Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. JULI 1990
Virkjanaundirbúningur vegna álvers:
Iðnaðarráðherra segist
ákveða framhaldið í haust
Dráttarbáturinn Orion II á leið til ísiands.
Skipið eyddi meiri olíu
en okkur hafði verið sagt
- segir skipstjórinn á Orion II
„ÞAÐ var svolítil hreyfing svo að það tók um fjóra tíma að koma olíu
á skipið. En þetta gekk ágætlega og við reiknum með að koma til lands-
ins aðfaranótt föstudagsins," segir Sigurður Guðmundsson skipstjóri á
dráttarbátnum Orion II sem er á leið frá Bandaríkjunum með tvo 60
metra flutningapramma í togi.
JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra segir að hann muni ákveða í byrjun
september hvort frekari lántökur verði heimilaðar til undirbúnings
virkjana vegna nýs álvers. Páll Pétursson formaður þingflokks fram-
sóknarflokksins, sem sæti á í stjórn Landsvirkjunar, segir þetta mál
ríkisstjórnarinnar allrar, iðnaðarráðherra einn hafi ekki um það ákvörð-
unarvald.
Orion II er eign Köfunarstöðvar-
innar hf. Olíuskipið Kyndill fór á
móts við skipið um helgina og bætti
á geyma þess á mánudag. Sigurður
Guðmundsson segir að þurft hafí að
tengja Orion aftan í Kyndil til að
koma olíunni um borð en allt hafi
það gengið að óskum.
VEÐUR
„Skipið eyddi mun meiri olíu en
okkar var sagt," segir Sigurður.
„Við víssum þó af því strax úti fyrir
Nýfundnalandi að lítið yrði af olíu.
Þetta er auðvitað þungur dráttur sem
skipið hefur og eflaust er það svona
frekt á eldsneyti vegna þess."
Jón Sigurðsson segir að hann
muni kynna framvindu málsins í
ríkisstjórninni. Ef líkur séu til þess
í haust að samningar náist um nýtt
álver veiti hann stjórn Landsvfrkjun-
ar heimild til að halda undirbúnings-
framkvæmdum áfram. Nægjanlegt
sé að málið komi á sitt borð í haust.
I bréfi sem ráðherra sendi stjórn
Landsvirkjunar fyrir viku segir að
ráðuneytið telji þann árangur hafa
náðst í viðræðum um nýtt álver að
eðlilegt sé að hefj'a þegar þann undir-
búning sem Landsvirkjun telur nauð-
synlegan á þessu ári til að unnt sé
að afhenda nýju álveri orku 1994.
Stjórn Landsvirkjunar telur að
undirbúningsaðgerðir á árinu muni
kosta 300 milljónir. Unnið var fyrir
46 milljónir áður en Alþingi sam-
IDAGkl. 12.00
Heimíld: Véourstofa Islands
(Byggt á veöurspá td. 16.151 gæri
VEÐURHORFUR I DAG, 26. JUU
YFIRLIT í GÆR: Um 500 krn suðvestur af Reykjanesi er kyrrstæð
999 mb lægö, sem grynnist. Hæð er austan við Noreg.
SPÁ: Suðaustan- og sunnangola. Smáskúrir eða súld á Suður- og
Austurlandi. í öðrum landsblutum verður þurrt og víða léttskýjað
á Norðurlandi og Vestfjörðum. Áfram verður hlýtt i veðri, eirtkum
norðanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG OG LAUGARDAG: Hæg suðaustanátt.
Skýjað og sums staöar súld á Suöurfandi og sunnantil á Austfjörð-
um en annars vfðast bjart veður. Hiti 12-17 stig sunnantit á landinu
en allt að 25 stigum í innsveitum norðanlands.
TÁKN: -í  \ Heiðskírt *	A Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind-stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.	10  Hitastig: 10 gráður á Celsíus y  Skúrír * V ö
* "LmlL Hátfskýjað	t r r / / / / Rigning / / / * / *	=  Þoka =  Þokumóða ', ' Súld
	r * f * Slydda r * /	OO  Mistur —J-  Skafrenningur
1 lpAI8k,'iað	* * * * Snjókoma * * *	[T  Þrumuveður
w	**	MfiHTt
%	4	"
VEÐUR VÍÐA UM HEIM		
kl, 12:00 i	gær	að ísl. tíma
	hiti	vndur
Akureyrí	21	léttskýjað
Reykjavik	13	úrkoma
Bergen		vantar
Helsinki	20	léttskýjað
Kaupmannahóín  21		skýjað
Narssarssuaq	12	léttskýjað
Nuuk	9	skýjað
Óstó		vantar
Stokkhólmur	20	skýjað
Wrshöfn	11	alskýjaö
Algarve	25	léttskýjad
Amsterdam	17	alskýjað
Barcelona		vantar
Berfín		vantar
Chicago		vantar
Feneyjar	26	þokumóða
frankhirt	21	léttskýjað
Glasgow	22	mistur
Hamhorg	20	skýjað
Laa Palmes	29	tnistur
London	23	léttskýjað
LosAngeles	20	alskýjað
Lúxemborg	20	léttskýjað
Madrid		vantar
Malaga	28	léttskýjað
Mallorca	31	hdiðskírt
Montreal	19	þokumóða
NewYork	24	léttskýjað
Orlando	26	skýjað
París	23	léttskýjað
Róm	28	skýjað
Vt'n	23	skýjað
Washington	23	heiðskirt
Winnipeg	18	léttskýjað
þykkti að veita til þeirra fé. Ríkis-
stjórnin ákvað nýlega að heimila 100
milljóna lán vegna vegagerðar á
Fljótsdalsheiði í þessum og næsta
mánuði. Iðnaðarráðherra segir að
hann skoði málið aftur í ágústlok en
líklegt sé að Landsvirkjun vinni að
undirbúningi álvers í ár samkvæmt
þeirri áætlun sem fyrir liggi.
Bréf iðnaðarráðherra
Hér fer á eftir bréf iðnaðarráð-
herra til stjórnar Landsvirkjunar frá
17. þessa mánaðar.
„A fundi ríkisstjórnarinnar 12.
þ.m. gerði ég grein fyrir stöðu við-
ræðna um nýtt álver og undirbúningi
virkjanaframkvæmda. í>á gerði ég
grein fyrir umfjöllun stjórnar Lands-
virkjunar um málið 5. þ.m. og grein-
argerð Landsvirkjunar, dags. 3. þ.m.,
um stöðu virkjanaundirbúnings
vegna nýrrar stóriðju, og þar með-
fylgjandi  verkáætlun.  Ráðuneytið
telur að sá árangur hafí orðið í við-
ræðum um nýtt álver á samninga-
fundum með Atlantsálsaðilunum í lok
júní sl. að eðlilegt sé að hefja þegar
þann undirbúning sem Landsvirkjun
telur nauðsynlegan á þessu ári til
þess að unnt verði að afhenda nýju
álveri orku á árinu 1994.
Mál þetta var að nýju til umfjöllun-
ar í ríkisstjórninni í dag og með vísan
til bráðabirgðaákvæðis II við lög
74/1990, um breytingu á lögum um
raforkuver, og 6. og 7. gr. laga nr.
42/1983, um Landsvirkjun, veitir
ráðuneytið hér með samþykki fyrir
því að Landsvirkjun vinni að virkja-
naundirbúningi samkvæmt verká-
ætlun sinni, dags 3. þ.m., og taki lán
í því skyni, en í áætluninni kemur
fram að framkvæmdir í júlí og ágúst
nema um 100 millj. króna. Ráðuneyt-
ið leggur áherslu á að þess verði
vandlega gætt að ekki verði lagt
meira fé í virkjanaundirbúning á
þessu ári en brýn þörf er á til að
tryggja afhendingu orku árið 1994.
Ráðuneytið telur nauðsynlegt að
meta stöðu málsins að nýju í septem-
ber og óskar eftir því að Landsvirkj-
un geri þá nánari grein fyrir fram-
vindu verksins."
Morgunblaðið/Sverrir
Snorrastefna, fyrsta alþjóðlega ráðstefnan um norræna goðafræði
og Snorra-Eddu, var sett í Odda í gær.
Snorrastefha sett í Odda
FYRSTA alþjóðlega ráðstefnan um norræna goðafræði og Snorra-Eddu
var sett í Odda í Háskóla íslands í gær. Úlfar Bragason, forstöðumað-
ur Stofhunar Sigurðar Nordals, setti ráðstefnuna og talaði um þýðingu
hinna fornú fræða fyrir íslendinga, sem einstaklinga og þjóð. Hann
undirstrikaði jafnframt alþjóðlega skírskotun fræðanna og bauð er-
lenda og innlenda gesti velkomna.
Á dagskrá Snorrastefnu 1 gær
voru sex erindi. I dag hefst ráðstefn-
an klukkan 9 á erindi Olgu
Smirniekaja og því næst tala Harald-
ur Bessason, Else Mundal og Preben
Meulengracht Sörensen. Klukkan 13,
að loknu hádegishléi, flytja Fran-
cois-Xavier Dilimann, Svavar Sig-
mundsson og Ola Kyhlberg erindi.
Loks flytja Ulf Drobin, Lotte Motz
og Britt-Mari Nasström erindi og
lýkur dagskránni klukkan 17.30.
Oskar Gíslason
Ijósmyndari látinn
ÓSKAR Gíslason kvikmynda-
gerðarmaður og Ijósmyndari Iést
í Reykjavík í gær 89 ára að aldri.
Óskar var fæddur í Reykjavík
15. apríl 1901, sonur Gísla Þor-
bjarnarsonar búfræðings og kaup-
manns og konu hans Jóhönnu
Sigríðar Þorsteinsdóttur. Hann
stundaði nám í teikniskóla Stefáns
Eiríkssonar og lærði ljósmyndaiðn
hjá Magnúsi Ólafssyni og Ólafi
Magnússyni í Reykjavík og síðar
hjá konunglegum ljósmyndara El-
felt í Kaupmannahöfn, þaðan sem
hann lauk prófi 1921.
Óskar starfaði við ljósmyndun í
Reykjavík í allmörg ár og starfaði
einnig að kvikmyndagerð frá árinu
1940. Fyrsta kvikmynd hans, sem
sýnd var opinberlega, var Lýðveld-
ishátíðarmyndin 1944, en meðal
annarra mynda hans voru Síðasti
bærinn í dalnum, Björgunarafrekið
við Látrabjarg, Reykjavíkurævin-
týri Bakkabræðra og Agirnd.
Óskar Gíslason
Óskar kvæntist tvívegis. Af fyrra
hjónabandi átti hann sex börn og
eru fjögur á lífi. Eftirlifandi eigin-
kona hans er Ingibjörg Einarsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44