Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 06.03.1991, Blaðsíða 32
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. MARZ 1991 32 Minning: * Olafur Magnús- 'son frá Mosfelli Fæddur 1. janúar 1910 Dáinn 25. febrúar 1991 Kveðja „Nú hnígur sól að sævarbarmi.“ Söngbróðir, félagi og vinur, Ólaf- ur frá Mosfelli, er fallinn í valinn. Stórt skarð er í söngbræðrahópinn. Ég rek ekki hér uppruna og æviferil Ólafs. Það munu aðrir gera, %n í nafni síðasta sönghópsins sem Ólafur starfaði í sendi ég honum hinstu kveðju sem blandin er trega, söknuði og þakklæti. Þessi söng- hópur var óformlega myndaður um útfararsöng, skipaður 10-12 mönn- um, flest öllum fyrrverandi söng- mönnum úr Karlakór Reykjavíkur. Ólafur var fyrirliði þessa hóps og það þótti okkur öllum gott, því hann var ekki einungis hinn frábæri söngmaður heldur. einnig manna traustastur í orðum og athöfnum. Ólafur var löngu þjóðkunnur söngvari og leikari. Það . muna margir Ólaf í hlutverki álfákóngsins og jólasveinsins um jól og áramót. ^Hljómmikil rödd hans ómaði þá vítt og breitt á öldum ljósvakans. Karlakór Reykjavíkur var þess aðnjótandi að hafa Ólaf í áhöfn sinni um langt árabil, og þá stundum sem einsöngvara. Hann hafði bariton- rödd og söng 1. bassa og þótti þar öðrum fremur leiðandi og ómiss- andi. Einnig söng Ólafur með Karlakórnum Stefni í Mosfellssveit um árabil og var m.a. einsöngvari með kórnum í utanlandsferð, þá yfir 70 ára gamall. 75 ára gamall vann Ólafur það afrek að syngja inn 'á hljómplötu 12 einsöngslög. Plöt- una nefndi hann „Ég lít í anda liðna tíð“. í umsögn Þorsteins Hannessonar óperusöngvara um plötuna segir svo: „Þess á eftir að vera getið í ann- álum að maður á þessum aldri skuli syngja inná hljómplötu. Það á eftir að vera sífellt undrunarefni að rödd hans skuli þar hljóma með allt að því æskublæ. Maður hlustar og dettur ekki aldur í hug.“ Margir bjuggust við því að með útkomu plötunnar væri Ólafur að setja punktinn fyrir aftan sitt söngvamál. En svo trúr og dyggur _var hann sönggyðjunni sinni, sem Óiafði heillað hann frá unga aldri, að hann gat ekki hætt á meðan tón var hægt að mynda. í sönghópnum, sem ég í upphafi nefndi og oftast er skipaður 10 mönnum, söng Ólaf- ur á meðan hann gat staðið óstudd- ur og eftir að hann var orðinn veik- ur af þeim sjúkdómi sem leiddi hann að dauðans dyrum. Við útför í Dómkirkjunni fyrir u.þ.b. ári mun Ólafur hafa sungið með okkur í síðasta skipti. Þrutu þá kraftar hans áður en athöfninni lauk svo við urðum að styðja hann út af söngpallinum. „Með einbeitt- um vilja og óskiptum hug, hann ýtrustu kraftanna neytti.“ Hygg ég ^að það hafi verið kveðjustund hans óg sönggyðjunnar, sem hafði gefið honum svo margar gullnar stundir. Fór vel á því að það gerðist í Guðs- húsi. Þótt Ólafs frá Mosfelli verði fyrst og fremst getið sem söngvara, var hann öðrum kostum gæddur sem í hugum okkar 'söngbræðra hans gera hann ógleymanlegan. Hið óbrigðula skaplyndi, góðvild og hjartahlýja átti ekki síður þátt í því að varpa ljóma á félagsskapinn. Hann var brunnur af kátlegum sög- um og hverskonar kímni sem ávallt féll í góðan jarðveg. Svo háttvís og nærgætinn var hann þó í sinni glettni og gamanmáli að hann gætti þess að særa engan. í sönghópnum var það einkennandi fyrir Óla Mos, eins og við stundum kölluðum hann, að þegar hann birtist í dyrunum, barst ylur að hugans ranni í hópi félaganna. Slíkir menn eru ljósberar í rökkri mannlífsins. Einn fyrrverandi söngfélaga, sem nú er búsettur úti á landi, hringdi til mín daginn eftir að Ólafur dó og sagði: „Jæja, nú er blessaður Óli fallinn. Mikið væri nú þessi heimur betri og skemmtilegri, ef allir væru eins og hann Óli.“ Samhljóma tökum við undir þessi ummæli sem sannleiksorð og þegar við kveðjum Ólaf á vegmótum lífs og dauða finnst okkur söngfélögun- um að sól hafi hnigið að sævar- barmi, en depurð væri ekki í anda hins látna. Við skulum því í samvist- um við hinar kæru minningar um Ólaf frá Mosfelli „upplifta huganum hátt og heiminn í sólskini líta“. Með virðingu og þökk sendum við eftirlifandi eiginkonu Ólafs, Rósu Jakobsdóttur, börnum þeirra og öðrum ástvinum innilegar sam- úðarkveðjur. F.h. síðustu söngfélaganna, Ástvaldur Magnússon Seinni hluta 3. áratugarins og í upphafi þess fjórða var mikið at- hafnalíf á Sundbakka í Viðey, en svo nefndist austasti hluti eyjarinn- ar, þar sem Kárafélagið hafði rekst- ur sinn. Undirstaða rekstursins voru þrír togarar, sem gerðir voru út þaðan og lögðu þar upp salt- fískafla sinn, aðallega á vetrarver- tíðinni. Á þessum tíma og fram á sumar þegar fiskurinn var verkaður og þurrkaður til útflutnings voru um 200 manns starfandi við þennan rekstur. Var um helmingur þeirra búsettur á staðnum en hinir voru aðkomnir og bjuggu þar um há- annatímann. Á þessu tímaskeiði fluttu 3 bræð- ur til eyjarinnar og settust þar að. Hétu þeir Bergþór, Þorsteinn og Ólafur Magnússynir, og voru synir séra Magnúsar Þorsteinssonar, sem verið hafði prestur á Mosfelli í Mosfellssveit en látist árið 1922, og Valgerðar Gísladóttur. Bergþór og Þorsteinn eru látnir fyrir nokkru og nú kveðjum við hinn þriðja þeirra, Ólaf, og af því tilefni eru þessi kveðjuorð rituð. Nær allir, sem störfuðu í Viðey voru við einhver störf beint tengd fiskinum. Ekki man ég_ það fyrir víst hvort svo var um Ólaf þegar hann sem táningur kom til eyjarinn- ar en ég man fyrst eftir honum þegar hann var orðinn búðarmaður í einu versluninni á staðnum, sem Kárafélagið rak. Þar sómdi hann sér vel því hann var lipur og glað- lyndur og hvers manns hugljúfi. Mannlífið í Viðey á þessum tíma var auðvitað mjög markað af salt- fiskinum, sem allir lifðu á með einu. eða öðru móti. En menn áttu líka sínar frístundir og þá fann unga fólkið sér alltaf sitthvað til skemmt- unar. Voru þar dansleikir ofarlega á baugi, eða skroppið var til höfuð- borgarinnar í leit að skemmtunum. Ólafur var meira en liðtækur á því sviði því hann var ávallt hrókur alls fagnaðar hvar sem hann var og ekki dró það úr, að þá þegar kom í ljós tónlistargáfa hans, sem síðar átti eftir að þroskast svo eftir- minnilega í söngnum, sem bar hróð- ur hans víða. Á ég margar endur- minningar frá glöðum samveru- stundum með Ólafi á þessum árum. Sérstaklega er mér minnisstæð ferð, sem við fórum fímm strákar saman. Farið var á reiðhjóli til Þing- valla og áfram yfir Kaldadal og niður í Borgarfjörð. Fórum við síðan um Borgarfjörðinn í bliðu sumar- veðri, gistum í hlöðum og skoðuðum okkur um, en heim var svo farið eftir viku með skipi frá Hvalfirði. Vegir voru víða varla bílfærir og hvað þá að þeir væru færir fyrir reiðhjól en allt blessaðist þetta. Þarna eins og ávallt var Ólafur sá sem hélt uppi húmornum þegar á móti blés og menn gerðust þreyttir á puðinu. Nú þegar vegir skiljast rifjast þessar minningar frá æskuárunum upp og fylla hugann þakklæti fyrir margar skemmtilegu samveru- stundirnar með Ólafi frá Mosfelli. Fjölskylda Ólafs sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur. Davíð Ólafsson í dag fer fram jarðarför tengda- föður míns Ólafs Magnússonar frá Mosfelli, sem lést í Landakotsspít- ala þann 25. febrúar. Ólafur fæddist á Mosfelli í Mos- fellsdal 1. janúar 1910. Foreldrar hans voru hjónin Valgerður Gísla- dóttir og séra Magnús Þorsteinsson, er var prestur á Mosfelli 1904-1922. Ólafur Magnússon var einstakur maður og hvers manns hugljúfi. Söngur og leiklist voru honum í blóð borin og sinni fögru söngrödd hélt hann fram á síðustu ár, enda trúlega ekki margir sem hafa sung- ið inn á einsöngshljómplötu á 75. afmælisári sínu og það með slíkum glæsibrag sem raun ber vitni. Ólafur varð búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1927, starfaði við verslunarstörf 1936-1953 og var umsjónarmaður Heilsuverndar- stöðvar Reykjavíkur 1955-1980 er hann lét af störfum fyrir aldurssak- ir. Ólafur kvæntist þann 21. janúar 1944 Rósu Jakobsdóttur, en for- eldrar hennar voru hjónin Jakob Sigbjörnsson sjómaður og Ingibjörg Einarsdóttir. Rósa oga Ólafur eignuðust þijú börn, Valgerði, gifta undirrituðum, Einar, kvæntan Ernu F. Oddsdótt- ur, og Magnús, kvæntan Þórunni Sigurðardóttur. Sonur Rósu frá fyrra hjónabandi er Skúli Kjartans- son, kvæntur Hrefnu Hákonardótt- ur. Barnabörn þeirra Ólafs og Rósu eru orðin níu talsins og sakna nú sárt afa sins og allra heimsóknanna í „afasveit", en þangað var löngum sótt fast að fara til að hjálpa afa við garðyrkjustörfin. Sú „hjálp" var ávallt vel þegin, því Ólafur hafði yndi af börnum og sérstakt lag á að umgangast þau. Afasveitin var að sjálfsögðu í Mosfellsdalnum, því þó Ólafur væri aðeins tólf ára þeg- ar faðir hans lést, rofnuðu aldrei tengsl hans við fæðingarsveitina. Þar áttu þau Rósa sumarhús, Víðihól, í næsta nágrenni fæðingar- staðar Ólafs, þar sem hann undi löngum stundum við garðrækt og ýmiskonar gróðurtilraunir af eld- legum áhuga og þar naut sín vel gestrisni þeirra hjóna, því oft var gestkvæmt á Víðihóli. Ólafur var vinsæll og vinmargur maður. Hann hafði einstæðan hæfi- leika til að láta öllum líða vel í návist sinni og þeim eiginleika hélt hann fram í andlátið, þrátt fyrir langa sjúkralegu. Rósa var Ólafi mikill styrkur í veikindum hans og annaðist hann af mikilli piýði með- an hann gat dvalist í heimahúsum, en frá því í júní sl. lá hann rúmfast- ur á Landakotsspítala, þar sem hann naut einstakrar umönnunar. í þessari löngu sjúkralegu Ólafs sýndu hinir mörgu vinir hans tryggð sína í verki með tíðum heimsóknum, sem glöddu hann innilega og styttu honum stundirnar. Ólafur tók veik- indum sínum af aðdáanlegri karl- mennsku og æðruleysi og heilsaði öllum sem til hans konu með sínu hlýja brosi og gamanyrði á vör. Það er erfítt að stilla sig um að skrifa langt mál urn jafn mikinn mannkostamann og Ólaf Magnús- son, því stór er sá sjóður af góðum minningum sem hann skilur eftir sig, en ég vil enda þessi fátæklegu orð með eftirfarandi línum eftir Þorstein Valdimarsson: Sumir kveðja og síðan ekki söguna meir. Aðrir með söng er aldrei deyr. Gylfi Sigurjónsson Með nokkrum orðum langar mig að minnast Óla frænda, en svo kall- aði ég hann, þó óskyldur mér væri. Hann var bróðir Kristínar tengdamóður minnar en þau voru börn séra Magnúsar Þorsteinssonar og Valgerðar Gísladóttur konu hans. Síðastliðin 10 ár urðu kynni okk- ar Óla aðallega, en 1981 vorum við gestir í nokkra daga í Noregi á heimili hjá þeim ágætu vinum okk- ar Ásu og Leivs Vaage. Gleymist seint Gluntasöngur Leivs og Óla, bæði í Levanger og ári seinna í bústað Óla og Rósu í Mosfellsdal, þegar þau hjón komu frá Noregi til okkar í heimsókn. Óli kom oft hingað til mín á leið upp í bústað eða þaðan ofan í bæ. Við áttum margar góðar stundir saman hér í eldhúsinu. Óli hafði mikla tjáningarþörf. Oft söng hann fyrir mig lög sem hann hafði sungið á yngri árum og líka kynnti hann fyrir mér lög sem ýmsir þekktir söngvarar höfðu sungið ýmist á tónleikum eða af plötum. Einnig sagði Óli oft frá þeim Mosfellssystkinum, leikjum þeirra og störfum í æsku og söngnum sem var stór þáttur í lífí þeirra systkina allra. Ég á eftir að sakna heimsókna Óla hingað, söngsins hans og frá- sagna en allt hans fas og framkoma einkenndist af góðu lunderni og hlýju til alls og allra. Oli frændi er kært kvaddur. Halla Leiðin þefur legið upp í Mosfells- sveit til Óla og Rósu á hveiju vori í svo ijöldamörg ár að minning mín er engin önnur um vorið. Alltaf kom hann fagnandi á móti okkur og brást það aldrei. Sá mikli greiði að fá afnot af landi undir kartöflugarð í öll þessi ár er nákvæm lýsing á góðvilja þeirra og hjarta. Allt í einu fannst mér ég hafa misst af vorinu þegar ferðirnar í Mosfellssveit tóku enda. Þegar mér barst sú fregn að Óli hennar Rósu, eins og við kölluðum hann alltaf, væri veikur, þá þótti mér alveg sjálfsagt að honum batn- aði aftur. Maður ætlast til svo mik- ils af nútímanum, að manni finnst allt mögulegt, líka hið ómögulega. Kannski er það eigingirnin að vilja aldrei sleppa þeim sem maður hef- ur. Þó veit maður að öll förum við einhvern tímann, en þeir bestu fara á undan. Fyrir hönd fjölskyldu minnar votta ég Rósu og börnum fyllstu samúð. Hörður Bjarnason í dag kveðja félagarnir í Karla- kórnum Stefni_ einn af heiðursfélög- um sínum, Ólaf Magnússon frá Mosfelli. Hann átti að baki lengri söngferil með karlakórum en flestir aðrir íslendingar, lengst með Karla- kór Reykjavíkur en síðustu árin með Stefni. Hann var kjörinn heið- ursfélagi í Stefni á 50 ára afmæli kórsins 15. janúar 1990. Karlakórinn Stefnir stendur á gömlum merg en segja má að hann hafí gengið í endurnýjun lífdaganna árið 1975. Þá tók nýr söngstjóri við kómum, Lárus Sveinsson trompet- leikari, og margir nýir söngmenn bættust í hóp þeirra sem áður höfðu sungið með Stefni. Fæstir þessara nýju manna höfðu mikla reynslu af kórstarfi. Þess vegna var það ekki lítils virði þegar svo reyndur maður sem Ólafur frá Mosfelli gekk til liðs við kórinn. Óli hafði lands- kunna og góða söngrödd, sem manni fannst eiginlega alltaf vera að batna og mýkjast, og hann söng stundum einsöng með Stefni, t.d. í lögum eins og Bára blá, Nótt, Stenka Rasin og Sverrir konungur. Einnig tók hann þátt í tvísöng og kvartettsöng í tengslum við kór- starfið. Hann var auðvitað líka mik- ilvæg kjölfesta í sinni rödd, fyrsta bassa. Óli var ákaflega vel kunnug- ur íslenskri karlakórshefð, kom gjarna með uppástungur um laga- val og lagði til nótur. Honum var líka umhugað um það að farið væri rétt með textann og leiðbeindi stundum um það. Allt þetta kom sér vel í kórstarfinu. En við Stefnismenn minnumst hans ekki aðeins fyrir sjálfan söng- inn og þá reynslu sem hann miðlaði okkur af heldur ekki síður fyrir það hvað hann var hlýr og góður fé- lagi. „Sæll, frændi," sagði hann alltaf þegar við hittumst, brosti sínu einlæga brosi og handtakið var hlýtt og þétt. Okkur þótti vænt um hann, fundum líka stundum að hann var viðkvæmur eins og fleiri Mosfelling- ar. Það er okkur mikils virði að fá að þakka honum fyrir samstarfið og vináttuna í dag með því að fylgja honum síðasta spölinn óg kveðja hann með söng á Mosfelli. Höskuldur Þráinsson, for- maður Karlakórsins Stefnis. Ólafur Magnússon frá Mosfelli er nú allur. Hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík mánudaginn 25. febrú- ár sl. Þessi fátæklegu minningarorð verða ekki mörg eða íjölskrúðug. Ólafur frá Mosfelli var þjóðkunnur maður, vinmargur og vinsæll og hefur verið á ijölum samkomuhúsa þjóðarinnar í fimmtíu ár. Saga slíkra mánna er nú þegar skráð i hugum vina og aðdáenda og einnig og ekki síður á síðum blaða og tíma- rita. Umsagnir um list Ólafs og framgöngu á farsælum ferli hins sjálfmenntaða listamanns er kunn- ari en svo að hér sé tækifæri til þess að bæta miklu við. Ólafur var fæddur á Mosfelli í Mosfellssveit á nýársdag 1910, son- ur prestshjónanna á Mosfelli, þeirra Valgerðar Gísladóttur og séra Magnúsar Þorsteinssonar sem þjón- aði prestakallinu frá 1904 til dauða- dags 1922. Séra Magnús dó um aldur fram frá 8 stálpuðum börnum. Vandi ekkjunnar var mikill, því nú varð hún að hverfa frá jörðinni svo sem tíðkast hefir alla tíð í landi þessu við slíkar aðstæður. Ólafur var 12 ára er þetta gerð- ist, og það setti sitt mark á hinn unga svein, þegar tilveran að því er honum fannst hrundi til grunna í einu vetfangi. Vonir um menntun brugðust og fannst honum það erf- itt hlutskipti en gáfur og andlegt atgervi drengsins gáfu ástæðu til þess að ætla að hann gengi mennta- veginn. Minningar um bernskuárin í Mosfellsdalnum voru kristaltærar og heillandi. a þessum árum var sungið og spilað á hljóðfæri á menn- ingarheimilum í Dalnum, einkum þó hjá Guðjóni í Laxnesi, á Æsu- stöðum og ekki síst á æskuheimili Ólafs á Mosfelli. Presturinn var söngvinn og nokkuð menntaður í tónlist, orgel á heimilinu og mikið sungið við alls konar tækifæri. í þessu umhverfi ólst Ólafur upp og sá menningararfur sem hann hlaut í uppvextinum fylgdi honum alla tíð. Móðir Ólafs flutti frá Mosfelli og byggði upp nýbýli við Leirvogsvatn sem hún nefndi Svanastaði. Ólafur tók sig upp og settist í bændaskól- ann á Hólum og lauk þaðan bú- fræðiprófi 17 ára. Ásta systir hans var þá á Hólum, gift Tómasi Jó- hannssyni kennara, en þau voru foreldrar Guðrúnar Tómasdóttur söngkonu. Ólafur átti ekki kost á meiri menntun eða skólagöngu, en námið dugði honum vel seinna í lífínu. Hann náði að sækja söngtíma hjá ýmsum góðum kennurum, s.s. Pétri Jónssyni og Sigurði Birkis, sem var mikið átak hjá efnalitlum fjölskyldumanni. Eftir dvölina á Hólum var Ólafur vel gjaldgengur á vinnumarkaðnum sem var þó æði þröngur á þessum árum en hann tók allt sem bauðst, jarðabótastörf, almenn bústörf, vegavinnu og yfir- leitt allt sem til féll. Hann var eftirs- óttur mjög til vinnu, enda lagtæk- ur, ötull og glaðsinna. I Viðey starf- aði hann mikið bæði við búskap,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.