Morgunblaðið - 04.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. SEPTEMBER 1990 19 merkilega vel úr garði gerðar og njóta þeir þess enn í dag. Menn reyni að ímynda sér hvernig ástand- ið væri, ef einungis hefði verið þrykkt einhæf nafnaskrá! Má minna á það, að lítið segir frá löngum kafla í íslenzkri mynd- list vegna þessarar vanrækslu, á meðan aðrir, sem sáu um, að gerð- ir þeirra gleymdust ekki, eru menn dagsins í dag. Má telja að ýmislegt væri öðru- vísi og heilbrigðara í íslenzkri myndlist, ef þessi hlið hefði verið ræktuð í sama mæli og gert er hvarvetna erlendis. Þá væri ekki mögulegt að skálda í eyðurnar í þeim mæli og gert er. Mikill ljóður er þó á framkvæmd sýningarinnar, hve stutt hún stend- ur yfir eða einungis í tvær vikur, en einn mánuður er hið minnsta, sem slík framkvæmd þarf til um- leikis og kynningar. Ánægjulegt er að sjá gömlu verk Septembermanna í Áustursal, en ég man ljóslega eftir mörgum þeirra frá sýningunum í gamla daga, en um leið sakna ég annarra, sem urðu mér minnisstæð. Grímuformið var lengi mjög áberandi og var hingað komið frá París eftir ýmsum krókaleiðum en þó aðallega frá Kaupmannahöfn og áhrifum frá dönskum myndlistar- mönnum. Annars átti það upphaf sitt í París á fyrstu áratugum aldar- innar og hér var Henri Matisse mikili áhrifavaldur, en það var hann, sem benti Picasso og öðrum á fegurð frumstæðrar listar þá ný- kominn úr ferðalagi í Afríku. Varð það til þess að Picasso og fleiri eyddu mörgum stundum á Mann- fræðisafninu í Paris (Museum de l’Homme), en þar er eitt stórkost- legasta samsafn frumstæðrar listar, sem til er á einum stað í heiminum. Árangur þessa nývakta áhuga geymir svo listasagan. Hér á landi var þetta iðkað sem hrein rannsókn á myndrænum lög- málum, en án beinna tengsla við upprunann vegna fjarlægðanna. Sá er kemur í þetta safn og reikar á milli glerskápa, er geyma hvers konar grímur og gjaldrafígúrúr frá hinum ýmsu héruðum Afríku og Asíu, svo og list Indíána og Esk- iinóa, hlýtur að skynja betur hvað lá að baki þessum áhuga. Hér var nefnilega um að ræða svo ríka skynræna formkennd, að menn hljóta að falla í stafi, sem á annað borð eru móttækilegir fyrir formræna fegurð og myndrænt samræmi. Uppruninn er jafnan það, sem meginmáli skiptir í allri myndlist, og það sérstaka endui’varp áhrifa frá næsta umhverfi og hugsunar- hætti, sem fram kemur í myndverk- unum. Þess vegna hljóta þau verk að lifa lengst, sem afhjúpa tilfinningu gerandans fyrir umhverfi sínu og lífinu allt um kring og gildir þá einu hvort um sé að ræða lit- og form- ræn blæbrigði, ströng uppbygging forma eða frammúrskarandi mynd- ræn eftirgerð hlutveruleikans. Það er nefnilega að mínu mati ekkert til sem nefnist alþjóðamál myndlistarinnar án persónulegrar lifunar og framsetningar. Sýningin September - Septem verður manni með mína yfirsýn ósjálfrátt tilefni til hugleiðinga eins og hér hafa verið settar fram, sjálf- ir sýnendurnir staðfesta fyrri styrk og hafa sjaldan verið betri, en enda- laust mætti deila um val verka, en það hefur að mínu viti tekist vel í stórum dráttum. Eg hef árlega skrifað um Septem og leita ekki í endurtekningar hér. Arjnars vegar væri meira en fróðlegt að sjá hvað ungir hafa um þessa sýningu að segja, sem hafa þróunina í meiri fjarlægð og því kasta ég boltanum til félaga míns hér við blaðið og grípi hann boltann ef vill... BALLET KLASSISKUR BALLET Kennsla hefst 17. september. Námskeið fyrir byrjendur (yngst 4ra ára) og framhaldsnemendur. Innritun í síma 72154 frá kl. 11-19. Afhending skírteina laugardaginn 15. september frá kl. 12-16. Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING RUSSIAN METHOD. Félag íslenskra listdansara 6RLLET5KÓLI5IGRÍÐRR RRmRRR SKÚLACÖTU 32-34 OOO VERÐSPRENGING! ■ ■ ■ Isuzu Gemini. LT þriggja dyra hlaðbakur kostar aðeins 766 þúsund og LT 1]ögurra óyraJQ^ þúsund krónur. Isuzu Gemini er kallaður STÓRISMÁBÍLUNN, vegna hins ótrúlega rýmis sem í honum er. í Gemini sameinast frábœr stjórnsvörun, sparneytni, viðbraðgssnerpa og þœgindi. Vélin er 1300cc. 12 hö.;hann er framhjóladrifinn, 5 gíra, með aftstýrí, afihemium, PCV-lœsingavara á hemium og upphitaðri afturrúðu. ÁRLEG ÓKEYPIS SKOÐUN! Árleg a koma fulltrúar framleiðenda hingað til lands og skoða bílana, eigendum að kostnaðarlausu. ÞRIGGJA ÁRA ÁBYRGÐ! Við bjóðum nú þriggja ára ábyrgð á þessum frábœru bílum. Greiðslukjör eru við allra hœfi. Óll verð eru staðgreiðsluverð. Bílamir eru ryðvarðir, skráðir, tilbúnir á gðtuna með útvarpi og segulbandi. mm _ m, SAMBAND ISLENSKRA SAMVINNUFELAGA MUðsútfftg HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI 91-670000 OG 674300 Komdu með Ijölskylduna og reynstuaktu þessum frábœrabil! L e i t u m o g v i ð m u n u m f i n n a ! 0HITACHI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.