Morgunblaðið - 20.04.1991, Page 7

Morgunblaðið - 20.04.1991, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. APRÍL 1991 C 7 A SMÁU HLUTA n g u á v e r k u id s í n u m á K j a r v a I s s t ö ð u m - Þú varst með ýmiskonar uppá- komur, tengist það því sem í dag er kallað fjöltækni? „A þeim tíma var ekkert slíkt til því það var ekki búið að finna upp þessi nöfn. Ég var til dæmis með uppákomu þar sem blandað var saman orðum sem ég sagði, upptök- um og hreyfingum á sviðinu. Af- skaplega abstrakt hreyfingum sem mótuðust í einu tilviki af tómum barnavögnum. Kannski mætti kalla þetta form tjáningar abstraktleik- hús, það voru ekki margir að fást við slíkt þegar ég byijaði, en það var eitthvað í ætt við fjöltækni. Þetta var leikrænt, en mjög erfitt að skilgreina það. Á þeim tíma hugsaði maður ekk- ert um að skrásetja eða kvikmynda þessar uppákomur á neinn hátt; þetta var list augnabliksins þar sem hlutirnir bara gerðust." Fluxus-hreyfingin fæddist um þetta leyti, kringum 1961, það var lifað hratt og Yoko segir að mánuð- irnir hafi þotið hjá. „Alltaf var eitt- hvað stórkostlegt að gerast og hver einasti mánuður skipti máli, líkleg- ast hef ég ekki getað slakað neitt á að ráði fyrr en um 1974,“ segir hún og hlær. „En ég hætti aldrei að vera listamaður, hætti aldrei að vinna að listinni. Kynjamismunun í listum Hugmynd mín um listina er að hver og einn nálgast hana á sinn hátt. Hinn svokallaði listamaður í samfélaginu lítur á sig sem atvinnu- mann í sínu fagi, einskonar iðnaðar- mann. Og um leið snýst málið um hvað hann þénar vel í þessu fagi sínu, og hann vill verða þekktur sem góður fagmaður, sækir staði þar sem aðrir atvinnulistamenn safnast saman, og fellur inn í norm samfé- lagsins. Ég var aldrei þannig. Og þegar ég var að byija voru lista- menn viðurkenndur hluti karlsam- félagsins; og konur voru utangarðs- menn í því samfélagi — fyrir utan einhveijar sem reyndu að falla inn í það, með þeim skilmálum sem því fylgdu. Ég hafði ekki áhuga á slíku, ég var aðeins að hugsa um kjarna listarinnar. Ef þú ert að skapa góða og frum- lega list; góða tónlist, góða mynd- list, getur þú ekki verið að hugsa um að sækja þessa og þessa sýn- ingu, eða mæta í þetta eða hitt kokteilpartíið til að taka í hendina á þessum og hinum. Þú getur ekki verið að hugsa um slíkt. Sá sem er skapandi hann er að skapa, og það var og er mín skoðun. Og mér finnst að sköpun sé tengd tilfinning- unum og ekki þurfi að vera að út- skýra hana á neinn hátt.“ Yoko talar um mismun sem var á karl- og kvenlistamönnum þegar hún var að byija að fást við listsköp- un, og segir á sá munur hafi í raun viðhaldist að mestu. Körlum sé allt- af liðið meira, alltaf sé viss kynja- mismunun í gangi. Þeir eru frekar styrktir á ýmsan hátt, og áfram mætti telja. „Þessi viðhorf hafa einnig alltaf verið til staðar í tónlist- arheiminum, og í bókmenntum. Margir kvenrithöfundar um dagana hafa til dæmis brugðið á það ráð að gefa verk sín út undir karladul- nefnum. Og það er undarlegt að jafnvel nú, og þrátt fyrir pressu síðastu áratuga til umbóta, getur kvenlista- maður aðeins verið umborinn ef hann hefur ekki hátt í list sinni og lætur fara lítið fyrir sér, en ef hann er með yfirlýsingar eða ákveðnar skoðanir, er reynt að kafsigla hann af listaheiminum. Það er alveg ótrú- legt! Fyrir nokkrum árum komu til mín menn frá einhveiju safni og báðu mig um að sýna verk á sam- sýningu japanskra listamanna, en það var tuttugu árum eftir að ég gerði þessi verk, og í fyrsta sinn sem safn hafði áhuga á að sýna þau opinberlega undir sínu þaki. Vitaskuld fauk í mig, ég sagði þá vera of seint á ferðinni og sagði þeim að hypja sig. í dag kæmi ég ekki þannig fram við þá, en samt sem áður tengist þetta sársauka sköpunarinnar. Að skapa eitthvað er vissulega gleðilegt, en maður fær einskonar hríðir um leið. En þar að auki þurfa kvenlistamenn að takast á við þann sársauka sem fylgir því að þurfa alltaf að beijast helmingi meira en karlmenn í sam- félaginu. Hríðirnar einar væru næg- ilegur sársauki,“ segir hún og hlær. „Ég álít mig vera ákaflega heppna manneskju því ég nýt hinna smáu hluta. Sumir verða að hafa allt svo stórt og mikið, en ég er fullkomlega hamingjusöm þegar ég sé snjókornin falla til jarðar, eins og í dag, eða þegar ég geng um New York og sé bláan himin ofar húsþökunum eða eitthvað slíkt. Ég verð þakklát, tárfelli næstum. Ég veit ekki hvort fólk hugsar alltaf þannig þegar það sér bláan himinn, en hann er bara svo fallegur. Þess- vegna segist ég vera ákaflega hepp- in, allir þessir smáu hlutir færa mér gleði og sú gleði heldur mér gang- andi. Og í verkum mínum einblíni ég gjarnan á þessa hluti, þessi verð- mætu augnablik, því ég vil deila þeim með fólki.“ Morgunblaðið/Einar Falur Áhorfendur taka þátt í sköpun verkanna Þau Yoko og Jon Hendrics fara nú að segja frá verkunum sem verða á sýningunni á Kjarvalsstöðum; það er safn verka, en ekki yfirlit yfir feril hennar sem slíkan. Verk frá því snemma á ferlinum, konsept- verk, og ný verk. Sum þeirra ei-u í einskonar samræðum við eldri verk- in og sumt er alveg nýtt. Þá eru nokkur verk umbreyting hugmynda frá tímabilinu 1961 til 1966, en sett fram á annan hátt. - Á hvaða hátt? „í raun verður fólk að sjá verk- in,“ segir Yoko, „það er varla nokk- ur leið að útskýra þau. Hver og einn fær þá sínar hugmyndir. Þó er hvert verk eins og ævisögubrot, og ég veit ekki hvort hægt sé að komast hjá því. Ég reyni alltaf að gefa af sjálfri mér í það sem ég geri. Engin sýning er eins. Þetta .er ekki farandsýning í hefðbundnum skilningi, heldur nýtist rýmið alltaf á nýjan hátt og mismunandi verk eru sýnd. Svo kemur mismunandi fólk á staðinn og það tekur þátt í að skapa sýninguna og tekur einnig þátt í að skapa sum verkanna. Ég hélt sýningu í Finnlandi fyrir skömmu, leiðin þangað er löng og þegar ég kom til landsins langaði mig til að túlka á einhvern hátt upplifunina sem ég varð fyrir. Því bað ég fólk um að draga útlínur mínar, einskonar skugga, á veggina í sýningarsalnum. Og það er mikil- vægt fyrir mig að skilja eitthvað slíkt eftir á staðnum þar sem verk- in mín eru sýnd.“ Fyrst talið hefur borist að ákveðnum verkum fara þau Jon að ræða tilhögun og uppröðun og útlit tiltekinna verka, þar á meðal eins skuggaverks sem Yoko hefur haft í huga um tíma. Hún hrífst af efnis- Málverk til að hleypa kvöldbirtunni gegnum Hengdu flösku bakvió striga. Settu strigann þar sem vestanbirtan kemur inn. Málverkió verður til þegar flaskan varpar skugga á strigann, en það þarf þó ekki að gerast. Flaskan má innihalda líkjör, vatn, engisprettur, maura eða syngjandi skordýr, en þarf ekki að innihalda neitt. 1961 sumar Verk fyrir hl'|ómsveit Telja allar stjörnur næturinnar með hjartanu. Verkinu lýkur þegar allir meólimir hljómsveitarinnar Ijúka við talninguna, eða þegar birtir af degi. Þetta má gera við glugga í stað stjarna. 1962 sumar Málverk fyrir vindinn Klipptu gat á poka með einhverskonar fræi og komdu honum fyrir þar sem er vindur. 1961 sumar Skuggaverk Fellið skugga ykkar saman uns þeir verða að einum. 1963 leysi skugganna: „Skuggar geta verið ákaflega áhugaverðir, og gaman að vinna með þá. Sumir eru stærri en maður sjálfur og sumir minni, og einnig getur fólk runnið í eitt með skuggunum. í heimi hlu- tanna er ekki mögulegt að blanda neinu saman á þann hátt. En samt má ekki setja skil á milli þessara heima; heims hugmyndanna og heims hlutanna, því báðir heyra þeir lífinu til. Og ég vil sýna það í verkum mínum. Alltaf að fá hugmyndir Ég vil ekki endurgera einhveija gamla sýningu á íslandi. Það sem fólk fær að sjá þar er sambland hluta sem hafa sést annarsstaðar og annarra nýrra. Sum verkanna verða væntanlega staðsett utan- dyra.“ Jon segir að „Óskaverkinu" verði væntanlega komið fyrir í Tjörninni og Yoko kann vel að meta þá hugmynd. „En fólk verður að koma og skoða verkin út frá sjálfu sér, það verður þá eins og fundur sálna okkar. Sumar sýning- ar á list eru þannig að fólk gengur bara í gegnum salinn, það sér eitt- hvað, getur ekkert gefið af sjálfu sér og fær ekkert til baka, en fólk þarf að geta tekið þátt í listaverkum og sýningum. Það er miklu meira spennandi. Eitt verkið mála sýning- argestir til dæmis sjálfir og þess- vegna er það síbreytilegt.“ Yoko heldur áfram að ræða ólík- ar hugmyndir að verkum, og ég spyr hana hvort hún sé alltaf að fá slíkar hugmyndir. „Já, mikil ósköp. Ég er alltaf að skapa og fá hugmyndir. Uppúr 1960 var það þannig að ég skrifaði þær niður, hugmyndirnar komu svo ört að ég gat ekki alltaf unnið úr þeim, það stóð enda sjaldnast til, svo ég skrifaði þær og sýndi gjarn- an eða gaf út í bókaformi sem „ímyndunarverk“.“ - En ertu að fást eitthvað við tónlist um þessar mundir? „Eitthvað já, á þessu ári kemur út safn laga frá mér, og eftir það jafnvel eitthvað nýtt. En mér liggur ekkert á.“ Aftur berst umræðan að árunum eftir 1960, og ég spyr hvort hún og hinir Fluxus-listamennirnir hafi mótað konseptlistina. „Ég hélt svo vera, eins og með ímyndunarverkin, og slíkt. Síðan sagði John einhverntímann í Lon- don að ég hefði verið að gera þessa konsepthluti og hefði byijað á ein- hveiju og þá barst okkur fullt af bréfum þar sem fólk mótmælti því. Til dæmis frá San Fransisco þar sem fólk staðhæfði að einhverskon- ar konsepthreyfing hefði verið til á undan, svo það getur vel verið að fólk hafi verið að fást við einhveija skylda hluti. En mín aðferð, eins og í Imyndunarverkunum, held ég að hafi verið nokkuð sérstök." Yoko segir að hún hlakki mikið til Islandsferðarinnar, og síðan voru þau Jon aftur farin að ræða um framkvæmd sýningarinnar og verk- in sem íslendingar koma til með að sjá, svo tími var kominn tími til að kveðja og ganga út í daginn sem var svo einkennilega ferskur eftir óvænta heimsókn siðustu snjókorna vetrarins. Það var rétt stytt upp og í Central Park handan götunnar sleiktu kátir sólargeislar upp fölina og íkornar hlupu eftir greinum tijánna, sem voru þegar farin að hlakka til sumarsins. Viðtal: Einar Falur Ingólfsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.