Tķmarit.is
Search | Titles | Articles | About | FAQ |
login | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

and  
M T W T F S S
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Open in new window:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Vertical fit


Your browser does not support PDF files
Click here to view the page as JPG
Morgunblašiš

						18    C
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 30. SEPTEMBER 1990
DULRÆN EFNI
Sálargerðirnar sjö - sálaraldur
Námskeið í efni frá MICHAEL verður haldið
íoktóber. Meðal efnis: Sálargerðimar sjö *
Aldurskeið sálna * Sálnasamstarf *
Hvernig við veljum sjálf persónuleikaþætti
okkar * Jákvæðir og neikvæðir pólar * o.fl.
Þátttakendur fá tækifæri til að greina sál-
arhlutverk sitt og sjálfvöldu persónuleika-
þættina með einföldum og skemmtilegum
prófunum.
Islenskur leiðbeinandi.
Skráning og nánari upplýsingar hjá Hug-
ræktarhúsinu, Hafnarstræti 20 og í síma
91-620777 frá kl. 16.15-18.30 virka daga.
Takmarkaður þátttakendafjöldi.
Skráning hafin.
Jónatan Jónsson
kennari - Minning
Vímulaus Ferð
tíl Florida l
3.nóvember - 26.nóvember 1990
I Orlando eru Disney World, Sea World,
Wet'n Wild og Cypress garðurinn meðal
viðkomustaða. í þessum ævintýraheimi má m.a.
heilsa upp á Mikka mús, sjá hin ýmsu dýr leika
listir sýnar og kynnast af eigin raun einum
stærstavatnsleikjagarðijarðar.
Á sandríkri sjávarströnd mun svo notið lífsis í
hálfan mánuð þar sem nóvembersólin skartar
sínu fegursta.
Bankastræti 2-101 Reykjavík - Sími: 62 71 44
Fæddur 17. septeraber 1917
Dáinn 14. september 1990
Jónatan er látinn. Mér varð
óneytanlega hverft við að vera til-
kynnt þetta við komuna í spítalann
nýlega. Ég hugðist heimsækja vin
minn eins og svo oft áður. Þrátt
fyrir hina erfiðu fötlun sjúkdóms-
ins, var hann alltaf svo andlega
hress, að maður leiddi ekki hugann
að nálægð dauðans í hans viður-
vist. Orð þjóðskáldsins mætti vel ¦
heimfæra" upp á Jónatan.
Frjáls þinn og auðugur andi
sér átti og nýtti
álfaslot hverjum í hamri
og hægindi í skýjum,
búgarðs hvers í blómsturs
bikatí miðjum
og hvern sér til viðtals valdi
af vitringum liðnum.
Það er svo stutt síðan við hitt-
umst síðast og tefldum skák. Þá
varðist Jónatan fimlega öllum atlög-
um, eins og svo oft áður, enda van-
ur að fást við meiri spámenn en
undirritaðan á því sviði. Við þetta
sama tækifæri flutti Jónatan langt
frumort kvæði um sinn ástkæra
Skagafjörð, og það algerlega eftir
minni. Orðkyngin og líkingamálið
gat ekki annað en hrifið hugann,
vald Jónatans á íslensku máli var
með ólíkindum. Bragreglur skáld-
skaparins voru virtar til fullnustu
og ort undir vandasömum, dýrum
háttum. í túni Braga komu engar
ódýrar lausnir til greina. Um þetta
getur hver sannfærst sem les ljóða-
bók hans „Dvergskip".
Minni Jónatans var alla tíð frá-
bært. Aldrei gleymist ferðin, er við
fórum, einn fagran sumardag, um
sveitir suðurlands, ásámt Önnu heit-
inni systur hans. Þarna hafði Jónat-
an verið farkennari endur fyrir
löngu. Öll nöfn bæja, íbúa og kenni-
leita voru honum enn í fersku
minni. Staðþekkingin hreint ótrúleg
hvar sem farið var. Heimsóknir okk-
ar Önnu til Jónatans, um eins og
hálfs áratuga skeið, líða seint úr
minni. Hver heimsókn næstum eins
og að ganga á fund heilags manns.
VÖUJSTEINN
OP
GLÆSILEGA SAUMAVÉLA- OG FÖNDURVERSLUN
AÐFAXAFENI14
VÖLUSTEINN er einka umboðsaðili á íslandi fyrir
hinar frábœru HUSQVARNA og BROTHER saumavélar.
HUSQVARNA saumavélar ó 10% kynningarafclœtti
vikuna 1.-6. okt.
BROTHER saumavélar ó aðeins 18.900 stgr.
VÖLUSTEINN er verslunin sem býður,
í fyrsta sinn á íslandi,
upp á fjölbreytt úrval af hinum vel þekktu og
vinsœlu PANDURO og FREDENSBORGINKÖBCENTRAL
föndurvörum.
®
VÖLUSTEINN
FAXAFEN 14
SÍMAR 679505 og 30380
VIUIRÐU SPARA ER
VÖLUSTEINN
VERSLUNIN FYRIR ÞIG
Allt fas heilsteypt, alþýðlegt og hlý-
legt, öll orðræða vönduð og upp-
byggjandi. Af hans fundi hlaut hver
að fara betri maður. Það er gæfa
að hafa fengið að kynnast slíkum
manni. Blessuð sé minning hans.
Ásgeir Sigurðsson
Þegar síðasta kornið rann úr
stundaglasi Jónatans Jónssonar,
var löng og oft torsótt píslaganga
að baki og vegmóðum ferðamanni
um síðir búin hvíld. Örðugu stríði
lauk þann veg, sem viðureign lífs
og dauða lýkur ævinlega.
Mörg undanfarin ár bættist hver
kvillinn á annan ofan til þess að
þyngja þann kross, sem á Jónatan
var lagður. En jafnframt lagðist
honum ýmislegt til. Þannig hélzt
andleg orka hans lítið sem ekkert
skert allt þar til yfir lauk. Fram
undir það síðasta gat hann farið
með langa ljóðabálka eftir minni,
mér liggur við að segja hálfar eða
heilar ljóðabækur, og þá annarra
skálda verk ekki síður en sín eigin.
Þá hefði hann varla látið sig muna
um að fylla væna bók með þeim
lausavísum og gamanbrögðum
ásamt meðfylgjandi sögum, sem
hann hafði löngum á hraðbergi, hve-
nær sem af honum bráði.
Ég kynntist Jónatan fyrst sumar-
ið 1942, þegar við vorum saman í
vegavinnu. Þá kom á daginn að við
áttum samleið í námi. Hann var þá
í blóma lífsins, hafði lokið kennara-
prófi og bjó sig að svo búnu undir
stúdentspróf utanskóla. Næstu ár
umgengumst við mikið, og þá fékk
ég að kynnast fjölskrúðugum áhuga-
málum hans og viðfangsefnum. Of-
bauð mér stundum hversu víða hann
kom við og hversu mörg járn hann
hafði í eldinum samtímis. Hann
söng, lék á hljóðfæri, æfði langhlaup
og glímu, spilaði á spil og tefldi.
Af öllu þessu leiddi að kunningjahóp-
urinn var býsna fjölmennur. Síðar
kom reyndar á daginn, að í þessum
hópi voru hreint ekki svo fáir, sem
reyndust vinir, þegar í raunir rak.
Stríðsárin voru að því leyti góð,
að þá var næga atvinnu að fá fyrir
þá, sem vettlingi fengu valdið. Voru
það notaleg umskipti eftir þrenging-
ar kreppuáranna. Engu að síður var
lífsbaráttan hörð hjá Jónatan og
fleirum, sem einvörðungu urðu að
byggja á eigin afla. Þá stóðu engin
námslán til boða, og umtalsverðir
styrkir voru fáir og torfengnir.
Húsnæðisskortur var tilfinnanleg-
ur um þessar mundir, og man ég
t.d. að einn vetur fékk Jónatan að
sofa í skrifstofuherbergi íþróttafé-
lags, þar sem oftast var umgangur
til miðnættis og oft illa vært þar
eftir kl. 7-8 á morgnana. Þó að hann
barmaði sér ekki og leyndi því eft-
ir beztu getu, bjó hann oft við þröng-
an kost á þessum árum. En
aflmesti drifkrafturinn í lífi hans var
þráin til mennta. Þegar hnignandi
heilsa varð til þess að hann varð að
hverfa frá óloknu háskólanámi, var
honum áreiðanlega þungt fyrir
brjósti. En hann tók þessu eins og
öðrum áföllum, sem lífið var svo
örlátt á við hann, og til æviloka
varðveitti hann þann opna stúdents-
huga, sem mætir menn hafa talið
aðalsmerki sannra menntamanna,
var m.ö.o. studiosus perpetuus.
Starfsævi Jónatans var skamm-
vinn, sé hún borin saman við æviára-
fjölda og miðað við launuð störf, —
brauðstritið. Þeim mun lengri varð
dvölin á hælum og sjúkrahúsum.
Lengst af var langlundargeð Jónat-
ans með ólíkindum, og fór hann oft
viðurkenningarorðum um mjúkar
hendur og alúð þeirra sem önnuðust
hann, lækna og hjúkrunarfólk. Þá
lofaði hann mjög þá ættingja sína
og aðra vini, sem lengst ræktu við
hann gamlan kunningsskap og vin-
áttu, en sjálfur var hann óbrigðull
vinur vina sinna. Var honum löngum
tamara að fjölyrða um þá sem hon-
um geðjuðust en hina, sem andað
höfðu köldu að honum.
Jónatan fæddist á Þangskála á
Skaga hinn 17. september 1917,
sonur hjónanna þar, Jóns Sveinsson-
ar kennara og Maríu Jóhönnu
Sveinsdóttur. Móðir hans dó
snemma árs 1929, og fóru þá þrír
yngstu bræðurnir, þar á meðal Jón-
atan, að Bergþórshvoli í Landeyjum
til bróður þeirra, síra Jóns Skagan,
sem þar var þá prestur. Kennara-
prófi lauk Jónatan 1941 og stúdents-
prófi 1945. Hann stundaði nám í
heimspekideild Háskóla íslands árin
1946-51. Þá vann hann um skeið á
Pósthúsinu í Reykjavík og enn síðar
var hann kennari á Skagaströnd.
Mörg síðustu árin átti hann við van-
heilsu að stríða og var þá oft og
lengi sárþjáður. Eftir hann liggur
ljóðabókin Dvergaskip, sem kom út
1975. Hann lézt hinn 14. september
sl.
Bergsteinn Jónsson
Eva María Sævars-
dóttir - Kveðja
Fædd 12. nóvember 1982
Dáin 25. september 1990
Það er erfitt að trúa því að litla
fallega frænka mín og vinkona hafi
hvatt þennan heim aðeins sjö ára
gömul. Ég get ekki sætt mig við að
við séum að kveðja hana, þó ég viti
að það er aðeins um stundarsakir.
Eva María var óvenjulega yndis-
legt barn, lífsglöð, dugleg og góð,
hún var þroskuð sál. Það var alltaf
mikil gleði að hitta þessa litlu vin-
konu mína glaða og glettna. Hún
var opin og sagði sína meiningu,
framkvæmdasöm og drífandi. Ég
veit að hún hefur fengið góða heim-
komu og nú líður henni vel hjá
Guði. Guðs vegir eru órannsakanleg-
ir, en sagt er að þeir deyi ungir sem
Guð elskar, henni hefur verið ætlað
mikilvægara hlutverk á öðru sviði.
Elsku Auður, Sævar, Alli Maggi,
Gummi og Lilja, guði gefi ykkur
styrk í ykkar miklu sorg. Minningin
lifír um yndislegu litlu stúlkuría mína
og verður ljós í lífi okkar.
Ég og fjölskylda mín sendum að-
standendum innilegar samúðar-
kveðjur. Guð blessi ykkur öll. Bless-
uð sé minning Evu Maríu.
Erla Gestsdóttir
					
Hide thumbnails
C 1
C 1
C 2
C 2
C 3
C 3
C 4
C 4
C 5
C 5
C 6
C 6
C 7
C 7
C 8
C 8
C 9
C 9
C 10
C 10
C 11
C 11
C 12
C 12
C 13
C 13
C 14
C 14
C 15
C 15
C 16
C 16
C 17
C 17
C 18
C 18
C 19
C 19
C 20
C 20
C 21
C 21
C 22
C 22
C 23
C 23
C 24
C 24
C 25
C 25
C 26
C 26
C 27
C 27
C 28
C 28
C 29
C 29
C 30
C 30
C 31
C 31
C 32
C 32
C 33
C 33
C 34
C 34
C 35
C 35
C 36
C 36