Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.08.1990, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. ÁGÚST 1990 15 hefði minnsta möguleika á því að hljóta starfið, því aðstæður allar torvelduðu, að hann gæti tekið þátt í virkri kosningabaráttu. Stuðnings- menn hans á Isafirði höfðu þó und- ir höndum mjög greinargóð með- mæli um hæfni umsækjanda, er gefin voru af Haraldi Níelssyni, er þá var prófessor við guðfræðideild- ina. En sr. Magnús hafði verið nem- andi hans. Líkur benda til, að þessi með- mæli hafi vegið þungt á vogarskál- unum, því sr. Magnús sigraði í kosningum með miklum yfirburð- um. En atburðarásin er oft óútreikn- anleg. Jón Helgason var kjörinn biskup 1917. Þá losnaði embætti hans við guðfræðideildina. Sr. Magnús sótti um það embætti ásamt þeim Tryggva Þórhajlssyni á Hesti í Borgarfirði og sr. Ásmundi Guðmundssyni í Stykkishólmi. Rit- gerðarverkefni var lagt fyrir um- sækjendur um siðaskiptatímann á íslandi. Þótti ritgerð Magnúsar best og hlaut hann embættið. Nú var úr vöndu að ráða fyrir sr. Magnús, nýbúinn að hljóta glæsilega kosningu. Auk þess voru sóknarbörn hans á Isafirði búin að leggja mikla vinnu af mörkum til að greiða götu hans heim til fóstur- jarðarinnar. í raun hvíldi sú skylda á herðum hans, að velja sér aðstoðarprest. Sá eftirmaður varð að uppfylla flesta þá eiginleika, er hann sjálfur hafði í starfi. Grípum aðeins niður í áður nefnt meðmælabréf sr. Magnúsar, þar stóð m.a.: „Hann kom jafnan fram sem frábær reglumaður, stilltur og prúður í allri framgöngu, enda er hann alvörumaður.!. . . „Þægilegur í viðmóti, og ekki síst fyrir það, hve hann er gæddur ljölbreyttum hæfi- leikum og lundin listhneigð og fjör- mikil, er hann einkar skemmtilegur í viðræðum. Hann er söngmaður góður og leikur vel á harmoníum." „Hann hafði sérstaklega myndarlega framkomu í prédikun- arstól og bar vel fram, enda maður- inn hinn gervilegasti." Að framansögðu má ljóst vera, að sá, sem sr. Magnús þurfti að velja, varð að hafa flesta þessa kosti. Sr. Magnús fór því til Reykjavík- ur og hitti þar ungan nýútskrifaðan guðfræðing, Sigurgeir Sigurðsson, can. theol., sem hann réð í starfið. Allt gekk þetta eftir hvað hæfni þessa unga guðfræðings áhærði. Hann var ekki búinn að vinna með Isfirðingum nema í sex mánuði, er þeir kusu hann sem sóknarprest 11. mars 1918. Hlaut hann 660 at- kvæði af 690 greiddum. ísafjarðarprestakall var eitt hið fjölmennasta og erfiðasta hér á landi þessi árin. Auk þess þjónaði sr. Sigurgeir í Bolungarvík þar til 1925. Mikil stéttaskipting var á ísafirði um þessar mundir. Verkafólk átti varla málungi matar og húsnæði þess var mjög hörlegt og lítið. At- vinnuleysi var stöðugt yfirvofandi og sjósókn torsótt, því skipakostur var lélegur. Veður hamlaði því mjög oft veiðum að vetrinum til. Verslunarstéttin hafði verið fyr- irferðarmikil fyrir og eftir aldamót- in og voru rekin á Isafirði nokkur öflug verslunar- og útgerðarfyrir- tæki. En vinnulaun verkafólks voru af skornum skammti. Kringum þennan rekstur myndaðist því yfir- stétt, sem var í miklum tengslum við útlönd. Stærsti verslunareigand- inn, Ásgeir Ásgeirsson, hafði að jafnaði vetursetu í Kaupmanna- höfn, en sat á ísafirði á sumrum. M.a. átti þessi athafnamaður stórt flutningaskip, sem hann hafði í för- um á milli landa í mörg ár. Mikið var um veisluhöld, garðveislur og skógarferðir yfirstéttarfólks á Isafirði um þessar mundir á sama tíma og meirihluti íbúanna átti varla til hnífs og skeiðar. Inn í þetta umhverfi kom sr. Sigurgeir. Því má spyija, hvernig bar hann sig að? Því er fljótsvarað. Hann umgekkst alla jafnt — gerði sér engan mannamun eftir þjóðfélags- stöðu hvers og eins. Með framkomu sinni var hann fyrirmyndin. Hann var samviskusamur — framkvæmdi allar athafnir með reisn og virðu- leik. — Allra augu beindust því í átt til hans. Hann var fremstur á meðal jafn- inga og vinur þeirra sem minna máttu sín. Myndræn er lýsing sr. Jóns Auð- uns, þegar hann lýsir starfsvett- vangi sr. Sigurgeirs: „Eg sé fyrir mér ungan prest, og nú er messudagurinn hans úti í Bolungarvík, langa leið frá heimili hans á Isafirði. Á djúpinu byltist hrönn við hrönn, hrynjandi sjóir með drifhvítu trafi banna veikum báti leiðina. En ungi presturinn býr sig samt að heiman. Fótgangandi fer hann fleiri klukkustundagang yfir urðir og klungur, yfir svellbólg- in björg, yfir ófærur og illræmdan veg. í kirkju sína kemur hann á réttum tíma og þessa ferð er hann búinn að fara svo oft, að sóknarfólk- ið er hætt að undrast prestinn, sem lætur engar hættur tálma för sinni, þegar skyldan býður að heilagt messuembætti skuli flutt.“ Oftsinnis var sr. Sigurgeir hætt kominn í vetrarferðum sínum út í Hnífsdal og Bolungarvík. M.a. í eitt skiptið komst hann ásamt fylgdar- manni naumlega í skjól undir barði, þar sem Óshlíðin reis hrikaleg fyrir ofan. Snjóskriða féll beggja vegna barðsins og þeim var borgið. En þarna mátti engu muna. ísfirðingar og Vestfirðingar allir eru mjög meðvitaðir um, að þeir eru í stöðugu návígi við nátttúruöfl- in. Æði oft er stutt bilið milli lífs og dauða. Presturinn ungi gekk ótrauður sama veg í glímunni við þessi öfl. Hann gekk oft feti framar er skyldan kallaði. Ásmundur Guðmundsson, bisk- up, komst þannig að orði: „Þegar ég skoða þessa mynd af herra Sig- urgeiri Sigurðssyni, sé ég fyrir mér karlmennið, fullhugann, ég sé fyrir mér biskup, klerk og mann, sem var postula Drottins að skapi, post- ulanum sem reit: „Verið ekki hálf- volgir í áhuganum, verið brennandi í andanum. Allt hjá yður sé í kær- leika gjört.“ Leifturmyndir þær, er hér hafa verið dregnar, eru táknrænar fyrir ytri umgjörð boðunarinnar vestur á Isafirði. Sr. Sigurgeir var ekki „hálfvolgur í áhuganum". Hvað þjónustuna í sjálfum helgi- dómnum varðar hafði hann þegið í vöggugjöf góðar gjafir. Raddfeg- urðin var einstök, hann flutti sann- færandi og einlægar prédikanir, er allir skildu. Hann var gæddur hrífandi persónutöfrum. Allt verk- aði þetta þann veg, að hann náði vel eyrum þeirra er heyrðu. Sr. Sigurgeir var þeirrar gerðar, að hann átti auðvelt að laða menn og konur til samstarfs í söfnuðinum. Hann stofnaði ásamt Jónasi Tómas- syni, tónskáldi, Karlakór ísafjarðar og Sunnukórinn. Við hlið hans stóð einnig öll prestskaparár hans á ísafirði Elías Pálsson, kaupmaður. En hann var formaður sóknar- nefndar allan tímann sem sr. Sigur- geir starfaði á Isafirði. Sr. Sigurgeir hefur gert sér góða grein fyrir því, að til þess að messu- flutningur næði þeirri reisn og feg- urð sem hann ætlaðist til, þá þyrfti að efla kórstarfsemina í bænum. Þaðan væri svo hægt að fá söng-' fólk til þess að leiða messusönginn. í söngskrá frá samsöng Karla- kórs ísafjarðar frá 1929 má sjá, að sr. Sigurgeir hefur verið ein- söngvarinn. Þar hefur hann sungið einsöng í „Ljúfar, ljósar nætur“ eftir Jón Laxdal og í „Landkjend- ing“ eftir Edward Grieg. Þetta verkefnaval segir sína sögu um hæfni hans sem söngvara. Undirleikarar voru á píanó og harmonium þær frúrnar Guðrún Pétursdóttir og Anna Ingvarsdóttir, eiginkona Jónasar Tómassonar, söngstjóra. Söngfélagar sr. Sigurgeirs á þessum tónleikum voru þeir menn sem mest og best stóðu að kirkju- söngnum á prestskaparárum hans á ísafirði. Þeir voru: 1. tenór: Einar Guðmundsson, Guðmundur Sæmundsson, Haraldur Loftsson, Ólafur Gestsson, Ólafur Magnússon og Tryggvi Fr. Tryggvason. 2. te- nór: Ingólfur Ketilsson, Jóhann Ein- arsson, Jón Hjörtur Finnbjörnsson og Karl Bjarnason. 1. bassi: Elías J.,Pálsson, Ingi G., Eyjólfsson, Karl Jónsson. (Sr. Sigurgeir söng 1. bassa.) 2. bassi: Arni B. Ólafsson, Bergsveinn Bergsveinsson, Finn- björn Hermannsson, Guðmundur Geirdal, Hans Einarsson, Haraldur Leósson og Jón Hróbjartsson. Þegar Sunnukórinn var stofnað- ur bættust í kirkjukórinn margar frábærar kvenraddir: Krístín Magn- úsdóttir, Margrét Finnbjörnsdóttir, Sigrún Jónsdóttir, Elísabet Samú- elsdóttir, Jóhanna Johnsen og margar fleiri, sem of langt væri upp að telja. Unglingastarf var sr. Sigurgeiri hugleikið og beitti hann sér mjög á því sviði. Stofnaði m.a. KFUM og K á ísafirði og veitti því alla for- ystu. Hann beitti sér og fyrir bættri fræðslu í kristindómi í Barnaskólan- um. Hann vildi meðal annars að Barnalærdómur Helga Hálfdánar- sonar yrði endurskoðaður og endur- bættur. Skiptar skoðanir voru í landinu varðandi þetta kver, því var hann forgöngumaður tillöguflutn- ings um þetta efni, sem var sent Prestastefnu 1926. Margt fleiri mætti nefna varð- andi þau málefni sem hann beitti sér fyrir, en rúmsins vegna verður að sleppa því hér. Þó skal þess getið, að hann var gæslumaður Landsbankans á ísafirði. Hann heyrði því beint undir bankaráð Landsbankans og gaf því mánaðar- lega skýrslu um bankann. Margir, sem áttu í fjárhagserfiðleikum, nutu góðs af þessu starfi sr. Sigurgeirs, sérstaklega þeir sem höllum fæti stóðu. En fáir vissu, aðrir en þeir er nutu. Jónas Tómasson, tónskáld, sem starfaði með sr. Sigurgeiri í 21 ár, segir að það hafi verið gæfuspor, þegar séra Sigurgeir steig á Iand á Isafirði og segir að öll prestsverkin hafi verið unnin „í sannfæringu trú- arinnar, samfara frjálslyndi — í vonargleði fagnaðarerindisins, en samt með alvöru, — í krafti kær- leika, sem jafnframt er mildur, .. fyrir hans augum, kærleikurinn mestur.“ Jónas telur að grunntónninn í prédikunum sr. Sigurgeirs hafi ver- ið fenginn úr sálminum „Hver fögur dyggð í fari manns“ eftir Th. Kingo (1634-1703), sem var biskup í Óð- insvéum í Danmörku, þ.e. þýðing Helga Hálfdánarsonar, sálmaskálds og forstöðumanns Prestaskólans. Fyrsta erindið hljóðar svo: Hver fógur dyggð í fari manns er fyrst af rótum kærleikans. Af kærleik sprottin auðmýkt er, við aðra vægð og góðvild hver og hjartaprýði stilling með. „Það er þessi grunntónn, sem hefir hljómað hér í sókninni og snert hjartastrengi yngri og eldri sókn- arbúa, og, meðal annars, á annað þúsund barna, sem hann hefir fermt hér í prestakallinu. Það er frá sam- klið þessara strengja, sem hér hafa þroskast kærleiksríkar hugsanir. Það hefur verið kærleikur frjálsbor- ins manns: engin tunga hefir verið bundin, engin fótur fjötraður. Vinn- an er ekki lögð í það, að beijast við hið illa, heldur þroska hið góða, vitandi það, að þar sem ljósið er kveikt hlýtur myrkrið að víkja.“ Þannig voru meðmælin, sem Jónas Tómasson lét frá sér fara, þegar sr. Sigurgeir fór frá ísafirði. Þegar sr. Sigurgeir kom til Isa- fjarðar var hann einn, en hann var heitbundinn ungri stúlku, Guðrúnu Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Sel- tjarnarnesi. En fljótlega kom Guð- rún vestur og brúðkaup þeirra var síðan haldið í Ísaíjarðarkirkju 17. nómvember 1917. Þau hjónin eignuðust fjögur börn á ísafirði, — Pétur, Sigurð, Svan- hildi og Guðlaugu. Sr. Jón Auðuns skrifaði þannig um frú Guðrúnu: „ísfirðingar höfðu notið þess fyrr að eiga ágætustu prestkonur, frú Þórdís Jensdóttir, kona séra Þor- valds og bróðurdóttir Jóns Sigurðs- sonar forseta, var einkanlega fyrir- mannleg kona, svo að athygli vakti og frú Bennie Lárusdóttir, kona sr. Magnúsar var gáfuð fríðleikskona. Sess sinn skipaði frú Guðrún Pét- ursdóttir frá byrjun þannig að vin- sældir hennar urðu miklar. í.starfi eiginmanns síns tók frú Guðrún fullan þátt, í hverri messugjörð sat hún sinn bekk í kirkjunni, og ótelj- andi sinnum sat hún við píanóið sitt og annaðist undirleik við helgi- athafnir. Um hitt var kannski ekki minna. Af litlum embættislaunum höfðu þau Guðrún og séra Sigur- geir opið hús til gistingar og greiða nálega hveijum, sem hurðir þeirra knúði, og mæddi þar ekki síst á húsfreyjunni. Á mannkostum sínum, geðprýði og góðvild varð frú Guðrún svo ástsæl af ísfirðingum, að mjög var þeirra hjóna saknað þegar sr. Sigurgeir var kvaddur til biskupsdóms." Hér að framan hefur verið reynt áð bregða upp mynd af manninum og sóknarprestinum séra Sigurgeiri Sigurðssyni á ísafirði, þ.e. á árun- um 1917 til 1939. Myndin er ófull- komin eins og gefur að skilja, en störf hans og vinsældir meðal sókn- arbarnanna hafa verið þess eðlis, að orðstír hans hefur borist um land allt, því er hann kosinn biskup yfir íslandi, þegar Jón Helgason lét af störfum 1938. Það segir allt sem í sjálfu sér þarf að segja. Sigurgeir Sigurðsson, biskup, lést langt um aldur fram, 13. októ- ber 1953, 63ja ára gamall. Danskur biskup á að hafa haft að einkunnarorðum við vígslu presta þessi orð: „Þér eigið að slíta yður út, en hægt og hægt.“ Ás- mundur Guðmundsson sagði að „Sigurgeir biskup hefði gert hið fyrra, en hann hefði ekki farið eftir því síðara. Hann hefði slitið sér út hratt.“ Öll störf hans í þjónustunni á ísafirði bera með sér að sr. Sigur- geir var brennandi í andanum og „fyrir hans augum, kærleikurinn mestur“ eins og Jónas Tómasson orðaði það. Drottinn blessi ætíð minningu þeirra mætu prestshjóna á ísafirði, frú Guðrúnar og sr. Sigurgeirs. Ásum í Vestur-Skaftafellssýslu, sr. Hjörtur Hjartarson Heimildir: Ásmundur Guðmundsson: Kirkjuritið. Útg. Prestafél. ísl. Reykavík. 1953. Björn Magnússon: Guðfræðingatal 1847- 1976. Jón Auðuns: Mbl., Rvk. 27.07.1979. Jón Auðuns: Kirkjuritið. Útg. Prestafél. ísl. Rvk. 1954. Jón Þ. Þór: Saga ísafjarðar og Eyrarhrepps hins forna. II. bindi. 1867-1926. Jónas Tómasson: Lindin. Útg.: Prestafél. Vestijarða 1940. Ólafur I. Magnússon: Organistablaðið. Rvk. 1974. Sálmabókin. Útg. Rvk. 1972 Sveinn Elíasson fyrrum bankaútibússtjóri Landsbanka íslands. (Viðtöl). Söngskrá Karlakórs Isafjarðar 1929. Leiðrétting í minningargrein um Óskar Gíslason Ijósmyndara, eftir Erlend Sveinsson í blaðinu í gær, féllu nið- ur nokkrar línur í málsgrein í miðj- um þriðja dálki. Rétt er málsgreinin svona: j,Jafnhliða ljósmyndanáminu gafst Oskari kostur á að fylgjast með kvikmyndatökum í kvikmynda- verum Nordisk Film í Valby. Eftir heimkomuna 1922 setti hann á stofn ljósmyndastofu í Kirkjustræti 10, í félagi við Þorleif Þorleifsson eldri...“ B Y K O í B R E 1 D D z| | RARNARÓIIIRNAR B R o DnnlMnnvLUfMVnn l/IMQ/FI II m o V IIMOAbLU LOKSINS KOMNAR $ i JC < o Ui DC CQ w AUK/Sl o [z 'It.tiífvÍliTWW*,' S í M 1 4 10 0 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.