Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.02.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. FEBRÚAR 1991 C 23 Minnmg: Þórður Franklínsson Litla -Fjarðarh omi Fæddur 30. júní 1903 Dáinn 17. janúar 1991 Kona Þórðar Franklínssonar var Guðrún Ingibjörg Bjarnadóttir. Börn þeirra: drengur (dó), Jóna, Ingunn, Lára (d. 1972) og Franklín. Það er fagurt í Kollafirði á logn- kyrru síðsumarkvöldi, kollurnar sofa í fjöruborðinu, hafgoluna hef- ur lægt, klakkurinn vakir yfir börnum sínum, sem anda að sér kvöldkyrrðinni að lokinni dagsins önn. Krakkar lóna með ströndinni í leit að ævintýrum, sem brimaldan hefur kannski skolað að landi frá ókunnu skipi. Uppi í hlíðinni fyrir botni fjarð- arins er Litla-Fjarðarhorn, snoturt býli í harðbýlli sveit. Þarna bjó Þórður Franklínsson blómann úr ævinni, en hefur nú gengið á vit feðranna. Klukkan glymur okkur öllum að lokum. Alþýðumaður kveður þennan heim hljótt eins og hann var í heiminn borinn. Ævin leið við störf bóndans, sem beitti öllu því, sem hann átti, í átökum við náttúruna til þess að tryggja sér og sínum öryggi. Þetta fólk, sem óx úr grasi upp úr aldamótunum, lagði grunninn að íslandi dagsins í dag. Það hafa fáir tekið eftir elju þessa fólks, mörg verk þess em nú þegar moldu orpin og fallin í gleymskunnar djúpu þró. En öll voru þessi verk hleðslu- brot í þá miklu byggingu velferð- ar, sem við búum við í dag. Hver er saga þessa manns? Hún er kannski ekki stór á mælikvarða þess, sem lagt hefur heiminn að fótum sér, hins vegar hygg ég að mörg handtök Þórðar og hans líka hafi reynst þjóðinni rétt eins notadijúg og þeirra sem meira láta. Alþýðubóndinn skráir sína sögu í handtaki verksins, þannig var það og verður efalaust lengi enn. Þessi saga er hvorki metsölubók í bókabúðum, né afþreyingarlesn- ing kynslóðar, sem er að gleyma uppruna sínum. Við, sem lifðum okkar fyrstu ár við hlið þessara manna, þykir vænt um þá og metum líf þeirra og störf miklu meira en flestra annarra. Hljótt og hægt leið lífið, drauma um menntun og ferðir til fjarlægra landa var tyrft yfir í æsku, því kaldur veruleiki lífsbaráttunnar blasti við um leið og bamið öðláð- ist sinn fyrsta skilning. Þórður í Litla-Fjarðarhorni var hér engin undantekning, greindur bóndi í lítilli sveit varð að láta sér nægja heimspekilegar vangaveltur við nágranna sína og á þann hátt að svala þrá sinni fyrir því, sem aldrei gat orðið. Þessir gömlu menn, sem nú falla einn af öðrum, voru samt sem áður stoltir af því starfi, sem þeir ynntu af hendi. Þeir vissu að með hveiju handtaki lögðu þeir landinu lið og börnunum, sem voru að vaxa úr grasi. Frændi minn var verðugur full- trúi þessarar eljusömu kynslóðar. Við eigum honum mikið að þakka, ég sérstaklega fyrir hlýlegt atvik fyrir löngu. Hann og hans kynslóð mótaði viðhorf okkar til hlutanna af þeirri einlægni, sem þeim einum er gefið, sem veit, að hann er allt af sjálfum sér, en engu öðrum. Jón Hjartarson MEÐ AUSTURLENSKUM BLÆ Komdu gestum þínum á óvart meb austurlenskum mat í fermingarveislunni. Tilbobsmatsebill: SATE (Indónesískur pinnamatur m/hnetusósu) LAO-AN rækjur - Lambakarrý í kókossósu ME-KONG kjúklingur - TEMPURA (blandaöir sjávarréttir) Verö f. 20 - 50 manns 1.090,- kr. á manninn Verö f. 50 - 100 manns 950,- kr. á manninn Tveggja rétta val: LAO-AN rækjur og Svínakjöt m/sósu aö eigin vali eöa: Djúpsteiktur fiskur m/plómusósu og Lambakjöt m/sósu aö eigin vali Verö fyrir 10-100 manns 650,- kr. á manninn Viö sendum matinn rjúkandi heitann og lánum einnig hitaplötur, diska, skálar og önnur matarílát og ef óskaö er þá mun matreiöslumeistarinn okkar setja upp veisluboröiö fyrir þig. Hrísgrjón fylgja meö öllum réttum. Frí heimsendingarþjónusta LAUGAVEGi 10 SÍMI 626210 FEBRIMTILBOÐ KVOLDMALTIÐ sunnudaga til íöstudaga Súpa - 4 réttir og kaffi Verð aðeins kr. 890,- SKIÐAFERÐ TIL SVISS 10 DAGA PÁSKAFERÐ TIL CRANS M0NTANA 23. mars til 1. apríl. Eitt af allra bestu skíðasvæöum alpanna og mjög sólríkt. Beint flug til Sviss. Val um marga góða gististaði. Verð frá kr. 73.700.- Leitið nánari upplýsinga. Ferðaskrifstofa GUÐMUNDAR JÓNASSONAR HF. Borgartúni 34, sími 83222. Nú er tíminn til að panta FERMWGARVEISLWA sépantaðfyrirf 01.03.91 fœst 10% afsláttur Veisluborðiö inniheidur: Roastbeef kjúklinga, hamborgarahrygg, graflax, sjávarrétti íhvítvínshlaupi, heitan pottrétt með hrísgrjónum og súkkulaðibolla m. appelstnufrómas. Verð kr. 1.450,- m 10°/b aslætti = 1.305,- * Smurt brauð og snittur * * Borðbúnaðarieiga * * Alhliða veisluþjónusta * Þorramatur í Trogum Heitur og kaldur veislumatur PONTLNARSIMI 621975

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.