Morgunblaðið - 29.06.1990, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. JÚNÍ 1990
Glæsilegnr lokapunktur
©
________Tónlist__________
Árni Matthíasson
ÞAÐ YAR listahátíðarauki
nýafstaðinnar Listahátíðar er
vakti hvað mesta athygli og
deilur; tónleikar Bobs Dylans
í Laugardalshöll voru loka-
punkturinn á fyrirtaks Lista-
hátíð. Bob Dylan hefur orðið
vinsæll á öðrum forsendum en
flestar þær poppstjörnur sem
hingað hafa komið siðustu ár,
fólk metur hann ekki eftir
grípandi Iögum, heldur inni-
haldi laganna (oft ímynduðu
ef marka má orð Dylans í við-
tölum), og hann verður því
nánari því en einhver poppari
sem er ekkert nema smellnar
laglínur.
Bubbi Morthens hitaði upp
fyrir Dylan og gerði það af-
bragðsvel. Sérlega skemmtileg
voru nýju lögin; ballaðan um
Gula flamingóinn og lagið um
Einar Benediktsson í Herdís-
arvík, en einnig var einkar
skemmtileg útsetning á Lead-
bellyblúsnum Bourgoise Blues.
Vonandi er svo að sem flestir
taki áskorun hans og skrifi bæj-
arstjóranum á ísafirði vegna of-
sókna á grænlenskum sjómönn-
um þar í bæ. Bubbi vakti mikla
hrifningu og áheyrendur sýndu
góða tilburði í þá átt að klappa
hann upp.
Bob Dylan kom á svið stund-
víslega kl. 22.00 með framúr-
skarandi sveit sinni og renndi sér
strax í Subterranean Homesick
Blues frá 1965. Ekki var það vel
flutt og ekki heldur næsta lag,
Ballad of a Thin Man. Rifjuðust
þá upp ömurlega leiðinlegir tón-
leikar sem ég sá með Dylan í
Lundúnum fyrir nokkrum árum.
Greinilegt var að hann var óör-
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
Bob Dylan á sviði Laugardalshallar. Til vinstri framúrskarandi gítarleikari hans, G.E. Smith, sem
lagði mikið á sig til að þóknast áheyrendum.
uggur (ef til vill móður eftir hjól-
reiðatúrinn niðrí Höll) og hann
tautaði textana í hljóðnemann
eins og þetta væru samhengis-
laus orð' sem skiptu hann og
áheyrendur engu máli. í þriðja
lagi tónleikanna, Memphis Blues
Again, af Blonde on Blonde, virt-
ist þó sem hann væri að ná sér
á strik og annað lag af þeirri
plötu, Just Like a Woman, var
ágætlega flutt. Líklega hefur
ráðið einhveiju hve viðtökur
áheyrenda voru góðar, því greini-
legt var að flestir höfðu komið
til að heyra gömlu lögin. Masters
of War kom næst og svo framúr-
skarandi útgáfa á You Gotta
Serve Somebody. Virtist þá sem
Dylan væri að syngja texta sem
skipti hann einhveiju máli og það
skilaði sér vel til áheyrenda.
Hér urðu kaflaskipti á tónleik-
unum, því rafhljóðfærin voru lögð
Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir
til hliðar og teknir fram kassagít-
arar og kontrabassi. Fyrsta óraf-
magnaða lagið, It’s Allright, Ma
(I’m Only Bleeding) vakti geysi-
hrifningu, en það kynnti Dylan
með þeim orðum að margir teldu
þetta lag vera um móður sína,
en svo væri ekki. Þau orð, sem
voru þau fyrstu sem beint var til
áheyrenda, bentu til að Dylan
hafi kunnað vel við viðtökurnar.
Þvínæst kom hver perlan af ann-
arri; It’s All Over Now, Baby
Blue, Girl From the North Co-
untry, A Hard Rain’s Gonna
Fall og Don’t Think Twice. Ekki
er gott að segja hve oft Dylan
hefur sungið þessi lög, sem flest
eru komin yfír annan tug í aldri.
Hann var þess þó megnugur að
sýna áheyrendum nýjar hliðar á
lögum og textum með breyttum
sönglínum og skemmtilegum út-
setningum.
Þá var skipt aftur yfír í raf-
magnið og nú voru leikin lög af
síðustu plötu Dylans, Everything
is Broken og Living in a Political
World í fyrirtaks rokkkeyrslu.
Áhorfendur æptu og öskruðu á
viðeigandi stöðum, en um þver-
bak keyrði þegar Dylan og félag-
ar fluttu langa og sérdeilis
skemmtilega útgáfu af All Along
the Watchtower með miklum lát-
um. Þá kom Shooting Star, fram-
úrskarandi I Shall be Released
og lokalag tónleikanna var Like
a Rolling Stone. Áheyrendur
vildu þó meira og fengu, því eft-
ir uppklapp og -stapp komu Dyl-
an og félagar aftur á svið og lék
órafmagnað Blowin’ in the Wind
og vísast fengu margir þá gæsa-
húð. Lokalagið var svo með mik-
illi keyrslu, Highway 61 Revis-
isted.
Ekki var nokkur leið að fá
Dylan aftur á svið, enda hefur
hann það fyrir reglu að láta ekki
klappa sig oftar en einu sinni
upp. Áheyrendur hefðu þó gjam-
an viljað meira og líklega hefði
þurft nokkurra tíma tónleika til
að gera lagasafni hans sæmileg
skil.
Fyrirtaks lok á Listahátíð í
Reykjavík 1990 og hafí allir að-
standendur þökk fyrir.
Serra - áfangar
© ■
Myndllst
EiríkurÞorláksson
Fáir hefðu orðið til að spá því
fyrir nokkrum árum að Viðey
ætti eftir að hýsa varanlegasta
Iistaverkið, sem fram kæmi á
Listahátíð árið 1990. En sú hefur
orðið raunin; rýmisverkið „Áfang-
ar“ eftir bandaríska Iistamanninn
Richard Serra hefur risið á vestu-
reynni, og mun verða óijúfanlegur
hluti hennar um ókomna framtíð.
Richard Serra er heimsþekktur
listamaður, sem fylgir sannfær-
ingu sinni í framkvæmd. Hann
skapar hin voldugu verk sín í sam-
ræmi við það lými, sem þau eiga
að tilheyra, og þar skapa þau oft
og tíðum mjög spennt samband,
vegna þess hversu laus þau virð-
ast úr tengslum við umhverfi sitt,
þrátt fyrir allt. Verk Serra breyta
umhverfinu, ögra skynjun manna
á því, en hverfa ekki inn í rýmið;
því er hvert verk sérstakt og verð-
ur ekki endurtekið annars staðar.
Þessi staðreynd hefur mikla
þýðingu fyrir allar hugmyndir um
verðgildi verkanna. Hver svo sem
upphaflegur kostnaður og mat á
verðmæti þeirra kann að vera, þá
er þýðingarlaust að tala um end-
ursölu þeirra, þar sem verkin
myndu missa alla skírskotun sína
til rýmisins, væru þau flutt. Á
óformlegum fundi með íslenskum
listamönnum lagði Serra m.a.
áherslu á að því væru verk sín í
raun verðlaus, þar sem ekki væri
hægt að selja þau aftur, og taldi
það sína aðferð til að forða list-
sköpun sinni frá duttlungum
markaðarins.
Þannig er háttað með verkið í
Viðey; það er nú þegar orðið hluti
af eyjunni, og yrði einskis virði
ef það yrði flutt. Um leið er eyjan
breytt og verður aldrei söm eftir.
í þessu tilviki eykur breytingin
gildi umhverfísins, og er jákvæð
viðbót, þar sem verkið fellur mjög
vel að staðháttum; það er eins og
stólparnir hafi alltaf verið þarna.
Þó að Serra hafi mest unnið með
þykkum stálplötum í gegnum
tíðina (enda vann hann um tíma
í skipasmíðastöð), hefur hann áð-
ur unnið með stein, og hér hentar
stuðlabergið sérstaklega vel.
Verkið „Áfangar“ (nafnið mun
komið frá formanni stjórnar Lista-
hátíðar, Valgarði Egilssyni, og
greip listamaðurinn það á lofti)
samanstendur af níu hliðum úr
stuðlabergssúlum, sem girða
vestureyna. Þessi níu hlið, sem
eru misbreið, mynda sjónlínur
milli sín, tengja þannig rými eyjar-
innar og leiða skoðandann áfram,
áfanga fyrir áfanga. Að vísu rofn-
ar sjónlína milli hliðanna á nokkr-
um stöðum (t.d. milli hliða nr. 3
og 4, og 4 og 5) þannig að verk-
ið myndar ekki lokaða girðingu
um eyjuna, heldur fijáls tengsl,
sem draga athyglina að ákveðnum
þáttum umhverfisins. Því má skil-
greina þau sem hlið að sjóndeild-
arhringnum, ef skilgreining á
umhverfislist er einhvers virði.
Þær sjónlínur sem hliðin marka
eru varla tilviljanakenndar, og því
gaman að sjá hvernig þær liggja.
Mosfell er afmarkað af einu hliði,
Laugarnes af öðru, Engey, Snæ-
fellsjökull, Þjóðleikhúsið og Esjan
af enn öðrum. Eru skilaboð fólgin
í þessu?
Listamaðurinn afneitar öllu
sem heitir táknrænt, trúarlegt eða
tilfínningalegt gildi fyrir verkið. í
hans huga er hér einungis um
samspil forms og rýmis að ræða.
Hann um það — en um leið gefur
hann öllum frelsi til að njóta
verksins á persónulegan hátt. Það
er því undir hveijum einstaklingi
komið að upplifa „Áfanga“; ef
menn finna í verkinu gildi sem
listamaðurinn ákvað ekki, getur
það einungis vaxið í huga viðkom-
andi.
Það er ekki auðvelt að skoða
verkið í Viðey. íbúarnir eru væg-
Richard Serra: Áfangar, 1990.
ast sagt óvinveittir, árásargjarnir
og hávaðasamir — enda hætta á
að gestir fótumtroði afkvæmi
þeirra. Það er yfír móa, karga-
þýfí og mýrar að fara, og enginn
stígur til að létta ferðina. Það
stendur þó til bóta innan tíðar og
er komið á framkvæmdaáætlun,
að sögn staðarhaldara. Einnig
verða hliðin bráðlega merkt á
smekkvísan hátt.
En það er sérstök reynsla að
fara um vestureyna, frá einu hliði
til hins næsta. Þá fær skoðandinn
sérstaka tilfinningu fyrir verkinu,
og þeirri staðreynd, að gerð þess
verður í raun aldrei Iokið; fuglad-
rit mun fljótlega gefa stólpunum
hvíta kolla, og almenn veðrun
mun einnig staðfesta að „Áfang-
ar“ verða með tíð og tíma óijúfan-
legur hluti af landslagi og ímynd
Viðeyjar. Richard Serra hefur því
veitt Islendingum varanlegt fram-
lag til listanna, en ekki aðeins
stundlega ánægju í tilefni Lista-
hátíðar þessa árs. Hafi hann þökk
fyrir.