Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 13.05.1990, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. MAI 1990 HERGALAR eftir Svein Guðjónsson GAUKUR VAR að útsetja þegar ég kom. Hann sat með heyrnartól við hljóðgervil og heyrði ekki þegar ég bankaði svo að ég gekk bara inn. „Þetta eru lög eftir Jón Múla sem ég er að útselja fyrir Sin- fóníuna," segir hann þegar ég sjiyr hvað hann sé að gera. Olafúr Gaukur hefúr um ára- bil verið áberandi í íslensku dægurtónlistarlífí, allt frá því er hann stóð á hljómsveitar- pallinum með KK-sextettnum forðum daga. Á seinni árum hefúr hann vakið athygli fyrir útsetningar og nú síðast skaut nafni hans upp á jólaplötu fyrir síðustu jól og hljómplötu Sykurmolanna, þar sem hann útsetti blásturshljóðfærin í lagmi^idal Wave. Æ v umir stunda útsetning- \ ar af innri þörf eða af gamni sínu og allt gott um það að segja. Eg hef afskaplega i gaman af því að út- setja en eyði þó ekki tíma í það nema tilgangurinn sé augljós. Ég held ég hafi aldrei út- sett lag sem ekki hefur verið flutt,“ segir Olafur Gaukur þegar ég spyr hann nánar út í útsetningarnar. „Ég útsetti eitt sinn fyrir stórsveit Ríkisútvarpsins og þar á meðal lag fyrir Björku, söngkonu Sykurmol- anna. Hún hafði gaman af þessu og ég líka, enda er alltaf gaman að vinna með góðum listamönnum eins og henni. Ég geri því ráð fyrir að hún hafi munað eftir þessu þeg- ar að því kom að fá útsetjara fyrir Tidal Wave. Þau voru stödd í hljóð- veri úti í Englandi þegar mér barst beiðnin og ég þurfti að hafa snögg- ar hendur og senda útsetninguna um hæl á telefaxi. Hún þótti brúk- leg og lagið var tekið upp strax um kvöldið að ég held.“ Nú er talsvert langur vegur frá KK-sextettinum til Syk-urmol- anna . . . ? „Nei, þetta er allt sama músíkin þegar allt kemur til alls. Ég hefði aiveg eins getað verið að skrifa þetta fyrir KK-sextettinn. Sannleik- urinn er sá að það er minna bil á milli KK og þess sem verið er að gera í dægurtónlistinni núna en var til dæmis á fyrstu árum Bítlanna. Með Bítlunum gjörbreyttist allt og menn steinhættu að spila eins og KK. Á þessu tímabili datt öll músík niður önnur en sú sem var í anda bresku poppbylgjunnar. Þessi ein- faldleiki eða „naivismi“, sem ein- kenndi poppmúsíkina í þá daga gerði ekki ráð fyrir því að menn spiluðu flóknar útsetningar eftir nótum. Blásturshljóðfæri, svo mað- ur tali nú ekki um strengi, voru ekki í tísku og það þótti hallæris- legt að spila eftir nótum. Það var ekki fyrr en síðar, þegar Bítlarnir sjálfir voru farnir að leggja meira í lögin sín, að strengja- og blásturs- hljóðfæri komu aftur inn í popp- músíkina og nú eru menn aftur famir að útsetja fyrir hin ýmsu hljóðfæri. Það þykir ekki lengur skammarlegt að lesa nótur. Ég man alltaf eftir atviki sem lýsir vel hvemig hugsunarhátturinn gagnvart nótnalestri var á þessum árum. Það kofn einu sinni strákur til mín upp á pall og sá þar nótna- statíf fyrir framan mig með nótum sem ég hafði párað þar af einhveij- um ástæðum. Drengurinn varð mjög sposkur á svip og fór að lokum að skellihlæja og sagði: „Iss, get- urðu ekki lært þetta utanað?" og hann hristi hausinn alveg gáttaður á þessum vesalings, ómúsíkalska manni. Nú hefur þetta hins vegar snúist við og menn hafa áttað sig á að mikil hagræðing getur verið að nótnalestri og að slík kunnátta er mönnum frekar til framdráttar í þessum bransa, enda eru margir rokktónlistarmenn nú á dögum vel menntaðir í músík.“ Spilaði fyrir þá í staðinn Sjálfur kveðst Ólafur Gaukur hafa lært nótnalestur sem ungling- ur. Hann ólst upp í Reykjavík, fæddist á Framnesveginum, og var „Vesturbæingur fram eftir öllum aldri“. Ég spyr hvort hann hafi þá ekki verið KR-ingur eins og allir sannir Vesturbæingar? „Jú, jú, það leiddi af sjálfu sér. ÓLAFUR GAUliUR ÞÓRHALL88ÖA hefur um árabil verid í hópiþekktustu tónlistar- manna landsins. A seinni árum hefurhann verid afkastamikill út- setjari en hitt vita líklega fœrri, ad hann er eini Islendingurinn sem er sérstaklega menntaöur í kvikmynda- ogsjón- varpstónsmíöum. Annars hef ég aldrei verið mikill íþróttamaður, en þetta var okkar félag og þarna voru vinir mínir. Þeir skoruðu mörkin og ég spilaði fyrir þá í staðinn. - Manstu hvenær þú slóst þinn fyrsta hljóm á gítarinn? „Ég var 12 eða 13 ára og lá veikur í rúminu heima þegar frændi minn Friðjón Þórðarson, núverandi alþingismaður, kom í heimsókn en hann var þá í laganámi í Háskólan- um. Uppi á vegg heima hafði lengi hangið forláta gítar sem vinur pabba, Þjóðveiji nokkur, hafði eitt sinn sent honum, en pabbi hafði beðið hann um að útvega sér fiðlu. Sá þýski hafði þó ekki meira vit á strengjahljóðfærum en svo, að hann sendi gítar í staðinn. Friðjón tók gítarinn niður af veggnum og fór að glamra á hann og kenndi mér tvö grip í ónefndu lagi. Ég fór síðan að fikta eitthvað við gítarinn þegar Friðjón var farinn og var búinn að finna tvö grip í viðbót þegar hann kom aftur í heimsókn daginn eftir. Þetta hefur svo verið að þvælast fyrir mér allar götur síðan, því ég ætlaði að gera eitthvað allt annað en að verða hljóðfæraleikari. Ég ætlaði að verða læknir eða prestur, ef ég man rétt. Ég lærði samt á gítar hjá Sig- urði Briem og var dálítið i píanótím- um þar sem ég lærði nóturnar. Strax á menntaskólaárunum var ég svo farinn að leika fyrir dansi. í 5. bekk var ég ráðinn á Borgina með hljómsveit Carls Billich og þá byijaði ég að skrifa útsetningar. Ég man að ég skrifaði eina útsetn- ingu fyrir KK sextettinn, sem ég hafði þá aldrei spilað með. Ég fór til Kristjáns einu sinni á dansleik og spurði hann hvort ég mætti ekki skrifa eina útsetningu fyrir hljóm- sveitina. Hann tók vel í það og ég var viku að vinna í þessu. Þetta hljómaði ágætlega og Kristján not- aði útsetninguna eftir því sem ég best veit. Þegar ég fór að spila fast á Borg- inni hætti ég námi í MR, en sá svo eftir því þegar til kom, fór norður til Akureyrar og tók stúdentspróf utanskóla frá menntaskólanum þar vorið 1949. Ég var svo að gaufa í læknisfræði í Háskólanum í tvö ár, en það varð ekkert meira úr því námi. Þá var ég orðinn atvinnumað- ur í músíkinni og eiginlega ekki aftur snúið. í þá daga voru afkomu- möguleikarnir meiri í dægurtónlist- inni en nú er. Maður gat haft góð laun í þessu ef maður spilaði eins og möguleikarnir leyfðu, þetta fimm til sex kvöld í viku. Á þessum árum spilaði ég meðal annars með Birni R. Einarssyni og svo byijaði ég með KK fljótlega upp úr 1950 og var þar af og til, samtais í ein sjö ár, og þar var ég þegar hljóm- sveitin hætti um áramótin 1960 og 61.“ Fagmannleg vinnubrögð - Menn líta gjarnan til þessa tímabils með vissri fortíðardýrkun. Er ekki sjálfgefið að við rifjum eitt- hvað upp frá þessum árum? „Ég veit það ekki. Það er nú svo oft búið að riija þetta upp, en KK sextettinn var vissulega ákaflega merkileg hljómsveit á sínum tíma. Ýmsir málsmetandi útlendingar höfðu til dæmis á orði að hljómsveit- in væri á heimsmælikvarða, á því væri enginn vafí. Sú skoðun kom meðal annars fram í blaðagagnrýni í Danmörku og Noregi þegar hljóm- sveitin var þar á ferð. Og þetta er dálítið merkilegt þegar maður fer að hugsa um það svona eftir á. KK hafði lært úti í Bandaríkjunum og varð fyrir miklum áhrifum þar. Síðan kom hann heim og fór að æfa upp þessa hljómsveit og æfði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.