Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.05.1991, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. MAI 1991 Nýr sjávarútvegs ráðherra: Fundurum hvalveiði- mál í dag ÞORSTEINN Pálsson nýskipað- ur sjávarútvegsráðherra mun í dag eiga fund um hvalveiðar með sérfræðingum ráðuneytisins og stofnana þess. Ársfundur Al- þjóðahvalveiðiráðsins verður haldinn í Reykjavík í lok þessa mánaðar og fyrir fundinum ligg- ur tillaga frá íslendingum um að þeim verði heimilað að veiða langreyði og hrefnu í atvinnu- skyni. Þegar Þorsteinn var spurður hvort stefna í hvalveiðimálum yrði óbreytt eftir stjómarskiptin, sagðist hann ekki hafa hugsað sér að gefa út stórar yfírlýsingar fyrr en að lokinni skoðun á því. „En almennt get ég sagt að ég er áhugamaður um að við nýtum lífríki sjávarins og stýmm veiðunum á gmndvelli þeirrar vísindalegu þekkingar sem við ráðum yfír. Á þeim gmndvallar- sjónarmiðum hefur verið byggt, og verður byggt af minni hálfu,“ sagði Þorsteinn. Hann sagðist raunar hafa byijað daginn á því að borða súran hval í matstofu Alþingis. „Mér þótti það við hæfí með tilliti til þess sem koma skyldi," sagði Þorsteinn Páls- son. Morgunblaðið/Einar Falur Yoko Ono sáir fræi á Miklatún FJÖLLISTAKONAN Yoko Ono sáði í gærmorgun fræi á Miklatún við Kjarvalsstaði. Tengdist það listaverki sem hún kallar Málverk fyrir vindinn. Um leið merkti hún og byrjaði að mála tvö málverk sem standa þar á túninu, og máluðu þá með henni ungir nemendur úr Álftamýrar- skóla og nemendur á fyrsta ári í Myndlista- og handíðaskóla íslands. Á meðan á sýningu Yoko Ono stendur á Kjarvalsstöðum verða litir við málverkin og er sýningargestum, og öðrum sem leggja leið sína um Miklatún, boðið að taka þátt í sköpun verkanna. Skreiðarsmlagið verður lagt niður Sölusamband íslenzkra fiskframleiðenda yfirtekur reksturinn Reykvíkingur I Reykjavíkurhöfn I gær. Reykjavík: Fyrsta skólaskipið varðveitt í Viðey FYRSTA skólaskip Reykvíkinga, Reykvíkingur RE 76, var sett á flot i Reykjavíkurhöfn i gær. Bátinn á að varðveita í Viðey og verður hann dreginn þangað á næstunni. Það var fyrirtækið Þórsberg á Reykjavík, sem Reykvíkingur RE Tálknafírði sem bauð Árbæjarsafni og Reykjavíkurborg bátinn að gjöf og var það þegið. Báturinn var smíðaður á ísafírði úr eik og furu árið 1958 og var hann ætlaður sem nótabátur þó svo hann hafi aldrei verið notaður sem slíkur. íþrótta- og tómstundaráð keypti bátinn á sínum tíma og lét byggja á hann stýrishús og ganga þannig frá honum að hann nýttist sem skólaskip. Hann var skráður í 76, árið 1974. Þessi níu rúmlesta bátur var síðan gerður út á skak frá Reykjavík um nokkum tíma áður en hann var seldur vestur á Tálknafjörð, þaðan sem hann hefur verið gerður út til þessa dags. Árbæjarsafn hefur einnig lagt til að dráttarbáturinn Magni verði varðveittur en hann var fyrsta stál- skipið sem smíðað var hér á landi, árið 1954 í Stálsmiðjunni. AKVEÐIÐ hefur verið að Sölu- samband íslenzkra fiskfram- leiðenda yfirtaki starfsemi Samlags skreiðarframleiðenda nú í sumar. Það er gert að beiðni Skreiðarsamlagsins, en sljórn þess hefur áður óskað þess að SÍF yfirtæki reksturinn. „Mér er þessi niðurstaða sérs- takt ánægjuefni,“ segir Ólafur Bjömsson, formaður stjórnar Skreiðarsamlagsins. „Ég flutti fyrst um það tillögu innan stjómar samlagsins fyrir 15 árum að leitað yrði sameiningar við SÍF. Þetta eru sömu framleiðendur að stóram hluta og SÍF hefur nú stofnað skrifstofu á Ítalíu, sem ætti að koma sér vel. í Skreiðarsamlaginu höfum við að mestu hreinsað upp gömlu vandamálin og því er þetta mögulegt nú. Dagbjartur Einarsson, formað- ur stjómar SÍF, segir að útflutn- ingur saltfísks og skreiðar eigi að geta farið mjög vel saman. Hjá SÍF starfí matsmenn, sem kunni vel^ til verka við mat á skreið og á Ítalíu muni sölukerfi SÍF geta nýtzt vel við sölu skreiðarinnar enda þar oft um sömu kaupendur að ræða. „Það er mikilvægt fyrir útflytjendur sjávarafurða að standa saman. Hefðu framleiðend- ur skreiðar borið gæfu til þess, hefði mátt komast hjá miklum skakkaföllum.“ Sjá nánar í Úr verinu bls. B1 Sovéskt fyrirtæki kannar atvinnu- möguleika hér á landi Ríkisstjórnaskiptin: Nær 5 milijónir króna sparast LAUNAGREIÐSLUR ríkissjóðs til fráfarandi ráðherra, aðstoðar- manna ráðherra og ráðgjafa verða endanlega um 4,8 milljón- um kr. lægri en þær hefðu orðið ef ný ríkisstjórn hefði ^tekið við völdum í dag en ekki í gær. Bið- launatími ráðherra styttist um einn mánuð vegna þess að ríkis- stjórnaskiptin fóru fram á síð- asta degi apríl en ekki fyrsta degi nýs mánaðar og sömuleiðis verða aðstoðarmenn og ráðgjaf- ar af einum mánaðarlaunum. Þessar upplýsingar fengust í gær hjá launadeild fjármálaráðuneyt- isins. Laun ráðherra era 281.582 kr. og laun forsætisráðherra 309.741 kr. Sjö ráðherrar létu af embætti í gær auk forsætisráðherra og hefur það í för með sér tæplega 2,3 millj- óna kr. sparnað fyrir ríkissjóð. Aðstoðarmenn og ráðgjafar frá- farandi ráðherra era tólf og era mánaðarlaun þeirra rúmar 209 þús- und kr. Sparnaður ríkissjóðs er því rúmar 2,5 milljónir kr. Alls nemur spamaður ríkissjóðs af því að ný ríkisstjóm tók við völdum í gær um SOVÉSKT fyrirtæki hefur sent fyrirtækinu Kynningu og mark- aði hf. erindi, þar sem vakin er athygli á því, að það hafi á skrá um 20 þúsund manns úr ýmsum starfsgreinum, sem séu að leita sér atvinnu á Vesturlöndum. í þeim hópi séu meðal annars sérfræðingar á borð við lækna, kennara, vísinda- og tækni- menn. í bréfí því, sem sovéska fyrir- tækið sendi Kynningu og mark- aði, er fjallað um þær breytingar, sem nú eiga sér stað í Sovétríkjun- um og er þar sagt að í ljósi ástandsins þar megi búast við miklum útflutningi vinnuafls. Greint er frá því að fyrirtækið hafi áhuga á að skapa viðskipta- tengsl við fyrirtæki á Vesturlönd- um. Það ráði til dæmis yfir upplýs- ingabanka, með skrá yfír um tutt- ugu þúsund sovéskra borgara, sem hafí áhuga á að fá vinnu erlendis. Þar sé meðal annars að finna upp- lýsingar um aldur, menntun og fyrri störf þessa fólks. Auk sam- starfs á sviði atvinnumiðlunar kveðst fyrirtækið tilbúið til sam- starfs um samskipti á sviði vísinda og menntunar, ferðaþjónustu og annarra viðskipta. 61 hafa greinst með HlV-sniil 61 einstaklingur hefur greinst með smit af völdum HlV-veirunn- ar fram að 31. mars 1991, þar af eru tíu látnir, samkvæmt upplýs- ingum frá landlæknisembættinu. Sex einstaklingar eru haldnir al- næmi. Það sem af er þessu ári hafa greinst tveir einstaklingar með HlV-smit en cnginn með al- næmi. Á íslandi hafa greinst samtals 16 einstaklingar með alnæmi, lokastig sjúkdómsins, og eru 10 þeirra látnir. Svonefnt nýgengi sjúkdómsins er samkvæmt þessu 6,3 á hveija 100 þúsund íbúa. Flestir HlV-smitaðir einstaklingar eru á aldrinum 20-29 ára, eða alls 29. Þar af hafa þrír fengið alnæmi á lokastigi og tveir þeirra látist. 52 karlmenn hafa fengið HlV-smit og níu konur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.