Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						16
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991
Hversu lengi má mis-
bjóða þolinmæðinni?
Nokkur orð um ástand í sjúkrahúsi
eftirSigurð
Árnason
í lítilli íbúð hér í borginni búa
Ingimar og Anna; gömul hjón um
áttrætt. Hún með gigtarsjúkdóm,
sem hún hefur barist við frá því
hún var ung. Hann rúmlægur með
krabbamein í blöðruhálskirtli og
mikil meinvörp í beinum, sem gera
það að verkum að hann þarf á sterk-
um verkjalyfjum að halda og sum
í sprautuformi. Takirðu í hönd
Önnu, koma viprur í andlitið enda
verkjar í hnútótta höndina. Samt
sér hún um Ingimar, færir honum
í rúmið og aðstoðar sem hún má.
Hann getur verið heima með henn-
ar hjálp og vegna þess að hjúkruna-
rfræðingar koma til þeirra daglega
og læknir vitjar þeirra eftir þörfum.
Ingimar er nú með versnandi verki
í baki og máttleysi í fótum og þarf
að komast inn á sjúkrahús til með-
ferðar í nokkra daga. Anna er orð-
in langþreytt og mikilvægt að hún
geti hvílt sig í 1—2 vikur til þess
að geta haldið áfram að sinna Ingi-
mari. Eftir að hafa reynt í 10 daga
án árangurs að fá pláss fyrir sjúkl-
ing, verður það úr að læknirinn
hefur samband við sjúkrahús sem
var á vakt og Ingimar er lagður inn
bráðainnlögn.
En áður en sjúkrahúsið tók við
sjúklingnum átti viðkomandi læknir
m.a. í orðaskiptum um eftirfarandi
atriði: „Hvers vegna leggurðu hann
ekki inn á skurðdeild?" „Hvers
vegna leggurðu hann ekki inn á
lyfjadeild?" „Hvers vegna leggurðu
hann ekki inn á krabbameinslækn-
ingadeild?" „Hann hefur ekki legið
hér sl. þrjá mánuði, þriggja mánaða
reglan gildir ekki." „Auðvitað vilj-
um við gera allt til þess að leysa
þetta en deildin er full og það eru
fjórir sjúklingar á ganginum, þar
af tveir með helftarlömun auk þess
sem hálf deildin er lokuð vegna
hjúkrunarfræðingaskorts."      „Við
erum hrædd um að sitja uppi með
svona sjúklinga, deildin er svo erfið
að við ráðum ekki við það að fá
einn svona þungan sjúkling til við-
bótar."
Ofangreindur atburður er aðeins
dæmi um marga líka, enda dagleg-
ur viðburður á sjúkrahúsum borg-
arinnar. En þetta þunga álag sem
fram kemur í atburðarásinni og við-
brögð starfsfólks sjúkrahússins,
hefur áhrif á alla þá sem eiga hlut
að máli og eykur mjög angist og
vanlíðan þeirra sem síst skyldi,
sjúklinga og aðstandenda.
Fara sjúkdómar í sumarfrí?
En neikvæð áhrif þessa sjúkdóms
einskorðast ekki við ofangreinda.
Af samskiptum læknis og starfs-
fólks stofnunarinnar má gíöggt sjá
álagið sem fylgir því að vinna við
gersamlega óviðunandi aðstæður,
að hafa þekkingu og vjjja til þess
að leysa vandamál hins sjúka og
ættingja hans en geta það ekki
vegna þess að sjúkrahúskerfinu er
skorinn slíkur stakkur í fjárútlátum
og skipulagi. Starfsfólkinu er þess
vegna ekki unnt að gegna því hlut-
verki sem því er ætlað: Að sinna
sjúkum, þegar þeir þurfa þess við.
Af fjárhagasástæðum og vegna
skorts á starfsfólki eru heilu og
hálfu deildirnar lokaðar langar
helgar. Þó ber mest á þessum lokun-
um yfir sumartímann, rétt eins og
krabbamein hætti að vaxa, hjarta-
sjúkdómar hætti að versna og öll
angist hverfi í júní, júlí og ágúst
af einskærri tiilitssemi við skrif-
borðskerfi hagræðingarráðunauta,
sem að sjálfsögðu eru einungis að
framkvæma fyrirmæli þings og rík-
isstjórnar: að spara, spara, spara.
En þingmenn og ráðherrar virðast
ekki gera sér grein fyrir bögglinum
sem skammrifinu fylgir. Reynslan
sýnir vissulega að lokanir deilda,
af hvaða orsökum sem þær verða,
bitria á sjúklingum og fjölskyldum
þeirra. Og litlu skiptir þá hversu
ákaflega það er tíundað fyrirfram
að slíkt megi aldrei verða.
Lokun einnar deildar eða kreppa
þar leiðir til streitu á öðrum deild-
um, því þetta er allt eitt stýrikerfi
svo notað sé þekkt orð úr stjórnun-
arfræðum. Hvert sjúkrahús er svo-
lítill kroppur út af fyrir sig og sé
höggvinn af fmgur eða skorið í þá,
finnur allur líkaminn fyrir því.
Þannig er ljóst að niðurskurður á
einni deild gætir á öðrum deildum
og sérreglur einnar bitna á annarri.
Ábyrgðarleysi fjárhirðanna
Starfsfólki spítalans, sem annast
sjúklinga, blöskrar skilningsleysi og
ábyrgðarleysi fjármálavaldsins þeg-
ar sífellt koma ný fyrirmæli um
niðurskurð hér og niðurskurð þar.
Slíkt leiðir af sér lokun deilda og
vaxandi þrengsli og streitu sem síð-
an bitnar á sjúkum (sbr. Önnu og
Ingimar hér að ofan). En skilnings-
leysið verður kannski skiljanlegt
þegar horft er til þess hverjir það
eru sem taka ákvarðanir. Það eru
fílhraustir karlmenn á besta aldri
sem margir hafa aldrei á sjúkrahús
Jcomið nema til að taka ákvarðanir
i peningamálum. Og þurfi þingmað-
ur eða þingmannsígildi, svo ekki sé
talað um ráðherra, á sjúkrarhúsvist
að halda, þá mun afar sjaldgæft
að hann fari á biðlista og þurfi að
bíða eftir plássi. Hann notfærir sér
heldur sambönd sem gera það að
verkum að hann fær samstundis
pláss á einbýli, hvort sem um er
að ræða innvortis aðgerð, hjartaöng
eða fingurmein. Og þeir sem valdið
hafa geta ímyndað sér síðan að það
sé allt í lagi á sjúkrahúsunum, nóg
sé þar- plássið og útsýnið fallegt!
Og valdamenn hafa að ýmsu leyti
rétt fyrir sér. Á íslandi er til góð
sjúkragæsla. En þessi sjúkragæsla
er ekki jafngóð öllum. Hinn gamli
og hrumi á þar ógreiðari aðgang
en þyrfti að vera vegna þess að það
er enginn sem getur tekið við hon-
um þegár búið er að gera fyrir
hann það sem unnt er á viðkom-
Sigurður Árnason
„Það er mælikvarði á
menningarstig hvers
samfélags hvernig það
býr að þeim sem minnst
mega sín. Og heilsu-
gæsla og sjúkrahús eru
þeím ætluð. Missum
ekki sjónar af því!"
andi sérdeild. Á gigtardeild Land-
spítalans eru 17 pláss. Þar hafa
undanfarið verið að jafnaði 5—8
sjúkrarúm „teppt" af langlegusjúkl-
ingum sem betur væru komnir ann-
ars staðar og ódýrara væri að vista
annars staðar.
Er þá ekki hagræðingar þörf?
Nú spyr einhver: „Hvað á mað-
urinn við? Er hann í raun á því að
ekki sé hagræðingar þörf í heil-
brigðiskerfinu?" Að sjálfsögðu ekki!
Auðvitað er þar þörf hagræðingar
eins og annars staðar og starfsfólk
spítalanna leggur hagræðingu lið.
En hagræðing má aldrei leiða til
þess að sjúkrahúsin verði verr búin
til að sinna hlutverkum sínum, verði
einfaldlega verri sjúkrahús. Faglegt
mat á þörfum hinna sjúku verður
að ráða ferð hagræðingarinnar. Sé
það ekki haft að leiðarljósi, þá leið-
ir slíkt til kreppu; kreppu sem nú
þegar er til staðar og er alltaf að
versna.
OSICOM
,xecutive SL386/S
1 Mb vinnsluminni
(stækkanl. í 8 Mb á móðurborði)
Super VGA litaskjár(l 024x768)
40 Mb harður diskur, 19 ms •
1.44 Mb disklingadrif
Verð.....kr. 137.914,-
Executive SL386/2:
2 Mb vinnsluminni
(stækkanl. í 8 Mb á móðurborði)
Super VGA litaskjár(l024x768)
40 Mb harður diskur, 19 ms
1.44 Mb disklingadrif
128 Kb Cache-minni
Verð.....kr. 184.044,-
ecutive
m
4 Mb vinnsluminni
(stækkanl. í 32 Mb á móðurborði)
Super VGA litaskjár(l 024x768)
90 Mb harður diskur, 17 ms
1.44 Mb disklingadrif
128 Kb Gache-minni
Verð.....kr. 274.060,-
K>
H   TÖLVUDEILD
^^      ARMÚLA 11 - SlMI 881SOO
Starfsfólki fækkar -
sjúklingar sendir heim
Starfsfólk flýr sjúkrahúsin,
hjúkrunarfræðingaskorturinn er
vaxandi vandamál. Og flóttinn er
mestur frá þeim deildum sem erfið-
astar eru: þaðan sem þörfin er
mest. Flestir starfsmenn spítalanna
eru konur en þær gefast líka upp
þegar mótvindurinn er stöðugur og
langvinnur. Léleg launakjör og lítill
stuðningur frá ráðamönnum og full-
trúum þeirra, ráða þar mestu. Þetta
leiðir svo til vaxandi álags og úlfúð-
ar meðal starfsfólks og þess í milli:
„Hvernig getið þið leyft ykkur að
hafa auð rúm þegar við erum með
sjúklinga á ganginum?" Mótrök eins
og að við á krabbameinsdeildinni
séum alltaf með sjúklinga út í bæ
sem geta þurft að komast inn með
örskömmum fyrirvara, til dæmis
vegna versnandi einkenna eða al-
varlegra sýkinga í kjölfar krabba-
meinslyfjameðferðar, stoða lítt.
Enda svipaðar aðstæður á öðrum
sérdeildum. í stað þess að beina
reiði sinni og sárindum að þeim sem
ábyrgðina bera, stjórnmálamönnum
og yfirstjórn spítalans, þá fer sam-
starfsfóik í hár saman. Og nú stend-
ur til að draga verulega úr starf-
semi sérhæfðrar legudeildar fyrir
krabbameinssjúklinga vegna skorts
á starfsfólki. Það er unnvörpum á
förum, það lætur ekki misbjóða
þolinmæði sinni lengur.
Mannéskjuleg samskipti eru
forsenda vellíðunar allra
En það er fjarri því að krabba-
meinslækningadeildin á Landspítal-
anum sé einsdæmi. Sjúkir eru víða
sendir heim fyrr en æskilegt er
vegna plássleysis, og vegna þess
að húsin eru barin utan af fólki sem
þarf að koma inn til meðferðar, en
kemst ekki vegna þrengsla. Milli
þessara hópa er starfsfólkið, hjúkr-
unarfræðingar, sjúkraliðar, læknar
sem eyða allt of stórum hluta vinnu-
tímans í að bjarga málum fyrir
horn, að koma í veg fyrir að sjúkl-
ingar séu teknir inn („ef ég kem
nú heim til þín og gef þér sprautu,
þá kannski heldurðu út til morg-
uns"). Og inni á sjúkradeildunum
vinnst ekki tími til að sinna sjúkl-
ingnum  sem  einstaklingi,   heldur
¦jAr GBC-Pappírstætarar
Þýsk framleiðsla
Ymsar stæröir og gerðlr fáanlegar
OTTOB. ARNAR HF.
Skipholti 33 • 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
AFGASRULLUR
fyrir bílaverkstædi
Olíufélagið hf
603300
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56