Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.07.1990, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ í fótspor Nostradamusar Eflaust varðar frægasti spádómur Marcelus Jó- hannes Pál II. páfa. í apríl 1981 hafði Marcelus sam- band við fréttastofuna Gamma og tjáði þeim að, „páfi gæti orðið fórnar- íamb ofstækismanns eða „öfgahóps". Fréttamenn brugðu skjótt við, því þeir vissu af reynslu að spámanninum skeikaði sjaldan. Þeir urðu sér úti um ljósmynd af lófum Páfa sem Marcelus las úr. Spámaðurinn var nú fullviss. „Páf- inn verður fómarlamb geðsjúklings eða pólitísks öfgahóps.“ 23. apríl 1981 sendi fréttastofan Gamma alþjóðlegum fjölmiðlum fréttaskeyti sem innihélt spádóm Marcelus um möguleg örlög páfa. Heimspressan var í vanda, eng- inn fjölmiðill þorði að fjalla um spá- dóminn, þar til tímaritið Revue Chromos, gefið út í Colombíu, ákv- að að birta umræddan spádóm, ásamt umfjöllun um spámanninn. Útgáfudagur tímaritsins var 12. maí. Atján klukkustundum síðar, 13. maí 1981, var umheimurinn lostinn hryllingi. Jóhannes Páll páfi annar hafði orðið fómarlamb byssukúlu ofstækismanns. Enn einn spádómur Nostradamusar 20. ald- arinnar átti við rök að styðjast. Annars frægs spádóms verður minnst um ókomin ár. „Ameríkanar verða fyrstir manna til að senda mannað geimfar til tunglsins,“ tjáði Marcelus fjölmiðlum, fimm árum fyrir tunglferð Neil Armstrongs, Michel Collins og Edward E. Aldin í geimfarinu Appolo. Hann lýsti ferðinni í smáatriðum. Auk þess bætti hann við. fullyrðingu sem vakti undrun. „Fyrirliði geimfar- anna er fæddur í ljónsmerkinu og ferðin verður farin á dögum Ijóns- ins.“ Spádómur Nostradamus rættist auk þess sem hvert smáatriði kom heim og saman við raunveruleikann — Neil Armstrong, fæddur 5. ágúst 1930, í ljónsmerkinu. Tunglferð Appolo var farin 29. júlí 1969, á dögum ljónsins. NASA sá ástæðu til að senda Marcelus sérstakt við- urkenningar- og þakkarbréf. í þau tíu ár sem ég hef starfað í Frakklandi hafa greinar um Marc- elus Toe Guor verið fastir liðir á síðum tímarita og dagblaða, auk þess sem ótal útvarps og sjónvarps- þættir hafa verið helgaðir hæfileik- um hans. r- Idag er þessi 72 ára gamli öðl- ingur lifandi goðsögn í Frakkl- andi, eftirsóttur sem spámaður og andlegur leiðbeinandi, af heims- frægum stjömum úr heimi íþrótta, kvikmynda, tónlistar og stjómmála. „Mage Du Sport“, „lukkutröll fyróttamanna", „D’ange Gardienne du Monde Spectacle", „vemdareng- ill leiklistarheimsins", era heiti sem fjölmiðlar hafa eignað honum. Prost, fyrram heimsmeistari í kappakstri, knattspymustjaman Platini, auk fjölda annarra víðkunnra íþróttamanna era fastir viðskiptavinir og nánir vinir Marcel- us. Allir telja þeir töframátt spá- mannsins eiga stóran þátt í vel- gengni sinni á sviði íþrótta. Jafnvel „Les Blues", gamla góða landsliðið í knattspyrnu, fékk ávallt fyrirbæn- ir hjá Marcelus fyrir þýðingarmikla leiki. Víðfrægt er hálsmen Marcel- us, — „Medical magique de Nostradamus", fjöldaframleitt gull- hálsmen sem er mjög eftirsótt af íþróttamönnum sem og öllum al- menningi. Sérhvert hálsmen er segumagnað af Marcelus að þörfum sérhvers einstaklings. „Hlaðið já- kvæðri orku fenginni úr alheimsvit- undinni til verndar þeim er ber hálsmen mitt“, segir sjáandinn. A meðal fastra viðskiptavina Marcelus Toe Guors má fínna fræg- ustu leikara og söngvara Frakk- lands, Francoise Hardi, Silvie Vart- an, Sheila, Jack Martin, Michel Drucker og fleiri. Jafnvel borgar- stjóri Parísar, Jaques Chirac. Öll telja þau náðargáfu Marcelus, leið- sögn hans og vemd, eiga stóran þátt í velgengni þeirra. Bábiljur og hindurvitni? Hjátrú aftan úr grárri forneskju? A tímum vísinda og tækniframfara virðist margt jarðbundið nútímafólk telja til furðufugla spámenn, miðla og aðra djúpt hugsandi einstaklinga sem helga líf sitt eða frístundir dulspeki og andlegum málum er snerta ókannaðar víddir alheimsins. Hverjum og einum er fijálst að hafa eigin skoðanir.á huldum heim- um dulspekinnar. Víst leynast svikamiðlar, loddarar og falsspá- menn innan um starfandi dulspek- inga. Marcelus Toe Guor er sem klettur í hafinu, virtur af öllum sökum óútskýranlegra yfir- burðahæfileika á dulrænum sviðum. Jafnvel virtir vísindamenn og hörð- „Framundan er erfitt tímabil/ en því miður er stér hiuti vandans heimatilbúinn. Misvitrir menn hafq tekið marg- ar ákvarðanir í mikilvægum málum." ustu efasemdamenn virða náðar- gáfu þessa sérstæða manns og voga sér ekki að gagnrýna störf hans. Mér lék forvitni á að kynnast þessum dulræna manni, með það í huga að kynna hann og undraverða hæfíleika hans fyrir Islendingum. Beiðni minni um myndatöku og við- tal er vel tekið. Eg er velkominn 15. aprfl, kl. 17. Persónuleg gjöf frá dönsku kon- ungshjónunum sem eru meðal skjólstæðinga miðilsins. Á tilsettum tíma er ég mættur á vinnustofu sjáandans, 56-Rue Tait- bout, Paris 75009, í níunda hverfi Parísar. Alúðleg kona, eiginkona sjáandans, sjálf alþjóðlega kunn sem miðill, vísar mér til sætis á biðstofunni. „Marcelus er í útvarpsviðtali hjá útvarpsstöðinni Radio Tour Eiffel, hann kemur eftir augnablik,“ mælti hún brosandi. Umrætt augnablik er lengi að líða. Stanslausar símhringingar koma í veg fyrir samræður við frúna. Eftir langa bið birtist smávaxinn, fíngerður maður, kvikur í hreyfing- um. Undarlegt skegg hylur andlit hans. Með glettnisbrosi lítur hann til mín. „Velkominn íslendingur. Ég veit lítið um landið þitt. Ég veit þó að þið hafíð átt frábæran knatt- spyrnumann, monsieur Albert Guð- mundsson." Hann biður afsökunar á óhjá- kvæmilegri seinkun og býður mér sæti á skrifstofu sinni. Ég sit and- spænis mesta sjáanda aldarinnar, Marcelus Toe Guor, er fjölmiðlar nefna Nostradamus 20. aldarinnar. Sérstæður ilmur reykelsis fyllir vit mín. Undarleg þögn umvefur mig. Vinnustofa sjáandans er látlaust lítið herbergi, skreytt vfnrauðu veggfóðri. Veggirnir þaktir snyrti- lega innrömmuðum myndum og þakkarbréfum frægra persóna. I öndvegi tróna kveðjubréf og mynd- ir af núverandi borgarstjóra París- ar, Jaques Chirac, persónulegum Bænastund hjá Marcelus. Lögreglustjóri 9. hverfís Parísarborgar biður Marcelus um aðstoð vegna mannshvarfs. Með eiginkonunni Daizy, sem einnig er þekktur miðill og sjáandi. Huglæknirinn Marcelus með sjúkri konu. vini og velunnara Marcelus. Sitt hvoru megin við myndir Chirac’s hanga myndir og þakkar- bréf frá Edward Heath, fyrram for- sætisráðherra Bretlands, og kon- ungsfjölskyldu Belgíu. Vinsamleg skilaboð og þakkir fyrir veitta að- stoð. Teikningum eftir meistara Salvador Dali, ásamt ljósmyndum af Marcelus og Dali, á góðri stund, er haglega komið fyrir á einum vegg í herberginu. „Dali var minn besti og trygg- asti vinur, hann er oft hjá mér, návist hans er mér ávallt kær,“ tjá- ir Marcelus mér er hann sér undr- undarsvip minn. Sjáandinn situr andspænis mér við gamalt antik-skrifborð er virðist hanga saman af gömlum vana, þjáð af þunga ótal skjalabunka, stytta, helgimynda og kertastjaka. Skær- málað líkan af Formula 1 kappakst- ursbifreið stendur stolt á öðrum enda þessa furðuverks sem Marcel- us nefnir antik-skrifborð. „Gjöf frá vini mínum, Alain Prost. Ég spáði honum heimsmeistaratitlinum í kappakstri á sínum tíma og spáin rættist.“ Við hlið líkansins liggur feitur og pattaralegur köttur sem starir makindalega á stóra skjaldböku er gæðir sér á kálblaði í einu horni herbergisins. „Má ég kynna fröken Margarite, kisulóra sem ég fann villta á förnum vegi fyrir sjö árum. Skjaldbakan er fröken Totor þriðja. Ég elska dýr, nálægð þeirra veitir mér andlegan styrk. Sál þeirra er hrein og tær. 111 öfl þrífast ekki í návist þeirra.“ Sjáandinn tendrar sex kerti sem hann raðar í hring á borðið. í miðju hringsins setur hann krist- alskúlu. „Lítum á landið þitt, Island. Túlk- um þær bylgjur sem framtíðin sendi ykkur til handa. Kristall er loftnet og móttökutæki fyrir bylgjur sem sendar eru frá hinum huldu víddum alheimsins.” „Ég er staddur á strönd. Fyrir norðan mig er undarlega kúpt fjall, hulið snjó. Þetta fjall er uppspretta mikils lífs og segulkrafts. Skær ljós- hjúpur er umhverfis fjallið. Á ströndinni standa tveir menn, úr fortíð landsins, klæddir skikkjum. Báðir halda þeir á gylltum bikuram og horfa yfir landið daprir í bragði, þeir eru óánægðir með framvindu mála á eyjunni." „Eg sé Ijóshærða konu sem stendur ein á ströndinni og horfir yfir haflð. Himinninn er eldrauður. Úti við sjóndeildarhringinn hrann- ast upp kolsvört ský sem stefna yfir landið. Einstaka sólargeisla tekst þó að bijótast í gegn um skýjaþykknið. Þið eigið erfiða tíma framundan.“ „Ég er kominn að ólgandi straumþungu fljóti, það myndar stóran foss sem steypist niður í (gljúfur. Svo langt sem augað eygir I er aðeins auðn og gijót. Jörðin titr- ar undir fótum mér. Á þessum stað gerast voveiflegir atburðir." „Ég vil vara Isendinga við yfir- vofandi hættum. Tempete Phenomenal eða fellibylur mun ganga yfir eyjuna og valda miklu eignartjóni. Ég sé einnig mengunar- hættu af völdum sjóslyss, — í stór- um flóa. Dauð sjávardýr þekja ströndina. Ég sé þetta óljóst, en það verður sjóslys við strendur landsins, nálægt stórum flóa. Sem á eftir að hafa slæmar afleiðingar." „Himinninn ógnar ykkur, ég sé slys loftfars og möguleika á að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.