Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						•o
Kringlan
Sími
692500
SinVAaila Al MFNNAR
vt&uttbUðtíb
Engum líkur
H
MIÐVIKUDAGUR 16. MAI 1990
VERÐ I LAUSASOLU 90 KR.
Miðbærinn:
Hiti í götur
*aá 3 árum
BORGARRÁÐ hefur saraþykkt til-
lögu Davíðs Oddssonar borgar-
stjóra, um að á næstu þremur
árum verði kominn hiti í íillar
götur og torg í miðbænum. Áætl-
aður kostnaður vegna þessa er 130
til 140 milljónir króna.
Að sögn Davíðs Oddssonar borg-
arstjóra, er þetta fyrsta skrefið í
að nýta vaxandi jarðhita frá Nesja-
völlum. Sagði hann að aðbúnaður
og aðkoma að miðbænum muni
taka stakkaskiptum við þessa fram-
kvæmd. Næsta skref yrði að hita
upp erfiðar brekkur víðsvegar í
borginni.
_ ^ Guðlaugur Bergmann fram-
kvæmdastjóri og forsvarsmaður
samtakanna „Gamli miðbærinn,"
segist vera ánægður með þessa
framkvæmd sem yrði til mikilla
bóta.                 Sjá frétt á bls. 22
Cavendish-bridsmótið:
Sveit Islend-
*4nganna efst
eftir 4 leiki
Aðalsteinn Jörgensen og Jón
Baldursson voru í efsta sæti
sveitakeppni Cavendish-brids-
mótsins þegar fjórum umferðum
var lokið af níu. Mótinu lauk seint
í nótt að íslenskum tíma.
Aðalsteinn og Jón spila í sveit
með Andrew Robson frá Bretlandi
og Kitty Bethe frá Bandaríkjunum.
I fyrstu umferð mótins unnu þau
sveit 20-10, sem skipuð var Marty
Bergen og Larry Cohen en þeir
hafa verið sterkasta bridspar í
Bandaríkjunum undanfarin ár.
nnar leikurinn vannst 25-5, gegn
sveit sem í var m.a. formaður Ca-
vendish-bridsklúbbsins. Þriðji leik-
urinn vannst 17-13, gegn sveit
Johns Solodars, sem var í sigurliði
Bandaríkjanna á Heimsmeistara-
mótinu 1981. I fjórðu umferð vann
íslendingasveitin 30-0, sveit, skip-
aða áströlsku hjónunum Jim og
Normu Borin, sem margoft hafa
spilað í landsliði Ástrala; og hjónun-
um Alan og Dorothy Truscott, en
Alan er bridsfréttamaður dagblaðs-
ins New York Times og Dorothy
er margfaldur heimsmeistari
kvenna.
Klippt á borðann
Þrír nýir leikskólar voru opnaðir formlega í gær með athöfn í Heiðarborg í Seláshverfi. Tvö börn af leikskólanum klipptu á borða við athöfnina,
þau Elí Bæring Frímannsson og Emilía Björg Óskarsdóttir."
Höfti Hornafirði:
Tilraunir með frystingu
hiunars með köfhunarefiii
Hvítanes sigldi um ósinn fyrst flutningaskipa síðan í janúar
Höfn, Hornafirði. Frá Guðjóni Guðmundssyni blaðamanni Morgunblaðsins.
KAUPFÉLAG Austur - Skaftfellinga á Höfn ráðgerir að frysta hum-
ar, sem á land kemur á morgun, fimmtudag, með köfnunarefni fyrir
markað á Spáni. Það er í fyrsta skipti sem slíkri frystingaraðferð
er beitt á humar hér á landi.
Góð veiði er hjá humarbátum frá
Höfn, en vertíðin hófst á miðnætti
aðfaranótt þriðjudags. Tólf bátar
eru á veiðum á Breiðamerkurdjúpi.
Páll Dagbjartsson skipstjóri á Lyng-
ey var kominn með 650 kíló af
humri þegar Morgunblaðið talaði
við hann í gær og sagði hann byrj-
unina á vertíðinni þokkalega. Hann
sagði, að svo virtist, sem hagstæð
skilyrði væru í sjónum núna fyrir
humarinn.
Flutningaskipið Hvítanes fór frá
Höfn í Hornafirði í gærkvöldi til
Vestmannaeyja, en Hvítanes er
fyrsta stóra flutningaskipið, sem fer
um Hornafjarðarós, síðan í janúar
sl. Siglingin gekk að óskum.
Dýpkunarskipið Perla sem hefur
unnið við dýpkun innsiglingarinnar
fór frá Hornafirði á laugardaginn.
Enn er unnið við að setja sandsekki
í skarðið sem myndaðist í Suður-
fjörutanga í marz sl. og verða á
föstudag komnir 800 sekkir í skarð-
ið, en í fyrstu var ráðgert að setja
aðeins 400 til 600 sekki í skarðið.
"""'Sigfus Jónsson bæjarstjóri á Akureyri:
Um líf og dauða að tefla að
við náum álverinu til okkar
„EF VIÐ horfum þröngt á eyfirska hagsmuni, þá má segja að það
sé verri kostur fyrir okkur að álver rísi á suðvesturhorninu en að
»ekkert álver verði reist. Ef álver risi á suðvesturhorninu, þá hefði
það gífurlega neikvæð áhrif hér á okkar svæði, á Norðurlandi, það
myndi draga fólkið með sér," sagði Sigfús Jónsson bæjarstjóri á
Akureyri í ávarpi sínu á fjölmennum fundi sem haldinn var í Sjallan-
um í gærkvöld.
Til fundarins boðuðu Iðnþróunar-
félag Eyjafjarðar og álviðræðu-
nefnd sveitarfélaga við Eyjafjörð
"'vog var tilefnið að kynna heima-
mðnnum stöðu mála og einnig að
ná fram samstöðu um álverið þeirra
á meðal. Tæplega 400 manns sóttu
fundinn og var Sjallinn troðfullur.
í máli bæjarstjóra kom fram að
um væri að ræða mikið hagsmuna-
mál, þar sem atvinnuleysi er hvergi
meira en á Norðurlandi, eða 3,5%
á meðan það er um 1,9% yfir landið
allt. „Hér er um líf eða dauða að
tefla, að við getum náð til okkar
álverinu, ef það á annað borð verð-
ur reist hér á landi," sagði Sigfús,
en hann bætti við að Eyfirðingar
væru ekki tilbúnir að kaupa það
hvaða verði sem væri.
Sigurður P. Sigmundsson fram-
kvæmdastjóri Iðnþróunarfélags
Eyjafjarðar ræddi um möguleika
svæðisins, og sagði að staðan væri
sú að nú stæðu Eyjafjörður og
Keilisnes í Vatnsleysustrandar-
hreppi nokkuð jafnfætis varðandi
-staðsetningu.álvers., „„„'„
í máli Andrésar Svanbjörnssonar
yfirverkfræðings markaðsskrif-
stofu iðnaðarráðuneytis og Lands-
virkjunar kom fram að endanlegar
niðurstöður úr Nilu — mengunar-
varnaskýrslunni — lægju ekki fyrir,
en samkvæmt þeim athugunum
sem gerðar hefðu verið á Eyjafjarð-
arsvæðinu miðað við 200 þúsund
tonna álver virtist sem álver af
þeirri stærð og 130 þúsund tonna
álver hefðu svipuð áhrif á umhverf-
ið, þ.e. á slæmum degi með mikilli
norðanátt 'væri áhrifasvæðið um
þrír kílómetrar.»«»«
Yoko Ono
sýnir á Kjar-
valsstöðum
YOKO Ono hefur þegið boð menn-
ingarmálanefndar Reykjavíkur-
borgar um að sýna á Kjarvalsstöð-
um í apríl á næsta ári. Sýningin
sem um ræðir kemur hingað frá
Sonju Heine safninu í Ósló og er
það fyrsta sýning sem Yoko Ono
heldur í Evrópu en þaðan fer hún
til Milanó áður en hún kemur til
íslands.
Að sögn Gunnars Kvaran listráðu-
nauts Kjarvalsstaða, hafði hann sam-
band við umboðsmann Yoko Ono
þegar hann frétti af sýningunni í
Ósló og óskaði eftir að fá hana hing-
að. „Yoko Ono varð þegar hrifín og
samþykkti strax að sýna hér og er
von á listakonunni til landsins í til-
efni sýningarinnar," sagði Gunnar. Á
sýningunni verða aðallega sýndar
höggmyndir frá 7. áratugnum.
Yoko Ono tilheyrir Fluxus-sam-
tökunum, en það er hópur listamanna
sem kom fyrst fram á 7. áratugnum
og er þekktastur fyrir að vilja brjóta
af sér gamlar listhefðir. Einn í þess-
um hópi er Nam Jun Paik en hann
kom hingað á vegum Musika Nova,
á sínum tíma. Að sögn Gunnars
vöktu tónleikar hans eða öllu heldur
sýning hans mikla hneykslan en nú
er hann meðal virtustu listamanna
heims og sýnir verk sín í þekktum
sýningarsölum og helstu listasöfn
státa af verkum hans.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52