Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*YgtmÞIðfrito
ÞRIÐJUDAGUR 12. FEBRUAR 1991
VERÐ I LAUSASOLU 100 KR.
Alþingi samþykkir um málefni Litháens:
Stjórnmálasamfoand
^verði tekið upp svo
fljótt sem verða má
ALÞINGI samþykkti í gærkvöldi þingsályktunartillögu, þar sem ríkis-
stjórninni er falið að leiða til lykta viðræður við kjörin stjórnvöld í
Litháen um stjórnmálasamband með því að taka upp stjórnmálasam-
band við Litháen svo fjjótt sem verða má. Tillagan var tekin fyrir í
Sameinuðu Alþingi og var hún samþykkt með 41 atkvæði gegn einu.
Utanríkismálanefnd Alþingis lagði
fram tillöguna og mælti formaður
nefndarinnar, Jóhann Einvarðsson,
fyrir henni. Tillagan er svohljóðandi:
„Alþingi ályktar að staðfesta að
viðurkenning ríkisstjórnarinnar frá
1922 á sjálfstæði lýðveldisins Lithá-
ns er í fullu gildi.
Alþingi styður ákvörðun ríkis-
stjórnarinnar frá 23. janúar 1991 að
verða við ósk lýðræðislega kjörinna
stjórnvalda í Litháen um viðræður
um stjórnmálasamband.
Alþingi felur ríkisstjórninni að
leiða málið til lykta með því að taka
upp stjórnmálasamband við Litháen
svo fljótt sem verða má."
Þetta var eina málið á fundi Sam-
einaðs þings í gærkvöldi. Harðar
deilur urðu milli Olafs Þ. Þórðarson-
ar, þingmanns Framsóknarflokks í
Vestfjarðakjórdæmi, og Jóns Bald-
vins Hannibalssonar utanríkisráð-
herra og taldi Ólafur ótímabært að
samþykkja þessa tillögu og ekki í
valdi íslendinga að viðurkenna sjálf-
stæði Litháens. Að beiðni Olafs voru
atkvæði greidd um tillöguna í tveim-
ur hlutum, síðustu málsgreinina sér.
í atkvæðagreiðslu um fyrri hluta
tillögunnar sögðu 46 þingmenn já,
Ólafur Þ. Þórðarson sat hjá og 16
þingmenn voru fjarstaddir.
I atkvæðagreiðslu um síðustu
málsgreinina sögðu 43 já, Ólafur Þ.
Þórðarson sagði nei, Guðmundur
Ágústsson, Borgaraflokki, og Guð-
rún Helgadóttir, Alþýðubandalagi,
sátu hjá. Loks var tillagan í heild
borin undir atkvæði og samþykkt
með 41 atkvæði gegn einu atkvæði
Ólafs Þ. Þórðarsonar.
Fann ekki
salernið og
gekk út
buxnalaus
LÖGREGLUMENN á ferð
um Þingholtin mættu
buxnalausum manni á gangi
aðfaranótt laugardagsins.
Maðurinn var að öðru leyti
afar snyrtilega klæddur,
með bindi við hvíta skyrtu
og í jakka í stíl við skóna.
Hann hafði verið gestkom-
'andi í húsi í Þingholtunum og
ætlaði á salerni en fór um vit-
lausar dyr og vegna ölvunar
hafði hann ekki ratað til baka
þegar lögreglan varð á vegi
hans.
Morgunblaðið/Sigurgeir
Guðmundur VE kom með fyrstu
loðnuna til Vestmannaeyja á
laugardaginn. Hann var með full-
fermi, 900 tonn. Á innfelldu
myndinni sést Halldór Asgríms-
son ræða við fiskifræðinga og
loðnuskipstjóra á Reyðarfirði
gær.
Morgunblaðið/Benedikt Jóhannsson
Kristján Ragnarsson formaður LIÚ um loðnuveiðarnar:
Geri ráð fyrir að leyft verði
að veiða 50-100 þúsund tonn
Útflutningsverðmæti 110 þúsund tonna allt að 1,4 milljarðar
„FISKIFRÆÐINGAR telja sig
hafa náð góðri mælingu á þess-
ari loðnugöngu við Suðaustur-
land og niðiirstaðan er sú . að
magnið sé 450 þúsund tonn. Þessi
niðurstaða þýðir að lítils háttar
svigrúm er til veiða," segir Hall-
dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð-
herra í gær. „Ég geri ráð fyrir
að við fáum að veiða 50-100 þús-
und tonn af loðnu, þar sem reikn-
að er með að um 400 þúsund
tonn fái að hrygna," segir Kristj-
án Ragnarsson framkvæmda-
sljói-i Landssambands íslenskra
útvegsmanna.
Sjávarútvegsráðherra ræðir nið-
urstöðu loðnumælinganna við hags-
munaaðila í dag. „Jafnframt þurf-
um við að taka ákvörðun um loðnu-
veiðar í samráði við þær þjóðir, sem
við höfum samið við um nýtingu á
loðnustofninum, það er að segja
Grænlendinga og Norðmenn. Rann-
sóknaskipin halda hins vegar áfram
að fylgjast með svæðinu og trúlega
fer annað þeirra norður fyrir land,"
segir Halldór Ásgrímsson.
Halldór segist ekki hafa komist
að endanlegri niðurstöðu varðandi
vanda loðnuverksmiðja, verkafólks
og bæjar- og sveitarfélaga vegna
lítillar loðnuveiði í vetur en hann
hefur fundað með forsvarsmönnum
atvinnulífs og verkalýðsfélaga á 8
stöðum undanfarna daga. „Eitt af
Landsbréf hf.:
Ávöxtunarkrafa húsbréfa
hækkar vegna dræmrar sölu
Húsbréf nú orðin mjög góður ávöxtunarmöguleiki, að mati forstjóra Landsbréfa
AVOXTUNARKRAFA húsbréfa hjá Landsbréfum hf. hækkaði í gær
úr 7,4% í 7,6%. Er þetta í annað sinn sem ávöxtunarkrafan hækkar
á skömmum tíma en hún hækkaði um síðustu mánaðamót úr 7,3% í
7,4%. Sú hækkun hafði hins vegar ekki þau áhrif sem vonast hafði
verið eftir. Sala bréfanna hefur verið dræm að undanförnu og fram-
boðið mun meira en eftirspurn, að sögn Gunnars Helga Hálfdánarson-
ar, forstjóra Landsbréfa. Nærri lætur að út á markaðinn hafi komið
um 600 milljónir króna í nýjum húsbréfum í febrúar en búist er við
að húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar afgreiði allt að einn milljarð á
mánuði á næstunni.
Hækkun ávöxtunarkröfunnar
þýðir að afföll af bréfunum hækka
úr 12,33% í 13,88%. Gunnar Helgi
segir helstu ástæðuna fyrir lítilli eft-
-•rspurn eftir húsbréfum að stærstu
kaupendur þessara bréfa, lífeyris-
sjóðirnir, hafi haldið að sér hóndum
m.a. vegna óuppfylltrar kaupskyldu
við Húsnæðisstofnun fyrir síðasta
ár. Á sama tíma sé þrýst á þá að
flýta kaupum vegna þessa árs. Jafn-
framt sé vaxandi framboð af öðrum
verðbréfum á markaðnum.
Gunnar Helgi segir að húsbréf séu
nú orðin mjög góður ávöxtunar-
möguleiki miðað við að bréfin séu
bæði ríkistryggð og eignarskatts-
frjáls. „Ljóst er að húsbréfakerfið á
íslandi er framtíðarkerfi en það tek-
ur nokkurn tíma að finna svo miklu
magni nýrrar tegundar bréfa farveg
meðal kaupenda. Þess vegna er mik-
ilvægt á meðan, að framboðinu sé
stillt í hóf. Hins vegar má reikna
með að þessi hagstæða ávöxtun
muni laða fram nýja kaupendur en
eftirspurn þeirra mun þegar fram í
sækir hamla gegn frekari hækkun
og jafnvel stuðla að lækkun ávöxtun-
árkröfunnar. Jafnframt reikna ég
með að hærri ávöxtunarkrafa muni
draga talsvert úr framboðinu þar
sem það er orðinn afar hagstæður
kostur að eiga þessi bréf áfram í
stað þess að selja þau," sagði Gunn-
ar Helgi.
Gert er ráð fyrir að lífeyrissjóðirn-
ir veiti 18% af sínu ráðstöfunarfé til
kaupa á húsbréfum á þessu ári sem
er um 5 milljarðar. Þannig munu
þeir kaupa húsbréf fyrir um 400
milljónir á mánuði. Má því reikna
með að finna þurfi aðra kaupendur
að 250-300 milljónum en að önnur
bréf verði í umferð á fasteignamark-
aðnum eða í eigu móttakanda bréf-
anna.
því, sem talað hefur verið um, er
að veita loðnuverksmiðjunum ríkis-
ábyrgð á bankalánum en þá er ver-
ið að tala um að nota tækifærið til
að fækka verksmiðjunum. Það er
vandfundin lausn á atvinnuleysinu,
því það er því miður mikið-atvinnu-
leysi víða á landinu," segir Halldór.
„Við teljum að veiða þurfi 50-100
þúsund tonn til að fullnægja eftir-
spurn eftir frystri loðnu og loðnu-
hrognum í Japan en það væri mjög
slæmt að detta út af þeim mark-
aði," segir Kristján Ragnarsson.
Nú eru greiddar allt að 5 þúsund
krónur fyrir tonnið af loðnu til
bræðslu en í haust voru greiddar
4.200 krónur fyrir tonnið. Bjarni
Ólafsson AK landaði um 150 tonn-
um af loðnu til frystingar hjá Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar um helgina
og fékk 9 þúsund krónur fyrir tonn-
ið en loðnan var fryst til beitu.
„Það eru deilumál um það hvern-
ig eigi að úthluta þeim loðnukvóta,
sem leyft verður að veiða. Sumir
telja að líta eigi á hann sem nýjan
kvóta en aðrir telja að um skertan
eldri kvóta sé að ræða, þannig að
sumir séu búnir að veiða sinn kvóta
í vetur," segir Kristján Ragnarsson.
Ef leyft verður að veiða 110
þúsund tonn af loðnu gæti það skil-
að um 2 þúsund tonnum af heil-
frystri loðnu og 5 þúsund tonnum
af hrognum. Markaður er sagður
fyrir þetta magn í Japan en þar er
nú mikil eftirspurn eftir Ioðriu-
hrognum. Verðmæti þessara afurða
er um 800 milljónir króna en að
auki myndu fást um 80 þúsund
tonn af loðnu til bræðslu fyrir um
600 milljónir. Útflutningsverðmæt-
ið gæti því orðið samtals 1,4 millj-
arðar..,,,,,..,,,,,,...,,..
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48