Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1991 Enn nm ferju fyrir Vestmannaeyj ar eftir Ólaf J. Briem í Morgunblaðinu 5. apríl gerir Sigurður Ingvarsson tilraun til þess að réttlæta rætnar og tilhæfulausar ásakanir sínar á hendur Skipatækni hf. varðandi hönnun á feiju fyrir Vestmannaeyjar. Gefur Sigurður þá skýringu á þessu framferði sínu að hann vilji koma í veg fyrir að einkaleyfi hans séu notuð við hönn- un ferjunnar og að hann telji skipið mjög varhugavert. Skipatækni vís- ar á bug þeim ásökunum, sem fram koma í greininni og hefur bréflega hvatt Sigurð til þess að láta á þetta mál reyna fyrir dómstólum, ellegar að hann opinberlega dragi fullyrð- ingar sínar til baka og biðjist afsök- unar. Það er hreint með ólíkindum að maður, sem að eigin sögn er virtur skipahönnuður, skuli haga sér eins og raun ber vitni. Þessum makalausu ásökunum Sigurðar hef- ur undirritaður svarað að hluta í grein í Morgunblaðinu 19. mars. Vegna fyrrgreindrar greinar Sig- urðar reynist þó nauðsynlegt að gera nokkrar athugasemdir. 1. Notkun einkaleyfis Eins og fram hefur komið sakar Sigurður Skipatækni hf. um að hafa notað einkaleyfi hans við hönnun feiju fyrir Vestmannaeyjar. Þessum ásökunum Sigurðar er vís- að á bug. Það mætti halda að Sig- urður væri höfundur að notkun skrúfukjaia á skipum og að hann hefði einn einkaleyfi á að nota þá útfærslu við hönnun skipa. Þetta er fjarstæða. Meðfylgjandi teikning er gerð í þeim tilgangi að greina lesendum frá þeirri þróun sem orð- ið hefur í gerð skrúfukjala á undan- fömum ái’um. Sigurður hefur eink- aleyfi í Bandaríkjunum á mjög sér- stöku afbrigði þessarar útfærslu og er sú útfærsla sýnd á teikningunni. Eins og teikningin glögglega ber með sér er útfærsla Skipatækni hf. hin sama og notuð hefur verið af dönskum og norskum skipahönn- uðum með góðum árangri. Það er mjög auðvelt að telja þeim, sem ekki þekkja til hönnunar skipa, trú um að einkaleyfi Sigurðar og sú hönnun, sem Skipatækni hf. notar við hönnun feiju fyrir Vest- mannaeyjar, sé eitt og hið sama. Skipahönnuðir hafa sífellt verið að gera endurbætur á bollögun skipa en útilokað er að fá einkaleyfi á ákveðinni bollögun, nema því aðeins að sú bollögun sé mjög frábrugðin hefðbundnum útfærslum. Eins og sjá má er einkaleyfisútfærsla Sig- urðar um margt frábrugðin hefð- bundnum útfærslum og hönnun Skipatækni hf. Sigurður gerir svonefndan mið- kjöl að umræðuefni og telur slíka útfærslu að sjálfsögðu vera stuld frá sér. Miðkjölur er þekkt fyrir- bæri og alls ekki neitt einkaleyfi Sigurðar. Eins og fram kemur á teikningunni er miðkjölur Sigurðar mjög síður og myndar nánast boga- dregna fleti í ákveðinni íjarlægð frá skrúfunum. Slík útfærsla mun geta við ákveðnar aðstæður leitt til betri skrúfunýtni. Sá miðkjölur sem Skipatækni hf. notar við hönnun feiju fyrir Vestmannaeyjar er hins vegar sömu gerðar og danskir og norskir hönnuðir hafa notað og er hlutverk þeirra eingöngu að hindra högg þegar afturhluti skipsins lyft- ir sér upp úr sjónum og skellur aftur niður. Sigurður telur það vera augljósa sönnun staðhæfinga sinna um meintan stuld Skipatækni hf. að slíkur miðkjölur skuli ekki vera á M/S Baldri. Ástæða þess að ekki var talin ástæða til að setja miðkjöl á M/S Baldur var að Baldur er ekki eins flatbotna og því hefði slík- ur miðkjölur haft lítil gildi. Með hliðsjón af þeim aukakostnaði, sem slíkur miðkjölur hefur á smíðaverð, var horfið frá slíkum áformum við hönnun M/S Baldurs. Sigurður hefur enn í hótunum um lögbann. Skipatækni hf. skorar á Sigurð að láta verða af hótun sinni og láta reyna á fyrir dómstól- um hvort fullyrðingar hans um notkun á einkaleyfum hans séu á rökum reistar. Skipatækni hf. hefur hins vegar ekki séð ástæðu til að vera með hótanir í fjölmiðlum og undirbýr nú málshöfðun á hendur Sigurði fyrir meiðyrði. 2. Athugasemdir Sigurðar við hönnun skipsins Sigurður vitnar f athugasemdir, sem hann hefur gert við hönnun feijunnar, fyrst við hönnun 79 metra feijunnar, en hún var hönnuð af Dwinger Marineconsult A/S í Danmörku, og síðar við hönnun Skipatækni á 70,5 metra fetjunni. Þessar athugasemdir má helst skoða sem hugmyndir Sigurðar um hvernig hann hefði gert, hefði hann verið hönnuður skipsins. Margar af hans athugasemdum gefa til kynna að Sigurður þekki alls ekki hönnun- arforsendur og að hann hafi ekki skilið eða gert sér grein fyrir mikil- vægum þáttum, sem ráða því að okkar lausnir eru taldar betri eða heppilegri. Þá hefur Sigurður sér- stakar skoðanir á hvernig haga skuli stáluppbyggingu skipa. Virð- ist hann vera nokkuð einn um þá Ólafur J. Briem „Skipatækni hf. hefur farið yfir allar athuga- semdir Sigurðar og komið umsögn þar að lútandi á framfæri við smíðanefndina. Nefnd- in hefur ekki séð ástæðu til að óska eftir breytingum á hönnun- inni með hliðsjón af þessum athugasemd- um.“ skoðun, því lítið mun vera smíðað af skipum samkvæmt hans for- skrift. í greininni nefnir Sigurður þau atriði, sem hann telur helst gagn- rýnisverð og verður hér gerð stutt grein fyrir þeim. a) Stöðugleiki og sjóhæfni Skipatækni hf. hefur gert bráða- birgðastöðugleikaútreikninga sem staðfesta að skipið uppfyllir stöðugleikakröfur, sem tóku gildi í apríl 1990. Utreikningarnir hafa hlotið samþykki Siglinga- málastofnunar ríkisins. Sjóhæfni skipsins var kannað með prófun- um í janúar og reyndist skipið vel í alla staði. b) Öryggisþil Öryggisþil þetta er nákvæmlega skilgreint í smíðalýsingu. Ástæða þess að þilið var ekki sýnt á þeim teikningum, sem fylgdu útboðs- gögnum, var að Skipatækni hf. vildi eiga viðræður við fyrirtæki, urnesja og Sjúkrahús Keflavíkur og við Heilsugæslustöðina í Álfta- mýri í Reykjavík. sem sérhæfa sig í hönnun á slík- um öryggisþilum áður en stað- setning og gerð yrði sýnd á teikn- ingum. I alþjóðareglum er að finna kröfur um slík öryggisþil og má geta þess að M/S Baldur er búinn slíku öryggisþili. c) Plötuþykktir Skipatækni hf. telur ekki veij- andi að rýra stöðugleika skipsins og auka þyngd þess með því að vera með meiri þykkt á byrðing ofantil á skipinu en nauðsyn kref- ur. Efnismál uppfylla kröfur flokkunarfélaga óg Siglingamál- astofnunar ríkisins. Óþarfa bruðl með efni leiðir aðeins til aukinn- ar olíunotkunar og hærri smíða- kostnaðar. d) Röng hlutföli Hlytföll lengdar, breiddar og dýptar skipsins ráðast af þeim hönnunarforsendum, sem Skipa- tækni hf. voru gefnar í upphafi. Ríkisstjórn íslands tók ákvörðun um að skipið skuli ekki vera lengra en um 70 metrar að lengd. Breidd og dýpt skipsins ráðast hins vegar af þeim öiyggiskröf- um, sem óhjákvæmilega þarf að uppfylla og svo kröfum útgerðar til fyrirkomulags, mestu djúp- ristu og burðargetu. Niðurstöður prófanna á ganghraða og aflþörf eru mjög hagstæðar miðað við þessi hlutföll skipsins. e) Byggingar- og rekstrarkoslnað- ur Skipatækni hf. hefur lagt sér- staka áherslu á að minnka til- kostnað við smíði feijunnar og stuðla að hagkvæmum rekstri hennar innan þess ramma sem hönnunarforsendur gefa okkur. f) Staðsetning á olíugeymum og björgunarbátum Hér er enn spurning um þyngdir og stöðugleika. Mjög strangar öryggiskröfur eru gerðar til þessa skips og við höfum leitast við að uppfylla þær kröfur með því að velja skynsamlegar og hagkvæmar lausnir. Hugmyndir Sigurðar um breytingar á hönn- uninni munu hafa í för með sér hækkun þyngdarpunkts skipsins og rýra stöðugleika þess. g) Bandabil Bandabil feijunnar er það sama og í skipum sömu stærðar. Kost- ir þess að auka bandabil eru umdeildir. h) Ganghraði og aflþörf Fullyrðingum Sigurðar er vísað á bug. Við höfum í höndum yfir- lýsingu frá Danish Maritime Institute þar sem fram kemur að sú stofnun hafi ekki borið saman ganghraða og aflþörf feij- unnar við önnur skip að beiðni Sigurðar. Fullyrðingar Sigurðar um aflþörf og ganghraða eigin feijuhönnunar eru frá honum sjálfum og ber að skoða í ljósi þess. Staðhæfingum Sigurðar um sam- anburð á tilboðum, frávikstilboð og röð tilboðsgjafa er vísað til smíða- nefndar feiju fyrir Vestmannaeyjar, en sú nefnd ber ábyrgð á þeim þáttum málsins. I grein sinni kvartar Sigurður sáran yfir að menn hunsi hann og hans athugasemdir algjörlega. Skipatækni hf. hefur farið yfir allar athugasemdir Sigurðar og komið umsögn þar að lútandi á framfæri við smíðanefndina. Nefndin hefur ekki séð ástæðu til að óska eftir breytingum á hönnuninni með hlið- sjón af þessum athugasemdum. Í þessu sambandi er rétt að benda á að Heijólfur hefur þegar gengið til samninga um smíði á feiju sam- kvæmt hönnun Skipatækni hf. þrátt fyrir athugasemdir Sigurðar. Greinarhöfundur telur annað í grein Sigurðar ekki svaravert. Bæði er að þar er fjallað um samskipti Sigurðar við ýmsa aðra aðila, sem tengjast hönnun feijunnar, og er eðlilegast að þeir svari fyrir sig. Sigurður notar seinni hluta greinarinnar til að veija sig og gera grein fyrir hönnun á Ottó N. Þor- lákssyni og Esjunni. Þessi skip eru hönnun feiju fyrir Vestmannaeyjar óviðkomandi og því engin ástæða til að svara þeim hluta greinarinnar hér. Til þess þó að leiðrétta hugsan- legan misskilning skal þess getið að Skipatækni hf. átti engan þátt í hönnun þessara tveggja skipa né heldur hafði fyrirtækið umsjón með hönnuninni. Hins vegar annaðist Skipatækni hf. eftirlit með smíði Ottós N. Þorlákssonar, eftir að Bæjarútgerð Reykjavíkur keypti skipið í smíðum hjá Stálvík hf., og getur þess vegna dregið ýmislegt fram í dagsljósið sem best er að verði látið kyrrt liggja. Höfundur er skipaverkfræðingur lijá Skipatækni hf. Islenskur og breskur barnalæknir skrifa bók ISLENSKUR læknir er annar tveggja höfunda að bók, sem gefin hefur verið út hjá Iæknisfræðideild Oxford University Press (OUP) í Oxford í Bretlandi þann 28. mars sl. Úlfur Agnarsson barnalæknir skrifaði bókina ásamt Graham Clayden breskum barnalækni og kall- ast bókin á ensku „Constipation in Childhood" eða Hægðatregða í börnum. Bæði Úlfur og Clayden hafa starfað mikið með börnum með hægðatregðu, sem er nú einn al- gengasti kvilli er hijáir böm á Vest- urlöndúm og er bókin sumpart byggð á rannsóknum þeirra á breskum bömum sem gerð hefur verið í Lundúnum og borginni Brig- hton. Sérstakur kafli er um fötluð böm þar sem hægðatregða er al- geng, meðferð erfið og vandamálinu lítill gaumur gefinn. Bókin er sérs- taklega ætluð barnalæknum, heim- ilislæknum og hjúkrunarfræðingum en er einnig aðgengileg fyrir aðrar heilbrigðisstéttir. Frá Bretlandi verður bókin sett á markað á meginlandi Evrópu, Mið-Austurlöndum og Suður-Amer- íku en útibú OUP í Bandaríkjunum, Japan, Ástralíu og víðar ákveða sjálfstætt hvort/bvernig staðið verður að útgáfu bókarinnar. Hér á landi er bókin til sölu í Bóksölu Stúdenta við Hringbraut. Úlfur var við nám í barnasjúk- dómum í Bretlandi 1982-90 og starfaði fyrst í Skotlandi við barna- spítala í Dundee, Edinborg og Glas- gow en sérhæfði sig síðan í melting- ar- og næringarsjúkdómum barna í Lundúnum og Brighton. Hann starfar nú við Heilsugæslustöð Suð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.