Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 07.04.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LÁUGARDAGUR 7. APRIL 1990 Sigríður A.M. Krist- jánsdótar Fædd 13. janúar 1907 Dáin 21. mars 1990 Dagur er að kveldi kominn og lífshlaupinu er lokið. Ég minnist fósturmóður minnar en hún lést 21. mars 83 ára að aldri. Sigríður mamma, en það kallaði ég hana alltaf, var dóttir hjónanna Gunn- jónu Einarsdóttur (d. 1941) og Kristjáns Sigurðssonar (d. 1959) bónda á Norðureyri við Súganda- fjörð. Þorleifur er elstur barna þeirra. Hann lærði húsasmíði, en er nú búsettur hjá dóttur sinni á Breiðdalsvík. Þá eignuðust þau Sigríði sem hér er minnst og Guð- rúnu sem er yngst og búsett á Akranesi. Gunnjóna var áður gift Þorleifi Sigurðssyni og bjuggu þau einnig á Norðureyri. Hann lést -Mmnmg árið 1902. Þeirra börn voru Guðni Jón bóndi í Botni Súgandafirði, Þórlaug Valdís og Sigurður. Þau eru öll látin. Mamma ólst upp á Norðureyri ásamt systkinum sínum og vann við þau störf sem tilheyra búskap. Um tvítugsaldur tór hún til ísafjarðar og lærði karlmannafatasaum, og bjó hún að því síðar er hún saumaði allan fatnað á sitt heimilisfólk. Árið 1931 giftist Sigríður mamma Guð- mundi Pálma syni Pálma Lárenz- ínussonar og Sesselju Jónsdóttur en þau bjuggu í Botni í Súganda- firði. Guðmundur er ekkill eftir Sól- veigu Guðmundsdóttur afasystur mína ættaða úr Amarfirði. Þau hjónin settust að í húsi á Suður- eyri sem Guðmundur hafði byggt, en hann var smiður góður. Ég man eftir mörgum árabátum sem hann smíðaði af eipstakri list við lélegar aðstæður. Árið 1932 tóku þau mig í fóstur, Sigríður og Guð- mundur, þá sex mánaða gamla og var það vegna veikinda móður * Arndís A. Baldurs Blönduósi — Minning Fædd 30. október 1899 Dáin 31. mars 1990 Arndís Ágústsdóttir Baldurs fæddist á Saurbæ í Vatnsdal en þar bjuggu þá foreldrar hennar Ólafía Theódórsdóttir og Ágúst Blöndal, þau fluttust síðar að Hlaðhamri í Hrútafirði og bjuggu þar í nokkur ár. Arndís eða Dúfa eins og hún var kölluð ólst svo upp að nokkru leyti á Borðeyri hjá ömmu sinni og afa, Arndísi Guðmundsdóttur og Theó- dór Ólafssyni, en foreldrar hennar fluttu til Seyðisfjarðar. Fór Dúfa til þeirra og var hjá þeim í þrjú ár eða fram yfir fermingu, þá fór hún aftur til Borðeyrar og var þar hjá móðurfólki sínu fram undir tvítugt en fluttist þá til Blönduóss með Arndísi ömmu sinni sem fór til dval- ar hjá börnum sínum þar. Eftir að Dúfa kom til Blönduóss hóf hún nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. Á Blönduósi kynntist hún manni sínum Jóni S. Baldurs, síðar kaupfé- lagsstjóra, og gengu þau í hjóna- band 30. maí 1922. Allan sinn bú- skap bjuggu þau á Blönduósi, að undanskildu einu ári er þau bjuggu í Reykjavík. Búskap sinn hófu þau í litlum torfbæ er hét Enniskot og stóð á sjávarkambi yst í þorpinu. Þar eignuðust þau tvö börn, Theód- óru Arndísi f. 22.12. 1923 gift Knúti Berndsen búsett á Blönduósi. Þau eiga fjóra syni. Jóhann Frímann f. 29.03. 1926 kvæntur Ásu Þorvaldsdóttur. Þau eru búsett í Kópavogi og eiga þijá syni. Ég kynntist Dúfu er hún var rúmlega fimmtug og kom fyrst á heimili hennar sem tilvonandi tengdadóttir, en Jón og Dúfa bjuggu þá í kaupfélagsstjórahúsinu og bar heimili þeirra vott um að þar réði ríkjum kona sem kunni til heimilisstarfa. Dúfa var einstaklega myndarleg húsmóðir og bjó manni sínum og börnum fallegt og gott heimili og þangað var maður alltaf velkomin. Gestagangur var mikill hjá þeim hjónum, einkanlega þau ár sem Jón var kaupfélagsstjóri og veit ég að margir eiga góðar minningar frá samverustundum á heimili þeirra enda eignuðust þau marga góða og trygga vini sem þau mátu mikils. Dúfa hafði mjög gaman af því að rifja upp minningar frá liðnum tíma sérstaklega frá þeim tíma er allt starfsfólk Kaupfélagsins kom í morgunkaffi til hennar á hveijum degi meðan þau bjuggu í gamla kaupfélagshúsinu. Einnig höfðu þau þann sið að bjóða til sín öllu starfsfólki og fjöl- skyldum þeirra á gamlárskvöld og var þá oft glatt á hjalla, en Dúfa sór sig í Blöndalsættina, skapmikil, lífsglöð og hafði yndi af söng og hljóðfæraslætti.; Þau hjónin voru með afbrigðum barngóð og voru barnabörnin þeim til mikillar ánægju einkum dóttur- börnin sem nutu þeirrar gæfu að alast upp í nábýli við þau. Árið 1958 hætti Jón störfum sem kaupfélagsstjóri, vegna vanheilsu, en þá höfðu þau reist sér hús að Húnabraut 24 og bjuggu á efri hæðinni en á neðri hæðinni var bókabúð Kaupfélagsins sem Jón sá um þar til hún var flutt í nýbygg- ingu Kaupfélagsins. Jón andaðist árið 1971. Dúfa bjó áfram í húsi þeirra, en fluttist í íbúð fyrir aldraða í Hnitbjörgum • þegar þær voru teknar í notkun. Þegar heilsu hennar fór að hraka flutti hún á ellideild Héraðshælisins og dvaldi þar síðustu árin þakklát og sátt við hlutskipti sitt. Dúfa naut bestu úmönnunar starfsfólks Héraðshælisins þann tíma sem hún dvaldi þar. Einnig naut hún alla tíð innilegrar um- hyggju dóttur sinnar og fjölskyldu hennar. Að leiðarlokum er mér efst í huga þakklæti til Dúfu fyrir ástúð og umhyggju er hún sýndi mér og fjölskyldu minni alla tíð og aldrei féll neinn skuggi á. Blessuð sé minning Arndísar Baldurs. Ása Þ. Baldurs Nú er elsku Dúfa farin til Jóns, eftir langa ævidaga. Alltaf skal ég minnast þess, hve hún hefur verið mér góð frá því að ég fluttist hing- að í Húnavatnssýslu. Hún var mér sem besta fósturmóðir alla tíð. Ég get aldrei þakkað sem skyldi. Guð blessi hennar sál. Ég heyrði Jesú himneskt orð: „Kom, hvíld ég veiti þér. Þitt hjarta er mætt og höfuð þreytt, því halla að bijósti mér.“ (Stef. Thor.) Hinstu kveðjur. Brigitta Vilhelmsdóttir Lítilli dóttur minni þótti það sorg- legt á tímabili þegar sólin gekk til viðar og sagði þá jafnan snöktandí: „Ég vil ekki að sólin fari frá mér.“ Þessi barnslegi tregi kemur mér í huga nú þegar Dúa mín er dáin. Líf okkar er líkt einum sólar- gangi, á milli sólarupprásar og sól- seturs. En harla misjafnt er hve okkur tekst að bægja skýjum frá birtunni í huga okkar og láta hið hlýja og góða í okkur skína á aðra. Arndís Baldurs var sólargeisli í mínu lífi. Við urðum vinir þegar ég var á Blönduósi um tveggja ára skeið fyrir 24 árum. Þá var ég 25 ára grænjaxl en hún „gömul kell- ing“ eins og hún tók svo oft til orða. Við áttum afar indælar stundir saman. Jón Baldurs eiginmaður hennar var valmenni og með skemmtilegustu mönnum. Ég sótti til gömlu hjónanna, og á föstudags- kvöldum bauð Jón upp á „bein- verkjameðal" og Dúa sínar óviðjafn- anlegu pönnukökur. Á þessum hæglátu stundum kynntist ég öð- lingunum Dúu og Jóni Baldurs. Þau áttu í mér hvert bein. Svo liðu árin. Ég var erlendis þegar vinurinn Jón Baldurs kvaddi þennan heim. En eftir heimkomu lágu leiðir mínar alloft um Blönduós og í hvert sinn sem ég sótti Dúu heim varð innilegur fagnaðarfund- ur. Vináttan var traust og einlæg. Oft hef ég hugsað til þess hve ríka mynd Dúa hefur gefið mér af ind- ælli formóður sem í gegnum aldirn- ar hefur treyst sálarþrek barna og fullorðinna með nærveru sinni, jafn- vel ómeðvitað. Sólargeislarnir sem skinu frá Dúu Baldurs eru mér hjartfólgnir og munu ætíð slá bjarma á hugar- fylgsnin þótt sól hennar hafi til við- ar gengið. Blessuð veri minning Jiennar. Guðmundur P. Ólafsson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og út- för föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GUÐJÓNS ÁRNASONAR vélstjóra, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Ölduslóð 6. Árni Guðjónsson, Auður Guðjónsdóttir, Sigríður Alexanders, barnabörn og barnabarnabörn. Lilja Guðjónsdóttír, Guðbjartur Þormóðsson, minnar. Ég ólst upp hjá þeim til 14 ára aidurs, er ég fluttist að vestan og fór að vinna fyrir mér. Ég var alltaf eins og eitt af börn- um þeirra Guðmundar og Sigríðar og fann aldrei annað en ég væri það. Eftir að ég fór að heiman var sambandið við þau alltaf einlægt og hlýtt á meðan þau lifðu. Ári eftir að þau tóku mig í fóstur eign- uðust þau soninn Pálma Jón. Hann er sjómaður og búsettur í Reykjavík. Fimm árum seinna eignuðust þau dótturina Sólveigu Sigurborgu. Hún er gift Sævari Guðmundssyni bónda, eiga þau tvö fósturbörn og búa að Arnarholti í Borgarfirði. Þegar Gunnjóna lést árið 1941, erfði Sigríður eftir móður sína eina kú og nokkrar kindur, ásamt jarð- arpörtum í Staðardal. Kristján fað- ir hennar bauð þeim hjónum að koma þangað yfír og búa þar í eitt ár sem þau og gerðu. Þau seldu húsið á Suðureyri og fluttust að Norðureyri. Ég minnist þess á því ári sem við áttum heima þar, að mamma las fyrir mig úr bréfi frá Jóni föður mínum. Hann var þá búsettur á Akranesi og vildi taka mig til sín. Ég sá viprur fara um andlitið á mömmu og tár blika í augum. Þá sagði ég henni að ég vildi ekki fara. Þetta var ekki rætt meira og ég fór ekki. Árið 1942 var flust út í Staðardal með okkur börnin og þann bústofn sem áður er getið. Guðmundur fóstri minn hafði einnig átt þar land. Það var í mikið ráðist því þar var ekkert fyrir nema jarðarpartarnir fyrrnefndu. Það voru einnig erfið- ir tímar því stríðið frá 1939 stóð enn. Matvara var skönjmtuð út á seðla og almennur skortur á því sem við teljum nauðsynjar í dag, enda þróunin ekki orðin slík og búskaparhættir öðruvísi. Þá var eingöngu notast við orfið og hrífuna. Þarna í Staðardalnum var bærinn Sólstaðir byggður við árós. Það má segja að býlið hafi verið byggt með höndunum einum sam- an. Erfiðið var óskaplegt og lífsbaráttan hörð, en hugsunin var _____________________________4v að vera sjálfum sér næg og standa fyrir sínu. Og það gerðu þau hjón- in á Sólstöðum. Mamma var dugnaðarforkur, stóð að slætti með orfi og ljá jafnt og rakstri. Það kom oftar í hennar hlut að sækja matföngin inn á Suðureyri og bar hún þau sjálf út í dalinn í allskonar færð og veð- rum. Seinna breyttist það er hún fékk traktor. Hún ók sjálf og tók það af henni matarburðinn. Mamma var ákaflega vinnusöm og féll aldrei verk úr hendi. Hún saumaði og pijónaði á okkur allan fatnað frá toppi til táar. Hún átti stóra pijónavél og tók að sér pijónaskap fyrir konurnar á Suð- ureyri. Iðulega fór hún á fætur seinni part nætur og var þá búin að pijóna nokkrar flíkur þegar aðrir vöknuðu. Var því nóttin oft stutt og dagurinn langur. Margir áttu leið í Staðardalinn. Mamma fylgdist vel með því sem var að gerast í þjóðlífinu og ræddi þau mál gjarnan við þá sem bar að garði og hafði á þeim ákveðnar skoðanir sem ekki varð haggað. Mamma stóð við hlið fósturföður míns alla tíð eins og kletturinn í hafinu, hugsaði um hann og hlúði að honum eftir bestu getu síðustu æviár hans er hann var farinn að kenna heilsubrests, en hann lést í mars 1982 þá 93 ára að aldri. Eftir að mamma varð ekkja flutt- ist hún á dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi og dvaldi þar síðustu árin. Það er svo í sama mánuði átta árum seinna sem hún kveður þetta jarðlíf, farin að heilsu og kröftum. Hún verður jarðsétt við hlið mannsins síns í Staðardalnum, þar sem þau störfuðu og lifðu lífinu saman. Þar sem sólin skín bjartast og bárurnar leika við ströndina. Elsku mömmu minni vil ég þakka fyrir það sem hún var mér þegar ég þurfti mest áð að halda, ^ hún studdi mig fyrstu sporin mín, leiddi mig fyrstu æviárin og var bakhjarl minnar bernsku. Blessuð sé minning hennar. Sólveig Jónsdóttir Mikil útbreiðsla DANFOSS ofnhitastilla á Islandi sýnir að þeir eru í senn nákvæmir og öruggir. Æ fleiri gera nú sömu kröfur til baðblöndun- artækja og velja hitastilltan búnað frá DANFOSS. Með DANFOSS næst kjörhiti á heimilinu Þú stillir á þægilegasta hitann í hverju her- bergi og DANFOSS varðveitir hann nákvæm- lega. Og i baðinu ertu alltaf öruggur með rétta hitann á rennandi vatni, ekki síst fyrir l'rtla fólkið þitt. Aukin uel/iðon, lcegriorkukostnaður. = HÉÐINN = SELJAVEGI 2, SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER DANFOSS . VEIT HVAD ÞU VILT!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.