Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.1990, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. JÚLÍ 1990 Minning: * * ÞórirA. Olafsson hagfræðingur Fæddur 6. október 1931 Dáinn 22. júlí 1990 I dag_ verður frændi minn Þórir Asdal Ólafsson borinn til hinstu hvílu eftir erfitt veikindastríð. Hann var fæddur í Reykjavík 6. október 1931, sonur Ingibjargar Ásthildar Þórðardóttur móðursystur minnar og Ólafs Jónssonar. Þórir ólst upp hjá móður sinni, Ástu eins og hún var jafnan kölluð, og bjuggu þau á Njálsgötu 15 í Reykjavík. í húsinu bjuggu einnig móðurafi hans og amma svo og móðursystkini og frændsystkini og einkenndist líf þessarar stóru fjölskyldu af ein- stakri samheidni, hjáipsemi og ná- ungakærleika. Þar tengdust saman gamlir tímar og nýir, gömul frá- sagnarhefð var í heiðri höfð, marga gesti bar að garði til lengri dvalar eða skemmri og var öllum vel tekið. Við þetta fjölbreytta mannlíf ólst Þórir upp og tel ég að það hafi mótað skapgerð hans og viðmót æ síðan. Að lokinni bamaskólagöngu tók miðskólinn við og síðan Menntaskól- inn í Reykjavík. Stúdentsprófi lauk hann vorið 1952 með ágætum vitn- isburði. Framtíðiii blasti við en þá dró ský fyrir sólu. í júlí það sama ár missti hann Ástu móður sína sem hafði stutt hann og hvatt til dáða og unn- ið hörðum höndum alla tíð til að sjá syni sínum farborða. Má nærri geta hvílíkt áfall það hefur verið fyrir hann á þessum tímamótum lífs síns. Þórir hóf nám við Háskóla ís- lands þá um haustið en síðar þegar honum bauðst styrkur til að stunda nám við háskólann í Madrid ákvað hann að halda utan. Á Spáni kynntist Þórir e'ftirlifandi eiginkonu sinni, Elviru Herrera, ættaðri frá Kólumbíu í Suður- Ameríku, sem einnig var þar við nám. Þau gengu í hjónaband á Spáni 21. desember 1955. Rúmu ári síðar sneri Þórir heim og nú í fylgd Elviru konu sinnar, sem með elskulegu viðmóti sínu sigraði hug og hjörtu okkar allra. Að lokinni u.þ.b. tveggja ára dvöl á íslandi fluttu þau hjónin til Bo- gota í Kólumbíu ásamt syni sínum kornungum. í Bogota lauk Þórir prófi í hag- fræði frá háskólanum þar í borg árið 1961 og þegar fjölskyldan flutti aftur til Islands árið 1963 voru syn- irnir orðnir fjórir. Þeir eru: Þórir Vilhjálmur, iækn- ir, f. 26. febrúar 1957. Kona hans er Sigrún Bjarnadóttir röntgep- tæknir. Börn þeirra eru: Bjarni og Anna Elvira. Sveinn, vélstjóri, f. 15. maí 1956. Kona hans er Gerður Tómasdóttir kennari. Börn þeirra eru: Tómas, Helgi Þórir og Edda María. Kristján, nemi í Háskóla ís- lands, f. 10. september 1959. Ólafur Þorkell, sendibílstjóri, f. 15. ágúst 1961. Börn hans eru: Rúnar og Sunna Elvira. Eftir heimkomuna starfaði Þórir um skeið hjá Loftleiðum en hóf síðan störf sem fulltrúi hjá ræðismanni Spánar, Magnúsi Víglundssyni. Á árunum 1974-1980 rak hann eigin bókhaldsskrifstofu en starfaði síðan sem fulltrúi í Heilbrigðisráðu- neytinu allt fram á þetta ár eða svo lengi sem heilsa og, kraftar leyfðu. Samhliða störfum sínum vann hann einnig sem löggiltur skjalaþýð- andi og dómtúlkur í spönsku. Þórir var margbrotinn persónu- leiki. Hann hiaut í vöggugjöf af- bragðs námsgáfur, minnugur var hann með ólíkindum en hæst bar góðan hug hans, glaðværð og lífsþrótt. Ættrækni hans var viðbrugðið. Hann mundi ævinlega afmælisdaga allra í fjölskyldunni stóru og aldrei gleymdi hann að hringja til að árna viðkomandi heilla. Á unga aldri fékk hann brenn- andi áhuga á skák og vann að þeim málum af mikilli elju og ósérhlífni. Hann var um skeið ritstjóri Skák- ritsins, sat oftsinnis í stjórn Taflfé- lags Reykjavíkur og á árunum 1968-1970 var hann framkvæmda- stjóri Skáksambands Islands. Sjálf- ur var hann frábær skákmaður og tók þátt í fjölmörgum skákmótum bæði innanlands og utan. Þórir var alla tíð áhugasamur um íþróttir hvers konar og fylgdist vel með því sem var að gerast á þeim vettvangi. Sjálfur stundaði hann fijálsar íþróttir á sínum yngri árum, en hin síðari ár lagði hann stund á golf sem veitti honum ómælda ánægju. Þeir eru ófáir ættingjar hans og vinir sem fyrir hans tilstilli stigu sín fyrstu spor á golfvellinum. Þóri var einkar lagið að lynda við fólk bæði unga og aldna. Hvar sem hann fór vann hann sér traust og virðingu samferðamanna sinna bæði í starfi og leik. Honum fylgdi ævin- lega hressilegur andblær, var fróður og víðlesinn og gæddur miklum frá- sagnarhæfileika. Þar sem Þórir fór glumdu gjarnan við gjallandi hlátr- ar. Hann fór ekki varhluta af mót- læti lífsins fremur en aðrir en með jákvæðu og heilbrigðu hugarfari sigraði hann hveija þraut. Hann naut þess að sjá drengina sína vaxa úr grasi og barnabörnin sjö voru stolt hans og gleði. Nú er Þórir horfinn yfir móðuna miklu eftir hetjulega baráttu við sjúkdóm sem yfirbugaði hann að lokum. Söknuðurinn er sár en minningin um elskulegan frænda mun lifa í hugum okkar. Eg og ijölskylda mín vottum Elv- iru, sonum hennar, tengdabörnum og barnabörnum dýpstu samúð. Ásta Anna Vigbergsdóttir Þórir Ólafsson frændi minn lést aðfaranótt sunnudagsins 22. júlí eftir erfiða sjúkdómslegu tæplega sextugur að aldri. Þórir var hag- fræðingur að mennt og vann sem slíkur alla sína starfsævi. Við mætt- umst á miðri leið í aðaláhugamáli hans um áratugaskeið, skáklistinni. í þessari undursamlegu hugaríþrótt kynntist ég Þóri hvað best. Við átt- um fjölmargar ánægjustundir við skákborðið og mörg hollráð þáði ég af honum. Helsta æskuverk Þóris var út- gáfan á Skákritinu sem hann tæp- lega tvítugur að aldri vann í félagi við Svein Kristinsson. Þeir unnu blaðið á æskuheimiii móður minnar á Njálsgötu 15 en þau Þórir voru systrabörn. Heimildargildi blaðsins nú er mikið því á þessum árum voru að koma fram þeir ungu skák- menn sem leystu „gömiu meistar- Minning: Fæddur 3. júlí 1895 Dáinn 16. júlí 1990 Guðjón Jónsson bóndi í Huppahlíð andaðist í Sjúkrahúsinu á Hvamms- tanga 16. júlí sl. Guðjón fæddist í Huppahlíð fyrir réttum 95 árum og átti þar heima alla ævi sína utan tvö til þijú ár síðustu árin, er heils- an tók að bila. Foreldrar Guðjóns, hjónin Jón Jónsson og síðari kona hans, Þor- björg Jóhannesdóttir, bjuggu allan sinn búskap nær 60 ár á þessari jörð. Jón var af húnvetnsku bergi brot- ana“ af hólmi: Friðrik Ólafssqn, Ingi R. Jóhannsson, Ingvar Ás- mundsson, Guðmundur Pálmason, Freysteinn Þorbergsson, Gunnar Gunnarsson og Jón Pálsson eru nokkur þekkt nöfn sem koma upp í hugann. Eitt fyrsta tölublað Skákritsins fjallaði um Norðurlandamótið 1950 sem haldið var í Þjóðminjasafninu. Isienskir skákmenn unnu í öllum flokkum, Baldur Möller sigraði með glæsibrag í landsliðsflokki og Frið- rik Ólafsson, sem þá var 15_ ára, sigraði í meistaraflokki. Þórir Ólafs- son deildi sigrinum í 1. flokki A með Birgi Sigurðssyni og Ólafur Einarsson vann 1. flokk B. Skákritið gaf ekki aðeins yfirlit yfir helstu afrek innanlands og ut- an, heldur brá upp myndum af skáklífi Reykvíkinga í þá daga. Það var skrifað á sannkölluðu gullaldar- máli og var mjög vandað til þess hvað varðaði uppsetningu og frá- gang. Ekki var því til að dreifa að mikil gróðavon væri af þessu fyrir- tæki; það var rekið áfram af einlæg- um áhuga og eldmóði. Hinir ungu ritstjórar unnu vel saman og tókst góður kunningsskapur með Sveini og heimilisfólkinu á Njálsgötu 15. Með harðvítugri innheimtu á áskriftargjöldum, sem Þórir kallaði krossferðir út um allan bæ, tókst loks að finna blaðinu rekstrargrund- völl og var meira að segja nokkur hagnaður af útgáfu þess er það hætti að koma út um mitt sumar 1953 en um svipað leyti hélt Þórir til náms. Á háskólaárum sínum í Madrid kynntist Þórir eftirlifandi eiginkonu sinni, Elviru. Þau komu hingað heim 1956 og dvöldu um nokkurra ára skeið. Þórir var þá virkur í skáklíf- inu, náði afbragðsárangri á Pilnik- mótinu 1957 og á stúdentamótum. Þórir og Eivira fluttust síðar til Kólumbíu en komu aftur heim vorið 1963. í Kólumbíu skipaði Þórir sér í flokk með sterkustu skákmönnum landsins. Guðmundur Siguijónsson greindi eitt sinn frá því að á skák- móti í Bogota í Kólumbíu þar sem hann var meðal þátttakenda hafi mikið verið spurt um Þóri og var greinilegt að hann var þar í miklum metum. Á ferðum sínum stofnaði Þórir til kynna við fjölmarga aðila og greiddi t.a.m. götu kólumbískra blaðamanna sem 'hingað komu vegna einvígis Fischers og Spasskíjs í Laugardalshöll 1972. Ekki ætla ég að rekja helstu af- rek Þóris á skáksviðinu í smáatrið- um. Hann tefldi á fjölmörgum stúd- entamótum og náði þar yfírleitt af- bragðs árangri, fékk besta vinnings- hlutfalli 2. borðs-manna á stúdenta- mótinu í Brussel 1953, tefldi á fjöl- mörgum skákmótum hér innanlands sem utan, náði t.d. bestum árangri íslendinga á Skákþingi Norðurlanda í Danmörku 1973, átti sæti í lands- liðsflokki á Skákþingi íslands, háði harða keppni við Hauk Angantýsson um titilinn Skákmeistari Reykjavík- ur 1978. Hann átti sæti í stjórn Taflfélags Reykjavíkur og var fram- kvæmdastjóri Skáksambands ís- lands um skeið. Þórir var einn af eftirminnilegustu fulltrúum þeirrar kynslóðar skákmanna sem gerði inn. Forfeður hans höfðu um langan aldur búið í Húnavatnssýslu og aðal- lega í Miðfirði. Langafi hans, Björn, flyst að Huppahlíð á árunum 1830-40 og telja má að niðjar hans hafi búið þar síðan, ef frá eru talin örfá ár. Þorbjörg móðir Guðjóns var Borgfirðingur frá Efranesi í Staf- holtstungum. Ætt hennar var kennd við bæinn Lunda og Ásbjarnarstaði í Stafholtstungum. Guðjón var elstur sinna alsystk- ina. Þeirra yngstur er Magnús sem nú er einn eftir af þeim systkina- hópi. Á heimili Magnúsar og Sigríð- garðinn frægan á árunum eftir seinna stríð. Þegar ég steig mín fyrstu spor í skákinni í Vestmannaeyjum síðustu árin fyrir gos sendi hann mér iðu- lega skákrit og bækur sem komu sér vel því bókakostur var ekki með jafnmiklum ágætum og er í dag. Hann miðlaði af reynslu sinni og þekkingu til fjölmargra og var t.d. aðstoðarmaður Jóhanns Hjartarson- ar á einu af hans fyrstu skákmótum erlendis. Þórir flíkaði ekki tilfinningum sínum. Þó fékk hann að kynnast mótlæti um dagana. Um tvítugt varð hann fyrir því mikla áfalli að missa móður sína. Hún hefur áreið- anlega verið honum mikill stuðning- ur í þeirri miklu samheldni er ríkti á Njálsgötu 15 en fjögur systkini héldu þar hús: Ásthildur móðir Þór- is, Guðlaug amma mín, Elínborg, maður hennar, Vígberg Einarsson, og þijár dætur og Þorkell Þórðar- son, einhver vænsti maður sem ég hef kynnst um dagana. Þórir stundaði golf sér til heilsu- bótar og hressingar ásamt félaga sínum Ingvari Ásmundssyni af því kappi sem var þeim eiginlegt. Ég hygg að á tímabili hafi þeir farið út á völl á svo til hveijum einasta degi. Þórir og Elvira eignuðust fjóra syni_, Þóri Vilhjálm, Svein, Kristján og Olaf Þorkel. Þórir bar hag þeirra mjög fyrir bijósti, var þeim góður faðir og félagi. Um leið og ég minn- ist Þóris Ólafssonar með þakklæti og söknuði flyt ég Elviru og sonum innilegar samúðarkveðjur. Helgi Ólafsson Kær frændi minn og vinur, Þórir Á. Ólafsson, er látinn. Við segjum hvert við annað hér á heimilinu: Hann var lengi búinn að stríða við kvaiafullan sjúkdóm og því er gott að hann skuli nú laus úr grimmum greipum hans. En söknuðurinn er samur fyrir það. Minningarnar eru þó eftir og æðimargar eftir meir en hálfrar ald- ar viðkynningu, allar góðar. Við ól- umst upp á sama heimili, Njálsgötu 15 hér í borg, þar sem mæður okk- ar bjuggu hjá foreldrum sínum, hjónunum Sigríði Þorkelsdóttur og Þórði Kristjánssyni, því góða fólki af Snæfellsnesi. Þarna áttum við góða og áhyggjulausa daga, því ar konu hans naut Guðjón góðs at- lætis hin síðari ár. Ungur að árum byijaði Guðjón eigin búskap, en síðar bjuggu þeir þetta var einstaklega barngott fólk og Njálsgatan á þessum árum hrein Paradís fyrir börn að leik, betri en nokkurt sjónvarp. Þegar ég læt hugann reika aftur til þessara bernsku- og unglingsára á Njálsgöt- unni eru það tvö minningabrot sem ég staldra við. Annað er það þegar við fundum taflið uppi í skáp, allra fallegasta grip úr viði, manntafl öðrumegin og mylla hinumegin. Ekki veit ég hvaðan þetta tafl var komið, þó er mér nær að halda að amma okkar hafi keypt það á aukti- on og síðan falið það uppi á skáp til þess að verða ekki sökuð um óþarfa eyðslusemi. En hún vissi af sínu hyggjuviti, að margt af því sem óþarft er talið gefur þó lífinu svolít- inn lit og lét stundum freistast sem betur fer. Við stelpurnar einbeittum okkur svo áð myllu, en Þórir sneri sér að taflinu. Þessi fundur dró þó nokkurn dilk á eftir sér fyrir Þóri því hann lét heillast af töfrum skák- gyðjunnar og andi hennar sveif lengi yfir vötnunum í þessu húsi. Nokkr- um árum seinna sátu þeir Þórir og Sveinn Kristinsson uppi í litlu þak- herbergi og ritstýrðu Skákritinu sem kom út í þijú ár, 1950-1953, og þarna gengu margir góðir skák- menn um garða eftir að móðir Þór- is, Ásthildur, tók að reka matsölu nokkru eftir stríð. Ég man eftir Guðmundi S. Guð- mundssyni, Þórði Jörundssyni, Hauki Sveinssyni og sálfsagt hafa það verið einhveijir fleiri. Annað atvik frá þessum árum sem mér þótti seinna hafa verið eins konar forboði þess sem síðar gerðist í lífi Þóris var það, að hann sem var ákaflega ólatur unglingur var einu sinni sem oftar sendur niður á Al- þýðubókasafn að sækja eitthvað skemmtilegt að lesa. Hann kom aft- ur með Brazilíufarana eftir Jóhann Magnús Bjarnason, ogþó ekki kæmi annað til en sú ánægja sem lestur þessarar bókar veitti mér stæði ég í mikilli þakkarskuld við hann. Ég man ekki hvort Þórir las bókina, en móðii’ hans gerði það, og hann hef- ur áreiðanlega ekki sloppið við að heyra talað um efni hennar, um þessa íslendinga í Brazilíu, um Rós- ina í Ríó og hinar undurfögru senj- oritur Almíru, Ólöllu og ein hét reyndar Elvira ef ég man rétt. Slíkar bækur voru ekki lesnar þegjandi og hljóðalaust í þá daga. Og ekki ýkja löngu seinna gerist það, að á Njáls- götu 15 er allt orðið fullt af litlum, sprækum Suður-Ameríkumönnum, að vísu frá Kólumbíu í stað Braz- ilíu, mæltum á spænsku í stað port- úgölsku, og Elvira Herrera Ólafsson stjórnar þessum hóp ijögurra sona Þóris og hennar af þeirri röggsemi sem henni er svo eiginlegt. Mörg ár eru nú liðin síðan þetta var og leiðir hafa legið í ýmsar átt- ir eins og gengur, oft verið langt á milli funda. En svo er tryggð og ættrækni Þóris og Elviru og sona þeirra fyrir að þakka, að vináttu- bönd Ijölskyldna okkar hafa aldrei rofnað. í veikindum Þóris síðasta árið hefur Elvira staðið eins og klett- ur við hlið hans. Kjarkur, dugnaður og trú þessarar elskulegu konu hafa verið aðdáunarverð og gefið öðrum styrk til að horfast í augu við hroll- bræður Jóhannes og hann félagsbúi í mörg ár, Huppahlíð er stór jörð, enda var þar langoftast fleirbýlt. Augljóst má vera, að þeir sem svo háum aldri ná, muni tímana tvenna og svo var um Guðjón. Hann hafði mjög trútt minni, svo að ein- stakt var talið og entist það honum næstum ævina út. Hann gat greint í smáatriðum frá ýmsum viðburðum æsku sinnar. Merkisatburði í sveit sinni mundi hann glöggt, þótt gerst hefðu fyrir áratugum, og sagði skemmtilega frá. Var frásögn hans stundum svo nákvæm, að hann til- tók ártal, vikudag og hvernig viðr- aði þessa tilgreindu daga. Hann hafði líka í gegnum tíðina kynnst fjölda fólks. Þeir bræður réðu alltaf til sín kaupafólk á meðan heyja var aflað með orfi og hrífu. Einnig komu í hans hlut útréttingar fyrir heimil- ið. í mörg haust fór hann fyrir Mið- firðinga í Þverárrétt í Borgarfirði, en þar í sveitum átti hann marga frændur og kunningja. Guðjón var mikill bóndi í eðli sínu. Hann hafði ekki ýkja stórt bú, en Guðjón Jónsson bóndi - Huppahlíð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.