Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991
Mannbjörg er bátur sökk við Barða:
Kafarar kanna
orsakir óhappsins
Morgunblaðið/KGA
Savannatríóið syngur á ný
Nærfellt 30 ár eru síðan Savannatríóið tróð fyrst upp sem slíkt, en síðast söng tríóið inn á plötu 1967. í
gærkvöldi komu svo þeir félagar úr tríóinu, Þórir Baldursson, Troels Bentsen og Björn Björnsson, saman til
að syngja inn á plötu í fyrsta sinn eftir þetta langa hlé. Lagið sem þeir tóku upp er Jarðarfarardagur eftir
Þóri Baldursson við texta Sigurðar Þórarinssonar, en Savannatríóið hljóðritaði lagið 1964. Jarðarfaradag-
ur verður á safnplötu með íslenskum lögum sem Gunnar Þórðarson er að vinna með ýmsum flytjendum.
MANNBJÖRG varð er sex tonna
plastbátur, Gummi í Nesi ÍS 95
frá Flateyri, fylltist af sjó og
sökk á stuttri stundu, skammt
út af Barða við mynni Dýra-
fjarðar laust fyrir miðnætti á
sunnudagskvöld. Tveir menn
voru á bátnum og var þeim
bjargað úr gúmmíbáti um borð
í Hafdísi ís 25, sem var skammt
undan þegar báturinn sökk.
Tryggingafélag bátsins ætlar
að reyna að láta kafa niður að
bátnum, sem er talinn liggja á
um 60 metra dýpi, til að kanna
orsakir óhappsins.
„Það er ekki vitað um orsökina
en báturinn byrjaði skyndilega að
síga," sagði Sigurður H. Garðars-
son skipstjóri við Morgunblaðið.
„Ég var sofandi þegar þetta gerð-
Gummi í Nesi IS 95 sökk
skömmu eftir miðnætti í
fyrrinótt. Tveim mönnum
var bjargað um borð
í Hafdísi ÍS 25
Ríkissjóður hækkar forvexti
ríkisvíxla úr 11 % í 14,5%
Búist við frekari vaxtahækkunum á næstunni
FORVEXTIR á ríkisvíxlum hækkuðu úr 11% í 14,5% í gær og eru
nú svipaðir forvöxtum á svonefndum bankavíxlum. Ekki hefur ver-
ið tekin ákvörðun um hvort vextir á spariskírteinum ríkissjóðs verði
hækkaðir. Þá hafa bankar og sparisjóðir ekki ákveðið hvort þeir
hækki vexti næsta vaxtadag, en það er þó talið líklegt í ljósi aukinn-
ar samkeppni á fjármagnsmarkaði og samdráttar í innlendum sparn-
aði.
Sigurgeir Jónsson forstjóri lána-
sýslu ríksins sagði við Morgunblað-
ið í gær, að ríkið hefði ekki fylgt
vaxtahækkunum bankanna eftir,
það sem af væri árinu. Með hækk-
un á vöxtum ríkisvíxla væri verið
að koma ríkisvíxlunum í fyrri stöðu
gagnvart víxilvöxtum banka.
Ríkisvíxlar hafa fyrst og fremst
keppt við svonefnda bankavíxla,
en aðalkaupendur þeirra eru bank-
ar og stórir aðilar sem þurfa að
Brenndist er kviknaði í fot-
um sem bensín hafði slest á
UNG kona skaðbrenndist á fæti
aðfaranótt laugardagsins er eldur
kviknaði í bensínblautum buxum
hennar þegar hún var að kveikja
sér í sígarettu. Hún var þá stödd
fyrir utan Borgarspítalann og
komst við illan leik inn á slysa-
deild.
Þegar konan var að dæla bensíni
á bíl sinn úr bensínsjálfsala slettist
bensm 1 föt hennar. Frá bensínstöð-
inni ók hún aö Borgarspítalanum,
þangað sem hún átti erindi. Um leið
og hún steig þar út úr bílnum kveikti
hún sér í sígarettu en þá hljóp neisti
í buxur hennar sem þegar stóðu í
björtu báli.
Konan gat fleygt sér í nálægan
poll og slökkt þannig eldinn og síðan
komst hún við illan leik inn í á slysa-
deild Borgarspítalans. Önnur buxna-
skálm hennar var þá mikið brunnin
og hún var með svöðusár á hné.
ávaxta stórar fjárhæðir í skamman
tíma. Að jafnaði hafa vextir á
bankavíxlum verið um 0,5% hærri
en vextir á ríkisvíxlum, þótt sundur
hafi dregið á þessu ári.
Bankavíxlar bera nú 14-15% for-
vexti en þeir vextir hafa farið lækk-
andi undanfarið, enda útlit fyrir
minni verðbólgu næstu mánuði en
verið hefur. Samkvæmt síðustu spá
Seðlabankans verður verðbólga
milli 4-5,5% næstu tvo mánuði, og
gangi hún eftir bera tveggja mán-
aða banka- og ríkisvíxlar því nú
um 10% raunvexti á ársgrundvelli.
Fyrstu fjóra mánuði var verðbólgan
hins vegar um 10% miðað við láns-
kjaravísitölu, en spá Seðlabanka
gerði ráð fyrir um 8% verðbólgu.
Þá mældi lánskjaravísitala fyrir
maí um 15% verðbólgu.
Að sögn Sigurgeirs Jónssonar
hefur ekki verið tekin ákvörðun um
hvort vextir á spariskírteinum
ríkissjóðs verði hækkaðir. Þau bera
nú 6% verðtryggða nafnvexti, þ.e.
raunvexti, en í endursölu eru vext-
irnir 7,5-8%. Sigurgeir sagði að
verið væri að skoða markaðinn fyr-
ir spariskírteinin og aðra pappíra
sem kepptu við þau, og ákvörðun
yrði tekin mjög fljótlega.
Bankar og sparisjóðir hafa ekki
tekið ákvörðun um hvort vextir
verði hækkaðir næsta vaxtadag,
sem er 11. maí, en það verður
m.a. metið í Ijósi upplýsinga um
minni innlendan sparnað á þessu
ári en áður var talið og aukinnar
samkeppni á fjármagnsmarkaði.
Verðtryggðir         útlánskjörvextir
banka eru nú 6,5% og hafa þeir
að jafnaði verið 0,5% hærri en vext-
ir spariskírteina. Benda banka-
menn á, að ef ríkið hækkar raun-
vexti á spariskírteinum verði bank-
ar einnig að hækka sína raunvexti
þar sem þeir séu í beinni sam-
keppni við ríkið um innlán. Ríkis-
skuldabréf séu, eðli sínu sam-
kvæmt, tryggustu verðbréf á mark-
aðnum og eigi því að bera lægstu
vextina.
ist en þegar ég vaknaði var hálft
dekkið á kafí í sjó og allt á niður-
leið. Við keyrðum í hringi í svona
5 mínútur. Eg var inni í stýrishús-
inu þar til það var orðið nærri
fullt, áður en ég náði að kalla út
hjálparbeiðni. Eg varð svo að
synda út um dyrnar," sagði Sig-
urður.
Hann og skipsfélagi hans, Vil-
mundur Þ. Ólafsson, komust í
gúmbjörgunarbát, og höfðust þar
yið í 10-15 mínútur áður en Hafdís
ÍS kom þeim til hjálpar. Sigurður
sagði að þeim hefði ekki verið
sérlega kalt og hvorugum hefði
orðið meint af volkinu.
Gummi í Nesi var smíðaður í
Póllandi og kom til landsins í ágúst
í fyrra. Hann var að koma úr línu-
róðri með um 3 tonn. Um 2 vind-
stig voru og nokkur bára. Sigurð-
ur H. Garðarsson sagðist ekki
hafa neina skýringu á því hvers
vegna báturinn sökk.
Hafdís kom með mennina inn
til Flateyrar í morgun og voru
teknar af þeim skýrslur á Isafírði
í gær. Ekki hafði verið ákveðið í
gærkvöldi hvenær sjópróf verða
haldin.
Mannaráðningar fyrrverandi dómsmálaráðherra:
Akvarðanir um þrjár stöður
ógiltar og fjórða til athugunar
ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra hefur ákveðið að ógilda
ákvarðanir Óla Þ. Guðbjartssonar, fyrrverandi dómsmálaráðherra,
varðandi þrjár stöðuveitingar og ákvörðun um þá fjórðu verður til-
kynnt i dag. Allar þessar ákvarðanir, sem nú er breytt, voru teknar á
síðustu dögum fyrrverandi dómsmálaráðherra í embætti.

Þorsteinn Geirsson ráðuneytis-
stjóri í dómsmálaráðuneytinu sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær að
þegar hefði verið tekin ákvörðun
varðandi þrjár stöðuveitingar og við-
komandi aðilum tilkynnt um þá
ákvörðun. Hann sagði dómsmálaráð-
herra hafa ákveðið að staðfesta
skipurit það sem lögreglustjórinn í,
Reykjavík gerði tillögu um síðastlið-
inn vetur og óskaði eftir að gilti hjá
embættinu. „Það þýðir að sú aðstoð-
aryfirlögregluþjónsstaða sem auglýst
var er ekki inni samkvæmt því skipu-
lagi. Það er búið að endurskipu-
leggja það starf þannig að ekki er
lengur þörf á því. Hins vegar hefur
verið ákveðið að sá maður sem var
skipaður í það gegni sínu gamla
starfi, sem var eftirlit með ökutækj-
um og er varðstjórastaða. Hann mun
hins vegar halda launaflokki sínum,
þar sem þessi ráðstöfun byggir á 33.
grein starfsmannalaga, sem kveður
á um að flytja má menn til í starfi,
enda missi þeir ekki af launum,"
sagði Þorsteinn Geirsson.
Þá sagði hann að afturkölluð hafi
verið fyrirmæli um að auka starfs-
hlutfall hjúkrunarfræðings á Litla
Hrauni úr hálfu starfí í heilt.
Ennfremur hafði verið gerður
samningur um ráðningu aðstoðar-
manns fanga með þriggja mánaða
gagnkvæmum uppsagnarfresti. Þeim
samningi hefur verið sagt upp með
þriggja mánaða uppsagnarfresti.
Fjórða málið, varðandi stöðu for-
stöðumanns bifreiðaprófa, er enn til
skoðunar og kvaðst Þorsteinn Geirs-
son gera ráð fyrir að niðurstaða verði
kynnt viðkomandi í dag.
Sent þingfararkaup
án þess að hafa ver-
ið kjörinn á þing
ARNI Matthíasson, blaðamaður á Morgunblaðinu, fékk í gær senda
launaávísun frá ríkisféhirði og með henni launaseðil, þar sem
tíundað er þingfararkaup til hans. Árni er á ávísuninni titlaður
alþingismaður, en hefur þó ekki enn verið kjörinn til þess og
aldrei verið í framboði. Sigurður Þorkelsson ríkisféhirðir sagði
í samtali við Morgunblaðið í gær, að trúlega væru mistökin fólgin
í því að kennitala Arna hefði verið sett álista yfir alþingismenn
í misgripum fyrir kennitölu nafna hans, Árna M. Mathiesen, ný-
kjörins alþingismanns.
Arni M. Mathiesen alþingis-
maður sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að hann hefði ekki
enn fengið sitt þingfararkaup.
Hins vegar kvaðst hann ekki vita
hvort það hefði misfarist, þar sem
hann hefði ekki spurst fyrir um
það. Árni sagði það ekki vera
nýtt að þeim nófnunum yæri
ruglað saman. „Ég fékk póst Árna
Matthíassonar síðast í síðustu
viku og stundum hef ég verið
spurður að því hvort ég skrifium
músík í Morgunblaðið," sagði Árni
M. Mathiesen.
Árni Matthíasson sagði það
hafa komið fyrir áður að hann
hefði fengið póst Árna Mathiesen.
Þennan nýjasta póst sagðist hann
vera alveg sátlur við, „á meðan
ég fæ ekki líka rukkanirnar".
Ávísunin er á 115.913 krónur.
Á launaseðlinum kemur fram að
upphæðin skiptist í mánaðarlaun,
fyrir maímánuð, að upphæð
170.632 krónur og ferðakostnað,
að upphæð 20 þúsund krónur, eða
samtals 190.632 krónur. Frá-
dráttarliðir eru 6.825 krónur í
Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins,
alþingismannadeild, og 67.894
krónur í staðgreiðslu skatta.
Sigurður Þorkelsson sagði ótví-
rætt að í tilvikum sem þessum
bæri viðtakanda ávísunarinnar að
skila henni aftur. Hann sagði að-
spurður, að ef ávísun sem þessari
væri skipt, yrði viðtakandinn kraf-
inn um upphæðina.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56