Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. 1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. APRÍL 1991
Samtök fiskvinnslustöðva:
Allt að 20% munur
á afkomu stöðvanna
RÚMLEGA helmingur fisk-
vinnslustöðva í landinu er rekinn
með tapi að mati Samtaka fisk-
vinnslustöðva. Sumar eru reknar
með hagnaði en allt að 20% mun-
ur er á afkomu stöðvanna.  .
Breiðdalsvík:
Uppsagnir
ÁHÖFNIN á Hafnarey SU sagði
upp störfum fyrir helgi og taka
uppsagnirnar gildi 2. maí.
Að sögn Svavars Þorsteinssonar,
framkvæmdastjóra Hraðfrystihúss
-Breiðdælinga, lögðu sjómennirnir
fram kröfur í síðustu viku sem
frystihúsið sá sér ekki fært að
ganga að. í framhaldi af því sagði
áhöfnin upp.
„Sumar fiskvinnslustöðvarnar
eru að gera það gott en aðrar eru
reknar með miklu tapi. Saltfísk-
verkunin kemur verst út um þessar
mundir og munurinn á afkomu físk-
vinnslustöðva getur numið allt að
20%," segir Arnar Sigurmundsson,
formaður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva.
Samtök fiskvinnslustöðva (SF)
gerði nýlega könnun á afkomu fisk-
vinnslustöðva í landinu og niður-
staðan var að bolfiskvinnslan væri
rekin með 3,7% halla að meðaltali.
Innan vébanda SF eru flest frysti-
hús landsins og allir stærri saltfisk-
verkendur. Einnig er fjöldi smærri
saltfiskverkenda, sem ekki eru í
neinum samtökum, tekinn með í
útreikningum SF.
Arnar sagði að 3,7% halli, sem
þeir reiknuðu með, væri meðaltals-
tap. Saltfískverkunin og frystingin
eru vegin saman þannig að saltfisk-
urinn væri metinn 30% á móti fryst-
ingunni sem væri metin 70%.
Húseign ÁTVR við Lindargötu.
Borgin kaupir húseign
ÁTVR við Lindargötu
BORGARRAÐ samþykkti í gær
að kaupa húseign ATVR við
Lindargötu 46 til 48 fyrir 41
mijljón króna.
í samningnum er gert ráð fyrir
18,5 milljóna króna útborgun og
að eftirstöðvar verði greiddar á
tíu árum, fyrst árið 1992. Eignirn-
ar afhendast borgarsjóði 1. febrú-
ar 1992.
Tilboðið var gert með fyrirvara
um samþykki borgarráðs og að
samningar tækjust um kaup
ÁTVR á kjallara og fyrstu og
annarri hæð húseignarinnar Aust-
urstræti 10A, en þangað er fyrir-
hugað að flytja verslun ÁTVR,
sem nú er við Lindargötu.
Mjög harð-
ur árekstur
á Sauðár-
króksbraut
Sauðárkróki.
KONA slasaðist alvarlega í
mjög hörðum árekstri tveggja
fólksbíla, sem varð á Sauðár-
króksbraut rétt við Brenni-
gerði um miðjan dag í gær.
Tveir fólksbílar, Mercedes Benz
á norðurleið og Toyota á suðurleið,
rákust saman, og samkvæmt að-
stæðum á slysstað virðist ljóst að
Benz-bifreiðin hafi verið komin á
rangan vegarhelming þegar bílarn-
ir skullu saman.
Konan, sem var ökumaður Toy-
ota-bifreiðarinnar, hlaut mikla
áverka á höfði og reyndist hún
meðal annars vera kinnbeinsbrotin.
Hún var fyrst flutt á sjúkrahúsið^
á Sauðárkróki þar sem meiðsl
hennar voru könnuð, en þaðan var
hún síðan flutt með sjúkraflugi til
Reykjavíkur.           _ fifi
VEÐUR
Haimild: Veðurstofa Islands
(Býggt á veourspá kl. 16.151 gasrj
VEÐURHORFUR I DAG, 24. APRIL
YFIRLIT: Yfir Vestur-íslandi er 988 mb alivíðáttumikil lægð sem
þokast austsuðaustur og fer heldur minnkandí. Veður fer heldur
kólnandi.
SPÁ: Norðan- og norðaustanstinningskaldi eða allhvasst og víða
él vestanlands í fyrstu en sunnan- og suðvestangola eða kaldi og
smá slydduél eða skúrir í öðrum landshlutum. í nótt gengur norð-
an- og norðaustanáttin inn á landið með éljum en áfram verður
sunnangola eða hægviðri með smá skúrum eða slydduéljum ann-
ars staðar. Austan- og suðaustanlands verður hiti 2-5 stig en 1-2
stiga frost vestan til á landinu.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG: Norðaustan- og austan-
átt um allt land, strekkingur norðvestanlands en hægari annars
staðar. Éljagangur um norðanvert landið, skúrir austanlands en
léttskýjað suðVestanlands. Fremur kalt norðanlands og vestan en
hiti víða 3-6 stig á Suður- og Austurlandí.
TÁKN:	x  Norðan, 4 vindstig: '  Vindörin sýnir vind-	10  Hrtastig: 10 gráður á Celsius
Z  \ Heiðskírt	stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.	ý  Skúrir * V El
\ÆL Léttskýjað	/ / / /  /  / / Rigning	=  Þoka
A	/  /  /	=  Þokumóða
*UÍÉL Hálfskýjað	*  / *	', ' Súld
A	/ * / # Slydda / * / * * #	OO  Mistur ¦¦ j-  Skafrenningur
kpMks Alskýjað	* # * * Snjókoma * # *	[T  Þrumuveður
w	'á	*F
%	1	
VEÐUR VÍÐA UM HEIM		
kí. 12.00 í	gæi	að fsl. tíma
	hfti	veður
Akureyri	4	skýjað
Reykjavik	1	alskýjað
Bergen	8	hálfskýjað
Helsinki	S	snjóél
Kaupmannahöfn  S		rigning
Narssarssuaq	+3	léttskýjað
Nuulc	+5	léttskýjað
Ósló	11	ðrkoma
Stokkhólmur	9	léttskýjað
Þórshöfn	8	rigning
Algarve	18	léttskýjað
Amsterdam	5	skúrir
Barcelona	15	mistur
Berlín	7	skýjað
Chicago		vantar
Feneyjar	8	alskýjað
Frankfurt	8	úrkoma
Glasgow	11	súld
Hamborg		vantar
LasPalmas		vantar
London	11	skýjað
LosAngeies		vantar
Lúxemborg	6	snjóéi
Madríd	16	iettskýjað
Malaga	11	skýjað
Mallorca	16	hálfskýjað
Montreal		vantar
NewYork		vantar
Orlando		vantar
París	11	skýjað
Róm	12	skýjað
Vfn	12	alskýjað
Washington		varrtar
Winnipeg		vantar
Snarpir jarðskjálfta-
kippir í Holtunum
TVEIR nokkuð snarpir jarð-
skjálftakippir fundust austur í
Holtum í gærmorgun. Fyrri kipp-
urinn mældist 3,2 stig á Richter
og sá síðari 3,6 stig.
Allmyndarlegur skjálfti fannst
klukkan 8.13 og mældist hann 3,2
stig á Richter. Síðan kom annar
stærri skjálfti kl. 10.26 og mældist
hann 3,6 stig á Richter. Upptök
skjálftanna voru 1-2 kílómetra
norðaustur af Saurbæ í Holtum.
Nokkrar jarðhræringar hafa verið
á þessu svæði frá því um miðjan
dag á mánudag og í gærdag mæld-
ist mikill fjöldi smáskjálfta.
Að sögn Barða Þorkelssonar,
jarðeðlisfræðings á Veðurstofu ís-
lands, eru þetta mestu skjálftar á
þessum slóðum frá því í ágúst 1986,
en þá mældist öllu snarpari jarð-
skjálftahrina en sú er varð í gær.
Stærsti skjálftinn þá mældist 4,4
stig á Richter.
Barði sagði að ekki væri hægt
að setja þessa skjálfta í beint sam-
band við Heklu þó svo gosið í fjall-
inu hefði breytt spennuástandi jarð-
laga á svæðinu talsvert.
Skjálftarnir í gær fundust allvíða
á bæjum í Holtum og Landsveit og
eins á Rangárvöllum. Fyrri skjálft-
inn  fannst  einnig  vestur  fyrir
Þjórsá, í Villingaholti, og sá síðari
fanns einnig í Gnúpverjahreppi.
Bæjarráð Hafnar-
fjarðar:
Sótt um einka-
réttávatniúr
Kaldárbotnum
FÉLAGIÐ Vatnarr í Keflavík hef-
ur óskað eftir því við bæjaryfir-
völd í Hafnarfirði, að því verði
veitt vatnsréttindi til 25 ára með
einkarétt á vatni úr Kaldárbotn-
um.
í bréfi til bæjarráðs eru kynntar
hugmyndir félagsins um að koma
upp átöppunarverksmiðju fyrir vatn-
ið í Hafnarfirði með útfíutning í
huga. Er farið fram á einkarétt á
vatni úr Kaldárbotnum til fram-
leiðslu á „Kaldar Spring Water" í
neytendaumbúðum.
Bæjarráð samþykkti að vísa mál-
inu til athugunar og almennrar
umfjöllunar hjá bæjarverkfræðingi
og bæjarlögmanni.
Gunnar A. Páls
son hrl. látínn
LATINN er í Reykjavík á 82.
aldursári Gunnar A. Pálsson
hæstaréttarlögmaður. Hann
fæddist á Eskifirði 31. ágúst
1909, sonur hjónanna Páls Bóas-
sonar, síðar starfsmanns fjár-
málaráðuneytisins, og Vilborgar
Einarsdóttur.
Gunnar lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum íReykjavík 1930
og embættisþrófi í lögfræði frá
Háskóla íslands 1935. Hann var
formaður Heimdallar F.U.S. árið
1929.
Frá 1945-1947 var Gunnar A.
Pálsson skipaður bæjarfógetí í
Neskaupstað en lengst af ævinni
stundaði hann lögfræði- og við-
skiptastörf í Reykjavík og rak þar
lögmannsstofu.
Gunnar A. Pálsson lætur eftir
sig son, Kjartan, framkvæmda-
stjóra Sjálfstæðisflokksins. Jarðs-
ungið verður í Dómkirkjunni föstu-
daginn 26. apríl klukkan 10.30.
Gunnar A. Pálsson
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48