Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11. NÓVEMBER 1990
/
Á markaðnum í Shibam.
Daggr í Jemen
Nútímastúlkan Nima,
upp a tinda Kakowbans og
skotæfingar
Texti og myndir: Jóhanna Kristjónsdóttir
HÚN SVEIFLAÐI sér inn í flugstöðvarbygginguna í Aden; hávaxin
jemensk stúlka, klædd svona miðja vegu milli Jemens og Evrópu,
óskýld með öllu og hafði vafið slæðu lauslega um hárið. Og með
stresstösku! Ég gat ekki annað en horft forvitnislega á hana. I vél-
inni til Sana'a sat hún hinum megin við ganginn og gaf sig á tal
við mig; hver ég væri. Ég sagði: Mig langar meira til að vita hver
þú ert. Þú klæðir þig afskaplega dirfskulega miðað við erum að
fara til Sana'a. Segðu mér hver þú ert.
Það sem hún gat hlegið. „Ég er
Nima. Ég bý á ítalíu og er að
læra tungumál. Nú var ég I
heimsókn hjá vinkonu minni í Aden
og svo verð ég hjá foreldrum mínum
í Sana'a í tvær vikur. Hvort ég á
börn og mann. Já og nei. Ég á tvö
börn sem búa hjá mér í Róm. Mað-
urinn minn fyrverandi er þar núna,
hann vinnur í sendiráði Jemens.
Hann passar börnin meðan ég er í
burtu. Það er þokkalegt samkomu-
lag nú orðið milli okkar. Að hann
hefði fengið börnin við skilnað. Ertu
galin. Ég hefði náttúrlega aldrei
tekiðþaðímál".
í landi þar sem konur ganga um
skýldar í hvert skipti sem þær
bregða sér af bæ og eru almennt
-einhvers staðar í forneskjunni hvað
varðar eigin stöðu og rétt. Fara
helst ekki í meira en skyldunám.
Útlendar konur, giftar Jemenum
eru að sönnu nokkrar búsettar í
landinu og klæða sig að evrópskum
sið en gæta fullrar siðsemi í klæða-
burði. Aðrar konur sem sjást
óskýldar eru gleðikonurnarfrá
Eþíópíu. Þær selja myrru á götun-
um eða fást við heimilisstörf hjá
þökkalega efnuðum Jemenum. í
landi þar sem aðskilnaður kvenna
og karla er líkt og þar séu um að
ræða verúr sem lifa sitt á hvorum
hnetti. í slíkum heimi er eiginlega
óhugsandi en afar hressandi að
hitta stúlku eins og Nimu Salah Ali.
Hún tók myndir upp úr veskinu
af sér og börnunum. „Sjáðu mig
hér," sagði hún og veltist um af
hlátri. Hún var klædd í þröngar
sokkabuxur og fleginn bol. Hélt
utan um krakkana sjö ára strák og
níu ára stelpu. „Hugsaðu þér ef
foreldrar mínir sæju svona myndir.
Ætli þau myndu ekki taka mig og
loka mig inni." Nima sagðist þó
eiga nútímalega þenkjandi foreldra
og þeir hefðu leyft henni að fara í
háskólann í Kaíró og þar kynntist
hún manninum sínum. Þau giftu
sig og eignuðust börnin tvö „og við
rifumst eins og hundur og köttur".
Hún segir að þrátt fyrir allan sinn
nútímahugsunarhátt sé hún háð
jemenskum hefðum og siðum og
eiginlega sé hún á því að það sé
ekki svo vitlaust að foreldrar ákveði
gjaforð barna sinna eins og er und-
antekningarlítið í Jemen.
V
'ið vorum þrælskotin hvort í
öðru og kannski það hafi eyði-
lagt hjónabandið, ást gerir allt
svo hamslaust og óagað," sagði hún
hugsi. Maðurinn hennar hóf störf í
utanríkisþjónustunni og þegar hann
varð sendiráðsritari í Róm og fjöl-
skyldan fluttist þangað sagðist hún
haf a ákveðið tvennt; að fara í fram-
haldsnám í tungumálum og að skilja
við mann sinn. „Hann var erfiður
fyrst og þó einkum foreldrar hans.
Þeir vildu ekki að ég fengi börnin
og byggi ein með þau. Það er auð-
vitað alvegóhugsandi í Jemen, en
er þó til. Þær konur eru teljandi á
fingrum sér en ég dáist mikið að
þeim. Nú ég hafði hugsað þetta út
í æsar og hafði mitt fram. Ég er á
styrk og fæ aðstoð frá manninum
mínum fyrverandi. Mér og krökkun-
um líður vel og það er miklu betra
samkomulag milli mín og Abdullah
núna en þegar við vorum gift. Ég
lýk prófunum næsta vor." Og hvað
ætlar hún að gera þá. „Þá fer ég
heim og fæ vonandi kennslustarf í
háskólanum," sagði hún galvösk.
Hún sagðist ætla að starfa með
Kvennasamtökum Jemens sem ég
hafði ekki hugmynd um að væru
til. Reyna að leggja sitt af mörkum
til að jemenskar konur færu að
þoka sér til nútímans.
„ Annars held ég að fæstar séu
verulega vansælar. Að minnsta
kosti ekki á sama hátt og ítalskar
konur sem eru síkvartandi og kvein-
andi undan öllu. Ég held líka að
jemenskar konur ættu ekki að fara
of geyst. En það gengur þvert á
alla skynsemi að ungar stúlkur og
frískar og greindar skuli hvergi láta
að sér kveða. Þetta karlmannasam-
félag hér minnir helst á Saudi
Arabíu." Svo hló hún. „Þar kom ég
með það! Pottþétt rök. Hvorki karl-
menn né konur í Jemen kæra sig
um að eitthvað sé líkt með Saudum
ogJemenum."
E
g hringdi til Nimu daginn áður
en ég fór til að biðja hana að
hitta mig svo ég gæti tekið af
henni mynd. Þá var hún að fara í
fjölskylduboð og síðan var ég búin
að lofa mér eitthvað um kvöldið.
Ég sagði mér þætti afleitt að hafa
ekki tekið mynd af henni. „Jáþað
hefði auðvitað ekki verið amalegt
að koma í blaði. En þú heimsækir
mig bara í Róm. Það væri gaman
að skýra út fyrir þér margt sem
ég hugsa þú áttir þig ekki á, eins
og þessa óskaplega skrítnu áráttu
jemenskra kvenna til að fela sig."
Allra síðustu ár haf a erlendir
ferðamenn uppgötvað Jemen. Ekki
hefur verið á ferðinni fjöldatúrismi
en hægt og sígandi hafa tekjur
aukist af ferðamönnum oger mikið
kapp lagt á að vanda alla þjónustu
við útlendingana og reyna að sýna
þeim helstu staði landsins. Mér var
sagt að Bazara-ferðaskrifstofan
hefði haft hvað mest umleikis í að
skipuleggja ferðir útlendinga í Jem-
en. Zaghlool Bazara forstjóri er
sömuleiðis konsúlll Belga og og
umboðsmaður Sabena flugfélags-
ins. Éghafði séð ljómandi fallegan
bækling frá ferðaskrifstofunni á
Taj Sheba og skrapp að hitta herra
Bazara einn morguninn. Hann var
viðmótsgóður en það var dauft í
honum hljóðið.
„Ég átti von á 17 hópum í sept-
ember og 30 í október og enn fleiri
voru væntanlegir í nóvember. í
hverjum eru 10-15 manns. Hóparn-
ir eru í Jemen í eina eða tvær vikur
og eins og þú sérð í bæklingnum
okkar er farið vítt og breitt um
landið. Til Marib á slóðir drottning-
arinnar af Saba, til hafnarborgar-
innar Hodeidah, Taiz næst stærstu
borgar Jemens og til Saada þar sem
er enn nokkurt gyðingasamfélag.
Það er farið í lítil og stór þorp, fólk
skoðar markaði og söfn og eiginlega
allt þar á milli. Flestir hafa verið
frá Frakklandi, Bretlandi, ítalíu og
Hollandi og Þýzkalandi."
Enginn þessara hópa hefur komið,
allir sem einn afpöntuðu vegna
hræðslu við stríð eftir atburð
ina þann 2. ágúst þegar Saddam
tók Kuveit. Síminn þegir og skrif-
stofurnar á efri hæðinni eru mann-
lausar því Bazara hefur orðið að
segja upp öllu fólki á skrifstofunni
nema einni símastúlku og bílstjóra.
Æfð skotfími.

Frá Kakowban.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44