Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAI 1991
19
Listir og peningar
eftir Þorgeir
Ólafsson
Á undanförnum árum hefur
stuðningur fyrirtækja við listir og
menningu orðið æ meira áberandi.
Sumir hafa spurt hvort stuðningur
þeirra hafi aukist í raun eða hvort
meiri áhersla sé lögð á að það
komi fram opinberlega. Svarið er
að stuðningurinn hefur aukist, og
jafnframt hafa fyrirtækin í aukn-
um mæli lagt áherslu á að stuðn-
ings þeirra sé getið á áberandi
hátt. I kjölfar þessa vakna spurn-
ingar um menningarstefnu, sem
þegar allt kemur til alls, snýst
ákaflega mikið um peninga. Að
hve miklu leyti eiga fyrirtæki og
einstaklingar að standa að fjár-
mögnun list- og menningarvið-
burða, sem ekki er stofnað til í
ágóðaskyni? Hvernig á verkaskipt-
ingin að vera milli opinberra aðila,
fyrirtækja og einstaklinga þannig
að listirnar fái ákjósanlegust vaxt-
arskilyrði? Hvernig nýtum við best
þá fjármuni sem ríki og sveitarfé-
lög leggja til lista og menningar?
í þessari grein verður ekki reynt
að leggja til atlögu við allar þessar
spurningar heldur staldrað aðal-
lega við þann þátt sem snýr að
fyrirtækjunum. Þó er rétt að geta
þess varðandi síðustu spurninguna
að reynsla nágrannaþjóðanna sýnir
að of mikil áhersla á skipulag,
samræmingu, yfirstjórn og fleira
hefur leitt til miðstýringar í mál-
efnum lista og menningar. Þeim
mun víðar sem ákvarðanir eru
teknar því betra og þótt ringulreið-
in í styrkjakerfinu sé til baga þá
tryggir hún að minnsta kosti að
ábyrgðin dreifist á margar hendur.
í öðru lagi þá væri opinberu fé
betur varið ef fyrst væri hugað að
því að skapa listafólki betri aðstöðu
til að stunda list sína með t.d.
ókeypis sýninga-, tónleika- og leik-
listaraðstöðu og tollfrjálsum inn-
flutningi á málaravörum, svo eitt-
hvað sé nefnt. Eins og nú er hátt-
að fer allt of stór hluti af fjárveit-.
ingum til listastarfsemi í húsa-
leigu, efniskaup, auglýsingar og
fleira þess háttar.
Opinber listastefna verður að
hafa að markmiði að frumkvæðið
komi frá einstaklingum og búa
þannig um hnútana að fjármagn
sé fyrir hendi til að sinna þeim sem
vilja standa að listviðburðum. Þró-
unin hefur verið önnur og því er
mikilvægt að skoða þessi mál. List-
ir og menning eru að því leyti sam-
bærileg við atvinnulífið að þar
verður að ríkja fullkomið frelsi og
virðing fyrir frumkvæði og skap-
andi athöfnum. Á sama hátt og
við samþykkjum ekki atvinnu-
stefnu sem bindur hendur einstakl-
inga og fyrirtækja og heftir ný-
sköpun, þá má menningarstefnan
ekki heldur vera þannig að ekkert
rými sé fyrir einstaklinga og hópa
sem vilja brydda uppá nýjungum
eða efna til listviðburða. A fjárlög-
um og í fjárhagsáætlunum sveitar-
félaga ætti ávallt að gera ráð fyrir
nýjungum og óvæntum uppákom-
um í lista- og menningarlífinu
þannig að hægt sé að koma í fram-
kvæmd bestu hugmyndunum sem
skjóta upp kollinum. Slík fjár-
mála/menningarpólitík er hvetj-
andi og skilar arði þegar til lengri
tíma er litið.
Stuðningur fyrirtækja við
listir og menningu
Á undanförnum árum hafa fyrir-
tæki í Bandaríkjunum og Evrópu
aukið stuðning sinn við listir á
kostnað íþróttanna. Þau hafa talið
að sú leið væri vænlegri til að
bæta ímynd þeirra og til að vekja
athygli almennings á þeim. Sama
þróun hefur verið hér á landi und-
anfarin ár. Því má skjóta hér inn
að sveitarfélógin hafa á hinn bóg-
inn ekki opnað augu sín fyrir hinu
jákvæða sambandi milli auðugs
menningarlífs , og   blómlegs . at-
vinnulífs. Að þessu leyti er Hafnar-
fjörður undantekning enda hefur
verið tekið eftir því um allt land
að þar er myndarlega að verki
staðið. Reykjavík hefur svo marg-
þætta sérstöðu meðal sveitarfélag-
anna að samanburður í þessum
efnum er óraunhæfur. Segja má
að Hafnfirðingar hafi borið gæfu
til að sjá að ekkert samfélag fær
þrifist eðlilega nema vel sé gætt
að öllum undirstöðum þess. Listir
og menning eru einn af undirstöðu-
þáttum mannlífsins og ber að líta
á hann þannig en ekki sem auka-
hjól undir vagninum. Þetta sannast
best þegar menn átta sig á því að
þar sem lista- og menningarlíf
stendur í blóma, þar dafnar at-
vinnu-lífið og þangað leita fyrir-
tæki með starfsemi sína. Eða hver
skyldi vera ástæða þess að t.d.
yfirvöld í Glasgow lögðu ógrynni
fjár í að efla lista- og menning-
arlíf borgarinnar, önnur en sú að
með því móti væri hægt að efla
atvinnulífið, auka ferðamanna-
strauminn og bæta ímynd borgar-
innar í augum Evrópubúa?
Að vanrækja þátt lista- og
menningar í mannlífinu hefur í för
með sér doða og deyfð á öðrum
sviðum. Hvaða fyrirtæki vill hasla
sér völl í bæjarfélagi sem ekki
hefur af neinu að státa og hefur
neikvæða ímynd í augum fólks?
Ekkert. Forsvarsmenn fyrirtækja
hafa opnað augu sín æ meir fyrir
þessari staðreynd, og hér er um
staðreynd að ræða en ekki kenn-
ingu, eins og dæmið frá Glasgow
sannar. Aðalávinningur þeirra fyr-
irtækja sem leggja fé til lista og
menningar felst því í betra og
mannlegra umhverfi. En þetta
snýst líka um pólitík. Með því að
styðja yið þennan þátt mannlífsins
en ekki einhvern annan móta fyrir-
tækin samfélagið að vissu marki.
Ef öll fyrirtæki og stofnanir á
Sauðárkróki t.d. tækju sig saman
og notuðu auglýsinga- og kynning-
arfé sitt einungis til að styrkja list-
og menningarviðburði gætu þau
breytt bæði ímynd staðarins og
bæjarbragnum. Hinn augljósi
ávinningur, sem fyritæki hafa af
stuðningi við listir og sem felst í
auglýsingum og kynningum, er því
ekki nema brot af þeim heildar-
ávinningi sem felst í fegurra og
betra mannlífi.
Skyldur og skattaívilnanir
Hér hefur ekkert verið rætt um
þær neikvæðu raddir sem heyrst
hafa í þessu sambandi. Þær eru
einkum þær að fyrirtækin hafi
ekki sömu skyldum að gegna
gagnvart lista- og menningarlífinu
og opinberir aðilar og því geti þau
dregið stuðning sinn til baka þegar
þau lystir og skilið listafólkið eftir
á köldum klaka. Hvað yrði til dæm-
is um Sinfóm'uhljómsveitina ef ekk-
ert fyrirtæki fengist til að styrkja
Þorgeir Ólafsson
„ Við skulum gangast
við þeirri staðreynd að
listir og menning eru
jafn veigamikill þáttur
í samfélaginu og aðrir
þættir þess."
hana? Hún myndi að sjálfsögðu
halda áfram að halda tónleika en
þeir yrðu færri og fátæklegri. Þeir
forsvarsmenn fyrirtækja sem ég
hef rætt við um þessi mál, kann-
ast vel við þessa hættu en telja
jafnframt að hægt sé að búa svo
um hnútana að það verði svo eftir-
sóknarvert að veita fé til lista- og
menningarmála að engum detti í
hug að draga sig í hlé nema veru-
legur fjárhagsvandi sé fyrir hendi.
Þetta er hægt að gera með skatta-
löggjöf sem tekur mið af gildi þess
að fyrirtækin séu fullgildur þáttur
í menningarlífinu. Víða um heim
fá fyrirtæki skattaívilnanir ef þau
veita fé til líknarmála eða menn-
ingarmála. Á meðan við búum við
það að fyrirtækin fá ekki skatta-
frádrátt útá styrki af þessu tagi
verðum við að reiða okkur á víð-
sýni og skilning forsvarsmanna
þeirra.
Niðurstaðan er þessi. Við skul-
um gangast við þeirri staðreynd
að listir og menning eru jafn veiga-
mikill þáttur í samfélaginu og aðr-
ir þættir þess. Að vanrækjahann
jafngildir deyfð og stöðnun. í stað
þess að treysta algjörlega á forsjá
ríkis og sveitarfélaga í þeim efnum
(sem krefst aukinnar skattheimtu)
verður að veita einstaklingum og
hópum tækifæri til að hafa frum-
kvæði í listum og menningu og
fyrirtækin verða að taka þátt í
samfélagsmótuninni með því að
styðja við bakið á þeim. Lista- og
menningarlífinu er best borgið ef
ríki og sveitarfélög veita listafólki
góða aðstöðu til listiðkana, gefa
þeim olnbogarými sem vilja hrinda
góðum hlutum í framkvæmd og
veita fyrirtækjum þann sess í sam-
félaginu að þátttaka þeirra sé sjálf-
sögð og eftirsóknarverð.
Höfundur er útvarpsmaður og á
sæti í stfórn Listahátíðar í
Hafnarfirði 1991.
Sjáðu hvað ég er með
Nivea græðandi krem verndar og græðir sáran
bossann. Kremið er í túpu sem tryggir hreinlæti og
auðveldar nofkun.
HIVEA
J.S. Helgason - Sími 91-685152
»'.' '¦¦"   ¦"¦.....¦¦¦'¦¦—
:!> IF/ld
7ú)l1
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56