæði Reykjavíkurhafnar og hefur lóðasamningur verið undir- ritaður. Hagkvæmniathugunum hefur verið haldið áfram á hentug- asta byggingar- eða rekstrarformi fyrir byggingar á Kleppsvíkurlóð- inni. Á aðalfundinum lagði stjórnin til að heimild yrði veitt til 70 millj- ón króna hlutafjáraukningar sem yrði notuð ef til byggingarfram- kvæmda kæmi á Kleppsvíkursvæð- inu. Ekki voru hins vegar nægilega margir hluthafar mættir til að sam- þykkja slíka tillögu þannig að boða verður til sérstaks hluthafafundar. Júlíus S. Olafsson, stjórnarform- aður Tollvörageymslunnar, víkur nokkuð að möguleikum gegnum- Er samvinnufélagsformið úrelt? Hermann Hansson, víkur nokkuð að samvinnufélagsforminu í inn- gangsorðum sínum. Bendir hann á að erfiðleikar í rekstri Sambands ísl. samvinnufélaga og kaupfélag- anna hafi orðið til þess að menn velti fyrir sér hvort formjð sé úrelt, hvort samvinnuhugsjónin sé dauð og hvað eigi að taka við. Þá segir orðrétt: „Hið gamla form sáluhjálp- flutninga (transit) hér á landi í greinargerð sinni í ársskýrslu fé- lagsins fyrir síðasta ár og segir þar orðrétt: „Enn era í gildi hér á landi lög og reglur, sem era veruleg hindrun til áframhaldandi þróunar nýrra viðskiptaforma t.d. gegnum- flutninga (transit). Einnig vantar að móta reglur um frísvæði þ.e. um fiutning vöru inn á frísvæði og hvaða reglur eigi að gilda um geymslu vara, flutning og aðvinnslu á frísvæðinu. Sökum þess, að þess- ar reglur skortir eru ónýttir útfíutn- ingsmöguleikar fyrir íslensk fyrir- tæki sem vildu hefja viðskipti með vörur frá Bandaríkjunum til Evrópu eða frá A-Evrópu til Banda- ríkjanna."______________________j Hlutabréf Nauðsyn á lögnm um innherjaviðskipti Það er mikilvægt að einstaklingar sem búa yfir viðkvæmum upplýsingum sem eru yfirleitt ekki opinberar geti ekki nýtt; sér upplýsingarnar og skaðað aðra hluthafa og Qárfesta. Sérfræðing- ar Enskilda Securíties benda meðal annars á þetta í skýrslu sinni um islenska hlutabréfamarkaðinn frá því í mars 1988. Skýrslan var unnin á vegum Seðlabankans og Iðnþróunarsjóðs. í umræddri skýrslu segir að lög um innheijaviðskipti (insider trading), geti dregið úr viðskipt- um, þar sem margir hluthafar geti orðið innheijar, en þetta eigi eftir að reytast eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn þróist. ímynd markaðarins sé mun mik- ilvægari en spumingin um við- skipti. „Við leggjum því til að lög um innheijaviðskipti í almenn- ingshlutafélögum verði sett.“ Lagt er til að innheija sem býr yfir óopinberum viðkvæmum upplýsingum verðu bannað að notfæra sér þær við kaup og sölu á hlutabréfum f viðkomandi fyrirtæki. Innheijar era stjórn- endur og starfsmenn eða fyrir- tæki, eða hver sá sem vegna við- skipta (s.s. lögfræðingur og end- urskoðandi fyrirtækis), hefur aðgang að upplýsingum. Sama ætti einnig að gilda um þá sem vegna stöðu sinnar búa yfir upp- lýsingum, jafnvel þótt þeir sé ekki tengdir viðkomandi fyrir- tæki. Þegar talað er um upplýsingar í þessu sambandi er átt við upp- lýsingar sem er ekki opinberar, en gætu haft áhrif á gengi hluta- bréfa ef þær yrði kynntar al- menningi. Aðalfundur Tollvörugeymslan með hagnað þrátt fyrir mikinn tekjusamdrátt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.