MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991 17 verður hann efniviður í framleiðslu sjúkrahússins, rétt eins og um sjúkl- ingaverksmiðju sé að ræða. Hversu oft er það ekki að dagurinn líður án þess að einn einasti starfsmaður (sjúkraliði, hjúk: unarfræðingur, læknir) hafi haft tíma til þess að. setjast niður og ræða við sjúkling- inn á forsendum hans, gefið skjól- stæðingnum þann tíma sem hann þarf og á rétt á? Fyrir sjúklinginn geta mannleg samskipti í hálftíma eða klukkutíma á dag verið lykillinn að vellíðan og þar með ein af meg- inforsendum þess að hann treysti sér heim og geti útskrifast. En mannaflastuðull hagræðingar- sveina fjármálavaldsins gerir ekki ráð fyrir þessu. Það að tala við sjúkling og sýna mannlega hlýju er samkvæmt þeim mælikvarða sennilega ekki markviss vinna held- ur bruðl með dýran vinnukraft. Hvað er til ráða? Athugasemdir án tillagna um úrbætur eru nöldur. Og af nöldur- seggjum er nóg. Að sjálfsögðu eru öngvar allsherjarlausnir á vandan- um til. Nema ef væri að eggja nú valdamenn lögeggjan svo að þeir taki nú ærlega til hendinni og leysi vanda sjúkrahúsanna í samráði við starfsfólk og sjúklinga! Góð sam- vinna er forsenda þess að lausn náist. Neðanskráðar eru nokkrar hug- myndir sem fram hafá komið í umræðum meðal samstarfsmanna, sumar fornar, aðrar nýjar. En þær eiga það sameiginlegt að of lítið hefur orðið úr framkvæmdum! * Auka mjög heimahjúkrun og heimahlynningu sjúkra og auð- velda þeim þannig að vera heima. Langt er síðan sýnt var fram á að það er að jafnaði ódýrast og best að vista sjúklinga í heimahúsi, þar sem aðstandendur bera meginþung- ann af umönnuninni. Heimahjúkrun víða um land hefur unnið ómetan- legt starf í þessu efni, sem hljótt er um. Hjúkrunarfræðingar þar hafa fyrst og fremst sinnt sjúkling- um með ellisjúkdóma og gert það að verkum að margir þessara sjúkl- inga hafa getað verið heima, þrátt fyrir veruleg mein. Það er reynsla Heimahlynningar Krabbameinsfé- lagsins að það séu afar fá vanda- mál varðandi hjúkrun og líkn sem ekki er unnt að leysa í heimahúsi, til dæmis þegar um er að ræða sjúklinga með krabbamein eða al- næmi á lokastigi. Það er og reynsla annarra þjóða að þannig sé málum farið um ýmsa aðra sjúkdómaflokka (t.d. öndunarfærasjúkdóma). Aukin áhersla á heimahjúkrun og heima- þjónustu frá læknum og öðrum heilbrigðisstéttum myndi geta létt mjög álagið á sérdeildum sjúkra- húsanna og þar með gætu þær sinnt hlutverkum sínum betur. Hins veg- ar er greiður aðgangur að sjúkra- rými ein meginforsenda góðrar heimahjúkrunar, enda oft sá þáttur sem mestu ræður um hvort ættingj- ar treysta sér til að sinna sjúklingi heima. ¦*¦ Fjölga mjðg sjálfstætt starf- andi hjúkrunarfræðingum og semja við þá um hjúkrun þeirra sjúklinga sem Heimahjúkrun annar ekki. Hópar slíkra gætu tekið sig saman og sérhæft sig í heimahjúkr- un ákveðinna sjúklingahópa og sinnt þeim í samvinnu við heimilis- lækni og sérfræðinga sjúklings. Reynsla Heimahlynningar Krabba- meinsfélagsins af sérhæfingu er mjög góð. * Fjölga langleguplássum, sem til þess eins eru ætluð að veita sérhæfða þjónustu ellisjúkum og fólki með langvinna sjúkdóma. * Viðurkenna í verki að mann- legi þátturinn í sjúkragæslunni kostar peninga, enda verður hann fyrst útundan, þegar spar- að er. •k Umbuna því starfsfólki sem vinnur á deildum þar sem skort- ur er á vinnukrafti, með því að láta það njóta þess sem skorturinn „sparar" í t.d. launaútgjöldum. Þetta þýðir að starfsfólk (deild), sem sparar, nýtur sparnaðarins! * Stjórnmálamenn taki á sjálfa sig ábyrgðina sem fylgir því að skera niður fé til nauðsynjamála eins og heilbrigðismála, en láti ekki sjúkl- ingum, fjölskyldum þeirra og heil- brigðisstéttum einum eftir að taka afleiðingum niðurskurðarins. Vald- amenn þurfa einfaldlega að kynna sér sjúkragæsluna milliliðalaust! * Auka til muna möguleika heilbrigðisstétta til framhalds- menntunar. Þannig gætu til dæm- is sjúkraliðar tekið að sér mun fleiri störf sem nú eru annars unnin af hjúkrunarfræðingum. Góð reynsla er af þessu annars staðar á Norður- löndum. * Greiða öllum heilbrígðisstétt- um mannsæmandi laun, en mis- nota ekki taumiaust mannkær- leika og furðulega mikið um- burðarlyndi þessa fólks. •k Sveitarfélög á höfuðborgar- svæðinu og sérstaklega Reykja- víkurborg, fari að dæmi annarra sveitarfélaga og umbuni hjúk- runarfræðingum og öðrum þeim stéttum þar sem iila gengur að manna stöður. Allt of margir hjúk- runarfræðingar fást við öhnur störf en hjúkrun af fjárhags- og fjöl- skylduástæðum. * Hvetja starfsfólk heilbrigðis- kerfisins og sér í Iagi sérfræð- inga þess að horfa á kerfið í heild og í samhengi. Hollt er að minnast þess að þjóðarkakan er ekki óendanleg og það á að skipta henni niður fyrst og fremst eftir faglegum rökum en síður pólitísk- um og alls ekki eftir hráum hug- myndum útlenskum. Það er mælikvarði á menningar- stig hvers samfélags hvernig það býr að þeim sem minnst mega sín. Og heilsugæsla og sjúkrahús eru þeim ætluð. Missum ekki sjónar af því! Höfuadur er sérfræðiagvr á krabbameinsdeild Landspítalans og annar af tveimur læknum heimahlynningar Krabbameinsfélags Islands. SIEMENS Kæliskápur á kostaverði! KS 26V00 148 x 60 x 60 sm (hæö x breidd x dýpt). 189 lítra kælirými. 67 lítra fjögurra stjörnu frystihólf. Afborgunarverð: 55.900,- kr. SMfTH&NORLAND NÓATÚNI4-SÍMI28300 HYGGINN MAÐUR SPARAR - með Farkorti FARKORT er alþjóðlegt greiðslukort, gefið út af Félagi íslenskra ferðaskrifstofa og VISA ÍSLAND. FARKORTI fylgja sömu réttindi og venjulegum VISA-kortum, en að auki margskonar fríðindi heima og erlendis. (Ferða/slysa- og farangurstryggingar og helmings afsláttur af forfallatryggingu. t*% Afsláttur á fjölmörgum skemmtistöðum, ** veitingahúsum, hótelum og bílaleigum innanlands. Ódýrar öræfaferðir. Afsláttur á skoðanaferðum íslenskra ferðaskrifstofa erlendis. 7-10% afsláttur af tilteknum ferðum til helstu sumarleyfisstaða Evrópu. Þessar ferðir eru auglýstar með góðum fyrirvara. Á eftirtöldum stöðum innanlands njóta Farkortshafar afsláttar: VEITINGAHÚS: Gullni haninn, Pizzahúsið, Naust, Lækjarbrekka, Argentína, Sælkerinn og Sjanghæ í Reykjavík, Bakki á Húsavík, Hótel Selfoss, Selfossi SKEMMTISTAÐIR: Hótel ísland, Hótel Borg ogDanshöllin, Reykjavík, Krúsin ísafirði, Hótel Selfoss, Selfossi og Sjallinn, Akureyri. HOTEL: Hótel Esja, Hótel Loftleiðir og Hótel Höfði, Reykjavík, Hótel Keflavík og Flughótel, Keflavík, Hótel KEA, Akureyri, Hótel Bláfell, Breiðdaisvík og Hótel Selfoss, Selfossi. BÍLALEIGUR: Bílaleiga ÁG, Bílaleiga Flugleiða og Bílaleigan Geysir, Reykjavík, Bílaleigan Höldur og Bílaleigan Örninn, Akureyri. ANNAÐ: Sinfóníuhljómsveit fslands og FARVfS - tímarit um ferðamál. HYGGINN MAÐUR HEFUR FARKORT ALLTAF VIÐ HÖNDINA. mFARKÐRT greiðslukort meöfríðindum