Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 14.11.1990, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 1990 Jeffrey Archer FRÓÐI HF. hefur gefið út bók breska stjórnmáiamannsins og rit- höfundarins Jeffrey Archer og er í íslenskri þýðingu Björns Jónsson- ar. Bókin nefnist Ekki er allt sem sýnist. í kynningu útgefenda segir m.a.: „Jeffrey Archer þykir snilling- ur í því að nota þekkta atburði í sögum sínum og flétta óvænta at- burðarás inn í þá. Þetta gerir hann óviðjafnanlega í þessari bók sem geymir tólf sögur sem allar halda lesendum í spennu og koma þeim sífellt á óvart.“ Ekki er allt sem sýnist er 187 bls. Prentsmiðjan Óddi hf. annaðist umbrot, filmu- vinnu, prentun og bókband. Teikni- deild Fróða hf. hannaði bók- arkápu. VINKLAR Á TRÉ Þ.ÞORGRÍMSSON &C0 ÁRMÚLA29, SÍMI 38640 columbus GÓLFHREINSI- VÉLAR Columbus gólffœgi- vélar spara fíma um leið og þœr bœta hreinlœti og útlit. Eigum vélar í ýmsum vinnslubreiddum og hraðastigum fyrir hvers konar gólfefni. Nónari upplýsingar hjó sölumönnum okkar. KJARAN SÍÐUMÚLA 14 SÍMI (91) 83022 Inúa - ______Myndlist Bragi Ásgeirsson Það er með sanni ekki oft sem hingað berast sýningar frá hinni heimsþekktu Smithsonian-stofn- un í Washington, ef það hefur þá nokkru sinni átt sér stað. En nú hefur það gerst, að í hluta austursalar Kjarvalsstaða hefur verið komið fyrir stórmerkri sýningu á munum úr menningar- heimi Inúíta eða eskimóa frá Al- aska og stendur hún til 2. desem- ber. Allir þeir, sem lesið hafa bækur Vilhjálms Stefánssonar, munu vita hversu merk og rótgróin menning eskimóa var, enda höfðu þeir lifað sínu lífi um árþúsundir áður en hvítir menn röskuðu því. Og svo sterk var menning þeirra, að svo virðist sem norræn menn- ing hafí lítið haft í hana að segja, því að búseta norænna manna á Grænlandi beið algert skipbrot svo sem kunnugt er, en ástæðan verður vafalítið aldrei skýrð né skilin til hlítar, þótt renna megi grun í með hliðsjón af bókum Vilhjálms Stefánssonar, að afdrif þeirra tengist menningarlegum lífsháttum, sem norrænir menn áttu erfitt með að laga sig að til lengdar einhverra hluta vegna. Norrænir menn komu að sunn- an, en Inúítar eru afkomendur hirðingja, er komu yfir heim- skautssvæðin alla leið frá Mong- ólíu og rákust því hér á tvær ólík- ar menningarheildir. Það kemur fram í munum frumbyggja um allan heim, jafnt í köldum sem tempruðum beltum, að það sem við köllum list var þeinr að segja má meðfætt og undirstaða andlegrar sem verald- legrar menningar og um leið það, sem gaf lífi þeirra inntak. Menn voru ekki að fullu meðvitaðir um þessi atriði, þó þau væru þeim í blóð borin og í sinnin ofin, en hið aðgreinda hugtak „list“ í heimi hinna svonefndu menningarþjóða er tiltölulega ungt, svo sem marg- ur veit, þannig er list í kjarna sínum eiginlega einungis það, sem nefna má líf og geijun, sem er að sjálfsögðu undirstaða allrar framþróunar í mannheimi. Þetta kemur mjög skýrt fram á sýning- Þegar selurinn nálgasl öndun- arholuna í ísnum andar hann frá sér síðasta loftinu sem rís eins og loftbólur upp á yfir- borðið. Þessa litlu undursam- legu grímu báru dansarar á enni sér. Einnig er hægt að hugsa sér loftbólurnar sem nokkurs konar stiga eða áfanga upp til alheimsins. undir hugtakinu „listir“. Má vera skiljanlegt af hveiju uppgangur þeirra er jafn mikill á dögum yfir- þyrmandi tæknivæðingar, — en hér er að ræða eins konar mót- vægi og sjálfsvörn náttúrunnar og skynrænna kennda mannsins, svo sem örtölvufræðingar skil- greindu það fyrir meira en áratug. Þetta er heillandi sýning og um leið er í henni heilmikill lærdómur um eðli lífsins og lífshætti Ínúíta og því ættu sem flestir að leggja leið sína á Kjarvalsstaði því að hér er um einstæðan menningar- viðburð að ræða. Skólum skal og bent á, hve lærdómsríkt það er fyrir nemend- ur, að hafa þannig sjálfa menn- ingu Ínúíta í sjónmáli — engar kennslubækur geta komið í stað slíkrar lifunar. andleg veröld Konur gerðu vatnsheldar flíkur úr innyflum sjávarspendýra. Eft- ir að innyflin höfðu verið hreinsuð, blésu þær þau upp og strekktu á þeim til að þurrka þau áður en þær skófu og mýktu til sauma. Bæði karlmenn og konur gengu í garnaregnklæðum, og veiði- menn voru oftast í þeim þegar þeir fóru út á skektum sínum. í báðum þessum myndum kemur fram hin ríka formtilfinning Inúíta, sem minnir um margt á núlistir seinni tima. unni á Kjarvalsstöðum, því að list- rænar athafnir Inúíta tengjast í einu og öllu lífi og áframhaldandi geijun lífsins, jafnvel dauðinn er hluti lífs og framþróunar. Við- leitnin við að viðhalda lífi og dýrk- un náttúrunnar kemur svo fagur- lega fram í þessum munum og gerð þeirra tengist hinum marg- víslegustu athöfnum í daglegu lífi, sem höfðu svo mikla þýðingu fyr- ir velferð heildarinnar. Þetta er í algjörn andstöðu við rányrkju hinna „siðmenntaðri“ þjóða og takmarkalausa eftirsókn eftir gulli vegna gerviþarfa, því að Inúítar sem aðrir frumbyggjar vissu, að allt líf væri háð eðlilegri hringrás náttúrunnar og því mætti ekki ganga of nærri forða hennar. Þess vegna var andi hvers dýrs sem þeir drápu heilagur og mikilvægt að friðmælast við hann, svo að hann kæmi aftur í nýju veiðidýri. Það var einmitt þessi tak- markalausa og undursamlega virðing fyrir náttúrunni og sköp- unarverkinu, sem öðru fremur gerði það að verkum, að þeir lifðu af. Trúarbrögð þeirra voru og samofin lífsháttunum og þannig einstaklega djúp og fögur. Því var það hið versta verk að kristna þetta fólk í stað þess að rannsaka ofan í kjölinn menningu, trúar- brögð og lífshætti þess. Við enga var Vilhjálmi Stefánssyni líka ver en trúboða og kom það kristinni trú í sjálfu sér minnst við, frekar djúpri virðingu fyrir lífi eskimóa og siðum þeirra. Munirnir á sýningunni afhjúpa einstaklega djúpt formskyn, sem gefur einmitt til kynna yfirburði skynrænna kennda frumbyggj- ans, en hér hefur margt farið úrskeiðis og glatast í siðmenning- unni svonefndu. En þessi atriði koma svo á- nýjum tímum fram Með von í brjósti Bókmenntir Súsanna Svavarsdóttir Friður, kærleikur, lækning Höfundur: Bernie S. Siegel Þýðandi: Helga Guðmundsdóttir Útgefandi: Forlagið Friður, kærleikur, lækning er önnur < bókin um sjálfslækningar, eftir dr. Bernie Siegel, sem út kem- ur á íslensku. Fyrri bókin, Kærleik- ur, lækningar, kraftaverk, vakti umtalsverða athygli þegar hún kom út og án efa hefur hún hjálpað mörgum sem hafa átt um sárt að binda. Að þessu sinni Tjallar Siegel um samskipti líkama og sálar og fjallar um leiðina til sjálfslækningar. Sem kunnugt er, er dr. Siegel skurð- læknir og í umfjöllun sinni, tekur hann fjöldann allan af eigin sjúkl- ingum sem dæmi um það hversu mikil áhrif maðurinn getur haft á gang sjúkdóms síns með jákvæðri hugsun í eigin garð. Jákvæðri hugs- un um eigin líkama og sjúkdóm sinn. í Friður, kærleikur, lækning er dr. Siegel eingöngu að fjalla um sjúklinga sem haldnir eru banvæn- um sjúkdómum - hvernig þeir geti hindrað þróun hans, eða þá kosið að deyja. Þótt Siegel sé mjög viður- kenndur skurðlæknir, hafa ekki all- ir verið sáttir við vinnuaðferðir hans á undanförnum árum, þar sem þær eru vægast sagt óhefðbundnar. Hann býr sjúklinga sína vel undir það sem koma skal. Ræðir við þá um jákvætt viðhorf - ræður með þeim í drauma og lætur þá teikna. Allt er þetta gert til að ná fram ástæðunni fyrir sjúkdómnum og er byggt að þeirri trú, að maðurinn geti hreinlega ráðið því sjáifur hvenær hann deyr. Sjúkdóminn þrói hann aðeins með sér til að komast burt. Þegar Siegel talar um jákvætt viðhorf sjúklings til sjúkdóms er hann að segja að með því að líta á sjúkdóminn sem reynslu á leið sjúkl- ingsins til þroska, geti sjúklingurinn læknað sig sjálfur. Hann bendir á, að þrátt fyrir skurðaðgerðir, lyfja- gjafir, geislameðferðir og fleira - sé það ekki tryggt að sjúklingurinn nái bata. Til þess þurfi annað og meira að koma til. Þessar hefð- buftdnu læknisaðferðir séu til að fjarlægja meinsemdir - en ef sjúkl- ingurinn sjálfur vill ekki lifa, taki þær sig upp aftur um leið og hann látist á örskömmum tíma. Dr. Sieg- el rekur fjöldamörg tilfelli um sjúkl- inga sem áttu ekki að lifa af sjúk- dóma sína, samkvæmt tölfræðileg- um staðreyndum, en gerðu það samt - einfaldlega vegna þess að þeír eignuðust von og trú. Dr. Siegel hefur hörð orð um lækna sem halda að tæknin ein geti ráðið úrslitúm um afdrif sjúkl- ings - og um þá lækna sem vilja ekki heyra minnst á þessar óhefð- bundnu aðferðir við að láta sjúkl- inga ná bata; lækna sem ekki vilja heyra minnst á það að allir sjúk- dómar séu af sálrænum toga. Hann sýnir í ijölmörgum dæmum fram á samband sálar og líkama og hvern- ig hægt er að hjálpa sjúklingi með því að leiða honum þetta samband fyrir sjónir. í þriðja kafla bókarinnar, sem dr. Siegel nefnir „Samskipti við líkamann", ijallar dr. Siegel um það vald sem læknar hafa; orð þeirra geti nánast ráðið úrslitum um það hvernig sjúklingi vegnar eftir að- gerð. Læknir sem ekki gefur sjúkl- ingi sínum von, sé að senda hann beint í dauðann. Flestir sjúklingar taki mikið mark á læknum sínum og ef læknirinn gefi trú og von, sé það sjúklingnum hvatning. Dr. Siegel greinir um leið frá sjúklingum sem ákváðu að leggja ekki hlustir við dauðadómi sínum og rekur sérstaklega sögu Edwards nokkurs, sem fann upp aðferð til að mæta neikvæðri afstöðu lækna og hjúkrunarfólks sem það var stöð- ugt að láta hann finna. Edward var með sjaldgæfa tegund krabba- meins, og honum hafði verið sagt að hann mundi deyja eftir þijá til tólf mánuði. Iljúkrunarfólk og læknar gerðu ekkert til að telja í hann kjark og hann taldist hæfur til að taka þátt í tilraunameðferð með frumudrepandi lyfjum. Edward þessi festi, sér til varnar, upp á vegg á sjúkrastofu sinni „Játningar Edwards“, þar sem hann skrifaði niður veruleikann í sambandi við sjúkdóminn, sem enduðu á svohljóð- andi klausu: „Ég ber von í bijósti. Gerðu ekkert til að ýta undir það að svartsýni eða biturleiki komi í hennar stað, því að það dregur óhjá- kvæmilega úr vellíðan minni og gerir ástand mitt verra.“ Að sjálf- sögðu var plaggi þessu beint til allra lækna sem um hann önnuðust. En dr. Siegel er ekki að tala um að forðast dauðann. Auðvitað er hann það sem koma skal hjá okkur öllum. Hann er einfaldlega að rita hér bók um það að fólk sé ekki að leita hans, löngu áður en það er tímabært. En þegar kallið komi, eigi fólk að fá að deyja með reisn og ekki er það síst mikilvægt fram- lag í bók hans að hann leggur áherslu á að fólk horfist í augu við dauða sinn og taki honum eins og góðum gesti. Dauðinn er engin mis- tök. Þetta er falleg bók og uppörv- andi og ætti að liggja í hverri skúffu á sjúkrahúsum - ekki síður en Nýja testamentið. Þótt dr. Sieg- el virki stundum væminn á okkur, sem enn höfum verið svo heppin að sneiða framhjá alvarlegum sjúk- dómum, verð ég að segja, að fegin vildi ég eiga hann að - ef heilsu- gæfan snerist gegn mér. Þýðingin er þjál og vel unnin og framsetning skýr. Þessi bók ætti ekki að vefjast fyrir þeim sem þarf á henni að halda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.