Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.12.1990, Blaðsíða 4
4 oeei aaaMaaaa .ir.HUOAauTæa siŒAjavíuoaoM MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 14. DESEMBER 1990 Bókaútgáfan Þjóðsaga: Rit um íslensk alþýðuvísindi Á VEGUM bókaútgáfunnar Þjóðsögu er komið út sjöunda bindi bóka- flokksins íslensk þjóðmenning, og er það fjórða bindið í útgáfuröðinni. í þessu bindi er fjallað um alþýðuvísindi, raunvsindi og dulfræði, og er efni þess skipt í þtjá meginhluta, þ.e. stjarnvísi og tímatal, lækning- ar og spádóma. Meginmarkmið bindisins er að draga saman á einn stað þau vísindi og fræði, sem fyrri alda menn lögðu einkum stund á í því skyni að ná meira valdi á umhverfi sínu og lifa öruggara og betra mannlífi. í bindinu er fjallað um helstu þætti raunvísinda og dulfræða hér á landi frá öndverðu og fram á fyrstu áratugi þessarar aldar. í fyrsta hluta þess er sagt frá því hvernig miðaldamenn notfærðu sér þekkingu sína í stjörnufræði til sigl- inga, og að koma á réttu og sam- ræmdu kerfi til að mæla tímann frá ári til árs. Einnig greinir frá því hvernig smærri tímaeiningar ársins voru afmarkaðar, og hvernig fylgst var með framvindu tímans og hann mældur. í öðrum hluta er fjallað um lækn- ingar manna, en þar segir bæði frá þeim sjúkdómum sem htjáðu fólk, og af helstu læknisaðferðum sem þekktust í sveitasamfélaginu. Meðal annars er greint frá drepsóttum, ungbarnadauða og langvinnum sjúkdómum eins og holdsveiki, sullaveiki, gigt, berklum og geð- veiki. Þá greinir frá helstu aðferð- um sem beitt var við fæðingarhjálp, sár og áverka, og fjallað um vessa- lækningar, meðal annars blóðtökur og vilsuveitu, sem tíðkuðust hér á landi fram á þessa öld. í þriðja hluta bókarinnar er fjall- að um spádóma í tveimur greinum. í þeirri fyrri eru hinar ýmsu tegund- ir spádóma flokkaðar, og ljósi varp- að á þá áráttu mannsins að afla sér vitneskju um hvað framtíðin bæri í skauti sér, en slíkt gerðu menn meðal annars með skyggni, forspá, draumum og athugunum á fyrir- burðum. í þeirri siðari er fjallað um reynslureglur viðvíkjandi veður- spám alþýðu og þjóðtrú í tengslum við þær. Höfundar efnis í bindinu eru þeir Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor, Árni Bjömsson forstöðumaður þjóð- háttadeildar Þjóðminjasafnsins, Jón Steffensen prófessor, dr. Jón Hnef- ill Aðalsteinsson dósent og Páll Bergþórsson veðurstofustjóri. í bindinu, sem unnið var í Prentsmiðj- unni Odda, eru 105 myndir lesend- um til glöggvunar bæði í lit og svart-hvítar, og ítarleg atriðisorða- og nafnaskrá fylgir, auk þess sem sérstakur útdráttur er á ensku. Bókaflokkurinn íslensk þjóð- menning er yfirlitsverk um íslenska menningarsögu þar sem dregnai eru saman á einn stað helstu þætt- ir þjóðhátta og þjóðmennta íslend- inga. Hann fjallar um sveitasamfé- lagið forna, tímabilið frá landnámi fram á fyrri hluta þessarar aldar, og er megináhersla lögð á almenna lifnaðarhætti fólksins í landinu. Bókaflokkurinn er skipulagður sem tíu binda ritröð, og hafa áður kom- ið út þrjú bindi, en það eru fyrsta bindið, sem fjallar um uppruna og umhverfi, fimmta bindið, sem fjallar um trúarhætti og sjötta bindið, sem fjallar um munnrtientir og bók- menningu. Á næsta ári er fyrirhug- að að gefa út bindi númer fjögur þar sem ijallað verður um handiðn- ir og matargerð. Ritstjóri bóka- flokksins er Frosti F. Jóhannesson. VEÐUR I DAG, 14. DESEMBER YFIRLIT í GÆR: Suðvestur af Bretlandseyjum er 1030 mb hasð en víðáttumikil lægð yfir suðvesturströnd Grænlands og lægðar- drag á Grænlandshafi sem hreyfist austur. SPÁ: Sunnanátt, víða ailhvöss með rigningu og hlýindum um mik- inn hluta landsins. Um hádegi snýst vindur til vestlægrar áttar með éljum og kólnandi veðri vestanlands. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG:Um norðan- og austanvert landið verður hæg suðvestanátt, bjartvíðri og vægt frost en suðvestanlands þykknar upp með vaxandi suðaustanátt. Slydda eða rigning undir kvöld. HORFUR Á SUNNUDAG:Suðvestanstrekkingur með éljum um allt sunnan- og vestanvert landið en norðaustanlands léttir til eftir úrkomu næturinnar. Kólnandi veður. TAKN: O Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað WM. Skýjað Alskýjað s, Norðan, 4 vindstig: " Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / # Slydda / * / * * # * * # * Snjókoma * * * j 0' Hrtastig: 10 gráður á Celsíus SJ Skúrir * V E1 — Poka = Þokumóða ’, ’ Súld OO Mistur —|- Skafrenningur, F7 Þrumuveður VEÐUR VÍÐA UMHEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hltl veöur Akureyri 9 skýjað Reykjavík 5 hálfskýjað Bergen 0 léttskýjað Helsinkl +2 léttskýjað Kaupmannahöfn 2 skýjað Narssarssuaq vantar Nuuk - vantar Osló +2 léttskýjað Stukkhólmur +3 léttskýjað Þórshöfn 9 súld Algarve 15 skýjað Amsterdam 5 alskýjað Barcelona 13 léttskýjað Berlín 1 þokumóða Chicago 13 heiðskírt Feneyjar 8 léttskýjað Frankfurt 3 skýjað Glasgow •fO mistur Hamborg 4 skúr Las Palma8 vantar London 5 léttskýjað Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 2 súldásíð.klst. Madríd 11 léttskýjað Malaga 17 léttskýjað Mallorca 14 skýjað Montreal vantar NewYork vantar Orlando vantar París vantar Róm 9 skýjað Vín 3 skýjað Washington vantar Winnipeg +17 heiðskírt Morgunblaðið/Þorkell Sjöunda bindi bókaflokksins Islensk þjóðmenning er komið út, og nefnist það Alþýðuvísindi, raunvísindi og dulfræði. Á myndinni eru höfundar efnis ásamt ritnefndarmönnum, ritstjóra og útgefanda. Talið frá vinstri eru: Páll Bergþórsson. Þór Magnússon, Árni Björns- son, Haraldur Ólafsson, Þorsteinn Vilhjálmsson, Jón Hnefill Aðal- steinsson, Frosti F. Jóhannsson ritsljóri og Hafsteinn Guðmundsson útgefandi. Á myndina vantar Jón Steffenssen, einn höfundanna. Vestmannaeyjar: Bæjarstjórn samþykkir úrsögri úr SASS og At- vinnuþr óunarsj óðnum Vestmannaeyjum. BÆJARSTJÓRN Vestmannaeyja samþykkti á fundi í gærkvöld að segja Vestmannaeyjabæ úr Sam- tökum sunnlenskra sveitarfélaga og Atvinnuþróunarsjóði Suður- lands. Eftir þessa samþykkt var lögð fram tillaga um stofnun sérs- taks atvinnuþróunarsjóðs fyrir Vestmannaeyjar en afgreiðslu málsins var frestað. Úrsagnir úr SASS og Atvinnuþró- unarsjóðnum voru tvö aðskilin mál á fundi bæjarstjórnar. Fyrst var lögð fram tillaga, undirrituð af sjö bæjar- fulltrúum, um úrsögn úr SASS. í greinargerð með tillögunni segir að bæjarstjórn telji að samtökin hafi ekki náð árangri í hagsmunamálum einstakra sveitarfélaga umfram það sem sveitarfélögin geti náð sjálf og að kostnaður við aðild að þeim sé of mikill. Átta bæjarfulltrúar sam- þykktu tillöguna en einn sat hjá og lét bóka að hann væri mótfallinn úrsögninni og vildi frekar reyna að ná fram breytingum á starfinu. Tillögu um úrsögn úr Atvinnuþró- unarsjóðnum lögðu einnig sjö bæjar- fulltrúar fram. í greinargerð með lillögunni kom fram að sjóðurinn hefði orðið of almennur lánasjóður í stað þess að hann einbeitti sér að atvinnuþróunarverkefnum og starf- semi sjóða í þessu formi væri orðin gamaldags miðað við þá fjármögnun- armöguleika sem fyrirtæki hefðu í dag. Tillagan var samþykkt með sjö atkvæðum gegn tveimur. Þeir sem á móti voru töldu að með ákveðnum breytingum mætti ná fram upphaf- legum markmiðum sjóðsins. Grímur Veikir stöðu fjórðungsins - segir formaður SASS Selfossi. „ÉG HARMA auðvitað að þetta samstarf geti ekki gengið með Vestmannaeyjar innanborðs," sagði Loftur Þorsteinsson oddviti í Hrunamannahreppi og formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfé- laga um samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja að hætta þátttöku í samtökunum. Loftur sagði að í samstarfi sem þessu yrðu allir að starfa af heilum hug, annars gengi það ekki. „Eg tel óneitanlega að þetta veiki stöðu fjórðungsins," sagði Loftur ennfrem- ur. Hann sagði að samþykkt Vest- manneyinga kæmi til umræðu á stjórnarfundi á mánudag með öðrum málum. Hann kvað sennilegt að full- trúaráð samtakanna yrði kallað sam- an fljótlega eftir áramót til að fjalla sérstaklega um úrsögn Vestmanney- inga og framvindu málsins. Sig. Jóns. Álverið í Straumsvík: Astma vart meðal 10% starfsmanna kerskála ASTMAEINKENNA verður vart hja um 10% þeirra 150 manna sem starfa í kerskála álversins í Straumsvík og virðist hættan á slikum einkennum aukast með auknu flúormagni I andrúmslofti kerskála. Reykingamenn eiga mun fremur á hættu að finna til slíkra einkenna en aðrir starfsmenn og því lengur sem menn starfa í kerskálum auk- ast líkur á einkennum. 16-18% starfsmanna í kcrskálum álvera í Nor- egi og Svíþjóð finna til þessa atvinnusjúkdóms. Könnun sú sem leiddi þessar niður- stöður í ljós var gerð undir stjóm norska lungnasérfræðingsins Johny Kongerud meðal um 2.000 starfs- manna í kerskálum í 7 álverum í Noregi og einu í Svíþjóð, auk álvers- ins í Straumsvík. Rannsóknin var gerð 1986-1989. Ein skýring á því að tíðni astma- einkenna er minni í Straumsvík en annars staðar þar sem könnunin var gerð er sú, að mati Johny Kongerud, að færri starfsmanna kerskálans í Straumsvík reykja en að meðaltali á Norðurlöndum. 1989 reyktu 44,8% starfsmanna þar en í Noregi og Svíþjóð reyktu að meðaltali 57,1% starfsmanna í kerskálum. A því tímabili sem rannsóknin náði til minnkaði flúormagn í and- rúmslofti úr 0,7 í 0,3 milligrömm á rúmmetra að meðaltali og rykmeng- un er einnig helmingi minni í lok tímabilsins en í upphafi þess. Þá er öryggisbúnaður starfsmanna nú full- komnari en fyrr. Að sögn norska sérfræðingsins vekur þetta vonir um að draga megi úr einkennum af þessu tagi meðal starfsmanna í kerskálum og telur hann nauðsynlegt að rann- sóknum sé haldið stöðugt áfram. Hins vegar telur Johny Kongerud að meðan álframleiðsla sé stunduð í heiminum muni þessi atvinnusjúk- dómur fylgja henni í einhveijum mæli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.